Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020
Bandaríski hermaðurinn Ethan Mel-
zer, sem handtekinn var 10. júní, er
borinn þeim sökum að hafa sent ný-
nasistafélagsskapnum Reglu níu
Engla viðkvæmar upplýsingar um
hersveit sína í því augnamiði að gera
hana berskjaldaðri fyrir árás hægri-
öfgahópsins sem á frummálinu heitir
Order of Nine Angles (ekki Angels)
og kennir sig við germanska þjóð-
flokkinn Engla sem nam land á
Bretlandseyjum á 5. öld.
Samsæri um dráp og meiðingar
Bandaríska alríkislögreglan FBI
komst á snoðir um meintar áætlanir
Melzers, sem er 22 ára gamall, og
Englareglunnar og er nú málsmeð-
ferð gagnvart þeim fyrrnefnda að
hefjast, þar sem ákæruatriðin eru
samsæri og tilraun til að myrða
bandaríska ríkisborgara og um leið
þjónandi hermenn landsins, afhend-
ing og tilraun til afhendingar gagna
til hryðjuverkamanna og samsæri
um dráp og líkamsmeiðingar í
ónefndu erlendu ríki.
Hugði á banvæna fyrirsát
„Melzer ætlaði sér augsýnilega að
gera sínum eigin liðsmönnum ban-
væna fyrirsát með því að láta hægri-
öfgahópi stjórnleysingja og nýnas-
ista í té upplýsingar um stað-
setningu, herstyrk og vopnabúnað
sveitar sinnar,“ sagði Audrey
Strauss, saksóknari í New York, við
Reuters-fréttastofuna.
Auk þessa telur alríkislögreglan
að Melzer hafi haft í hyggju að koma
ámóta upplýsingum til herskárra
íslamskra öfgahópa og segir hann
hafa verið kominn í samband við
tengilið úr röðum al-Qaeda-samtak-
anna eftir að honum varð ljóst hvert
ætlunin hafi verið að senda hann og
hersveit hans.
Má búast við lífstíðarfangelsi
„Melzer hefur gefið þá yfirlýsingu
að hann hafi setið á svikráðum
gagnvart Bandaríkjunum og lýst
fyrirætlanir sínar jafngildar land-
ráðum. Við föllumst á það,“ lét Willi-
am F. Sweeney Jr., aðstoðar-
forstjóri alríkislögreglunnar, hafa
eftir sér. Sagði Sweeney her-
manninn hafa snúið baki við fóstur-
jörð sinni og hersveit og lagt á ráðin
með nýnasistahópi. Sagði hann
Melzer mega búast við lífstíðardómi
fyrir gjörðir sínar, yrði hann sekur
fundinn.
AFP
Svikráð Melzer er ákærður fyrir að koma viðkvæmum upplýsingum um herdeild sína til nýnasista.
Hugðist koma gögnum
um herdeild til nýnasista
Lagði á ráðin um árás Lýsti sig landráðamann
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Hitastig norðan heimskautsbaugs
hefur líkast til aldrei náð öðrum eins
hæðum og á laugardaginn þegar það
mældist 38 gráður í bænum Verkoj-
ansk í Síberíu. Bær þessi er í sjálfs-
stjórnalýðveldinu Sakha og 675 kíló-
metra norðan við höfuðborg þess,
Jakútsk. Mælingunni hefur ekki ver-
ið slegið fastri enn sem komið er, en
bendir þó allt til þess að í Verkojansk
hafi mælst hitastig 18 gráðum hærra
en hæsta meðalhitastig júnímánaðar
á svæðinu, 20 gráður. Lægsti með-
alhiti þar er hins vegar 42 stiga frost í
janúar.
Norðurskautið hlýnar hraðar
Heitir sumardagar norðan heim-
skautsbaugs eru síður en svo ný-
lunda, en síðustu mánuðir hafa þó
talist óvenjulega hlýir og er það hald
manna að hitastig á norðurskautinu
hækki allt að tvöfalt hraðar en nemur
meðalhækkun hitastigs í heiminum.
Einn þeirra er dr. Dann Mitchell, að-
stoðarprófessor í loftslagsfræðum við
Háskólann í Bristol. „Hitamet eru
slegin í heiminum ár eftir ár, en norð-
urskautið hlýnar nú hraðar en nokk-
urt annað svæði jarðarinnar,“ segir
Mitchell við breska ríkisútvarpið
BBC. Lítið komi því á óvart að sjá
metin riða til falls í Síberíu og öruggt
að slíkum tilfellum muni fjölga.
