Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 Parísarhopp Þessi glaðbeitti vegfarandi tókst á loft í áhyggjulausu hoppi á lífæð miðborgarinnar, Laugaveginum. Kristinn Magnússon Þjóðin fylgist þessa dagana forviða með úlfúð og átökum milli fólks sem á aðild að rekstri sjúkrastöðva SÁÁ. Sérstaklega hefur nú vakið athygli illyrða- flaumur sem einhverjir starfs- menn hafa hellt yfir þann mann sem á meiri heiður en nokkur annar af tilvist þeirrar starfsemi sem þarna fer fram. SÁÁ eru samtök sem hafa starfað hér á landi í meira en 40 ár við að aðstoða áfengis- og vímuefnafíkla við að ná kröftum sínum og hverfa til betra lífs. Árangurinn hefur verið stórkost- legur og fjöldi landsmanna notið góðs af. Mér er ekki grunlaust um að næstum hver einasta fjöl- skylda í landinu geti þakkað sam- tökunum fyrir að hafa hjálpað einum eða fleiri fjölskyldu- meðlimum út úr þeirri ömurlegu tilveru sem þeir lifðu við. Öllum sem eitthvað hafa fylgst með þessari starfsemi er ljóst að enginn einstaklingur á meiri þátt í því stórvirki sem hér hefur verið unnið en Þórarinn Tyrfingsson sem stjórnað hefur starfseminni lengst af og rutt henni braut í samfélaginu. Það er þess vegna undarlegt að lesa nú og hlýða á árásir og illyrði sem ýmsir starfsmenn samtakanna láta sér sæma að ausa yfir þennan lykilmann í tilveru þeirra. Það skiptir engu máli hvaða áhöld kunna að hafa komið upp í þessum rekstri. Úr öllu slíku hljóta menn að leysa án stóryrða hver um annan. Það er líka undarlegt að sjá starfsmenn þessara samtaka ætla sér það hlutverk að annast yfirstjórn þeirra. Einhver hefði haldið að þeir væru þar í vinnu við að sinna sjúklingum en ekki við að annast yfirstjórn stofnunarinnar. Orðbragðið sem sést hefur í fjölmiðlum undanfarna daga um öðlinginn Þórarin Tyrfingsson er til skammar og er áreið- anlega ekki til þess fallið að leysa úr þeim ágreiningsefnum sem kunna að vera uppi um þennan rekstur. Réttast væri að þetta vanstillta fólk bæðist afsökunar á þessu framferði gagn- vart Þórarni. Það gæti síðan beitt sér fyrir því að honum yrði reistur minnisvarði á lóð spítalans, sem þar fengi að standa um ókomna tíð. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Réttast væri að þetta vanstillta fólk bæðist afsök- unar á þessu framferði gagn- vart Þórarni. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur hefur fengið að njóta krafta SÁÁ. Ámælisverð framganga starfsfólks Fyrir Alþingi liggur frumvarp Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfa- dóttur, ferðamála-, iðn- aðar- og nýsköpunar- ráðherra, um breyt- ingar á samkeppnis- lögum. Frumvarpinu er ekki síst ætlað að uppfylla loforð ríkis- stjórnarinnar sem gef- in voru í byrjun apríl á liðnu ári í tengslum við lífskjarasamningana. Ríkisstjórnin gaf fyrirheit um 45 aðgerðir til stuðnings lífskjarasamningunum. Flest hefur þegar komið til fram- kvæmda eða er í undirbúningi. Um- fangsmestu aðgerðirnar snúa að heimilum og launafólki; tekjuskattur hefur verið lækkaður, barnabætur hækkaðar, óverðtryggð lán orðin að raunverulegum valkosti og félags- lega húsnæðiskerfið hefur verið styrkt. Í raun var aðeins tvennt í að- gerðapakka ríkisstjórnarinnar, sem ætlað er að létta undir með fyrir- tækjum og gera þeim betur kleift að standa undir lífskjarasamningunum:  Úttekt á regluverki ferðaþjón- ustu og byggingarstarfsemi í þeim tilgangi að draga úr samkeppnis- hindrunum og reglubyrði. OECD vinnur að sérstöku samkeppnismati en m.a. er „litið til þess að einfalda framkvæmd byggingarmála með það að leiðarljósi að stytta bygging- artíma, draga úr kostnaði og bæta skilyrði fyrir virka samkeppni til hagsbóta fyrir atvinnu- lífið og neytendur“.  Samkeppnislögin tekin til skoðunar með það að markmiði að einfalda framkvæmd þeirra og auka skil- virkni. Í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um endurskoðun sam- keppnislaga sagði: „Meðal annars verði skoðað hvort Sam- keppniseftirlitið eigi að veita sérstakar undan- þágur frá bannákvæðum laganna eða fyrirtækjum falið að meta sjálf hvort slík skilyrði séu til staðar. Þá verða veltumörk tilkynningar- skyldra samruna endurskoðuð og horft til þess að hækka þau og einnig verða lagðar til breytingar á máls- meðferð samrunamála sem eru til þess fallnar að einfalda hana, m.a. með því að einfalda styttri samruna- tilkynningar.“ Efnahags- og viðskiptanefnd hef- ur lokið umfjöllun um frumvarp til breytinga á samkeppnislögum. Meirihluti nefndarinnar leggur til nokkrar breytingar og telur rétt að Samkeppniseftirlitið hafi áfram heimild til íhlutunar án brots. Að öðru leyti er frumvarpið í samræmi við fyrirheit um ofangreindar breyt- ingar á samkeppnislögunum. Þegar þetta er skrifað er óvíst um afdrif frumvarpsins, en hluti stjórn- arandstöðunnar leggst gegn fram- gangi þess og vill þar með koma í veg fyrir að staðið sé við gefin fyrir- heit til stuðnings lífskjarasamning- unum. Möguleikar minnihluta þings til að standa í vegi fyrir að vilji þing- meirihluta nái fram að ganga, eru nýttir til hins ýtrasta í samninga- viðræðum um þinglok. Fyrirtækin beri ábyrgð Samkvæmt gildandi lögum getur Samkeppniseftirlitið veitt fyrir- tækjum undanþágu gegn bann- ákvæðum samkeppnislaga enda sé stuðlað að bættri framleiðslu eða dreifingu á vöru eða þjónustu eða efli tæknilegar og efnahagslegar framfarir, veiti neytendum sann- gjarna hlutdeild í ávinningi sem af þeim hlýst, leggi ekki höft á hlut- aðeigandi fyrirtæki sem óþörf eru til að settum markmiðum verði náð og veiti fyrirtækjunum ekki færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar verulegan hluta framleiðslu- varanna eða þjónustunnar sem um er að ræða. Í fyrirliggjandi frumvarpi er lögð til sú breyting að fyrirtækin meti sjálf hvort skilyrði fyrir undan- þágum séu uppfyllt. Þetta er í sam- ræmi við reglur í öðrum ríkjum EES. Með þessu þurfa fyrirtækin sjálf að bera ábyrgð á að ekki sé gengið gegn samkeppnislögum að viðlagðri refsiábyrgð. Eftir sem áð- ur getur Samkeppniseftirlitið gripið til aðgerða sé þess þörf. Í umsögn Samtaka atvinnulífsins [SA] er bent á að með þessari breytingu minnki álag á Samkeppniseftirlitið „sem eykur líkur á hraðari og betri máls- meðferð í öðrum málum. Þegar breytingin átti sér stað í Evrópu varð gjörbreyting á skilvirkni sam- keppniseftirlits í flestum Evrópu- ríkjum.“ Skilvirkni eftirlits skiptir mestu Veltumörk fyrir tilkynningar- skylda samruna fyrirtækja hafa ver- ið óbreytt frá árinu 2008. Það segir sig því sjálft að eðlilegt er að hækka mörkin líkt gert er í frumvarpinu. Engin skynsamleg rök standa gegn þeirri hækkun. Þvert á móti verður svigrúm Samkeppniseftirlitsins til að sinna öðrum mikilvægum mála- flokkum meira, málsmeðferðarhraði eykst og skilvirkni eftirlitsins verður meiri, s.s. að vinna gegn ólögmætu samráði og samkeppnishömlum. Það er rétt sem SA benda á í um- sögn sinni: „Skilvirkni í samkeppnis- eftirliti er grundvallaratriði til þess að ábati samkeppninnar skili sér til neytenda.“ Samkeppnislagafrumvarpið með þeim breytingum sem lagðar hafa verið til veikja í engu Samkeppnis- eftirlitið. Þvert á móti gefur það stofnuninni möguleika til að sinna öðrum mikilvægum verkefnum af krafti en um leið er dregið úr kostn- aði fyrirtækja – þau verða sam- keppnishæfari. Til að standa undir lífskjarasamningum verður að tryggja samkeppnishæfni atvinnu- lífsins og þar skiptir skilvirkt stjórn- kerfi hins opinbera, ekki síst eft- irlitsstofnana, miklu. Að þessu leyti er frumvarpið skref í rétta átt. Ég hef oft áður bent á að sí- breytileg og flóknari lög og reglur komi í veg fyrir að framtaksmenn geti haslað sér völl á mörkuðum þar sem stórir aðilar sitja fyrir á fleti. Í sinni verstu mynd kemur eftirlits- iðnaðurinn í veg fyrir samkeppni og verndar þá stóru. Oft finnur fá- keppnin kjörlendi sitt hjá öflugum eftirlitsstofnunum. Með öðrum orð- um: Samkeppnishindranir leynast ekki síst í flóknu regluverki. Undir skipulagi frjálsra viðskipta er það borgarinn – neytandinn – sem hefur síðasta orðið. Hann verðlaunar og refsar. Frjáls borgari beinir við- skiptum sínum þangað sem hann fær góða þjónustu og vöru á sann- gjörnu verði. Kaupmaðurinn kapp- kostar að uppfylla kröfur og vænt- ingar viðskiptavina sinna því að öðrum kosti snúa þeir sér annað. Metnaðarlaus veitingamaður getur aldrei reiknað með að gestir snúi aft- ur ef hann nær ekki að uppfylla væntingar og kröfur. Á hverjum einasta degi greiða borgararnir atkvæði og með því veita þeir viðskiptalífinu nauðsyn- legt aðhald. Valfrelsi er forsenda samkeppninnar sem aftur leiðir til betri þjónustu, meiri gæðavöru og hagstæðara verðs. Ekkert opinbert eftirlit, reglur og lög koma í stað þessa aðhalds. Eftir Óla Björn Kárason » Oft finnur fákeppnin kjörlendi sitt hjá öflugum eftirlitsstofn- unum. Með öðrum orðum: Samkeppnis- hindranir leynast ekki síst í flóknu regluverki. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Skref í rétta átt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.