Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020
60 ára Ásgeir er Reyk-
víkingur, ólst up í Laug-
arnesi og Fossvogi og
býr í Skipholti. Hann er
gullsmiður að mennt
og lærði í Iðnskólanum
og hjá föður sínum.
Ásgeir vinnur hjá fjöl-
skyldufyrirtækinu Erna hf.
Maki: Hildur Anna Hilmarsdóttir, f. 1967,
leikskólakennari en vinnur hjá Hand-
prjónasambandinu.
Börn: Reynir Már, f. 1982, Yrsa, f. 1999,
og Ösp, f. 2005. Barnabarn er Isabel
Reynisdóttir, f. 2016.
Foreldrar: Reynir Guðlaugsson, f. 1930,
d. 2001, gullsmiður, og Auður Jóhanna
Bergsveinsdóttir, f. 1936, d. 2014, hús-
móðir. Þau eru búsett í Reykjavík.
Ásgeir
Reynisson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vertu bjartsýnn og láttu vol annarra
engin áhrif á þig hafa. En vertu hins vegar
alveg viss um að verðlaunin séu þess virði.
20. apríl - 20. maí
Naut Þetta er góður dagur til að ræða mál-
in í einlægni við vinkonu þína. Efastu ekki
um hæfileika þína því þú ert baráttumaður
og hefur þann stuðning sem þú þarft á að
halda.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það eru mestar líkur á að einhver
heilli þig upp úr skónum í dag. Samræður
við vini eru hlýlegar og innilegar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú kannt að fá merkilegar upplýs-
ingar sem gætu á endanum haft breytingar
í för með sér. Hann þarf á meiri bjartsýni á
lífið og tilveruna að halda.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fólk heldur að þú sért að bjóða fyrir
þess hönd en sannleikurinn er sá að þú
ræður ferðinni. Láttu ekki mótbyrinn fara í
taugarnar á þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú þarft að leysa vandamál sem
krefst mikillar einbeitingar og yfirsýnar.
Leyfðu þeim að sanna sig fyrir þér. Gerðu
það líka upp við þig með hverjum þú vilt
deila tíma þínum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er ástæðulaust að leggja árar í bát
þótt aðrir skilji ekki fullkomlega hvað þú ert
að fara. Taktu aðeins með þér peninga fyrir
lífsnauðsynjum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú gætir gert þér grein fyrir
dýpt tilfinninga þinna og hafið nýtt sam-
band í dag. Haltu bara þínu striki og þú
munt ná þínu takmarki.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú býrð yfir yfirvegun og sjálfs-
trausti í dag. Haltu stillingu innan um vinnu-
félagana og finndu þér svo vinaröxl til að
gráta á.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú gerir meiri kröfur til þín en
skynsamlegt getur talist. Sjáðu fyrir þér
magnaðar og áhrifaríkar leiðir í sam-
skiptum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Sættu þig við að það er grund-
vallarmunur á þér og þeim sem þú ert að
kljást við. Leyfðu öðrum að njóta með þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það virðist eiga vel við þig að hafa
mörg járn í eldinum. Næstu vikurnar er til-
valið að sækja um lán eða styrki.
11, kjararáði 2010-17 og í fjölmiðla-
nefnd 2011-17 og var tilnefndur af
Hæstarétti í nefndirnar þrjár. Hann
sat í stjórn Íslandsbanka 2008-10, þar
af stjórnarformaður í um eitt ár, og
var stjórnarformaður Þróunarfélags
Keflavíkurflugvallar ehf., Kadeco,
hjá dómnefnd og ráðherra.“ Vilhjálm-
ur lauk störfum í Landsrétti 1. sept-
ember 2019.
Vilhjálmur sat í yfirkjörstjórn
Reykjavíkurborgar og yfirkjörstjórn
Reykjavíkurkjördæmis 1987-2005.
Hann sat í útvarpsréttarnefnd 2008-
V
ilhjálmur er fæddur 24.
júní 1950 á Seljarnarnesi
og ólst þar upp. „Sel-
tjarnarneshreppur var
þá fámennt en fjölskrúð-
ugt samfélag barnmargra ólíkra fjöl-
skyldna. Þar var gott að alast upp.
Við krakkarnir nutum mikils frelsis,
og höfðum ótakmarkað pláss til
leikja. Í holtum, móum, fjörum, í
Gróttu og Suðurnesi. Líka á túni þar
sem við strákarnir komum okkur upp
fótboltavelli með alvörumörkum og
neti, sem hvort tveggja var fengið að
láni úr skreiðarhjöllum á Valhúsa-
hæð. Svo fórum við auðvitað seinna í
KR.
Sex ára gamall var ég svo lán-
samur að fara í sveit að Steiná í
Svartárdal til sæmdarhjónanna Stef-
áns og Ragnheiðar, þar sem ég dvaldi
næstu átta sumur við leik og störf.
