Morgunblaðið - 26.06.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 26.06.2020, Síða 10
Algengar dánarorsakir 1983-2019 Hlutfall af heildarfjölda látinna 50% 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 1983 1989 1995 2001 2007 2013 2019 Heimild: Embætti landlæknis 48% 31% 40% 29% 4,5% 13% 28% 12% 7,5% 6,5% 24% 9,3% 8,7% 1,6% Sjúkdómar í tauga- kerfi og skynfærum Öndunarfæra- sjúkdómar Krabbamein og æxli Ytri orsakir Blóðrásar- sjúkdómar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Illkynja æxli og hjartasjúkdómar eru algengasta dánarorsök Íslend- inga, samkvæmt tölum frá árinu 2019 sem birtar hafa verið á vef landlæknis. Hlutfall beggja sjúk- dóma hefur lækkað, sérstaklega hefur náðst árangur í að draga úr dauðsföllum af völdum hjarta- sjúkdóma. Á síðasta ári létust 2.269 ein- staklingar með lögheimili á Íslandi, 1.155 karlar og 1.114 konur. Svarar það til þess að 629,3 hafi látist á hverja 100 þúsund íbúa og er hlut- fallið heldur hærra hjá konum en körlum. Ef litið er á yfirflokka algengustu dánarorsaka sést að sjúkdómar í blóðrásarkerfi draga flesta til dauða, 194 á hverja 100 þúsund íbúa og æxli koma þar ekki langt á eftir, með 177 á hverja 100 þúsund íbúa. Sjúkdómar í taugakerfi og skynfær- um koma nokkuð langt á eftir með 74 andlát á hverja 100 þúsund íbúa. Aðrar dánarorsakir eru sjaldgæfari. Dánartíðni lækkar Í Talnabrunni landlæknis er dán- artíðni aldursstöðluð til að auðvelda samanburð á milli landa þar sem aldurssamsetning kann að vera mis- munandi. Sýna tölurnar að aldurs- stöðluð dánartíðni hefur farið lækk- andi hér á landi frá árinu 1996. Dánartíðni karla hefur lækkað um 36% á þessu tímabili og 27% hjá konum. Mestur hluti lækkunarinnar er rakinn til stóru sjúkdómaflokk- anna, það er að segja illkynja æxla og hjartasjúkdóma. Með þessum formerkjum var dánartíðni karla á hverja 100 þús- und íbúa hæst í flokki illkynja æxla á síðasta ári, eða 196, og þar á eftir komu hjartasjúkdómar, 164 á hverja 100 þúsund íbúa. Þess er getið að undanfarna áratugi hefur orðið við- snúningur í þessu efni, því aldurs- stöðluð dánartíðni karla hafi lengi vel verið hæst í flokki hjarta- sjúkdóma. Að jafnaði deyja fleiri karlar af völdum hjartasjúkdóma en konur. Aldursstöðluð dánartíðni hjarta- sjúkdóma hefur þó lækkað verulega frá árinu 1996, meðal karla nemur lækkunin 54% en 41% meðal kvenna. „Þessi jákvæða þróun síð- ustu áratuga skýrist að miklu leyti af breyttum og bættum lífsstíl en þó einnig af framförum í læknisfræði- legri meðferð. Á hitt ber að líta að á síðustu árum hefur orðið veruleg aukning á offitu og sykusýki II á Ís- landi. Það, ásamt hækkandi meðal- aldri þjóðarinnar, getur orðið til þess að verulega muni hægja á þeim árangri sem náðst hefur í barátt- unni við hjartasjúkdóma,“ segir í Talnabrunni. Flestir karlmenn sem létust vegna krabbameina árið 2019 dóu vegna illkynja æxlis í blöðuhálskirtli og vegna illkynja æxlis í barkakýli, barka, berkju eða lunga. Andlát flestra kvenna sem létust vegna krabbameina á því ári má rekja til illkynja æxlis í barkakýli, barka, berkju eða lunga og til illkynja æxl- is í brjósti. Tíðni Alzheimers eykst Dánartíðni vegna Alzheimers- sjúkdómsins hefur aukist mikið, eða úr 12 látnum fyrir tuttugu árum og í 48 á síðasta ári, í báðum tilvikum miðað við 100 þúsund íbúa. Tekið er fram að breytinguna megi að ein- hverju leyti skýra með breytingum á skráningu dauðsfalla en hækkandi lífaldur landsmanna hafi án efa einnig áhrif enda aukist tíðni sjúk- dómsins með hækkandi aldri. Æxli er algengasta dánarorsök  Stöðugt dregur úr dánartíðni Íslendinga  Mjög hefur dregið úr dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma en sérfræðingar telja að baráttan verði erfiðari á næstunni Morgunblaðið/Golli Lækning Heilaæxli fjarlægt með skurðaðgerð á Landspítalanum. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020 „Það er ekki almenn samstaða um þetta en þetta var lagt til sem ákveðin málamiðlunartillaga,“ segir Sigríður Á. Andersen, formaður utanríkis- málanefndar og þingmaður Sjálf- stæðisflokks. Vís- ar hún í máli sínu til nefndarálits með breyting- artillögum er varðar frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum um utanríkisþjónustu Íslands, þar á meðal skipan sendiherra. Í nefndarálitinu eru lagðar til nokkrar breytingar á framangreindu frumvarpi. Nefndinni hafði áður borist fjöldi umsagna og í kjölfarið var ákveðið að leggja til breytingartillögur á ákveðnum þátt- um frumvarpsins. Með frumvarpinu eru núgildandi heimildir sem ráð- herra hefur til skipunar sendiherra skýrðar og takmarkaðar. Er það ein veigamesta breytingin sem lögð er til í frumvarpinu. Án breytinga á frumvarpinu má svo skilja að ekki sé hægt að kalla sendiherra heim til starfa í ráðuneyt- inu til dæmis þegar viðkomandi sendiherra nýtur ekki lengur trausts utanríkisráðherra. Í ljósi þess er lagt til að að heimilt verði að kalla um- rædda sendiherra sem skipaðir eru tímabundið heim til annarra starfa innan skipunartímans, en að skip- unartími framlengist þá ekki. Auk þessa var m.a. lagt til að æskilegt væri að skipa hæfnisnefnd sem væri ráðherra innan handar við skipan sendiherra. Þannig verði utanríkis- ráðherra skylt að skipa þriggja manna ráðgefandi nefnd sem falið verður að meta hlutlæg atriði er lúta að hæfni mögulegra sendiherraefna. Verður hlutverk slíkrar nefndar jafn- framt ekki að leggja fyrir ráðherra tillögu að vali heldur einvörðungu að fjalla hlutlægt um hæfni og almennt hæfi viðkomandi aðila. Aðspurð segist Sigríður ekki vita hvort frumvarpið nái fram að ganga. Ljóst sé þó að stjórnarandstaðan sé mótfallin frumvarpinu. „Ég veit ekki alveg hverju þau vilja breyta. Það hafa ekki komið fram neinar upplýs- ingar um hvernig menn vilja hafa þetta öðruvísi,“ segir Sigríður. aronthordur@mbl.is Leggja til breytingar á frumvarpi um sendiherra  Hæfnisnefnd verði innan handar við skipan sendiherra Sigríður Á. Andersen Morgunblaðið/Kristinn Ráðuneyti Lagðar eru til breytingar á frumvarpi um skipan sendiherra. „Næsti formlegi samningafundur hjá ríkissáttasemjara er á næsta mánudag og er morgunljóst að á þeim fundi mun endanlega koma í ljós hvort deiluaðilar eru að fara að ná saman eða hvort það stefni í nokkuð hörð átök á vinnustaðnum.“ Þetta segir á vefsíðu Verkalýðs- félags Akraness um stöðu kjaradeilu félagsins og Norðuráls á Grundar- tanga. Sáttafundur sem haldinn var í vikunni skilaði litlum árangri. Félagið heldur því fram að Norð- urál og Samtök atvinnulífsins leggi ofuráherslu á að samið verði með sama hætti og í síðasta samningi þar sem launabreytingar tóku mið af 95% af því sem launavísitala Hag- stofunnar hækkaði um árlega. Þessu hafnar verkalýðsfélagið enda hafi vísitalan hækkað minna en launa- taxtar á vinnumarkaðinum. Gæti stefnt í hörð átök hjá Norðuráli  Sáttafundir í deilu VLFA og Norðuráls Í grein hér í blaðinu á fimmtudaginn um atvikið í júní 1960 þegar Dranga- jökull sökk var rangt farið með nafn eins skipverjanna. Hann heitir Guð- jón Erlendsson (ekki Erlingsson) og var háseti um borð. Sagt var að fimm væru enn á lífi úr áhöfninni en með Guðjóni, sem nú dvelur 81 árs gamall á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, eru þeir 6 að tölu. Beðist er velvirð- ingar á þessum missögnum. LEIÐRÉTT Rangt farið með föðurnafn Guðjóns Stjórn Bílaklúbbs Austurlands hef- ur frestað um óákveðinn tíma fyr- irhugaðri bílasýningu á Reyðarfirði á sunnudag vegna óhagstæðrar veðurspár. Bílasýningu frestað 10-20% afsláttur Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook SKOÐIÐ NETVER SLUN LAXDAL .IS SUMAR DRESS FRÁ TAIFUN OG GERY WEBER NÝ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.