Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. TILBOÐ Sparaðu 10.000 Verð nú 55.000 www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi Í JÚNÍ kr. kr. LauraStar Lift Red Létt og meðfærilegt Straujar – gufar – hreinsar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Marktæk aukning varð á síðasta ári í neyslu Íslendinga á gosdrykkjum og bætti þjóðin Norðurlandametið sem hún hefur lengi átt. Um 20% fullorð- inna og barna í 5.-7. bekk drekka gosdrykki daglega. Sviðsstjóri hjá embætti landlæknis segir að það sé áhyggjuefni og hvetur til að efna- hagslegir hvatar séu notaðir til að vinna gegn óhollustu. Landlæknir birti í gær lýðheilsu- vísa fyrir árið 2020 sem grundvallast á upplýsingum frá síðasta ári. Það var gert á kynningarfundi á Selfossi. Jafnframt voru kynntir heilsuvísar fyrir einstök heilbrigðisumdæmi þar sem vakin er athygli á því sem víkur frá meðaltalinu. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá emb- ætti landlæknis, sagði á fundinum að Íslendingar væru almennt ham- ingjusamir en rúmlega 60% lands- manna telja sig mjög hamingju- sama. Hlutfall þeirra sem upplifa oft einmanaleika hefur aukist í sumum heilbrigðisumdæmum en minnkað í öðrum. Þannig upplifa tæp 15% íbúa Austurlands oft einmanaleika sem er 5 prósentustigum meira en í land- inu almennt. Líður ekki vel í skóla Dóra vekur athygli á því hve háu hlutfalli nemenda líður ekki vel í skóla og hve hátt hlutfall drengja hefur orðið fyrir ofbeldi í skóla. Um 14% nemenda í 5.-7. bekk langar að hætta í skóla og á Austurlandi er hlutfallið 21%. Þá hafa tæp 30% drengja í 5.-7. bekk orðið fyrir of- beldi í skóla og hlutfallið er enn hærra á Austurlandi. Dóra Guðrún gerir gosdrykkja- neyslu Íslendinga að sérstöku um- ræðuefni í samtali við Morgunblaðið ljósi þess að Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin hefur lagt áherslu á að minnka neyslu gosdrykkja til að draga úr ofþyngd og lífsstíls- tengdum sjúkdómum. Það verði gert með því að setja álögur á verð gos- drykkja enda sé það vel þekkt for- varnaraðgerð til að draga úr aðgengi að óhollustu. Hér hafi það ekki verið gert heldur hafi verð á gosdrykkjum verið lækkað þegar virðisauka- skattur á matvælum var lækkaður. Hún segir að það komi fram í auk- inni gosdrykkjaneyslu. 20% fullorð- inna og barna í 5.-7 bekk drekka gos daglega eða oftar. Segir Dóra að það sé áhyggjuefni að börn venji sig snemma á gos og þrói þar með óheil- brigðan lífsstíl því erfitt geti verið að venja sig af því síðar. Hún biðlar til stjórnvalda að leiðrétta þau mistök sem gerð hafi verið með því að lækka álögur á gosdrykki á sínum tíma. Landinn eykur neyslu gosdrykkja  20% fullorðinna og barna í 5.-7. bekk drekka gosdrykki daglega  Hvatt til að álögur á gos verði hækkaðar  60% landsmanna telja sig hamingjusama  Margir Austfirðingar segjast einmana Morgunblaðið/Árni Sæberg Í stórmarkaði Úrval gosdrykkja í löngum röðum í hillum verslana. Snorri Másson snorrim@mbl.is Allt á milli himins og jarðar var rætt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gær- kvöldi en margar af ræðunum áttu það sammerkt að hefjast á stuttri til- vísun til hins erfiða vetrar sem nú er að baki, þar sem óveður, snjóflóð og loks kórónuveirufaraldur komu við sögu. Þrír þingmenn úr flestum flokkum tóku til máls í þremur um- ferðum, en úr Miðflokki tóku aðeins tveir til máls og Andrés Ingi Jónsson stendur utan flokka. Aðeins einn ráð- herra flutti ræðu, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Í máli hennar kom fram að það hefði unnið með Íslendingum að hafa ríkis- stjórn skipaða flokkum sem endur- spegluðu breitt svið pólitískrar hug- myndafræði frá hægri til vinstri. „Það hefur líka skipt máli við þessar að- stæður að hafa við stjórnvölinn flokka sem allir hafa ákveðna kjölfestu og innri styrk og fara ekki á taugum þó að gefi á bátinn,“ sagði ráðherra. Njáll Trausti Friðfinnsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, tók í sama streng: „Okkur hefur tekist að klífa ótrúlegustu fjöll. Þetta er einmitt styrkur ríkisstjórnarsamstarfsins. Það þarf lýðræðislegan þroska til að vinna saman á breiðum grunni og ná víðtækri sátt en það er trú mín að ein- mitt þetta hafi reynst kletturinn í haf- inu þegar það brast á með þeim ólgu- sjó sem við erum nú í.