Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 22
FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu í fyrri hálfleik þegar lið hennar Breiðablik vann stórsigur gegn KR í 3. umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max- deildarinnar, á Kópavogsvelli í gær. Leiknum lauk með 6:0-sigri Breiðabliks, sem keyrði yfir Vestur- bæinga í leiknum. „Blikastúlkur voru ekki bara einu skrefi á undan allan tímann heldur nokkrum. Þá nýtti Blikaliðið færin sín einstaklega vel í leiknum, sem hefur kannski aðeins vantað á undanförnum árum.,“ skrifaði und- irritaður í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is.  Berglind Björg hefur nú skorað níu mörk í átta deildarleikjum á árinu 2020 en hún gerði fimm mörk í fimm leikjum fyrir AC Milan áður en kórónuveiran stöðvaði ítalska fót- boltann í mars.  Berglind Björg skoraði tólftu þrennu sína á ferlinum í deildinni og lék sama leik og hún gerði gegn KR árið 2017 þegar hún skoraði þrjú mörk í 6:0 sigri Breiðabliks, líka á Kópavogsvellinum. Nánar er fjallað um þrennur Berglindar Bjargar á mbl.is. Fyrsti sigur Selfyssinga Íslandsmeistaraefnin í Selfossi unnu fyrsta leik sinn í deildinni þegar liðið heimsótti FH á Kapla- krikavöll í Hafnarfirði í gær. Selfyssingar byrjuðu mótið illa og töpuðu fyrir Fylki í Árbænum og svo Breiðabliki á Selfossi í fyrstu tveimur umferðunum en Selfyss- ingar byrjuðu af krafti í Kaplakrika og voru sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu. „Selfosskonur voru þó aldrei á þeim buxunum að tapa í Hafnar- firðinum í kvöld, með fullri virðingu fyrir liði FH.,“ skrifaði Kristófer Kristjánsson á mbl.is í umfjöllun sinni um leikinn.  Tiffany McCarty skoraði ann- að mark Selfoss í leiknum og um leið fyrsta mark sitt á Íslands- mótinu.  Sigur Selfoss á FH var 50. sig- urleikur Selfyssinga í efstu deild frá upphafi, í 129 leikjum.  Andrea Mist Pálsdóttir miðju- maður FH lék 100. leik sinn í efstu deild í gærkvöld. Hún lék 97 leiki með Þór/KA og á nú þrjá að baki með Hafnarfjarðarliðinu. Dramtískt stig Þróttara Mary Alice Vignola reyndist hetja Þróttara, en hún tryggði lið- inu fyrstu stig sín í sumar þegar hún skoraði stórglæsilegt jöfn- unarmark gegn Fylki í Árbænum í uppbótartíma, 2:2. „Spilamennska Þróttar hefur komið á óvart hingað til í sumar. Liðið stóð vel í Íslandsmeisturum Vals og þá var liðið betri aðilinn í Ár- bænum í kvöld,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is.  Bryndís Arna Níelsdóttir skor- aði tvívegis fyrir Fylki í leiknum en hún hefur nú skorað þrjú mörk í þremur leikjum.  Bandaríkjakonan Morgan Goff lék fyrsta leik sinn fyrir Þróttara. Blikarnir völtuðu yfir KR  Selfoss og Þróttur fengu fyrstu stig sín í deildinni á erfiðum útivöllum Morgunblaðið/Eggert Mark Berglind Björg Þorvaldsdóttir skorar annað mark Blika. Sókn Tiffany McCarthy sækir að marki Hafnfirðinga í Kaplakrika. 22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik – KR........................................ 6:0 FH – Selfoss.............................................. 0:2 Fylkir – Þróttur R.................................... 2:2 Staðan: Breiðablik 3 3 0 0 11:0 9 Fylkir 3 2 1 0 6:3 7 Þór/KA 2 2 0 0 8:1 6 Valur 2 2 0 0 5:1 6 Stjarnan 2 1 0 1 4:4 3 Selfoss 3 1 0 2 2:3 3 ÍBV 2 1 0 1 4:7 3 Þróttur R. 3 0 1 2 6:8 1 FH 3 0 0 3 0:8 0 KR 3 0 0 3 1:12 0 Mjólkurbikar karla 3. umferð: ÍBV – Tindastóll ....................................... 