Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 eða skoðuðum steina saman. Takk fyrir allt, ég mun aldrei gleyma þér. Guð geymi þig, elsku amma mín. Arnar Dór Ólafsson. Elsku besta amma mín. Síðustu dagar hafa verið í mik- illi þoku en ég er enn að reyna að átta mig á því að þú sért farin. Síðustu dagarnir okkar saman voru mér ómetanlegir og þeim mun ég aldrei gleyma. Að hlæja með þér, skoða með þér myndir, spjalla við þig og syngja með þér. Þú varst mín besta vinkona frá fyrsta degi og hefur verið alla daga síðan. Alveg frá því ég hafði getu til rölti ég yfir götuna til þín en þar fannst mér best að vera. Í ömmu og afa húsi fékk ég að teikna, prófa eyrnalokkana þína og varalitina, horfa á teiknimynd- ir með þér og spjalla við þig um lífið og veginn. Eftir að við flutt- um upp á Skaga dvínaði vinátta okkar ekki, en þrátt fyrir að vera aðeins fimm ára gömul þá kunni ég símanúmerið þitt utan að. Eitt símtalið er mér þó efst í huga en það átti sér stað stuttu eftir flutn- ingana. Þá hafði mamma farið að stússast, tekið Arnar Dór með sér og leyft mér að bíða heima. Ég hef eitthvað ekki verið sátt með það þar sem ég tók upp tólið, hringdi í þig og klagaði mömmu. Mér fannst ekki hægt að dóttir þín væri að skilja mig eftir svona eina, þú áttir að hringja í hana, skamma hana og segja henni að koma heim að leika við mig. Í gegnum árin hélt ég áfram að leita til þín þegar eitthvað bjátaði á en þú vissir alltaf hvað þú áttir að segja. Þú gafst mér ráð og ómetanlegan stuðning en enginn skildi mig jafn vel og þú gerðir. Þótt þú sért nú búin að yfirgefa þessa jörð þá eru tengsl okkar órofin. Ég veit að þú munt vaka yfir mér og passa upp á mig eins og þú hefur alltaf gert. Mér finnst ótrúlega sárt að hugsa til þess að ég muni ekki geta fagnað stórum áföngum framtíðarinnar með þér, en á sama tíma er ég handviss um að þú verðir með mér. Þú varst alveg einstök, elsku amma mín, og finnst mér ég vera heppnust í heimi að hafa átt þig að. Ég vil leyfa bæninni sem þú kenndir mér að fylgja en hana hef ég farið með á hverju kvöldi síðan ég man eftir mér. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Sofðu rótt, elsku amma, og Guð geymi þig. Ég mun halda áfram að spjalla við þig, slúðra og segja þér sögur en ég bíð svo eftir að þú bankir upp á hjá mér í draumi. Ég mun að eilífu elska þig og halda fast í minningarnar okkar þangað til við hittumst á ný. Þín vinkona og dótturdóttir, Berglind María. Nú hefur elsku amma mín kvatt þennan heim og orð fá því ekki lýst hversu mikið mér þótti vænt um hana. Undanfarna daga hefur hugurinn reikað og ég rifj- að upp gamlar minningar frá bernskuárunum og þá stendur það helst upp úr þegar við syst- urnar komum í heimsókn til ömmu og afa í Hveró á sumrin þar sem amma gaf okkur alltaf kaffi með mikilli mjólk og syk- urmola úr litla kaffistellinu sem hún geymdi bara fyrir barna- börnin sín, páskana sem við fjöl- skyldan eyddum oftast hjá ömmu og afa og allar sögurnar sem hún þreyttist aldrei á að segja okkur. Svo þegar ég flutti til Hvera- gerðis með fjölskylduna mína snemma árið 2018 gátum við komið mun oftar í heimsókn í Bláskógana til ömmu og afa þar sem hún fékk að kynnast börn- unum mínum betur og ljómaði alltaf þegar krakkarnir komu í heimsókn. Síðustu árin þegar heilsu hennar fór að hraka var hún oft mikið slöpp en samt vorum við og allir sem kíktu á hana alltaf vel- komnir enda var hún með ein- dæmum gestrisin og alltaf var allt rifið fram og lagt á borð eins og sjálfur forsetinn væri að koma í heimsókn