Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020
RIFF-hátíðin, sem verður haldin í
17. skipti í haust, hlýtur Creative
Europe - Media-styrk og er jafn-
framt meðal stofnenda nýrra sam-
taka kvikmyndahátíða; Europa
Film Festivals.
Í tilkynningu frá RIFF segir að
styrkurinn sé veittur framúrskar-
andi kvikmyndahátíðum í Evrópu
og nemi nærri átta milljónum
króna. RIFF er ein af um 30 kvik-
myndahátíðum sem hlutu styrkinn
en umsóknir voru um 100. Styrk-
urinn er sagður lyftistöng fyrir há-
tíðina. „Það er góð viðurkenning á
starfi okkar að fá Media-styrkinn
sem sýnir að við erum á réttri
braut. RIFF er á hinu alþjóðlega
kvikmyndahátíðakorti, hún þykir
hafa sérstöðu í evrópsku samhengi
og fagaðilar fylgjast vel með því
sem við erum að gera,“ er haft eftir
Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda
RIFF. Þessa dagana er unnið að því
að móta dagskrá hátíðarinnar í
haust en hún verður að einhverju
leyti óhefðbundin í kjölfar ástands-
ins síðustu mánuða.
Nýju samtökin eru sett á fót í
samvinnu við um tíu aðrar hátíðir.
Megintilgangurinn er að til verði
vettvangur til að deila reynslu,
hugmyndum og áætlunum. Einnig
verður unnið að stefnumótun er
varðar ákvarðanir um álitaefni og
sameiginleg málefni og þróaðar
leiðir til styðja við undirstöður
kvikmyndageirans með ýmsu móti.
Morgunblaðið/Eggert
Sundlaugarbíó Frá RIFF árið 2018.
RIFF-kvikmynda-
hátíðin hlýtur styrk
„Prentmyndamót – aðferðir og
áhrif í byrjun 20. aldar – Íslensk
myndmálssaga 1844-1944“ er heiti
fyrirlesturs sem Guðmundur Oddur
Magnússon - Goddur flytur í Lands-
bókasafni Íslands - Háskólabóka-
safni í dag, miðvikudag, kl. 12.10.
Fyrstu myndamótagerð sína
stofnaði Ólafur J. Hvanndal (1879-
1954) í Reykjavík árið 1919. Má
segja að Ólafur hafi þá flutt nýja
iðngrein inn í landið. Um 1930 voru
flestallar myndir sem íslensk blöð
og íslenskar bækur birtu gerðar hjá
Ólafi Hvanndal. Hann fylgdi þeirri
reglu frá byrjun að taka eitt eintak
af hverri mynd sem hann gerði og
festa inn í stórar spjaldskrár til
geymslu og varð það með tímanum
dýrmætt safn sem hann afhenti
Landsbókasafninu 1949.
Íslensk mynd-
málssaga er heiti
á yfirstandandi
rannsókn Guð-
mundar Odds
Magnússonar á
sögu grafískrar
hönnunar á Ís-
landi. Verkefnið
hlaut styrk úr
Rannsóknarsjóði
og er unnið í samvinnu við Hönn-
unarsafn Íslands, Landsbókasafn
Íslands - Háskólabókasafn og
Listaháskóla Íslands.
Um leið og færi gefst eftir
samkomubann verður opnuð sýn-
ing verkum frumherja í prent-
myndagerð hér á landi og af því til-
efni flytur Goddur nú fyrirlesturinn
sem tengist Hönnunarmars 2020.
Goddur fjallar um myndmálssöguna
Goddur
Magnús Guðmundsson
magnusg@mbl.is
„Þetta er frekar breið saga af stjórn-
málum samtímans, svona síðustu 50
ár,“ segir Eiríkur Bergmann um ný-
útkomna bók sína, Neo-Nationalism,
The Rise of Nativist Populism. Ei-
ríkur er prófessor í stjórnmálafræði
við Háskólann á Bifröst og hefur
lengi fengist við rannsóknir m.a. á
sviði þjóðernishyggju og popúlisma.
