Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020
✝ Dorothy Seniorfæddist í Skála
(Hala) á Búðareyri
við Reyðarfjörð 11.
mars 1942. Hún
lést 14. júní 2020.
Foreldrar hennar
voru Walter Seni-
or, frá Wakefield,
Yorkshire í Eng-
landi, f. 24.11.
1922, og Sigríður
Sæbjörnsdóttir, frá
Reyðarfirði, f. 16.11. 1924, d.
8.5. 2017. Dorothy var alin upp
af móðurforeldrum sínum,
Sæbirni Vigfússyni, f. 17.11.
1896, d. 8.2. 1982 og Svan-
borgu Björnsdóttur, f. 1.5.
1894, d. 6.6. 1975. Dorothy
giftist 21.4. 1966 Gísla Garð-
arssyni, f. 21.4. 1945, kjötiðn-
aðarmanni. Hann er sonur
Garðars Ólasonar bústjóra, f.
19.5. 1897, d. 14.6. 1985 og
Steinunnar Sigurðardóttur
húsmóður, f. 15.1. 1917, d. 2.1.
1976, sem lengst af bjuggu í
Múla við Suðurlandsbraut í
Reykjavík. Börn Dorothy eru:
1) Sæbjörn Vignir Ásgeirsson,
f. 6.9. 1961, d. 7.12. 2001, maki
Soffía Eðvarðsdóttir, f. 28.3.
1964. Börn þeirra eru: a)
Selma, f. 1985, b) Sandra, f.
1988 og c) Erlingur Sveinn, f.
Dorothy starfaði um skeið á
Akureyri og dvaldi þá hjá
frænku sinni og vinkonu, Guð-
nýju Halldórsdóttur, sem
reyndist Dorothy afar vel. Do-
rothy og Gísli stofnuðu til
heimilis á Reyðarfirði, en
fluttu til Reykjavíkur 1967. Bjó
fjölskyldan í Reykjavík til árs-
ins 1978, er hún fluttist til
Hveragerðis, þar sem Dorothy
bjó æ síðan og frá árinu 1986 í
Bláskógum 3A. Dorothy var
lengst af ævi sinni heimavinn-
andi húsmóðir. Eftir að börnin
tóku að stálpast hóf hún að
starfa utan heimilis, mest við
umönnunarstörf í 20 ár hjá
Dvalarheimilinu Ási. Hún tók
virkan þátt í störfum verka-
lýðshreyfingarinnar, var í
stjórn Verkalýðsfélagsins Boð-
ans og fulltrúi félagsins í
samninganefndum um kjara-
mál og á þingum Alþýðu-
sambands Íslands. Hún hafði
unun af leiklist og tók virkan
þátt í störfum áhugamanna-
leikfélaga, síðast Leikfélags
Hveragerðis um árabil. Þá var
Dorothy mjög andlega sinnuð
og margir sem til hennar leit-
uðu í þeim efnum. Mikil veik-
indi í stoðkerfi urðu til þess að
Dorothy varð að láta af störf-
um á vinnumarkaði.
Útför Dorothy verður gerð
frá Hveragerðiskirkju í dag,
24. júní 2020, og hefst athöfnin
klukkan 14.
1994. Fyrir átti
Sæbjörn d) Her-
mann Þór, f. 1980.
Seinni maki Soffíu
er Einar S. Krist-
jánsson, f. 12.10.
1969. 2) Þórunn
Ólafsdóttir, f. 20.1.
1964, maki Mar-
teinn Sigurðsson,
f. 18.3. 1966. Börn
þeirra eru: a)
Berglind, f. 1986
og b) Ólafur, f. 1989. 3) Garðar
G. Gíslason, f. 19.10. 1966,
maki Heiðrún Perla Heið-
arsdóttir, f. 14.11. 1970. Börn
þeirra eru: a) Gísli, f. 1991, b)
Karitas Rán, f. 1996 og c) Sæ-
björn Hilmir, f. 2004. 4) Stein-
unn Svanborg Gísladóttir, f.
5.10. 1967, maki Ólafur Jósefs-
son, f. 30.10. 1963. Börn þeirra
eru: a) Ólafur Jósef, f. 1992, b)
Berglind María, f. 1994, og c)
Arnar Dór, f. 1999. 5) Vigfús
Örn Gíslason, f. 1.9. 1971.
Langömmubörnin eru 9.
Dorothy ólst upp á Búðar-
eyri við Reyðarfjörð. Að lokn-
um grunnskóla fór hún í Al-
þýðuskólann á Eiðum til gagn-
fræðimenntunar. Þá fór
Dorothy í Húsmæðraskólann á
Laugalandi í Eyjafirði, þaðan
sem hún lauk hússtjórnarprófi.
