Morgunblaðið - 26.06.2020, Síða 14

Morgunblaðið - 26.06.2020, Síða 14
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Nokkuð vantar upp á að bú-ið sé að fullmanna störf ískólum Reykjavíkur-borgar, leikskólum og grunnskólum, fyrir haustið. Þegar allt er talið er enn óráðið í yfir 200 stöðugildi. Staðan er þó betri í grunnskólum en á sama tíma í fyrra en aðeins verri í leikskólunum. Í leikskólum er búið að ráða í 93,1 pró- sent stöðugilda en í 94,1 prósent í grunnskólum. Ekki liggur fyrir hvernig staðan er á frístundaheim- ilum og í sértækum félagsmið- stöðvum en ráðningar þar fara að miklu leyti fram á haustin. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, hefur sent skóla- og frístundasviði og í svari hans við fyrirspurn fulltrúa minni- hlutans í borgarstjórn um sama efni. Staða mála var rædd á fundi í ráðinu á fimmtudaginn. Samkvæmt minnisblaðinu á eftir að ráða í 115,2 stöðugildi á leik- skólum borgarinnar fyrir haustið miðað við grunnstöðugildi á deild- um, sérkennslu og stjórnun. Inni í þessari tölu eru ekki rúmlega 39 stöðugildi til viðbótar sem eftir er að ráða í, en þau eru vegna afleysinga og annarra starfa. Í reynd eru það því nær 145 stöðugildi sem vantar að fylla. Í maí sl. voru samtals 1.673 stöðugildi í leikskólunum. Í grunnskólana á eftir að ráða í 67,5 stöðugildi fyrir haustið, þar af 2,6 stöðugildi millistjórnenda, 30,4 stöðugildi kennara, 26,5 stöðugildi stuðningsfulltrúa, 5,0 stöðugildi skólaliða og 3,0 stöðugildi þroska- þjálfa. Í maí voru samtals 2.356 stöðugildi í grunnskólunum. Í fyrirspurn fulltrúa minnihlutans var einnig leitað eftir upplýsingum um það hve mikið væri um það að leikskólakennarar og grunnskóla- kennarar hafi færst á milli skóla- stiga, en það er nú heimilt lögum samkvæmt. Sviðsstjórinn segir að þær upplýsingar liggi ekki fyrir á þessari stundu. „Mjög rík hefð er fyrir því að kennarar ljúki skólaári og skipti um starfsvettvang að sumri til með ráðningu frá 1. ágúst á nýj- um stað. Það verður því ekki fyrr en í september sem þessar tölur liggja fyrir,“ segir í svarinu. Staðan áhyggjuefni. Við umræður um málið í skóla- og frístundaráði létu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins bóka að það væri áhyggjuefni að enn eitt árið virtist stefna í manneklu í leikskólum borg- arinnar. „Ljóst er að bregðast verð- ur við þessari stöðu með viðeigandi aðgerðum sem séu til þess fallnar að laða starfskrafta að leikskólum borgarinnar. Betur hefur gengið að ráða í kennarastöður í grunnskól- unum en í fyrra en þrátt fyrir það er enn óráðið í 67 stöðugildi sem sömu- leiðis þarf að bregðast strax við svo skólarnir verði fullmannaðir þegar skólar hefjast í ágúst,“ segir í bók- uninni. Fulltrúi Flokks fólksins lét einnig bóka að staða mála vekti áhyggjur. Margt gæti að vísu breyst fram á haust en það væri sú óvissa sem hér ríkti sem væri ekki síður erfið. Í bókuninni er vitnað í skýrslu innri endurskoðunar um skóla borgar- innar frá síðasta sumri. „Kennarar eru undir miklu álagi og hafa marg- sinnis óskað eftir að álagsþáttur þeirra í starfi verði skoðaður. Þeir kalla eftir meiri fagþjónustu, fag- fólki inn í skólana til að sinna börn- unum og styðja við kennara. Í skýrslunni kemur fram að nærvera fagaðila myndi létta mjög álagið á þeim. Ekki hefur verið brugðist við því. Staðan er óbreytt og hefur verið árum saman.