Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 Handleiðslufélag Ís- lands fagnar 20 ára af- mæli í ár. Vegna þeirra fordæmalausu að- stæðna sem heimurinn hefur glímt við síðustu mánuði er afmæl- isráðstefna Hand- leiðslufélags Íslands færð til ársins 2021. Þessir tímar kalla enn frekar á að vekja at- hygli á mikilvægi hand- leiðslu í starfi. Nú stendur yfir Vika handleiðslunnar 22.-26. júní á Íslandi og er það hluti af samvinnuverkefni Evrópusamtaka handleiðara. Faghandleiðsla er nýtt um allan heim fyrir fólk í hinum ýmsu störfum. Stór hluti heilbrigðisþjónustu erlend- is hefur haft handleiðslu í tugi ára sem hluta af ráðningu í ný störf þar sem skilningur er á mikilvægi hand- leiðslu til að efla starfsgetu sína. Einnig er handleiðsla tækifæri til að skoða áhrif þungra og krefj- andi viðfangsefna á starfsmanninn og hvernig bregðast megi við því. Handleiðsla stuðlar þannig að fag- legum vexti einstak- lingsins og styrkir fags- jálfið. Að auki er handleiðsla til að við- halda starfsánægju og starfsþreki og þá einnig sem fyrirbyggjandi fyrir kulnun í starfi. Hér á landi er handleiðsla meðal fagfólks að aukast og því ber að fagna. Enn er þó langt í land með að fag-handleiðsla sé hluti af t.d. ráðn- ingarsamningum eins og þekkist er- lendis. Ekki er annað hægt en að skora á fagfélög innan heilbrigðisþjónustu að hvetja til að félagsmenn fái hand- leiðslu og er tækifæri nú á afmælisári Handleiðslufélags Íslands. Í lokin vil ég minna á vitundar- vakningu á handleiðslu í Evrópuviku handleiðslu og að fylgjast með fróð- leiksmolum og kveðjum á heimasíðu og Facebook-síðu Handleiðslufélags Íslands og hvetja alla til að sækja ráð- stefnu á vegum félagsins þann 28. maí 2021 þar sem erlendir fyrirles- arar verða bæði með fyrirlestra og vinnustofu. Góðar stundir. Handleiðslufélag Íslands 20 ára Eftir Elísabetu Sigfúsdóttur Elísabet Sigfúsdóttir »Ekki er annað hægt en að skora á fagfélög innan heilbrigðisþjónustu að hvetja til að félagsmenn fái handleiðslu og er tækifærið nú. Höfundur er félagsráðgjafi, fjöl- skyldufræðingur og handleiðari. elissigf@landspitali.is Enn á ný þakka ég öllum þeim, sem vinna gegn ofbeldi á minni máttar. Það er ekki létt verk. John Chr. Elden (fletta má honum upp á netinu), virtur lög- maður í Noregi, kom fram með alvarlega gagnrýni á norskt kerfi um mánaða- mótin maí-júní í ár. Þar hafði fag- dómari orðið uppvís að alvarlegu broti í starfi. Það brot hafði or- sakað 16 ára fangelsisdóm fyrir saklaust fórnarlamb. Sumir fag- dómarar eru greinilega óhæfir með öllu, í Noregi líka. Það, sem e.t.v. er skrýtnast, er að norska kerfið krafðist þess að fá að nota hinn óhæfa meðdómara aftur. Elden fór þá í hart. Marius Reykerås, lögmaður í Noregi, hefur um árabil barist fyrir réttlæti fyrir minni máttar, fyrst og fremst barna og mæðra. Noregur hefur tapað á milli 40 og 50 barnaverndarmálum fyrir Mannréttindadómstólnum og þar af tveimur fyrir efri deildinni. Ég er svolítið stolt af því,að Reykerås telur Róbert okkar Spanó færasta dómara við MDE. En í Noregi er þöggunin nær fullkomin hjá fjöl- miðlum um þetta alvarlega kerfis- ofbeldi. „Landið sem við berum okkur saman við!“ BBC hafði sumarið 2018 þátta- röð um þetta kerfisofbeldi. Þátta- röðin var nefnd „Norway’s Hidden Secret“. Hroðalegar stað- reyndir komu þar fram. Hvað hugsar þú, þegar þú sérð orðið kerfisofbeldi? E.t.v. ofbeldi lögreglu, sem er hluti að kerfinu? Vissulega er það svo. En kerfisofbeldi er svo miklu meira og raunar er hér bara fjallað um toppinn á ísjakanum. Skv. skilgreiningu er kerfis- ofbeldi það ofbeldi, sem einstak- lingur eða almenningur er beittur af ríkisvaldinu, en það vald skipt- ist í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald eins og allir