“ Fólk „kjósi með hjartanu“ Stjórnarandstæðingar litu hins vegar ríkisstjórnina öðrum augum. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ríkisstjórn- ina gæta hagsmuna hinna fáu. „Sjálf- stæðisflokkurinn hefur aldrei farið leynt með það. Framsókn er ánægð með stöðnun og óbreytt ástand. Vinstri græn eru íhaldssamur flokkur en prinsippin virðast ekki þvælast mikið fyrir þeim flokki enda fórna þau öllu fyrir þrjá ráðherrastóla. Við þurf- um því nýja ríkisstjórn sem hugsar öðruvísi og starfar öðruvísi,“ sagði Ágúst. Taldi hann upp þá kosti sem ný ríkisstjórn þyrfti að hafa og þær breytingar sem sú stjórn þyrfti að koma til leiðar. „Þetta er allt saman hægt en þá þarf fólk að kjósa með hjartanu, kjósa með velferðinni, kjósa með frelsinu en ekki aðeins frelsi markaðarins og hins stóra, heldur einnig með frelsinu undan fátækt og vanlíðan.“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmað- ur Miðflokksins, gagnrýndi í máli sínu það sem hann sagði vera innihalds- rýra blaðamannafundi ríkis- stjórnarinnar. „Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðaði ný vinnubrögð og öflugra Alþingi en eins og margt af því sem frá ríkisstjórninni hefur kom- ið eru umbúðirnar flottar, blaða- mannafundirnir glæsilegir, frasarnir úr handbókum almannatengla gríp- andi en innihaldið mjög lítið,“ sagði Gunnar Bragi. Við erum öll ríkissjóður Efnahagsaðgerðir í kjölfar kórónu- veirunnar voru einnig ofarlega á baugi. Málaflokkarnir efnahagur og sóttvarnir smullu saman í eftirminni- legri endurnýjun Willums Þórs Will- umssonar, þingmanns Framsóknar- flokks og formanns fjárlaganefndar, á einu af slagorðum sóttvarnaryfir- valda í faraldrinum: „Sannarlega erum við öll ríkissjóður.“ Þórdís Kolbrún vék einnig að efna- hagnum og þeirri niðursveiflu sem fylgdi heimsfaraldrinum. Sagði hún að einstaklingsframtakið yrði að vera leiðarljósið út úr komandi þrenging- um. „Ekkert er betur til þess fallið að auka tekjur þjóðarbúsins en athafna- frelsi; frjálst einstaklingsframtak. Ör- yggi, menntun og heilbrigði eru dæmi um verðmæti sem við erum flest sam- mála um að ríkið eigi að taka þátt í að tryggja okkur. En þegar kemur að tekjuöflun stenst enginn athafnafrelsi og einstaklingsframtaki snúning. Frelsi og framtak eru orkan sem knýr gangverk tekjuöflunar þjóðarbúsins,“ sagði Þórdís. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist hins veg- ar ósammála ríkisstjórninni um efna- hagsaðgerðir. „Við viljum til dæmis leggja meiri áherslu á að verja efna- hag heimila fólks sem misst hefur vinnuna, á hag barna og þeirra sem standa veikir fyrir. Við viljum að bæði heimili og fyrirtæki njóti stuðnings ríkisins til að komast yfir erfiða stöðu,“ sagði Oddný og vísaði einnig til þess að Samfylkingin hefði talað fyrir strangari skilyrðum fyrir ríkis- aðstoð vegna veirunnar, svo sem gagnvart fyrirtækjum sem notast hefðu við skattaskjól. Ný stjórnarskrá rædd Þingmenn Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar gerðu sjávarútveginn og stjórnarskrármál einnig að um- talsefni. „Auðlindaákvæði í stjórnar- skrá sem heldur er okkur nauðsyn og það er skömm að því hvernig stjórn- völd hafa hunsað tillögur stjórnlagar- áðs að nýrri stjórnarskrá og þjóðar- atkvæðagreiðsluna sem fram fór um að leggja þær til grundvallar,“ sagði Oddný Harðardóttir. Hanna Katrín Friðriksson, þing- maður Viðreisnar, sagði að ríkis- stjórnin hefði varið sérhagsmuni á þinginu. „Ríkisstjórnarflokkarnir þrír verjast til dæmis fimlega þeirri sjálfsögðu kröfu að veiðiréttur sé ekki afhentur varanlega heldur með tíma- bundnum samningum. Og það undir- strikað þannig í stjórnarskrá að sjávarauðlindin er eign íslenskrar þjóðar,“ sagði hún.  24 ræður úr átta flokkum  Erfiður vetur gerður upp  „Sannarlega erum við öll ríkissjóður“ Morgunblaði/Arnþór Birkisson Kreppa Þórdís Kolbrún ráðherra sagði einstaklingsframtakið þurfa að vera leiðarljósið framundan.Efnahagsaðgerðir Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar gagnrýndi ríkisstjórnina. Eldhúsdagur eftir heimsfaraldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.