Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 23
grunninn minn, varðandi hreyfingar og hvernig maður les leikinn. Ég spilaði og æfði körfubolta í sautján ár með Hetti á Egilsstöðum og það hefur hjálpað,“ sagði Stefán, sem samdi við Mallorca á Spáni eftir veruna í Danmörku. Átti stoppið á Spáni að vera stutt, því hann ætlaði í kjölfarið að semja við þýskt félag og spila þar í B-deildinni, sem er gríðar- lega sterk. Það gekk hins vegar ekki eftir vegna kórónuveirunnar. „Það var svekkjandi. Ég var nánast með pennann á lofti að fara að skrifa und- ir samninginn þegar allir voru sendir heim. Annars væri ég í Þýskalandi núna að spila í B-deildinni þeirra, sem er þriðja sterkasta deild Evr- ópu. Ég hef svo eitthvað verið í við- ræðum við lið í A-deildinni í Þýska- landi sem er sú langsterkasta í Evrópu.“ RUÐNINGUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Stefán Númi Stefánsson er atvinnu- maður í ruðningi hjá Århus Tiger í efstu deild Danmerkur. Er hann 24 ára Héraðsbúi og uppalinn á Austur- landi. Stefán er líklegast eini íslenski atvinnumaðurinn í íþróttinni, en hann hefur lengi ætlað sér að ná langt í ruðningi, eða amerískum fót- bolta. „Ég man eftir því að hafa séð myndir um Superbowl-leikinn þegar ég var mjög ungur og mér fannst það æðislegt að sjá svona stóra menn að takast á. Svo þróaðist það og ég fór að fylgjast mjög mikið með NFL- deildinni og háskólaboltanum. Þann- ig vaknaði áhuginn. Að lokum fór ég til Danmerkur í lýðháskóla þar sem ég gat farið í ruðning og um leið og ég prófaði gat ég ekki hætt. Þetta var árið 2016 og það hjálpaði að ég hafði fylgst mikið með NFL og kunni því leikinn ágætlega. Út frá því samdi ég svo við Århus Tiger í efstu deild í Danmörku árið 2018 og þá fór boltinn að rúlla almennilega,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið. Stefán er svokallaður hægri tækl- ari, „right tackle“, en hans hlutverk er að verja leikstjórnandann frá varnarmönnum andstæðinganna. „Sóknarlínan spilar sem ein stór heild, við þurfum að hugsa saman, vinna saman og ef einn klikkar þá klikkar allt. Mitt hlutverk er að passa að hraður og sterkur leik- maður í hinu liðinu komist ekki í kringum varnarlínuna og að leik- stjórnandanum okkar til að trufla hann í kastinu. Það er mikilvægt að vera bæði snöggur og sterkur en mér finnst tæknin alltaf vera númer eitt, tvö og þrjú.“ Eftirsóttur í Evrópu Fyrsta tímabilið sem atvinnumað- ur í Danmörku gekk vonum framar og var Stefán eftirsóttur í Evrópu í kjölfarið. „Mér sýnist að það hafi gengið vel hjá mér, sérstaklega mið- að við að þetta var fyrsta tímabilið. Ég tel að það hafi hjálpað mér hell- ing að vera með körfuboltabak- NFL fylgist með Eftir gott gengi í Evrópu vakti Stefán áhuga njósnara í Bandaríkj- unum. Er hann kominn á lista hjá IPP-samtökunum sem NFL-deildin heldur utan um, en markmið sam- takanna er að fjölga Evrópubúum í deildinni. „Þetta eru í kringum 100 Evr- ópubúar sem eru í þessu núna og er fylgst vel með þeim. Að lokum eru um það bil 20 leikmenn sem fá að fara til Bandaríkjanna og æfa með leikmönnum sem eru í nýliðavalinu. Þar fá félög að fylgjast vel með manni og ef maður stendur sig þar, getur maður fengið samning hjá fé- lagi. Það er risastórt skref að fara úr evrópska boltanum yfir í NFL- deildina sem er sú sterkasta í