vita. Dæmi: Ef lögregla, t.d., tekur afstöðu með ofbeldisfólki, þá beit- ir lögreglan fórnarlömbin kerfisof- beldi. En það getur hún í krafti valdsins. Lögreglan getur lagt huglægt mat á hvað henni beri að gera við allflestar aðstæður. Lög- regla er framkvæmdarvald. Svo og sýslumannsembætti, sem einnig hafa allt að því ótakmarkað vald til að meta mál huglægt (geð- þóttamat). Annað dæmi: Dóm- stólar hafa nær ótak- markað leyfi til að leggja huglægt mat á hvaða lög beri að nota hverju sinni, hvaða sönnunargögn séu gild eða nógu góð, hvort fórnarlamb, til dæmis, hafi egnt ofbeldisfólk til ofbeldis. Þannig geta dómarar beitt kerfisofbeldi. Dóm- stólar eru dómsvald og eiga að vera sjálfstætt vald, óhlutdrægt og hlutlægt. Margir huglægir dómar hafa fallið á Ís- landi að undanförnu og eiga þeir það flestir sameiginlegt, að ekki er tekið tillit til þess, að börn séu málsaðili, heldur eign annarra, ekki sjálfstæðir einstaklingar með full mannréttindi. Ef dómstólar dæma til dæmis börn til dvalar hjá barnaníðingum, eða öðru ofbeldisfólki, er það aug- ljóslega kerfisofbeldi, frelsisskerð- andi dómar. Ef Alþingi samþykkir lög, sem mismuna fólki og veita þar með leyfi til að beita ofbeldi, er það kerfisofbeldi. Sé fólki ekki veittur skilnaður í áraraðir er það kerfisofbeldi, raunar fjárhagslegt ofbeldi líka. Eitt það dæmi, sem ég í mínum störfum hef oftast rekist á, og er raunar alger lapsus hjá Alþingi, er ákvæði í barnalagabálkunum, þar sem öðru foreldri skal hegnt fyrir meint brot með dagsektum en hinu ekki. Það er kerfisofbeldi beitt af Alþingi. Svo heldur kerfis- ofbeldið áfram hjá framkvæmda- valdinu, sem tekur huglægar ákvarðanir um hver skuli úrskurð- aður í dagsektir og hvenær, fylgir þá svokölluðum „vinnureglum“, hvað svo sem það nú er. Sömu- leiðis er það fjárhagslegt ofbeldi. Vera má, að þú spyrjir, um hvað sé hér verið að skrifa, en það er þegar lögheimilisforeldri ekki sendir barn, sem kannski ekki vill fara í umgengni, þá fær lögheim- ilisforeldrið dagsektir. En skili ekki umgengnisforeldrið barninu til baka fær það foreldri ekki dag- sektir. Og einhverjir virðast enn halda að hægt sé að dæma fólk til sátta. Kerfisofbeldi Eftir Þóreyju Guðmundsdóttur Þórey Guðmundsdóttir »Ég er svolítið stolt af því að Reykerås tel- ur Róbert okkar Spanó færasta dómara við MDE. Höfundur er félagsráðgjafi, handleið- ari, fv. sáttamaður og prestur. Ég hefi lengi velt fyrir mér, hvort við höf- um þörf fyrir forseta. Hann kom í stað kóngs, þegar dönsku stjórnar- skránni var breytt í flýti til aðlögunar að nýstofnuðu lýðveldinu okkar. Það hefði verið leiðrétt fyrir löngu, ef í byrjun hefðu ekki valist svo góðir forsetar og forsetaframbjóðendur. Forsetaframboð hafa þróast líkt og prófkjörin. Sá er líklegastur til sigurs, sem mestan fær fjárhags- legan stuðninginn. Við það bætist stuðningur ljósvakamiðla. RÚV styð- ur núverandi forseta, eins og fyrir fjórum árum. Sá sem greiddi einna mest í kosningasjóð hans er nú orð- inn eigandi að Stöð 2 og Fbl. Það er því harla vonlítið að fara í mótfram- boð og ná kjöri, þó svo að í embætt- inu væri ekki jafn góður maður og nú er. Forseti sæti einfaldlega áfram hvert kjörtímabilið á eftir öðru svo lengi sem hann nyti stuðnings þeirra, sem komu honum í embættið. Yfirmannað Alþingi getur auðveld- lega bætt á sig störfum forseta. Ráð- herrabústaðurinn og Höfði geta tekið við embættisathöfnum, sem nú eru á Bessastöðum. Bessastöðum ætti að breyta í safn og hafa af því tekjur í stað kostnaðar. Í kosningabaráttunni hefur mest verið deilt um málskotsréttinn. Hann er sagður öryggis- ventill, sem hann vissu- lega er sbr. Icesave. Ástandið á Íslandi væri ekki gott hefði Icesave verið samþykkt, eins og meirihluti Alþingis vildi. Ekki