Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 Fornleifauppgreftrinum sem staðið hefur síðustu vikur í Ólafsdal lýkur í dag en þráðurinn verður tekinn upp að nýju næsta sumar. Að sögn Birnu Lárusdóttur fornleifafræðings er byggingin, sem uppgötvaðist óvænt við fornleifaskráningu sumarið 2017 og hefur síðan verið grafin upp, ansi flókin. Elstu rústirnar hafa verið ald- ursgreindar til 9. eða 10. aldar, þ.e. frá landnámstíma, en svo virðist sem staðurinn hafi síðan verið yfirgefinn sem heilsársbústaður en notaður áfram árstíðabundið fyrir einhverja atvinnustarfsemi. „Á eldri stigum eru meira sannfær- andi merki um heilsársbúsetu, þéttari gólflög og langeldur, sem reyndar hefur verið grafinn burt að hluta við seinni tíma bras,“ segir Birna. Yngri notkunarskeið hússins virðist ekki til marks um heilsársbúsetu, fremur árstíðabundna notkun. Óvíst sé hvort það er eitthvað í ætt við sel eða frem- ur að fólk sé að brasa eitthvað annað líka, svo sem við framleiðslu, sem stórar leirfóðraðar skálar, sem komið hafa í ljós, gætu verið til marks um. „Svo erum við búin að vera að bora í aðrar rústir í kring og þar eru mjög áhugaverðar niðurstöður. Það og ný- fundna byggingin fast vestan við skálann kalla á frekari rannsóknir og geta áreiðanlega hjálpað okkur að skilja staðinn betur,“ segir hún. Ýms- ir lausamunir hafa fundist á staðnum í sumar eins og fyrri sumur upp- graftarins, 2018 og 2019, þar á meðal snældusnúðar, kljásteinar og skraut- munir eins og perlur sem gætu verið komnar langt að. gudmundur@mbl.is Flóknar rústir í Ólafsdal  Fornleifauppgreftri að ljúka í bili Ljósmynd/Fornleifastofnun Íslands Ólafsdalur Loftmynd af rústunum. A) Nýtt íveruhús sem fannst í sumar, sambyggt skálanum. B) Langeldur undir yngri eldstæðum, hefur verið allt að 4 m langur. C) Tvær hringlaga gryfjur, báðar fóðraðar að innan með þykku lagi af bláleitum jökulleir sem finnst í jarðlögum á svæðinu. Hlutverk gryfjanna er óþekkt en leirinn bendir til að þær hafi átt að halda vökva. D) L-laga veggur hefur verið reistur í krika milli bygginga suðvestast á svæðinu og til- heyrir hann yngsta byggingarskeiði skálans. Ljósmynd/Fornleifastofnun Íslands Glerperla Fannst í Ólafsdal í sumar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt fyrir sitt leyti að auglýsa breytingar á aðalskipulagi í þágu tveggja vindorkuvera í sveitar- félaginu. Jafnframt er sveitarfélagið að undirbúa viðhorfskönnun meðal íbúa um nýtingu vindorku til raf- orkuframleiðslu í sveitarfélaginu. Breyta þarf skipulagi Unnið er að undirbúningi tveggja vindorkuvera í Dalabyggð, annars vegar á Hróðnýjarstöðum við Hvammsförð og hins vegar í Sól- heimum í Laxárdal. Til þess að hægt sé að halda áfram með verkefnin þarf að taka spildur úr jörðunum úr landbúnaðarnotum og gera að iðn- aðarlóðum. Unnið hefur verið að því lengi í samvinnu við sveitarfélagið. Sveitarstjórn Dalabyggðar sam- þykkti í fyrradag að auglýsa fyrir- hugaða aðalskipulagsbreytingu. Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti Dalabyggðar, segir að málið hafi verið unnið samkvæmt lögum og fari nú til Skipulagsstofnunar sem ákveði hvort tillagan verði auglýst. Verði það gert fá allir tækifæri í sex vikur til að skila inn umsögnum. Sveitarfélagið verði að skoða allar athugasemdir og svara þeim og síð- an verði tillaga um breytingu send til endanlegrar staðfestingar Skipu- lagsstofnunar ásamt öllum gögnum. Margt er eftir Margt er eftir þótt skipulags- breyting verði að veruleika, áður en hægt verður að hefjast handa við uppbyggingu vindorkuvera. Eyjólf- ur bendir á að gera þurfi umhverfis- mat og umhverfisráðherra telji að öll vindorkuver eigi að fara til mats hjá verkefnisstjórn um ramma- áætlun. Vindorkuverkefnið í Sól- heimum var tilkynnt þangað en þeir sem standa að verinu á Hróðnýjar- stöðum telja að lög standi ekki til þess að verkefnisstjórnin fjalli um verkefnið. „Við ætlum að láta vinna könnun á viðhorfi íbúanna og munum hafa niðurstöðurnar að leiðarljósi við endanlega afgreiðslu á breytingum á aðalskipulagi,“ segir Eyjólfur um framhaldið og bætir því við að einnig sé mögulegt að vísa skipulagsbreyt- ingunni í íbúakosningu. Næstu nágrannar vindorkuvers- ins á Hróðnýjarstöðum eru andvígir framkvæmdinni og hafa haft sig mikið í frammi. Eyjólfur Ingvi segist hafa skilning á því. Hann leggur áherslu á að sveitarfélagið vinni eftir þeim lögum sem í gildi eru en bendir jafnframt á að löggjafinn hafi ekki gert það upp við sig hvernig skuli skipuleggja nýtingu vindorkunnar. Fjárhæðir sem munar um Spurður um hag sveitarfélagsins af uppbyggingu vindorku í Dölum segir Eyjólfur að deilt sé um það hversu mörg störf verði til á rekstr- artíma vindorkuveranna en fyrir liggi að störf muni skapast á upp- byggingatíma. Þá muni verða greidd fasteignagjöld af mannvirkjunum, ef þau komast upp, og það sé fjárhæð sem munar um. Morgunblaðið/Arnaldur Í Búðardal Annað vindorkuverið á að vera ofan við strönd Hvammsfjarðar, innan við Búðardal. Kanna viðhorf íbúa til nýtingar vindorku  Sveitarstjórn Dalabyggðar gefur grænt ljós á skipulag Tónleikar – Fríkirkjan í Reykjavík Fimmtudaginn 25. júní kl. 20 Fimmtudaginn 25. júní kl. 20 fagnar Sönghópurinn við Tjörnina sumri og sól ásamt hljómsveitinni Möntru. Flutt verður fjölbreytt tónlist eftir KK, Pétur Ben, Egil Ólafsson, Sigurð Flosason og Tómas R. Einarsson við ljóð Aðalsteins Ásberg, Halldórs Laxness og Vilborgar Dagbjartsdóttur. Aðgangur ókeypis. Greint var frá því í gær að einn hefði reynst smitaður af kórónuveirunni, en það tilfelli greindist við skimun farþega sem komu til landsins í fyrradag. Alls hafa nú verið tekin 6.335 sýni úr farþegum á leið til landsins, þar af 843 í fyrradag. Þá voru tíu sýni tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu og 34 á sýkla- og veirufræðideild Landspít- ala í fyrradag en ekkert þeirra reyndist jákvætt. Af þeim 6.335 sýnum sem hafa verið tekin af farþegum við komu til landsins hafa tólf reynst jákvæð. Níu þeirra reyndust gömul, óvirk smit og þurftu þeir sem greindust því ekki að fara í sóttkví. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort sá sem greind- ist í fyrradag er með virkt eða óvirkt smit. Eitt smit greindist hjá komufarþega  Níu af tólf smitum hafa reynst óvirk Morgunblaðið/Íris Skimunin Eitt nýtt smit greindist í fyrradag á Keflavíkurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.