Störfin voru margvísleg, fyrst kúa-
smali og svo ábyrgðarmeiri störf eftir
því sem aldur og þroski leyfði. Dvölin
hjá þessu góða fólki og dugnaður
þess, hlýja og gamansemi var mjög
þroskandi.“ Vilhjálmur var með
menntaskólanámi háseti þrjú sumur
á síðutogurum. „Eftir tólf tíma að-
gerð á opnu dekkinu virtist ekkert
lengur erfitt.“
Vilhjálmur gekk í Mýrarhúsaskóla
og tók landspróf frá Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar við Vonarstræti 1966.
Hann varð stúdent frá MR 1970 og
hóf nám við Háskóla í almennum
þjóðfélagsfræðum 1970-71. Hann hóf
síðan nám við lagadeild HÍ 1970 og
lauk embættisprófi 1976. Hann tók
framhaldsnám í sjórétti, vátrygg-
ingarétti og skaðabótarétti við Nor-
disk Institutt for Sjørett í Háskól-
anum í Ósló 1977-1978 og aftur við
sömu stofnun 1997.
Starfsferillinn
Vilhjálmur hóf strax lögmanns-
störf að loknu námi sem fulltrúi Garð-
ars Garðarssonar og síðar samstarfs-
maður til 2000 og var síðan lögmaður
hjá Landslögum lögfræðistofu til
2017. Hann vann mikið við skaðabóta-
mál fyrir einstaklinga og vann mörg
fordæmisgefandi mál á því sviði. Árið
2017 var hann skipaður dómari við
Landsrétt. „Ég komst í gegn bæði
2010-13. „Hjá Þróunarfélagi Keflavík-
urflugvallar var og er unnið gríðarlega
merkilegt starf við að endurvinna allt
flugvallarsvæðið og koma því að nýju í
notkun sem íbúða- og atvinnusvæði.
Þetta er stærsta umhverfisverkefni
Íslandssögunnar leyfi ég mér að
segja.“ Hann sat enn fremur í stjórn
Félagsstofnunar stúdenta 1974-76, í
stjórn Lögmannafélags Íslands 1985-
87 og í stjórn knattspyrnudeildar
Fram 1986-1990. Hann var einnig í
starfshópi um gjafsókn 2016 og starfs-
hópi vegna endurskoðunar skaðabóta-
laga.
„Helstu áhugamál mín eru lestur
bóka; sagnfræði, skáldsögur og Ís-
lendingasögurnar. Einnig ferðalög,
heima og erlendis til dæmis með
gönguhópi sem hefur starfað allar göt-
ur frá 1993 þar sem farið hefur verið
vítt og breitt um Ísland. Fyrst langar
ferðir með allt á bakinu en nú er frek-
ar dvalið á einum stað og gengnar
dagsferðir. Ein eftirminnilegasta ferð-
in var vikuferð úr Kjós í Jökulfjörðum
um Hornstrandir í Aðalvík. Einnig
hjólaferðir erlendis í seinni tíð, síðast
þrettán daga löng hjólaferð í Víetnam
í nóvember 2019. Ég hlusta á tónlist,
mest á óperur og gæðapopp eins og
Rolling Stones, The Beatles, Lennon,
Dylan, Cream, Hendrix og Bowie. Og
svo þann besta, Megas. Ég stunda
einnig golf, lax- og silungsveiði og verð
að veiða í Ormarsá á Melrakkasléttu á
afmælisdaginn.“
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, fv. hæstaréttarlögmaður og dómari við Landsrétt – 70 ára
Á Hvannadalshnjúki Vilhjálmur hefur gengið flest bestu
göngusvæði landsins og nokkur helstu fjöll landsins.
Sérhæfði sig í skaðabótarétti
Við Vatnsdalsá Vilhjálmur með væna hrygnu úr
Línufljóti. Skömmu síðar synti hún sína leið.
Í Hæstarétti Feðgar að loknum málflutningi árið 2015.
40 ára Linda Dagmar
er frá Kambshóli í Hval-
fjarðarsveit en býr á
Akranesi. Hún er við-
skiptafræðingur að
mennt frá HR og er sér-
fræðingur í fyrirtækja-
þjónustu hjá Arion
banka. Linda Dagmar er formaður barna-
og unglingaráðs Knattspyrnufélags ÍA og
situr í stjórn félagsins.
Maki: Stefán Gísli Örlygsson, f. 1974, bygg-
ingaiðnfræðingur hjá Trésmiðjunni Akri.
Börn: Gígja Kristný, f. 2006, og Örlygur
Hrafn, f. 2010.
Foreldrar: Hallfreður Vilhjálmsson, f. 1959,
bóndi, og Kristný Vilmundardóttir, f. 1960,
sérfræðingur hjá Elkem. Þau eru búsett á
Kambshóli.
Linda Dagmar
Hallfreðsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18