er sanngjarnt að leggja það á forset- ann að meta og bera ábyrgð á, hvort mál skuli fara í þjóðarat- kvæði eða ekki. Enn fáránlegra er að gera hann ábyrgan fyrir uppreist æru ein- hvers. Þeir sem taka þá ákvörðun ættu að bera ábyrgð á því alla leið og skrifa sjálfir undir pappírana, sem þeir í dag rétta forsetanum til undir- skriftar. Raunhæfan öryggisventil er hægt að fá með því að taka upp beint lýð- ræði, eins og er í Sviss. Í Sviss er enginn forseti. Ráðherrar (Bundes- rat) eru sjö og er einn þeirra forseti þingsins (Bundespresident). Hann sér um móttökur, að klippa á borða og þess háttar embættisverk. Hann er pólitískt valdalaus og ekki með málskotsrétt, sem við köllum örygg- isventil. Beint lýðræði skiptist í tvo flokka: „Referandum“ og „iniative“. Það fyrra er undirskriftasöfnun gegn ein- hverju sem þingið vill samþykkja, eins og t.d. orkupakka 3. Það seinna þegar safnað er undirskriftum til að mótmæla einhverri framkvæmd, t.d. spítala við Hringbraut. Kjósendur hafa sýnt að þeir eru traustsins verðir, sbr. Icesave. Hefð- um við haft beint lýðræði væri löngu búið að byggja nýjan spítala á öðrum stað en við Hringbraut. Mörg önnur mál ættu erindi í þjóðaratkvæði, eins og t.d. borgarlína, sem enginn veit hvað kostar eða hvert skuli sækja fjármagnið. Í Sviss er fastákveðið í lögum, hvort mál fari í þjóðaratkvæða- greiðslu. Það er lágmarksfjöldi und- irskrifta og ákveðinn tími til undir- skriftasöfnunar. Ekki er lagt á ein- hvern einn að meta, hvort undir- skriftir séu nógu margar eða þess eðlis að máli skuli vísað til þjóðar- innar. Nú gefst tækifæri til að spyrja kjósendur í kosningunum 27. júní, hvort þeir vilji áfram hafa forseta eða ekki. Gefa val á atkvæðaseðlinum. Já eða nei. Sé svarið nei ætti að taka næstu fjögur ár í að laga svissnesku aðferðina að okkar stjórnarskrá og vanda sig. Hvað höfum við að gera með forseta? Eftir Sigurð Oddsson »Kjósendur eru traustsins verðir, sbr. Icesave. Hefðum við haft beint lýðræði væri löngu búið að byggja nýjan spítala á öðrum stað en við Hringbraut. Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur og eldri borgari. Íslenska þjóðin kýs sér forseta til fjögurra ára með lýðræðislegum vilja. Við viljum hafa þjóðarhöfðingja. Sum- ar þjóðir fá ekki að kjósa sér forseta. For- seti er valinn með her- valdi. Það eru forrétt- indi fyrir íslensku þjóðina að mega velja. Að þessu sinni gefur forseti Íslands, dr. Guðni Thorlacius Jóhannesson, kost á sér til endurkjörs. Forsetinn heitir eftir afa sínum, sem sat í bresku her- fangelsi. Forseti vor er um margt sérstakur maður, sveitamaður og heims- borgari, alþýðumaður og höfðingjadjarfur. Forseti vor og forsetafrú hafa alla þá kosti, sem þjóðin vill hafa á höfðingjasetr- inu á Bessastöðum. For- setinn er mannasættir, enda þótt hann hafi tekið þátt í íþróttum þar sem deilur verða seint leyst- ar, nema ef til vill með úrskurði dómara. Forsetinn er vel að sér um sögu og menningu íslenskrar þjóðar. Forsetinn er einnig vel að sér um sögu og háttu annarra þjóða. For- setinn kann sig vel. Það er mikil gæfa fyrir íslenska þjóð að dr. Guðni Thorlacius Jóhann- esson og kona hans frú Eliza Reed skuli gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Bessastöðum, til að gegna embætti forseta Íslands. Íslenska þjóðin verður að fylkja sér á kjörstað til að tryggja þjóðarhöfðingjanum góða kosningu. Þjóðarhöfðingi Eftir Vilhjálm Bjarnason Vilhjálmur Bjarnason » Íslenska þjóðin verð- ur að fylkja sér á kjörstað til að tryggja þjóðarhöfðingjanum góða kosningu. Höfundur var alþingismaður. Allt um sjávarútveg www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi HITABLÁSARAR Þegar aðeins það besta kemur til greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.