Spurður hversu læsileg fræðabók
sem þessi sé fyrir hinn almenna les-
anda segir Eiríkur að í samstarfi við
útgefanda hans, Pallgrave Macmill-
an, hafi verið ákveðið að vera í þeirri
hefð fræðanna sem opnar sig gagn-
vart hinum almenna lesanda. „Þrátt
fyrir að ég haldi mig innan hins
þrönga ramma fræðanna á þetta að
opna sig út til almennings.“
Frá jaðri í meginstraum
Eiríkur segir að í bókinni leitist
hann við að skoða þann sveig sem
hefur verið tekinn frá hinu frjáls-
lynda lýðræði sem festist í sessi á ár-
unum eftir seinna stríð. „Sagan hefst
þar sem popúlískir flokkar rísa í
andstöðu við þetta kerfi og taka sér
stöðu, bæði gegn innflytjendum sem
höfðu leitað skjóls í Evrópu og einn-
ig gegn innlendri elítu sem er sökuð
um að hafa svikið þjóð sína.
Bókin gengur svo út á að greina
hvernig þessi stjórnmál koma fram í
kjölfarið á olíukrísunni 1972 sem
áskorendur á jaðri stjórnmálanna en
færast svo hægt og bítandi inn í
meginstraum. Mitt framlag til fræð-
anna er að greina hvernig það gerist
í bylgjum í kjölfarið á krísum.“
Til bjargar þjóðinni
Eiríkur segir að nú sé svo komið
að þessi tegund stjórnmála sem var
alfarið hafnað á sínum tíma sé komin
inn í meginstrauminn. „Nú er svo
komið að í fjórum stærstu lýðræðis-
ríkjum veraldar eru stjórnvöld sem
ýmsir hafa flokkað sem popúlísk,
þ.e.a.s. í Bandaríkjunum, Brasilíu,
Indlandi og Indónesíu.“
Í bókinni setur Eiríkur fram mód-
el til þess að greina þjóðernis-
popúlista, sem er það sem hann er að
skoða. Hann segir að fyrsta einkenni
þeirra sé að framkalla einhvers kon-
ar utanaðkomandi ógn sem geti líka
verið innflytjendur sem eru þegar
komnir til landsins. „Í öðru lagi er að
skilgreina sviksama elítu sem hefur
svikið þjóðina til hinnar utanaðkom-
andi ógnar og í þriðja lagi að stilla
sjálfum sér fram sem vörninni gegn
hvoru tveggja þjóðinni til bjargar.“
Eiríkur segir að sumir popúlistar
gangi svo langt að daðra við fasisma
en þó sé rétt að taka fram að þeir séu
ekki fasistar. „Þeir hafa þó tilhneig-
ingu til þess að daðra við þá pólitík
og jafnvel reyna að slétta út söguna.
Þetta má sjá í Austurríki, á Ítalíu og
í Rússlandi þar sem menn hafa verið
að reyna að endurskrifa söguna.“
Erum í miðri krísu
Eiríkur bendir jafnframt á að
núna er veröldin í miðri krísu og að í
henni geti myndast frjór jarðvegur
fyrir popúlista. „Krísan er enn yfir-
standandi og því vitum við ekki enn
hvort þeir muni rísa í kjölfarið, það
verður framtíðin að leiða í ljós, en þó
er tvennt sem gerir þeim ögn erf-
iðara fyrir en í fyrri krísum. Hið
fyrra er að hér er um að ræða hnatt-
rænt vandamál sem við blasir að
verður ekki leyst nema hnattrænt og
með fulltingi vísindanna. Pólitík
popúlistanna er að hafna sérfræð-
ingaveldinu, sem þeir kalla svo, enda
oft boðberar þess að það sé ekki
síðra að fylgja brjóstvitinu en bók-
vitinu.
