Morgunblaðið - 26.06.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 26.06.2020, Síða 8
Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Samningur Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem undirritaður var í fyrrinótt er ákveðinn varnarsigur fyrir flugfreyjur að sögn Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur, formanns félagsins. Hún sagði í samtali við mbl.is í gær að flugfreyjur væru með samn- ingnum að leggja sitt af mörkum til að aðstoða Icelandair við að vinna úr rekstrarerfiðleikum sínum vegna gjörbreytts umhverfis, en meðal þess sem samningurinn felur í sér eru breytingar á reglum um hvíld- artíma og vaktavinnu sem muni koma flugfélaginu til góða. Guðlaug segir að á sama tíma hafi tekist að verja ýmis réttindi sem Icelandair hafi í fyrri tilboðum viljað fella brott, líkt og ákvæði um starfs- öryggi flugfreyja sem kveða á um að flugfreyjum sé sagt upp og ráðnar inn að nýju eftir starfsaldri, en það fyrirkomulag tryggir að starfsör- yggi eykst með hækkandi starfs- aldri. Samningurinn verður kynntur fé- lagsmönnum Félags íslenskra flug- freyja í dag og í kjölfarið lagður í at- kvæðagreiðslu. Guðlaug segir að hún mæli með samningnum. „Maður skrifar ekki undir eitthvað sem mað- ur mælir ekki með,“ segir hún. Segir samninginn varnarsigur  Kjarasamningur FFÍ og Icelandair verður kynntur félagsmönnum í dag Ljósmynd/Flugfreyjufélag Íslands Undirritun Samningarnir voru undirritaðir um fjögurleytið. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020 Flugslys eru sem betur fer til-tölulega fátíð en þau eru slá- andi þegar þau verða.    Er þá ekki síst átt við þotuslys ífarþega- flugi. Þau vilja verða svo afger- andi.    Nú nýlegalétust tæplega 100 manns í flugslysi í Pak- istan og virðist pottur í örygg- iskerfi flugsins víða hafa verið brot- inn.    Í kjölfarið hafa sést fréttir um þaðm.a. í BBC og CNN að allt að þriðjungur þotuflugmanna í Pak- istan fljúgi með fölsuð flugmanns- skírteini. Skírteinin eru þó ekki fölsuð sem slík. En vandinn er sá að þessi stóri hópur flugmanna sem er með fullgild flugskilríki upp á vas- ann kom sér undan því að fara í skriflegt próf sem tryggði skírtein- ið.    Þetta eru sögð erfið próf semkalla á rækilegan undirbúning. Það hefur þessi hópur leyst með því að senda aðra flugmenn fyrir sig í prófið!    Það eru sjálfsagt margar fróð-leiksgreinar til í háskólum þar sem aðferð af þessu tagi myndi aldrei komast upp. En flugmenn taka hins vegar raunhæft próf á hverjum vinnudegi sínum. Í pakistanska tilvikinu er því um dauðans alvöru að tefla.    Og því miður er augljóst að ekkiaðeins svindlarinn og stað- gengillinn hafa vitað um svo út- breytt svínarí heldur hafa margir sett kíkinn fyrir blinda augað. Getur ekki orðið verra. Ótrúleg ósvífni STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Undirritaðir voru í Heiðmörk í gær samningar um samvinnu Skógrækt- arfélags Reykjavíkur (SR) og Reykjavíkurborgar við ræktun lofts- lagsskóga, sem verða í hlíðum Úlf- arsfells, Esju og í Geldinganesi. Þetta var gert í tilefni af því að í gær, 25. júní, voru liðin rétt 70 ár frá því ræktunarstarf í Heiðmörk hófst formlega. Síðan þá hafa nærri 10 milljónir plantna verið gróðursettar á skógræktarsvæðinu, sem spannar alls um 3.200 hektara. Hugmyndir um friðland á því svæði þar sem Heiðmörk er nú komu fyrst fram undir lok 19. aldar. Efasemdarraddirnar voru þó há- værar og það var ekki fyrr en komið var fram á miðja 20. öldina sem mál- ið komst á rekspöl. Síðan þá hefur mikið gerst, hugmyndir þróast og skógar dafnað, sagði Jóhannes Benediktsson, formaður SR. Í ávarpi sem Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri flutti í Heiðmörk í gær rifjaði hann upp góðar minn- ingar úr æsku úr skógarferðum með fjölskyldu sinni og sagðist trúa að margir gætu svipað sagt. Sér þætti sömuleiðis heillandi úr sögunni, að ákveðnir reitir á svæðinu væru ræktaðir, t.a.m. af félögum og hóp- um. Horft yrði til slíks við ræktun loftslagsskóganna, þar sem til dæm- is fjölskyldur gætu fengið sín helg- unarsvæði til ræktunar. Megintil- gangurinn yrði þó að binda kolefni, auka skjól og stuðla að bættri lýð- heilsu. Í tilefni afmælisins var viðar- verslun SR opnuð formlega og er hún í smiðjunni við Elliðavatnsbæ í Heiðmörk. Þar verður hægt að fá ýmsar afurðir skógarins, svo sem smíðavið, brenni og kurl. Viðarsalan er vaxandi en bent er á að ef allt timbur sem notað er á Íslandi væri framleitt hér á landi, myndi það draga úr losun kolefnis vegna flutn- inga um nærri 50 þúsund tonn á ári. sbs@mbl.is Heiðmörkin 70 ára  10 milljónir plantna  Samið um loftslagsskóg  Viðarsalan vaxandi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skógrækt Dagur B. Eggertsson og Jóhannes Benediktsson undirrita samninginn um loftslagsskógana Við erum sérfræðingar í malbikun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.