Tölur frá Copernicus-loftslags-
miðstöðinni renna stoðum undir orð
Mitchell. Samkvæmt þeim mældist
meðalhiti norðan heimskautsbaugs í
mars, apríl og maí 10 gráðum hærri
en vant er. Fyrr í þessum mánuði
mældist 30 stiga hiti á nokkrum stöð-
um í Síberíu auk þess sem aldrei hef-
ur hærri hiti mælst í maímánuði í
Khatanga, sem er við 72 gráður norð-
lægrar breiddar, þar varð hitinn
mestur 25,4 stig í maí.
Óvenjulega langlíft
Simon King, veðurfræðingur
breska ríkisútvarpsins BBC, segir
fátt óvenjulegt við hitabylgjur á
norðurslóðum. Slíkar aðstæður skap-
ist gjarnan, að heitir loftmassar ferð-
ist langt norður á bóginn og að sama
skapi leiti kalt loft að norðan einnig
til svæða sunnarlega í heiminum.
Hins vegar kveður hann það langlífa
háþrýstisvæði, sem nú hafi verið ráð-
andi yfir austurhluta Rússlands síð-
ustu mánuði, óvenjulegt og um leið
áhyggjuefni.
„Flestir vísindamenn fallast á að
síðustu 30 ár hafi hlýnunin við norð-
urheimskautið gengið tvöfalt hraðar
en annars staðar,“ segir hann, og sé
hlýnunin norðan heimskautsbaugs
mest allra nyrst, norðan við 90.
breiddargráðu sem er sjálft pól-
svæðið. Þar hafi meðalhitinn hækkað
um fjórar gráður tímabilið 1960–
2019.
Tífalt stærra svæði brunnið
Enn fremur hafa gróðureldar í
Síberíu orðið æ tíðari hin síðustu ár.
Hafa slíkir eldar verið óvenjuskæðir
nú í ár vegna hlýinda og hvassviðris
að sögn Yevgeny Zinichev, ráðherra
almannavarna í Rússlandi, sem segir
tímabil gróðurelda í Síberíu almennt
frá maí fram í ágúst. Í apríl á þessu
ári hafi gróðureldar hins vegar sviðið
tífalt stærra svæði í Krasnojarsk í
Suður-Síberíu en á sama tíma í fyrra.
Breska veðurstofan telur nú helm-
ingslíkur á því að árið 2020 verði hlýj-
asta ár síðan hitamælingar hófust í
heiminum. Árið 2016 hefur þá stöðu
eins og er, en yfirstandandi ár sneiði
hratt á forskotið.
„Við höfum riðlað orkujafnvægi
allrar plánetunnar,“ segir Chris Rap-
ley, prófessor í loftslagsfræðum við
University College London. Kveður
Rapley ný hitamet ár eftir ár tala
sínu máli. „Þetta er aðvörun frá
sjálfri jörðinni,“ segir hann, „skellum
við skollaeyrunum við er háskinn
okkar.“
Hitastig í Síberíu tæpar 40 gráður
Hærra hitastig aldrei mælst norðan heimskautsbaugs Norðurskautið hlýnar tvöfalt hraðar en
önnur svæði Gróðureldar fyrr á ferð og skæðari í vor Telja stefna í hlýjasta ár frá upphafi mælinga
Wikipedia/geliovostok.ru
Kuldalegt Snæviþakin Jakútsk, höfuðborg sjálfsstjórnarlýðveldisins Sakha í Síberíu. Hiti í Sakha mældist 38 stig.
20% afslátturGLÆSILEGIR KAUPAUKARAÐ HÆTTI MERKJANNA
NÝTT
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
FYLLTU HÚÐINA ORKU
GEFURGEISLANDI,FALLEGANHÚÐLIT.
NÝTT RÉNERGIE NUIT MULTI-GLOW
INTENSE RECOVERY NÆTURKREM
Húðin öðlast fallegan ljóma,
verður vel nærð og þéttari.
TAX FREE AF
LANCÔME
HELENA RUBINSTEIN
BIOTHERM
MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG
Sérfræðingar frá merkjunum gefa góð ráð
og aðstoða við val á vörum.