7:0 Fram – ÍR ................................................. 3:1 Afturelding – Árborg ............................... 3:0 SR – Valur................................................. 0:3 Vængir Júpíters – KR.............................. 1:8 Grótta – Höttur/Huginn .......................... 3:0 England Leicester – Brighton................................ 0:0 Tottenham – West Ham .......................... 2:0 Staðan: Liverpool 30 27 2 1 66:21 83 Manch.City 30 20 3 7 76:31 63 Leicester 31 16 7 8 59:29 55 Chelsea 30 15 6 9 53:40 51 Manch.Utd 30 12 10 8 45:31 46 Wolves 30 11 13 6 43:34 46 Tottenham 31 12 9 10 50:41 45 Sheffield Utd 30 11 11 8 30:28 44 Crystal Palace 30 11 9 10 28:32 42 Arsenal 30 9 13 8 41:41 40 Burnley 30 11 6 13 34:45 39 Everton 30 10 8 12 37:46 38 Newcastle 30 10 8 12 28:41 38 Southampton 30 11 4 15 38:52 37 Brighton 31 7 12 12 34:41 33 Watford 30 6 10 14 28:45 28 West Ham 31 7 6 18 35:54 27 Bournemouth 30 7 6 17 29:49 27 Aston Villa 30 7 5 18 35:58 26 Norwich 30 5 6 19 25:55 21 Spánn Levante – Atlético Madrid ...................... 0:1 Real Valladolid – Getafe .......................... 1:1 Barcelona – Athletic Bilbao..................... 1:0 Staðan: Barcelona 31 21 5 5 70:31 68 Real Madrid 30 19 8 3 57:21 65 Atlético Madrid 31 14 13 4 39:22 55 Sevilla 31 14 11 6 44:32 53 Getafe 31 13 10 8 40:29 49 Villarreal 31 14 6 11 49:40 48 Real Sociedad 30 14 5 11 47:38 47 Valencia 30 12 10 8 41:43 46 Granada 31 12 7 12 37:36 43 Athletic Bilbao 31 10 12 9 33:27 42 Levante 31 11 5 15 37:44 38 Osasuna 30 8 11 11 35:46 35 Alavés 30 9 8 13 31:45 35 Real Betis 30 8 10 12 40:48 34 Real Valladolid 31 7 13 11 26:36 34 Celta Vigo 30 6 12 12 28:35 30 Eibar 30 7 8 15 31:47 29 Mallorca 30 7 5 18 29:50 26 Leganés 31 5 10 16 23:44 25 Espanyol 30 5 9 16 26:49 24 Þýskaland C-deild: Hansa Rostock – Kaiserslautern ........... 1:1  Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leik- mannahópi Kaiserslautern. Búlgaría Bikarinn, undanúrslit, seinni leikur: Levski Sofia – Lokomotiv Plovdiv......... 0:0  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Levski.  Lokomotiv í úrslit, 2:0 samanlagt. Ítalía Verona – Napoli........................................ 0:2 SPAL – Cagliari ....................................... 0:1 Genoa – Parma ......................................... 1:4 Torino – Udinese ...................................... 1:0 Staða efstu liða: Juventus 27 21 3 3 52:24 66 Lazio 26 19 5 2 60:23 62 Inter Mílanó 26 17 6 3 51:25 57 Atalanta 26 15 6 5 74:35 51 Roma 26 13 6 7 51:35 45 Napoli 27 12 6 9 43:36 42 Parma 27 11 6 10 37:33 39 AC Milan 27 11 6 10 32:35 39 Hellas Verona 27 10 8 9 31:29 38 Cagliari 27 9 8 10 43:42 35 Bologna 27 9 7 11 38:44 34  Hildur Antons- dóttir, miðju- maður Breiða- bliks í efstu deild kvenna í knatt- spyrnu, er með slitið krossband, en þetta staðfesti Þorsteinn Hall- dórsson, þjálfari liðsins, í samtali við Morgun- blaðið á Kópavogsvelli í gær. Hildur, sem er 24 ára gömul, sleit krossband á æfingu og mun hún því ekki leika meira með Blikum í sumar. Þetta er mikið áfall fyrir bæði Hildi og Breiðablik, en hún er lykilmaður í Kópavogi. Mikið áfall fyrir Blika Hildur Antonsdóttir KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 3. umferð: Greifavöllur: KA – Leiknir R ................... 18 Þórsvöllur: Þór – Reynir S ....................... 18 Grenivíkurvöllur: Magni – HK................. 18 Extra-völlur: Fjölnir – Selfoss ............ 19.15 Framvöllur: Kórdrengir – ÍA.............. 19.15 Eimskipsvöllur: Þróttur R. – FH........ 19.15 Skessan: ÍH – Fylkir................................. 20 Samsungv.: Stjarnan – Leiknir F ....... 20.15 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – Stjarnan ............... 18 Origo-völlur: Valur – Þór/KA................... 18 Í KVÖLD! Novak Djokovic, besti tennisleik- maður heims, hefur greinst með kórónuveiruna en það var Sky Sports sem greindi frá þessu í gær. Djokovic var einn þeirra sem stóð á á bakvið Adria-mótið í tennis sem haldið var í Belgrad í Serbíu á dög- unum. Tennisleikararnir Grigor Dimitrov, Borno Coric og Viktor Troicki smituðust einnig allir af veirunni á mótinu. Alls mættu fjög- ur þúsund áhorfendur á mótið í Serbíu en engin mót á vegum Al- þjóðasambandsins hafa farið fram síðan í febrúar vegna veirunnar. Sá besti með kórónuveiruna AFP Bestur Novak Djokovic var gagn- rýndur fyrir að standa fyrir mótinu. Fyrsta risamót ársins í golfi, PGA- meistaramótið, mun fara fram án áhorfenda á Harding Park- vellinum í San Francisco í Banda- ríkjunum en þessi ákvörðun var tekin vegna kórónuveirufaraldurs- ins sem herjar á heimsbyggðina. Mótið átti upprunalega að fara fram í síðasta mánuði en nú stendur til að keppni fari fram dagana 6. til 9. ágúst. Kylfingurinn Brooks Koepka hefur unnið mótið tvö ár í röð og stefnir að því að verða sá fyrsti í sögunni sem vinnur meist- aramótið þrjú ár í röð. sport@mbl.is Fyrsta risamótið án áhorfenda AFP Sigursæll Brooks Koepka hefur fjórum sinnum unnið risamót. BREIÐABLIK – KR 6:0 1:0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 14. 2:0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 17. 3:0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 32. 4:0 Sveindís Jane Jónsdóttir 53. 5:0 Agla María Albertsdóttir 75. 6:0 Sveindís Jane Jónsdóttir 90. MM Berglind Björg. Þorvaldsd. (Breiðab.) Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðabliki) M Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki) Karólína Lea Vilhjálmsd. (Breiðabliki) Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðabliki) Hafrún Rakel Halldórsd. (Breiðabliki) Hildur Þóra Hákonard. (Breiðabliki) Inga Laufey Ágústsdóttir (KR) Thelma Lóa Hermannsdóttir (KR) Dómari: Bríet Bragadóttir – 7. Áhorfendur: 305. FH – SELFOSS 0:2 0:1 Sjálfsmark 10. 0:2 Tiffany McCarty 58. M Eva Núra Abrahamsdóttir (FH) Telma Ívarsdóttir (FH) Taylor Sekyra (FH) Anna María Friðgeirsdóttir (Selfossi) Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi) Clara Sigurðardóttir (Selfossi) Dagný Brynjarsdóttir (Selfossi) Tiffany McCarty (Selfossi) Dómari: Eiður Ottó Bjarnason – 7. Áhorfendur: 232. FYLKIR – ÞRÓTTUR R. 2:2 1:0 Bryndís Arna Níelsdóttir 7. 1:1 Stephanie Ribeiro 48. 2:1 Bryndís Arna Níelsdóttir 90. 2:2 Mary Alice Vignola 90. MM Mary Vignola (Þrótti) M Íris Una Þórðardóttir (Fylki) Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylki) María Eva Eyjólfsdóttir (Fylki) Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki) Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki) Laura Hughes (Þrótti) Stephanie Ribeiro (Þrótti) Morgan Goff (Þrótti) Jelena Tinna Kujundzic (Þrótti) Dómari: Atli Haukur Arnarsson – 7. Áhorfendur: 306.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.