Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er dapur-legt að horfaupp á múg- æsingarmenn í Bandaríkjunum taka yfir sjálf- sprottin mótmæli, sem brýnt er að verja með öllum ráðum, enda þau hluti af tján- ingarfrelsi almennings sem var- ið er í stjórnarskrám flestra ríkja. Þær gefa þó enga vís- bendingu um að hluti af tjáning- unni sé réttur til að brenna eignir annarra til grunna og enn síður að limlesta og drepa lög- gæslumenn sem sendir eru á vettvang til að hemja skemmd- arverk. Samtökin „Black Lives Matter“ létu töluvert til sín taka í forsetakosningunum vestra haustið 2016. Og það var athygl- isvert að þá beittu þau sér ekki síst gegn frambjóðendum demó- krata og vildu knýja þá með illu undir sín merki. Framan af reyndu ýmsir þessara frambjóð- enda að segja hið augljósa að „öll mannslíf“ skiptu máli, enda hafa þeir sjálfsagt talið að þessi samtök vildu knýja á um jafn- rétti í þessum efnum sem öðr- um. En engin viðbrögð önnur fengu eins logandi haturs- viðbrögð og þau að vitna til þess að öll mannslíf skiptu máli. Létu frambjóðendur demókrata slíkt út úr sér var framboðsfundum þeirra hleypt upp með ógnvekj- andi yfirgangi og hávaða. For- ystumenn demókrata hafa því lyppast niður fyrir ógninni og krjúpa nú opinberlega á annað kné að kröfu samtakanna. En ein skrítnasta birtingarmyndin er að risafyrirtæki á borð við Amazon og önnur lítið minni hafa tekið þann kost að dæla óstjórnlegum fjárhæðum til þessara samtaka, sem þó hafa sýnt að kunna sér ekki hóf. Samkvæmt fréttum hefur Black Lives Matter fengið sem svarar til þriggja milljarða íslenskra króna frá Amazon og önnur risafyrirtæki hafa ekki heldur skorið fjárhæðir sínar við trog. Það er sjálfsagt tilviljun að skemmdarverkum hefur ekki verið beitt gegn þessum fyrir- tækjum. Eigendur miðlungsstórra og smárra fyrirtækja, sem varið hafa lífi sínu í að byggja þau upp, hafa sumir nú tapað því eða heilsu sinni við að reyna að verja þau, þegar þúsundir slíkra hafa verið rændar og ruplaðar, brotnar og skemmdar og ótrú- lega oft brenndar til grunna. Um leið og „málfrelsi“ þeirra sem farið hafa þannig út fyrir öll mörk þess er varið er málfrelsi annarra í sinni einföldustu mynd snúið niður þegar bent er á hvar mannslíf bandarískra blökkumanna eru í langmestri hættu, svo að engan samanburð stenst við neitt. Hver maður sem eitthvað veit og sér getur ekki verið í neinum vafa um að verði löggæslan löm- uð sjúkraliði lokaður aðgangur munu engir fara verr frá þeirri uppgjöf fyrir ofbeldinu en þeir sem menn þykjast vera að verja. Í öllum ofsanum og tryllingnum er erfitt að hugsa mál til enda} Ekki allt sem sýnist Einn af kostumþess að fram- leiða ál á Íslandi umfram flesta aðra staði á hnett- inum er að hrein orka er notuð til að knýja framleiðsluna. Nú er talið að útblástur koltvírýsings á hvert tonn á áli í heiminum nemi um 11,5 tonnum. Það er til mikils að vinna að draga úr þeirri los- un. Í fyrradag var ný íslensk tækni í álframleiðslu kynnt í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Að baki þessari nýjung stend- ur fyrirtækið Arctus Metals. Gefur aðferðin vonir um að draga megi alfarið úr koltví- sýringsmengun við fram- leiðslu áls. Álver myndu þess í stað framleiða súrefni. „Íslensk álver gefa frá sér um 1,6 milljónir tonna af koltvísýringi á ári,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, for- stjóri Arctus Metals, við mbl.is í fyrradag. „Ef öll ál- verin okkar tækju upp þessa nýju tækni myndum við minnka losun koltvísýrings á Ís- landi um 30% og uppfylla þannig alþjóðlegar skuld- bindingar okkar og gott betur en það.