Seinna atriðið er að núna eru
þetta ekki lengur áskorendur á jaðri,
heldur eru popúlistar komnir til
valda svo víða að það er erfiðara að
kenna valdhöfum um. Þá reyna þeir
að skilgreina aðra sem hina raun-
verulegu stjórnendur og þaðan kem-
ur t.d. samsæriskenningin um djúp-
ríkið.“
Morgunblaðið/Hari
Fræðimaður „Mitt framlag til fræðanna er að greina hvernig popúlisminn rís í kjölfarið á krísum,“ segir Eiríkur.
Popúlistar ekki
lengur á jaðrinum
Eiríkur Bergmann sendir frá sér bók um þróun popúlisma
Hræringarnar í Sænsku akademí-
unni, sem veitir bókmenntaverðlaun
Nóbels, hafa verið svo dramatískar
síðustu misserin að í umfjöllun er
iðulega talað um að þær minni helst
á efni æsilegustu skáldsagna.
Hneykslismálin höfðu mikil áhrif á
Sænsku akademíuna, leiddu til að
mynda til þess að margir liðsmanna
hennar hættu og jafnframt til þess
að engin verðlaun voru veitt árið
2018. Og nú er greint frá því í Da-
gens Nyheter að kvikmynd verði
gerð um málið sem lyktaði með því
að Jean-Claude Arnault, eiginmaður
eins af akademíunni, var dæmdur í
tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir
nauðgun.
Handrit kvikmyndarinar er skrif-
að af hinni dönsku Maren Louise
Käehne og er sagt byggja á bókinni
Klubben eftir sænska blaðamanninn
Matilda Voss Gustavsson en þar er
saga hneykslismálanna rakin.
Gustavsson birti upphaflegu grein-
ina í Dagens Nyheter með samtölum
við 18 konur sem sögðu Arnault ým-
ist hafa níðst á sér eða áreitt og
komu málin þá upp á yfirborðið.
Fyrir umfjöllunina hlaut Gustavsson
sænsku blaðmannaverðlaunin.
Ekki hefur verið greint frá því
hver muni leikstýra kvikmyndinni
en handritshöfundurinn Käehne er
margreynd í faginu og skrifaði með-
al annars handrit Dronningen þar
sem Trine Dyrholm fór með aðal-
hlutverkið.
Wikipedia/Frankie Fouganthin
Dæmdur Jean-Claude Arnault mæt-
ir fyrir dóm í Svíþjóð árið 2018.
Hneykslismál
akademíunnar í bíó
Kvikmynd gerð um mál Arnault
Hljómsveitin Brek sendi í liðinni
viku frá sér fjögur ný lög á
streymisveitur og til að fagna út-
gáfunni verða tónleikar í Hann-
esarholti í kvöld, miðvikudag, og
hefjast kl. 20.30.
Brek skipa Sigmar Þór Matthías-
son á kontrabassa, Harpa Þorvalds-
dóttir syngur og leikur á píanó,
Guðmundur Atli Pétursson leikur á
mandólín og Jóhann Ingi Bene-
diktsson leikur á gítar og syngur.
Brek gaf út sín fyrstu lög í febr-
úar í ár og stefnir hljómsveitin nú
að útgáfu fyrstu breiðskífunnar í
byrjun næsta árs. Hin órafmagnaða
tónlist sveitarinnar sækir áhrif víða
að, meðal annars úr íslenskum
þjóðlagaarfi, skandinavískri og
bandarískri folk-tónlist, djassi og
fleiru. Í tilkynningu segir að
áhersla sé lögð á vandaða íslenska
texta en jafnframt að skapa stemn-
ingu sem er grípandi og þægileg.
Brek leikur í Hannesarholti í kvöld
Hljómsveitin Brek var að gefa út ný
lög og stefnir á breiðskífu.
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar