Morgunblaðið - 24.06.2020, Page 10

Morgunblaðið - 24.06.2020, Page 10
Aron Þórður Albertsson Ómar Friðriksson „Þetta frumvarp er að mínu viti ekki nægilega vel unnið. Það er enn margt mjög óljóst í þessu,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðar- nefndar og þingmaður Samfylkingar. Vísar hún í máli sínu til frumvarps til laga um hlutdeildarlán. Með þeim lánar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fyrstu kaupendum undir tilteknum tekju- mörkum, sem ekki hafa átt íbúðar- húsnæði síðastliðin fimm ár, allt að 20% af kaupverði eignar. Felur frum- varpið jafnframt í sér breytingu á lögum um húsnæðismál. Markmiðið er að gera kaupendum sem ekki hafa til þess eigið fé kleift að kaupa eignir. Líklegt má telja að frumvarpið verði að lögum nú í vor. VR gagnrýnir tekjuviðmið Alls bárust 17 umsagnir um frum- varpið, þar á meðal frá verkalýðs- félögum, Seðlabanka Íslands og ríkisskattstjóra. Í umsögn ríkisskatt- stjóra er bent á að taka verði sér- staklega fram að vaxtaleysi um- ræddra lána skapi ekki skattskyldu. Að umsögn Seðlabankans undanskil- inni voru umsagnirnar að mestu á eina leið. Var í flestum tilvikum gerð athugasemd við einhvern hluta frum- varpsins. Að sögn Helgu Völu er gestakomum í nefndinni nú lokið. Að hennar mati er frumvarpið illa unnið. „Hugmyndin á bak við frumvarpið er góð en þetta er ekki mjög þroskað frumvarp. Þetta er unnið í of miklum flýti þó að aðdragandinn hafi verið langur. Ég á erfitt með að horfa upp á svona slæm vinnubrögð. Þau geta valdið tjóni og skaðabótaskyldu á hendur ríkinu. Mér finnst of mikið um slök vinnubrögð undanfarnar vikur,“ segir hún. Í umsögn VR eru þrjú veigamikil atriði talin brjóta með gróflegum hætti gegn þeirri sátt sem náðist í lífskjarasamningnum. Er þar átt við; tekjuviðmið kaupenda, vexti við end- urgreiðslu lána og lengd lánstíma. Gerir VR kröfu um að framangreind- um atriðum verði breytt í frumvarp- inu. Að sögn Helgu er útfærsla lánanna ekki nægilega góð. „Gagnrýnisradd- irnar sem verið hafa uppi eru á svip- uðum stað fyrir utan seðlabankann. Skilyrðin eru gríðarlega þröng og svo er útfærslan almennt ekki nægilega góð. Þá má benda á takmörk tekna,“ segir Helga en umrædd lán miðast við tekjumörk sem eru 7,56 milljónir á ári fyrir einstakling og 10,56 millj- ónir fyrir hjón, miðað við síðastliðna 12 mánuði. Það gera 630 þúsund krónur fyrir einstakling og 880 þús- und fyrir hjón á mánuði. Við þessar fjárhæðir bætast 1,56 milljónir fyrir hvert barn eða ungmenni fram að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Sú upp- hæð jafngildir 130 þúsund krónum á mánuði. Hlutdeildarlán verður veitt á öðr- um veðrétti á eftir fasteignaláni og ber hvorki vexti né afborganir á láns- tímanum. Lánin skulu endurgreidd við sölu íbúðar eða í síðasta lagi að liðnum 25 árum frá lánveitingu. Endurgreiðslufjárhæðin skal nema sama hlutfalli af söluverði við endur- greiðslu og upphafleg lánveiting nam af kaupverði íbúðarinnar. Góð fjárfesting ríkisins Að sögn Helgu er fjárfesting rík- isins góð. „Stjórnvöld ætla að draga úr vaxtabótum samhliða veitingu þessara lána. Þetta eru lán með veði í fasteignum og þú gerir nú varla betri fjárfestingu en það. Svo þarf að greiða lánið til baka í sama hlutfalli sem þýðir að ríkið fær umtalsvert meiri fjármuni til baka en t.d. við að geyma peningana í banka yfir þenn- an tíma,“ segir Helga. Í umsögn Seðlabankans kemur fram að líkleg efnahagsleg áhrif og áhrif á fjármálastöðugleika af upp- töku hlutdeildarlána verði lítil. Einkum í ljósi þess að vaxtabætur skerðast á móti. Mat bankans er þó bundið áformunum eins og þau eru sett fram í frumvarpinu, þ.e. að hlut- deildarlán verði ekki útvíkkuð frá því sem nú er kynnt. Verði einhverjir þættir útvíkkaðir eða rýmkaðir frá því sem frumvarpið kveður á um yrði bankinn að bregðast við. Þannig sæi bankinn sig knúinn til