“ Arctus Metals hefur gert samkomulag við þýska fyrir- tækið Trimet Aluminum um þessa nýju tækni. Sagði Jón Hjaltalín að fyrirtækið myndi setja upp tilraunaker í einu af sínum álverum í Þýskalandi með það fyrir augum að breyta yfir í þessa umhverfis- vænu framleiðslu í öllum sín- um álverum. Það segir sína sögu að fyrirtæki, sem rekur þrjú ál- ver, skuli vera reiðubúið að veðja á nýja tækni með þess- um hætti. Það myndi ger- breyta forsendum álfram- leiðslu standi þessi tækni undir væntingum. Þá kæmi upp sú kynduga staða að ál- framleiðsla á Íslandi myndi vega upp á móti losun koltví- sýrings á öðrum sviðum þjóð- lífsins. Losun koltvísýrings við framleiðslu áls yrði engin} Ný tækni vekur vonir V ið í Samfylkingunni höfum lagst á árarnar með stjórnvöldum í við- brögðum við Covid-19-áfallinu. Úrræðin hafa verið fjölmörg og höfum við gert allt okkar til að betrumbæta mál og flýta ferli þeirra eins og frekast er unnt. En lagasetning ein og sér dugar ekki þegar stjórnvöld klára ekki þá vinnu sem þarf að fara í eftir lagasetningu. Nú berast þær fregnir að fyrirtæki í vanda hafi enn ekki fengið afgreidd nein brúarlán né hef- ur verið opnað fyrir umsóknir um stuðnings- lán, en hvort tveggja var samþykkt frá Al- þingi fyrir vikum og mánuðum síðan. Stuðningslán eru almenn aðgerð sem ætlað er að koma minni rekstraraðilum til aðstoðar sem hafa orðið fyrir drjúgu tekjufalli samhliða breyttum aðstæðum í efnahagslífinu. Brúar- lánin, sem kynnt voru fyrir fjórum mánuðum, eru svo úr- ræði sem eru frekar fyrir stærri fyrirtæki og er þeim ætlað að sporna gegn rekstrarvanda fyrirtækja með því að gera bönkum kleift að veita fyrirtækjum lán með allt að 70 prósenta ríkisábyrgð. Þetta voru aðgerðir sem rík- isstjórnin kynnti með mörgum glærupökkum sem einar af stærstu aðgerðunum til að koma til móts við fyrirtæki í landinu. Það er því óboðlegt að það hafi tekið þennan óratíma að semja og útfæra þessar aðgerðir meðan fyrir- tækin bíða og bíða. Á mun skemmri tíma hefur ná- grannalöndum okkar, með stærri vanda og fleiri fyrir- tæki, tekist að afgreiða lán með ríkisábyrgðum og styrkjum. Íslensk stjórnvöld verða að koma þessum úrræðum, sem lofað var, í gagnið strax. Fyrirtæki af öllum stærðum og gerð- um bíða og má þessi hægagangur stjórnvalda ekki leiða til þess að færri geti tekið við þess- um bjargráðum og fari í gjaldþrot. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki eru hryggjarstykkið í verðmætasköpun í landinu og stuðningur við þau er forsenda aukinnar fjölbreytni í at- vinnulífinu. Þetta eru oft fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu eða í veitingageiranum sem nú eru látin bíða eftir úrræði sem kynnt var fyrir mánuðum síðan. Í niðursveiflum og kreppum í hagkerfinu er mikilvægt að styðja vel og fljótt við þessi fyrirtæki til þess að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun í atvinnulífinu, fjöldagjaldþrot og atvinnuleysi. En þá þarf að koma þessu af stað. Mikilvægi brúarlána sést í orðum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði að lánin ættu „að gefa þjóð- arskútunni einhvern byr í seglin á komandi misserum“. Fjögurra mánaða bið er bara of mikil og óásættanleg í ekki stærra hagkerfi. Margar aðgerðir ríkisstjórnar- innar hafa heppnast vel líkt og hlutabótaleiðin sem við í velferðarnefnd unnum og betrumbættum. Núna ríður á að ríkisstjórnin klári það verk sem við á Alþingi höfum afgreitt í þágu fyrirtækja og almennings en tefji ekki fyrir á lokametrunum. Helga Vala Helgadóttir Pistill Úrræðin verða að virka Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Starfshópur um aðgerðirgegn matarsóun hefur skil-að skýrslu og tillögum sín-um til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auð- lindaráðherra. Í skýrslu starfshóps- ins eru meðal annars sett fram markmið um að draga úr matarsóun hér á landi um 50% fyrir árið 2030. Ein af þeim tillögum sem starfshópurinn leggur