Þá hefur elsku mamma okkar
lokið þessari jarðvist. Andlát
hennar skilur eftir sig mikið tóm,
enda var persónuleikinn mikill og
sterkur.
Mamma var ástandsbarn,
fædd af ungri móður sem ekki
átti mikið undir sér fjárhagslega
og inn í lítið samfélag. Hún var
hörundsdökk, með hrafnsvart
hár og brún augu. Sjálf eignaðist
mamma börn ung og utan hjóna-
bands. Ekkert af þessu mátaðist
vel inn í mynd samfélagsins sem
mamma bjó í fram á fullorðinsár
og mætti hún því mikilli höfnun.
Þá var hún alin upp hjá móður-
foreldrum sínum og fyrir vikið
upplifði hún gjarnan að hún til-
heyrði hvorki systkinahópi sín-
um, né hópi móðursystkina.
Þessar aðstæður sköpuðu
mömmu harða skel. Undir henni
sló hins vegar stórt og hreint
hjarta og var hjálpsemi og góð-
vild einkennandi fyrir mömmu.
Mamma hélt alla tíð vel utan um
sinn stóra hóp, ekki einasta okk-
ur börn hennar, heldur einnig
tengdabörn og þá ekki síst barna-
börnin. Mamma var einstaklega
barngóð og það skynjuðu barna-
börnin vel. Þau áttu gott skjól,
vernd og hlýju í henni. Það var
líka ósjaldan sem hún tók þeirra
málstað ef börnin greindi á við
okkur foreldrana. Það gerði hún
með hægð, en þó ákveðið.
Mamma var alltaf boðin og búin
til aðstoðar um hvaðeina, var
góður hlustandi og hollur ráð-
gjafi. Hún var myndvirk á öllum
sviðum, hvort sem laut að barna-
uppeldi, bakstri eða handavinnu,
hún saumaði föt, heklaði og
prjónaði, auk þess að mála og
föndra. Hún hafði fallega rithönd
og teiknaði vel. Af þessu öllu
miðlaði hún í ríkum mæli – og
ekki einungis til fjölskyldunnar.
Heimilið var alltaf opið og þeir
voru margir sem leituðu leið-
sagnar og aðstoðar hjá mömmu,
stundum svo að okkur í fjölskyld-
unni þótti nóg um. Mamma sá
hins vegar aumur á öllum og um
hana gilti að þar sem er hjarta-
rúm, þar er og húsrúm. Það var
alltaf pláss við borðið fyrir alla þá
sem vildu. Mamma var talin vita
lengra nefi sínu, hún var mjög
andlega sinnuð, las í bolla fyrir
suma, en bað fyrir öðrum. Hún
trúði því staðfastlega að þessi
jarðvist væri ekki sú eina, hún
sjálf hefði lifað áður og myndi
gera áfram eftir dauðann. Sú trú
var mömmu mikill styrkur, henn-
ar sjálfrar vegna og annarra.
Allir fengu frá henni hjálp sem til
hennar leituðu og ára hennar var
sterk.
Mamma var lengst af ævi sinni
heimavinnandi húsmóðir. Þar réð
barnafjöldinn í fyrstu, en síðar
slæm stoðkerfisveikindi, sem
reyndust mömmu erfið og mikill
fjötur um fót síðustu æviárin.
Þann tíma sem mamma var á
vinnumarkaði ávann hún sér
traust samverkafólks síns, enda
rösk, ákveðin og óhrædd við að
beita sér fyrir bættum starfs-
kjörum með sanngirni og rök að
leiðarljósi. Á hana var hlustað.
Arfleifð mömmu er stór og ein-
staklega samhent fjölskylda, sem
hún var svo stolt af að eiga. Sú
arfleifð mun lifa áfram, þar sem
minningu mömmu verður hátt
haldið á lofti. Hennar er og verð-
ur sárt saknað af okkur öllum.
Hafi hún kæra þökk fyrir allt.
Að leiðarlokum kveðjum við
mömmu með bæninni sem hún
lét alltaf fylgja okkur inn í svefn-
inn:
Góða nótt og Guð geymi þig.
Garðar, Steinunn og Vigfús.
Mig langar til að minnast í
nokkrum orðum tengdamóður
minnar, Dorothy Senior (Dottý),
sem nú er fallin frá.
Ég kynntist Dottý snemma
árs 1989 þegar leiðir okkar Garð-
ars lágu saman og ég fór að venja
komur mínar æ oftar í Bláskóg-
ana, á heimili tengdaforeldra
minna. Dottý tók mig fljótt inn að
hjarta sínu og þar átti ég vísan
stað eftir það. Það var ávallt gott
að leita til hennar um ráð varð-
andi hvaðeina og var hún mjög
úrræðagóð. Börnum okkar
reyndist hún einstaklega vel og
var góð amma. Hennar er sárt
saknað.
Það var gott að koma í Blá-
skógana. Dottý var afar gestrisin
og þegar gesti bar að garði var
allt tínt úr ísskápnum á eldhús-
borðið. Enginn mátti vera
svangur. Dottý hafði röð og reglu
á öllu og var hinn mesti snyrti-
pinni. Þá var hún alla tíð mjög
myndvirk. Þegar kom að bakstri
þá bakaði hún ekki bara jólakök-
ur og lagtertur, heldur munaði
hana ekki um að gera skírnar-,
fermingar- og brúðartertur á
hæðum. Hún var einnig einstak-
lega mikil hannyrðakona og af-
köstin í prjónaskap minntu helst
á prjónafabrikku. Þá saumaði
hún fallegan skírnarkjól á barna-
börnin, föndraði alls kyns hluti og
færði okkur að gjöf. Þá er
ómetanlegt að eiga.
Dottý var stórbrotin kona og
glæsileg, alltaf vel tilhöfð. Það
var sjaldnast einhver lognmolla í
kringum hana og hlutirnir voru
látnir ganga. Hafði hún oftast
sterkar skoðanir á málefnum líð-
andi stundar og fór ekki leynt
með.
Í gegnum tíðina ferðuðumst
við mikið saman, bæði innan- og
utanlands, að ógleymdum ófáum
sumarbústaðaferðum sem við
fjölskyldan fórum í með tengda-
foreldrum mínum. Öll þau ferða-
lög skilja eftir sig dýrmætar
minningar. Hið sama gera allar
samverustundirnar í óteljandi
viðburðum á hinum ýmsu tíma-
mótum í fjölskyldunni, sem Dottý
hélt svo vel utan um.
Það er dapurlegt að hugsa til
þess að nú sé hún horfin á braut.
Ég vil að leiðarlokum þakka
Dottý fyrir allt það sem hún gerði
fyrir mig, börn mín og barnabarn
og óska henni góðrar ferðar í
Sumarlandið.
Heiðrún Perla.
Lífið er endalaus röð af fólki að
kveðja eins og sungið var um ár-
ið. Allt skilur það eftir sig um-
merki hvar sem það kemur við.
Sums staðar óljóst fótspor í mos-
anum. Annars staðar gljúfur sem
aldrei verður brúað. Þannig er
það með Dottý ömmu. Allir sem
hana þekktu vita að hún var ein-
stök kona með stórbrotinn per-
sónuleika sem orð duga tæpast til
að gera tilhlýðileg skil. Nú þegar
hún hefur kvatt okkur í hinsta
sinn gerum við þó til þess tilraun
þar sem við sitjum og yljum okk-
ur við minningarnar.
Amma sá alltaf til þess að við
ættum annað heimili hjá henni og
afa. Um leið og við komum inn
um dyrnar fyrir austan beið okk-
ar undantekningarlaust hlýr
faðmur hennar og skipti engum
togum að dregið var fram kaffi,
brauð og bakkelsi — og vei þeim
sem reyndi að laumast til svefns
án þess að vera búinn að drekka
kvöldkaffið sitt. Það er óhætt að
segja að hún hafi hugsað um okk-
ur eins og við værum hennar eig-
in börn.
Hún kenndi okkur að fara með
bænir og signa okkur fyrir svefn-
inn, prjónaði á okkur gríðarlegt
magn af fallegum fötum, bakaði
fyrir okkur heilsubrauð og hnall-
þórur í tugatali og hleypti okkur
sjaldnast nestislausum aftur
heim.
En það sem var þó kannski
mikilvægara var að eftir því sem
barnsskórnir slitnuðu varð hún
bundin okkur sífellt sterkari vin-
áttuböndum.
Allar ferðirnar, sögurnar og
samtölin yfir milljón kaffibollum
(og, að sjálfsögðu, með því) og
hlátrasköllum munu búa með
okkur það sem eftir lifir.
Sögurnar um kærleikinn, sem
hún bar í brjósti, mun aldrei
þrjóta. Það er af svo gríðarmörgu
að taka en eitt, sem er þó hvað
minnisstæðast okkur eldri systk-
inunum, er þegar við vorum börn
og hamstrarnir okkar tveir
kvöddu tilvistina. Þá útbjó amma
handa þeim og handmálaði gull-
fallega litla legsteina og lagði þá
til hinstu hvílu innan um heilan
her garðálfa og blóma í garðinum
sínum og afa.
Garðinum þar sem við eyddum
verulegum hluta æskunnar í leik
og þroska meðan hún gætti okkar
af veröndinni eða úr eldhús-
glugganum.
Amma trúði því statt og stöð-
ugt að fólkið, sem áður hafði
kvatt hana, biði hennar hinum
megin við móðuna miklu. Við er-
um þess viss að þegar við göng-
um sjálf af sviðinu að leikslokum
bíði hún okkar baksviðs, búin að
hella upp á og setja á borð. Þá
verður skálað í einum kaffibolla
til viðbótar og sagðar sögur af því
sem á daga okkar hefur drifið
meðan á viðskilnaðinum stóð. Það
verða gleðilegir endurfundir.
Takk fyrir samfylgdina,
amma, allt sem þú gerðir fyrir og
með okkur svo áratugum skipti
og allt það sem þú varst okkur.
Þín er gífurlega sárt saknað.
Gísli Garðarsson yngri, Kar-
itas Rán Garðarsdóttir og
Sæbjörn Hilmir Garðarsson.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Við amma áttum margt sam-
eiginlegt og kenndi hún mér
margt. Við áttum ófáar yndis-
legar stundir saman.
Ég gleymi aldrei tímunum
þegar ég gisti hjá henni og borð-
aði kex úr kexskápnum og við
spjölluðum um allt á milli himins
og jarðar, leystum krossgátur
Dorothy Senior
Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár.
(Matt. Joch.)
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir,
formaður Flugfreyjufélags
Íslands.
Rannveig
Tómasdóttir
✝ Rannveig Tómasdóttirfæddist 17. júlí 1950. Hún
lést 19. maí 2020.
Útför Rannveigar fór fram
29. maí 2020.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT ERLINGSDÓTTIR,
Miðleiti 12,
lést mánudaginn 8. júní.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 29. júní klukkan 13.
Sigurður Hannesson Margrét Karlsdóttir
Kristín Hannesdóttir Páll Einar Kristinsson
Erlingur Hannesson Halldóra Halldórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri, eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
SKÚLI ANDRÉSSON
frá Framnesi, Borgarfirði eystra,
lést á Hjúkrunarheimilinu Dyngju á
Egilsstöðum 19. júní. Jarðsett verður frá
Bakkagerðiskirkju laugardaginn 27. júní
klukkan 13.
Kristín Sigurlaug Eyjólfsdóttir
Sigrún Skúladóttir Gunnlaugur Haraldsson
Björn Skúlason
Eyjólfur Skúlason Sigrún Bjarnadóttir
Valgeir Skúlason Lára Vilbergsdóttir
Anna Bryndís Skúladóttir
Andrés Skúlason Gréta Jónsdóttir
Emil Skúlason Oddný Freyja Jökulsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför,
ÞÓRUNNAR ÞORVALDSDÓTTUR
og
INGIMUNDAR KRISTJÁNS INGIMUNDARSONAR
Mánatúni 4
sem létust laugardaginn 2. maí og sunnudaginn 7. júní.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fríðuhúss, starfsfólki
líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, starfsfólki heimahjúkrunar
Reykjavíkurborgar og starfsfólki HERU líknarþjónustu, fyrir
einstaka aðstoð og umönnun.
Hafdís Ingimundardóttir Þórir B. Guðmundsson
Ólöf Ingimundardóttir Þorvaldur G. Geirsson
Ingimundur Þ. Ingimundarson Sigríður Á. Sigurðardóttir
S. María Ingimundardóttir Friðgeir Halldórsson
Þorvaldur Ingimundarson Rós Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Frænka okkar,
ÓLAFÍA GUÐRÚN RAGNARSDÓTTIR,
síðast til heimilis á
Lindargötu 57, Reykjavík,
er látin. Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni
á morgun, 25. júní, klukkan 15.
Baldur Sigurgeirsson Þórður Jónsson
Markús Ívar Magnússon Guðrún Magnúsdóttir
Þórhildur Lárusdóttir Ólafur Björn Lárusson
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
HENDRIKS SKÚLASONAR
úrsmiðs,
Víðigrund 13, Kópavogi,
fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
25. júní klukkan 13.
Íris Sigurjónsdóttir
Hjördís Hendriksdóttir Jón Smári Úlfarsson
Anna Bryndís Hendriksdóttir David Dominic Lynch
Agla Elísabet Hendriksdóttir Sigurður Hafsteinsson
Sigurjón Hendriksson Jóhanna Bragadóttir
Erla Hendriksdóttir Bragi Jónsson
og barnabörn