heim- inum,“ sagði Stefán Númi. Ljósmynd/Mallorca Voltors Ruðningur Stefán Númi Stefánsson í leik með Mallorca Voltors á Spáni. Vill spila í NFL-deildinni  Eini íslenski atvinnumaðurinn ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020  Skoski knattspyrnumaðurinn Scott McTominay hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United um fimm ár eða til ársins 2025. Skotinn hefur fest sig í sessi sem lykilmaður á miðjunni hjá United en hann er 23 ára gamall. McTominay spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2017 þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu en þrátt fyrir það hefur hann byrjað nítján leiki í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur skorað fjögur mörk.  Franski knattspyrnumaðurinn Morgan Schneiderlin er genginn til liðs við franska 1. deildarfélagið Nice frá Everton. Kaupverið var ekki gefið upp en Schneiderlin hefur leikið með Everton frá árinu 2017. Þar áður lék hann með Manchester United frá 2015 til 2017 og Southampton frá 2008 til 2015 þar sem hann sló fyrst í gegn. Miðjumaðurinn verður 31 árs gamall í nóvember en hann á að baki 15 lands- leiki fyrir Frakka.  Knattspyrnukonan Melissa Garcia mun leika með Haukum í 1. deild kvenna, Lengjudeildinni, í sumar en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í vikunni. Garcia er bandarísk og hefur leikið með Strikers FC og LA Galaxy í heimalandinu og Heidelberg í Ástralíu. Haukar ætla sér stóra hluti í 1. deildinni í sumar en liðinu var spáð öðru sæti í spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liða í deildinni og stefna Hafnfirðingar á sæti í efstu deild næsta sumar.  Knattspyrnumennirnir Pedro Rod- riguez og Willian hafa báðir skrifað undir skammtímasamninga við Chelsea en þetta kom fram á heima- síðu félagsins í gær. Samningur beggja leikmanna átti að renna út um mánaðamótin júní/júlí höfðu þeir báð- ir tekið ákvörðun um að yfirgefa félag- ið þegar samningar þeirra væru á enda. Willian er 31 árs gamall en hann hefur leikið með Chelsea frá árinu 2013. Pedro Rodriguez kom til Chelsea frá Barcelona árið 2015 en hann er 32 ára. Spánverjinn mun ganga til liðs við Roma þegar samningur hans rennur út. Chelsea er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti en liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 51 stig þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu.  Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo sló enn eitt markametið þeg- ar hann kom Juventus heimsótti Bol- ogna í ítölsku A-deildinni á mánudag- inn síðasta. Portúgalinn kom Juventus yfir á 23. mínútu með marki úr víta- spyrnu en leiknum lauk með 2:0-sigri Ítalíumeistaranna. Portúgalinn hefur nú skorað 22 mörk á tímabilinu í deild- inni, einu meira en í fyrra en alls hefur hann nú skorað 43 mörk í efstu deild á Ítalíu, meira en nokkur annar Portúgali. Rui Costa átti metið áður en hann skoraði 42 mörk fyrir Fiorentina og AC Milan á árunum 1994 til 2006. Eitt ogannað Íslandsmeistararnir KR skoruðu sex mörk í seinni hálfleik og sigruðu 3. deildarliðið Vængi Júpíters 8:1 í 32ja liða úrslitum bikarkeppninnar í fótbolta í Egilshöllinni í gærkvöld. Vængirnir jöfnuðu metin í byrjun leiks þegar Andi Andri Morina sendi boltann í mark KR-inga, strax eftir að Kristján Flóki Finnbogason hafði komið þeim yfir. Eftir 2:1 í hálfleik gerði Ægir Jarl Jónasson þrennu í seinni hálfleik og þeir Stef- án Árni Geirsson, Pablo Punyed, hinn 15 ára gamli Jóhannes Krist- inn Bjarnason og Kennie Chopart komust einnig á blað. Valsmenn sluppu þegar Björg- ólfur nýtti ekki vítaspyrnu Valsmenn sluppu með skrekkinn gegn 4. deildarliði SR á Eimskips- vellinum í Laugardal þegar marka- kóngurinn gamalkunni Björgólfur Takefusa náði ekki að skora úr víta- spyrnu fyrir SR, en hann hefði komið liðinu óvænt yfir. Sveinn Sig- urður Jóhannesson varði frá hon- um. Við hlið Björgólfs í framlínu SR lék annar gamalkunnur markaskor- ari, Hjörtur Hjartarson. Valur vann að lokum 3:0 þar sem Sigurður Eg- ill Lárusson, Lasse Petry og Aron Bjarnason skoruðu mörkin.  Afturelding vann 4. deildarlið Árborgar 3:0 í Mosfellsbæ. Alej- andro Zambrano og Valgeir Árni Sveinsson skoruðu á átta mínútna kafla í síðari hálfleik.  Gróttumenn, nýliðarnir í úr- valsdeildinni, lentu í dálitlu basli með 3. deildarlið Hattar/Hugins á Seltjarnarnesi en sigur þeirra var þó öruggur þegar upp var staðið, 3:0. Axel Sigurðarson skoraði í fyrri hálfleik, Arnar Þór Helgason um miðjan þann síðari og Gabríel Hrannar Eyjólfsson innsiglaði sigurinn með fallegu skoti í stöng og inn. Önnur þrenna hjá Martin Gary Martin skoraði þrennu fyrir ÍBV í auðveldum sigri, 7:0, gegn 3. deildarliði Tindastóls á Hásteins- velli í Vestmannaeyjum. Martin hef- ur þar með skorað tvær þrennur í tveimur bikarleikjum ÍBV á tíma- bilinu auk þess sem hann skoraði mark í fyrstu umferð 1. deildar- innar. Varnarmaðurinn Jón Ingason gerði tvö fyrstu mörk ÍBV og hin tvö gerðu Ásgeir Elíasson og Frans Sigurðsson.  Fram lagði ÍR 3:1 í baráttuleik í Safamýri þar sem Andri Már Ágústsson skoraði fyrst fyrir 2. deildarlið ÍR. Aron Snær Ingason jafnaði strax og Aron Kári Aðal- steinsson og Magnús Þórðarson tryggðu Fram sigur og sæti í 16- liða úrslitum. Átta KR-mörk í Egilshöllinni  Ægir Jarl með þrennu og fimmtán ára KR-ingur skoraði  Skautafélagið stóð í Valsmönnum  Grótta, ÍBV, Afturelding og Fram áfram í bikarnum Morgunblaði/Arnþór Birkisson Áfram Framarar lögðu ÍR að velli á Framvelli í Safamýri í gær. chester United og Wolves sem eru í fimmta og sjötta sætinu, og fór upp fyrir Sheffield United sem er með 44 stig í áttunda sæti. Leicester tapaði dýrmætum stig- um á heimavelli í markalausu jafn- tefli gegn Brighton. Leicester slapp fyrir horn í fyrri hálfleik þegar Kasper Schmeichel, markvörður liðsins, varði vítaspyrnu frá Neil Maupay. Brendan Rodgers og hans menn hafa misst fjögur stig í fyrstu tveimur leikjunum eftir hléið. Þeir eru nú með 55 stig í þriðja sæti. Tottenham styrkti stöðu sína í bar- áttunni um Evrópusæti í gærkvöld með því að sigra West Ham, 2:0, í Lundúnaslag á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Harry Kane, landsliðsfyrirliði Eng- lendinga, hefur glímt við meiðsli á tímabilinu og hann skoraði fyrsta mark sitt á árinu er hann kom Tott- enham í 2:0 á 82. mínútu. Tomás Soucek hafði skorað sjálfsmark tæp- um 20 mínútum áður. Tottenham er nú með 45 stig í sjöunda sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Man- Landsliðsfyrirliðinn skoraði fyrsta markið á árinu AFP Kærkomið Harry Kane skoraði kærkomið mark í sigri á West Ham.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.