en enginn mátti fara heim svangur. Þegar Sæbjörn, elsti sonur hennar og pabbi minn, lést árið 2001 var það mikið högg fyrir fjölskylduna og þá sérstaklega fyrir ömmu og afa enda ætti ekk- ert foreldri að þurfa að jarða barnið sitt. En amma var alltaf svo sterk og trúði því innilega að hún og pabbi myndu hittast á ný þegar hennar tími kæmi enda hélt hún því alltaf fram að það væri eitthvað annað sem tæki við eftir þessa jarðvist. Mér þykir því líklegt að það hafi verið miklir fagnaðarfundir þegar þau svo loks hittust á ný hinum megin og ég veit að pabbi hugsar vel um hana. Elsku amma, mikið óskaplega á ég eftir að sakna þín og spjalls- ins okkar yfir kaffibolla. Það verður ekki eins lífið í Hvera- gerði án þín, svo mikið er víst. Ég geymi þig alltaf í hjarta mínu, elsku amma. Þín Selma. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Mikið á ég eftir að sakna þín, kæra vinkona, samveru okkar og samtala. Þú varst mér einstakur vinur og leiðbeinandi í sameigin- legum hugðarefnum okkar, það get ég seint fullþakkað. Eina huggun mín nú er fullvissan um að þér líði vel og sért laus við þjáningar og heilsuleysi síðustu ára. Hún Dottý var kvenskörung- ur, miklum gáfum gædd og fljót að hugsa. Hún var neistandi glettin og skemmtileg kona, jafn- framt því að vera ákveðin og fór ætíð sínar leiðir að hlutunum. Hún var umhyggjusöm og reynd- ist fjölda fólks stoð og stytta í gegnum árin. Aldrei kom fólk að tómum kofunum hjá henni. Ég hef ekki þekkt litríkari karakter en þessa elsku og heimurinn verður mun daufari þegar hún er horfin á braut. Listræn var hún í höndum og huga, og myndar- skapurinn með eindæmum. Garð- ur hennar og heimili báru þessa sannarlega merki. Álfar, tröll og allskyns vættir voru í hverju horni, allt handunnið og skapað af henni sjálfri. Sannarlega eiga margir eftir að sakna þessarar stólpakonu sem skilur eftir sig stórt skarð í mínu lífi, fjölskyldunnar og svo margra annarra. Kæri Gísli og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð við fráfall þessarar stórmerku konu. Megi Guð vera með ykkur öll- um. Heiðrún Helga Magnúsdóttir. Það voru aðeins örfáar vikur frá því að ég heyrði í Dottý í síma, þegar ég sá að Gísli gerði kunn- ugt um andlát hennar. Við Dottý höfðum spjallað saman og hlegið dátt, eins og vanalega. Mér fannst gaman að heyra frá henni. Samskipti okkar höfðu ekki verið mikil undanfarin ár. Dottý var hress að vanda og síst hefði mig grunað að þetta yrði síðasta skiptið sem við töluðum saman. Dottý var æskuvinkona og jafnaldra Þórunnar, systur minn- ar, og þær voru óaðskiljanlegar vinkonur öll bernskuárin, frá því að fjölskylda okkar fluttist í Tungu á Reyðarfirði, sem var við hliðina á heimili þeirra Svanborg- ar og Sæbjörns. Þegar Sigríður, mamma Dottýjar, fór að búa, varð Dottý eftir hjá ömmu sinni og afa. Svana og Sæbjörn voru góðir nágrannar og voru sam- skipti við þau mikil, ekki síst í gegnum okkur börnin. Bestu minningar okkar voru eflaust þegar við fengum að drekka hjá Svönu og meðlætið voru nýbak- aðar lummur. Lummurnar henn- ar Svönu voru þær bestu í heimi og gerðum við Tungukrakkarnir margar tilraunir til að baka sams konar lummur. Það tókst samt aldrei. Það var yndislegt að búa í svona litlu þorpi, þar sem hver fjölskylda átti sína kú og nokkrar hænur og sumir, eins og Sæ- björn, afi Dottýjar, voru líka með kindur. Þarna upplifðum við svona dásamlegt sveitalíf, lömb að fæðast og hænuungar tístandi í litlum kofa. Við hjálpuðum til við heyskapinn, en það var líka nægur tími til að leika sér. Ég man hvernig þær stöllur smöluðu oft krökkum saman til að fara í slagbolta á Tungu- túninu. Dottý gekk vel í skóla, hún hafði mjög fallega rithönd og henni var fleira til lista lagt. Hún spilaði á gítar og söng. Hafði lært gítarspil af mömmu sinni, sem einnig var flink á gítarinn og hafði góða söngrödd. Dottý var lestrarhestur og hafði skáldagáfu sjálf, því mig minnir að ég hafi eitt sinn fengið að lesa sögu, sem hún var með í smíðum. Hvort hún hefur haldið því við veit ég ekki. Dottý kenndi okkur systrum að „tjútta“, eða var það kallað djæf og það voru ófá kvöldin, sem við Dottý tjúttuðum á eldhúsgólf- inu í Tungu, við laugardagslögin. Mér er minnisstætt þegar þær stöllur voru að undirbúa leiksýn- ingu fyrir vorsýningu skólans. Þá var ekki hægt að kaupa allt í búð- um og þær þurftu að útbúa hár- kollur úr lopa og lita þær. Þórunn átti að vera með ljóst hár og flétt- ur og þá var notað karrý til að lita. Dottý átti að vera með svarta hárkollu, en ekki man ég hvernig þær lituðu hennar kollu. Mér skildist að leiksýningargestir hafi verið að kafna af karrýlyktinni. Þórunn giftist til Ameríku svo samskiptin milli þeirra vin- kvenna munu hafa minnkað tals- vert, en Þórunn kom svo hingað til lands og hélt upp á 50 ára af- mæli sitt og eftir það tóku þær vinkonurnar þráðinn upp aftur. Við Tungusystur þökkum Dottý allar góðar stundir og von- um að henni líði vel núna hjá Sæbirni Vigni, syni sínum og öllu hennar góða fólki, sem farið er. Við sendum Gísla og öllum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. F.h. systra, Vilborg Kjerulf. ✝ Reimar Haf-steinn Kjart- ansson fæddist 24. nóvember árið 1958. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. júní 2020 eftir stutt veikindi. Hann var yngsta barn Kjartans Tóm- asar Guðjónssonar og Halldóru Frið- gerðar Maríasdóttur. Reimar var hluti af stórum systkinahóp en af systkinahópnum eru þau Vilborg Guðný, Hlíðar og Jón- mundur sem kveðja hann. Látin eru þau Jónína Rannveig, Kjart- an Halldór, Gunnar Páll, Sigríð- ur, Bergmundur Bæring Ólafur og María Sveinsína. Reimar ólst upp í Bolungarvík giftur Jónu Eydísi Jónsdóttur og þeirra börn eru Benjamín Nökkvi og Jón Böðvar. Reimar bjó ásamt Berglindi lengst af í Ólafsvík og eignaðist hann þar stóra tengdafjölskyldu sem reyndist honum vel. Hann vann við sjómennsku, keyrði leigubíl og starfaði einnig sem lögreglumaður og við sjúkra- flutninga. Eftir að Reimar flutti til Reykjavíkur hóf hann störf hjá BM Vallá og vann þar til æviloka. Árið 2007 kynnist hann sam- býliskonu sinni Vilhelmínu Ingi- björgu Eiríksdóttur. Þau bjuggu saman í Hafnarfirði ásamt stjúp- dóttur Reimars, Eyrúnu Sigurð- ardóttur, og bróður Ingu, Steina. Útförin fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag, 24. júní 2020, klukkan 13. og vann fyrir sér á yngri árum í frysti- húsi og við sjó- mennsku. Reimar eignaðist fjóra syni. Elsti sonur Reim- ars er Ottó, móðir hans er Margrét Snæsdóttir. Ottó er giftur Fríðu Björk Birkis- dóttur og eiga þau börnin Ástdísi Ósk og Söru Sól. Reimar var giftur Berglindi Hallmarsdóttur og eignuðust þau saman þrjá syni. Hallmar sem er næstelstur, þá Óskar. Hans kona er Dís Bjarney Krist- insdóttir og þeirra börn eru Kristinn Reimar og Sigurður Ernir. Yngstur er Davíð, hann er Ég sit ein og hugsa til allra góðu stundanna hjá okkur og strákunum okkar, þessum flotta og duglega strákahóp, sem gera hvern dag betri og við getum verið svo stolt af og hafa gefið okkur all- ar litlu dásemdirnar sem barna- börnin eru. Nú verður það mitt hlutverk að vaka yfir þeim og ég skal gera mitt allra besta til þess. Kær kveðja í sumarlandið þar sem ég veit að vel verður tekið á móti þér. Góða ferð, góða ferð, góða ferð, góða ferð já það er allt og síðan bros. Því ég geymi alltaf vinur það allt er gafstu mér. Góða ferð, vertu sæll já góða ferð. (Jónas Friðrik) Berglind Reimar Kjartansson byrjaði að vinna hjá BM Vallá fyrir 18 árum. Á þeim tíma voru margir starfs- menn BM Vallá frá eða tengdir Bolungarvík og bentu þeir starfs- menn á góðan bílstjóra í vinnu. Reimar var einkar góður starfsmaður, hann mætti eins og klukka í vinnuna og var duglegur. Hann vann sem bílstjóri á krana- bíl og keyrði út m.a. hellur og garðeiningar. Margir viðskiptavinir fyrir- tækisins óskuðu sérstaklega eftir Reimari, t.d. til að hífa sorptunnu- skýli á sinn stað. Reimar fór vel með bíla og tæki sem hann vann á og var aldrei með neinn gassa- gang heldur vann hratt og örugg- lega með því að vera alltaf að og vera skipulagður og fljótur að hífa af sér. Það var oft gaman að horfa á ungu bílstjórana vera fljótari í fyrstu ferð á morgnana en sjá svo Reimar fara fram úr þeim í lok dags. Reimar hélt alltaf sínu striki og lét ekki stress eða álag í akstr- inum hafa mikil áhrif á sig. Okkur er minnisstætt hve þægilega nærveru Reimar hafði, hann skipti aldrei skapi og var spar á orðin en brosti og var með góðan húmor. Þegar Reimari fannst vera kominn tími til að halda áfram að keyra út hummaði hann dimmraddað og eins var það ef hann var ekki alveg sammála síðasta ræðumanni, þá hummaði hann og hélt sína leið. Hann tók líka alltaf virkan þátt í viðburðum og skemmtunum fyrirtækisins, hvort sem það voru ferðir til út- landa, jólahlaðborð eða bara að taka þátt í starfsmannadegi og mætti alltaf kátur og hress. Fyrir um tveimur vikum hringdi Reimar sig inn veikan sem var mjög óvanalegt þar sem hann sleppti sjaldan vinnu vegna veik- inda. Hann var slæmur í bakinu og ætlaði að liggja þetta úr sér. Við héldum að um væri að ræða venju- leg bakvandamál sem lagst geta á bestu menn og var það því mikið áfall að hann ætti ekki aftur- kvæmt úr þessum veikindum. Við vottum fjölskyldu og vinum Reim- ars okkar dýpstu samúð. Megi minning lifa um góðan fé- laga. Þorsteinn Víglundsson, Gunnar Þór Ólafsson, Ásbjörn Ingi Jóhannesson, Guðmundur Liljar Pálsson og aðrir samstarfsmenn BM Vallá. Reimar H. Kjartansson Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS GESTSSONAR, Stekkholti 30, Selfossi, sem lést 1. júní. Rannveig J. Einarsdóttir Rúnar Guðjónsson Ingunn Guðjónsdóttir Gestur Guðjónsson Aðalbjörg Eggertsdóttir og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÁGÚSTAR GUÐMUNDSSONAR, Strandvegi 30, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við Heru líknarþjónustu fyrir yndislega þjónustu. Ása Sigurjónsdóttir og fjölskylda Yndisleg móðir okkar, dóttir, systir, mágkona og frænka, KRISTÍN ANNA ERLENDSDÓTTIR, Vogatungu 22, Kópavogi, sem lést fimmtudaginn 11. júní, verður jarðsungin frá Lindakirkju fimmtudaginn 25. júní klukkan 13. Karl Aðalsteinn Aron Smári Anna Karlsdóttir Erlendur Erlendsson Sigrún Edda Erlendsdóttir Ársæll Aðalsteinsson Erlendur Snær Fannar Karl Ástkær móðir okkar, GYÐA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hvannabrekku, lést föstudaginn 19. júní á hjúkrunar- heimilinu Skjólgarði. Útför hennar fer fram frá Djúpavogskirkju föstudaginn 26. júní klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, börn hinnar látnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.