til er að útbú- inn verði matarvagn sem keyrir milli hverfa og selji mat sem gerður sé úr matvælum sem annars yrði sóað. Horft er til fyrirmyndar ísbílsins sem flestir landsmenn þekkja af heimsóknum hans á sumrin. Um- ræddur matarvagn eigi að selja sam- lokur, súpur og djús; hollan og góð- an mat á viðráðanlegu verði. „Boðið verði upp á að þeir sem ekki geti greitt fyrir matinn fái hann ókeypis. Bíllinn þarf að vera flottur og byggt verði upp vörumerki sem allir vilja versla við. Fjöldi fyrirmynda er til í heiminum og er menning fyrir mat- arvögnum á Íslandi,“ segir í skýrsl- unni. Þörf á samstilltu átaki Í skýrslu starfshópsins er áhersla lögð á að til að ná árangri í að draga úr matarsóun þurfi sam- stillt átak atvinnulífsins, almennings og stjórnvalda, enda geti matarsóun orðið hvenær sem er í ferlinu frá ræktun til framleiðslu og neyslu. Stjórnvöldum er uppálagt að auka stuðning við nýsköpun, standa fyrir átaki í menntun og fræðslu um mat- arsóun, innleiða hagræna hvata til að sporna við matarsóun, endur- skoða regluverk og standa fyrir ár- legum mælingum á umfangi mat- arsóunar. Fyrirtæki setji á sama tíma frumkvæði að aðgerðum innan sinna vébanda, stuðli að upplýs- ingaskiptum, fræðslu og hvatningu. Alls eru tillögur starfshópsins 24 talsins. Annars vegar fjórtán að- gerðir sem stjórnvöld bera ábyrgð á að komist til framkvæmdar og hins vegar tíu aðgerðir á ábyrgð atvinnu- lífsins. Auk tillagna um að sett verði markmið um að draga úr hvers kyns matarsóun um 50% fyrir árið 2030 er lagt til að setja markmið um 30% samdrátt fyrir árið 2025. Meðal annarra aðgerða sem lagt er til að ráðist verði í er að hald- ið verði á miðlægan hátt utan um gögn og upplýsingar og þeim miðlað til almennings, kennsla um mat- arsóun verði aukin sem og fræðsla fyrir almenning. Þá er lagt til að matargjafir verði auknar og þær gerðar meira aðlaðandi fyrir fyrir- tæki. Umbunað verði fyrir matar- gjafir. Auka á nýsköpun í mála- flokknum og innleiða hagræna hvata sem dragi úr matarsóun. Þá verði stóreldhús undanþegin kröfu um birtingu innihaldslýsingar og nær- ingaryfirlýsingu svo þau geti nýtt að fullu það hráefni sem til er hverju sinni. Matarsmiðjur um allt land „Lagt er til að settir verði upp matvælakjarnar (matarsmiðjur) á nokkrum stöðum á landinu en það eru vottuð vinnslurými sem frum- kvöðlar og smærri aðilar geta leigt aðstöðu í til að framleiða og þróa vörur. Matvælafulltrúi er starfs- maður sem heldur utan um starf- semina auk þess að halda utan um hver framleiðir hvað á viðkomandi landsvæði. Horft er til góðrar reynslu af sambærilegri aðstöðu hjá Matís en þó með þeim mögu- leika að fyrirtæki gætu haldið áfram framleiðslu þótt þau væru komin af vöruþróunarstiginu,“ segir í skýrslunni. Vilja matarvagn að fyrirmynd ísbílsins Ein af tillögum starfshópsins lýtur að því að komið verði á laggirnar matarbanka, miðstöð sem auðveldi dreifingu á mat frá matvælaiðnaðinum til stofnana og annarra aðila sem styðja við þá sem á matnum þurfa að halda. Ábyrgð á þessu verkefni er á höndum Rakelar Garðarsdóttur og Vakandi. „Matarbankinn tekur á móti mat frá matvælaiðnaðinum sem af ólíkum ástæðum selst ekki en er öruggt að neyta. Í matarbankanum er maturinn flokkaður og sóttur af þeirri stofnun eða samtökum sem þurfa á honum að halda. Stofnunin eðasamtökin koma matnum til þeirra sem þurfa á honum að halda. Fjöldi fyr- irmynda að svona fyrirkomulagi er til í heiminum, t.d. í Noregi.“ Vilja stofna matarbanka HORFT TIL NORÐMANNA Rakel Garðarsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Sorp Talið er að hver landsmaður hendi um 25 kílóum af nýtanlegum mat- vælum á hverju ári. Stefnt er að því að minnka matarsóun hér um 50%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.