þess að grípa til mótvægisaðgerða með því að auka aðhald á sviði peningamála, t.d. með hærri vöxtum. Lánveitingar árlega verða fjórir milljarðar króna. Félag fasteignasala (FF) lýsir áhyggjum af því að allt of fáar íbúðir verði til að mæta þörfum markaðar- ins. Þá sé eðlilegt að koma á meira frelsi þeirra sem vilji koma sér þaki yfir höfuðið „þannig að fortakslaus krafa um nýbyggingar sé felld brott. Á söluskrá fasteignir.is eru eru ca. 1.500 eldri fasteignir með ásett verð undir 40 milljónum óeðlilegt er að all- ar þær eignir o.fl. séu útilokaðar frá þessu úrræði af því þær eru ekki nýjar,“ segir í umsögn FF. Deilt um hlutdeildarlán ríkisins  Erindi og umsagnir um hlutdeildarlán flest á eina leið  Tryggja verði að vaxtaleysi lána skapi ekki skattskyldu  Seðlabankinn knúinn til að grípa til mótvægisaðgerða verði frumvarpið útvíkkað Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdir Hlutdeildarlánin verða aðeins veitt til kaupa á nýbyggingu. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ný hugsanleg línuleið Blöndulínu 3, um Hörgárdalsheiði og Hörgárdal, verður könnuð við endurtekið um- hverfismat framkvæmdarinnar sam- hliða línustæði um Öxnadalsheiði og Öxnadal. Þá verður Kiðaskarðsleið í Skagafirði könnuð á ný sem val- kostur við Vatnsskarðsleið. Landsnet hefur sent Skipulags- stofnun til ákvörðunar tillögu að áætlun um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við Blöndulínu 3. Hún er háspennulína sem liggja á frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Landsnet hefur áður gert um- hverfismat fyrir þessa framkvæmd og lauk því árið 2013. Vegna breyttra forsenda í kjölfar dóma um ógildingu eignarnáms og fram- kvæmdaleyfa og fleiri atriða ákvað Landsnet að vinna umhverfismat fyrir Blöndulínu 3 upp á nýtt. Hlín Benediktsdóttir, yfirmaður undirbúnings framkvæmda hjá Landsneti, segir að umhverfismatið sé unnið frá grunni. Tekið sé með það sem áður hafði verið gert og bætt við tillögum að valkostum sem komið hafi tillögur um í samráðsferl- inu. Þá sé unnið að málinu í samráði við íbúa, landeigendur og sérstakt verkefnaráð. „Lagðar eru upp fleiri leiðir en þær sem skoðaðar voru í fyrra mati og urðu síðar að aðal- valkostum. Þá eru skoðaðar leiðir sem komnar eru á skipulag hjá sveit- arfélögunum,“ segir Hlín. Eftir að meta öryggi Aðalvalkostur leiðar um Hörg- ársveit í fyrra umhverfismati var um Öxnadalsheiði og Öxnadal, samhliða núverandi byggðalínu. Það mætti andstöðu landeigenda. Nú verður einnig lagt mat á leið um Hörg- árdalsheiði og Hörgárdal. Sú leið er að vísu 100 metrum hærri og ýmsum spurningum ósvarað um öryggi, meðal annars vegna ísingar og snjó- flóða. Þá er viðbúið að eigendur jarða sem línan mun skera í sundur muni bregðast við. Fyrri aðalkostur Landsnets fyrir línu um Skagafjörð var um Vatns- skarð og síðan Efribyggðarleið. Í ný- legu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar er gert ráð fyrir ann- arri leið um Skagafjörð, svokallaðri Héraðsvatnaleið og að jarðstrengur verði á kafla þar sem línan þverar fjörðinn. Báðar þessar leiðir verða metnar að nýju. Auk þess verður Kiðaskarðsleið metin sem valkostur við Vatnsskarð. Henni fylgir að reisa þarf tengivirki austan við skarðið og leggja jarðstreng þaðan í Varmahlíð. Le Varmahlíð iðir metnar í Blöndulínu 3 Heimild: Landsnet Sauðárkrókur EYJAFJARÐARSVEIT Akureyri Blöndu- stöð Línuleiðarkostir: Svæði A Svæði B Svæði C Tengivirki: Núverandi Fyrirhugað á svæði A Svæði B Línuleiðir til skoðunar Sveitarfélagamörk A2 A1 A1 B1 B4 C2 C1 C1b B3 HÚNAVATNSHREPPUR SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR AKRAHREPPUR HÖRGÁRSVEIT Meta kosti og galla línu um Hörgárdalsheiði  Tillaga að matsáætlun vegna Blöndulínu 3 í kynningu Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is VINNUFATNAÐUR MERKINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.