“ Tilslakanir vegna Covid-19 Á fundi skóla- og frístundaráðs var einnig kynnt minnisblað sviðs- stjóra um tilslakanir frá reglu um 20 daga sumarleyfi barna í leikskólum borgarinnar. Vegna aðstæðna sem sköpuðust í kjölfar Covid-19- faraldurs var samþykkt í borgarráði í vor að veita tilslökun frá þessari reglu í sumar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ekkert barn skyldi þó fá minna en 10 daga sum- arleyfi. Alls bárust 57 umsóknir um fækk- un sumarleyfisdaga. Í ljós kom að einhverjir uppfylltu ekki þau skil- yrði sem sett voru fram á umsókn- arformi, en 50 börn munu njóta þessa úrræðis í sumar. Í þremur um- sóknum var óskað eftir því að barn færi í annan sumaropnunarskóla en tilheyrði því hverfi sem barnið býr í og var orðið við því. Skólar eiga eftir að ráða í mörg stöðugildi Staða ráðninga í leik- og grunnskólum í Reykjavík fyrir haustið 2020 Stöðugildi sem var eftir að ráða í þann 10. júní sl. Samtals 183 stöðu-gildi 115 68 Stöðugildi Grunnskólar Leikskólar Breiðholt 87 Grafarvogur, Kjalarnes 21 3 Árbær, Grafarholt 279 Miðborg, Hlíðar, Vesturbær 3410 Laugardalur, Háaleiti 44 21 Heimild: Reykjavíkurborg 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það eru engarýkjur aðhjörtun slái í takt í Samfylk- ingu og Viðreisn. Flokkarnir hafa fyrst og fremst barist fyrir einu máli, því að koma Íslandi inn í Evrópusambandið, en hefur sem betur fer orðið lítið ágengt enda fáir aðrir lands- menn sem deila þessum áhuga. Líklegt er að annað sem sameinar þessa flokka stafi af þessu sameiginlega áhugamáli og má þar helst nefna fjand- skap þeirra í garð íslensks at- vinnulífs. Þeir gangast vita- skuld ekki við þessum fjandskap, en hann skín þó víða í gegn. Augljós er hann í allri umræðu um sjávar- útvegsmál þar sem þessir flokkar standa þétt saman í því að reyna að veikja þessa mikilvægu undirstöðuatvinnu- grein þjóðarinnar og sjást hvergi fyrir í þeirri baráttu. Ekki er ósennilegt að þetta skýrist af því að auðveldara yrði að ýta landinu inn í Evr- ópusambandið ef hægt yrði að knésetja sjávarútveginn fyrst. Annað dæmi um þennan fjandskap flokkannna tveggja í garð atvinnulífsins mátti lesa í Morgunblaðinu í gær þar sem rætt var við þingmenn beggja flokka, þau Oddnýju G. Harðardóttur og Jón Steindór Valdimarsson. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, hafði í aðsendri grein fjallað um frumvarp ríkisstjórnar- innar um breytingar á sam- keppnislögum, sem að ýmsu leyti væri skref í rétta átt, eins og hann nefndi. Um leið sagði hann andstöðu við málið og óvíst um afdrif þess, jafn- vel þó að það væri að hluta til komið vegna lífskjarasamn- inganna. Viðbrögð þingmanna Sam- fylkingar og Viðreisnar vekja athygli. Jón Steindór segir „ekki tímabært að ráðast í þessar lagabreytingar“ og vill sérstaklega að skoðuð verði betur umsögn Samkeppniseft- irlitsins, sem vill ekki aðeins framfylgja lögum um sam- keppnismál heldur hlutast til um hvernig þau hljóða og beit- ir sér af mikilli hörku þegar svo ber undir, jafn óeðlileg og slík afskipti ríkisstofnunar eru. Oddný er á sömu slóðum í málflutningi og Jón Steindór og vill standa vörð um óþarfa regluverk og aukakostnað fyrir atvinnulífið í landinu í þágu Samkeppniseftirlitsins. Þá nefnir Oddný að veltu- mörkin á tilkynn- ingarskyldu sam- runa séu allt of há í frumvarpinu. Þau eru nú tveir millj- arðar króna en eiga samkvæmt frumvarpinu að fara í þrjá milljarða, sem er síst of hátt. Oddný telur að réttara væri að hækka við- miðið í takti við „vísitölu neysluverðs eða vöxt þjóð- arframleiðslu“, en áttar sig bersýnilega ekki á því að hefði viðmiðið verið látið fylgja neysluverðsvísitölu frá því það var sett fyrir tólf árum væri það komið yfir þrjá milljarða króna og hefði það fylgt lands- framleiðslu væri það nálægt fjórum milljörðum króna, sem væri eðlilegri tala. Annað sem Oddný og Jón Steindór eru hjartanlega sam- mála um er að nú sé slæmt að gera breytingar þar sem „and- rúmsloftið sé mjög sérstakt og í raun allt á iði,“ eins og Oddný orðar það. Von sé á talsverðri uppstokkun á mark- aðnum, „ekki síst í ferðaþjón- ustunni þar sem mörg fyrir- tæki standa nú höllum fæti,“ segir hún. Og Jón Steindór segir að í ástandi slíks umróts sé „ótrúlegt að láta sér detta í hug að ætla að slaka á þeim húsaga sem Samkeppniseftir- litið hefur á grundvelli sam- keppnislaganna.“ Þegar fólk vill bregða fæti fyrir atvinnulífið og nauðsyn- lega hagræðingu innan þess kann að hljóma vel að tala um húsaga Samkeppniseftirlits- ins, en það sem í raun er verið að segja er að gera eigi at- vinnulífinu erfiðara fyrir að takast á við þann vanda sem að steðjar og tryggja það að sameiningum fyrirtækja, stórra sem smárra, fylgi mikill kostnaður umfram það sem nauðsynlegt er. Þessi hugs- unarháttur, fái hann að ráða, getur jafnvel orðið til þess að fyrirtæki sem ella hefðu getað ráðist í sameiningar og bjarg- að sér með þeim hætti, láti ekki verða af því og afleið- ingar þess geta orðið gjald- þrot beggja fyrirtækja. Ríkisstjórnin hefur verk að vinna að laga rekstrarum- hverfi íslenskra fyrirtækja þannig að þau eigi auðveldara með að koma sér út úr þeim erfiðleikum sem skollið hafa á. Hluti af því er að gera þeim kleift að ráðast í hagræðingar- aðgerðir án óeðlilegra af- skipta opinberra stofnana. Þess vegna er einmitt brýnt nú að þessar hófsömu breyt- ingar nái fram að ganga, þvert á það sem þingmenn samfylk- ingarflokkanna halda fram. Viðreisn og Sam- fylking láta ekki deigan síga í baráttunni gegn atvinnulífinu} Flokkar sameinast til varnar kerfinu T ilvitnun úr sáttmála Framsókn- arflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um ríkisstjórnarsam- starf og eflingu Alþingis: „Lög- gjafar-, fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Al- þingis verður styrkt á kjörtímabilinu með auknum stuðningi við nefndastörf og þing- flokka. Auk þess vilja ríkisstjórnarflokkarnir ýta nokkrum verkefnum úr vör með þver- pólitískri nálgun og tryggja þar betur en venja er að sú umfangsmikla þekking og reynsla sem þingið býr yfir nýtist í þágu lands og þjóðar óháð því hvaða flokkar skipa stjórn og stjórnarandstöðu á hverjum tíma.“ Eins og margt annað í þessum sáttmála, voru þessi fögru orð innantómt lýðskrum. Alþingi er enn stjórnað af gömlum meginreglum valdapólitíkurinnar. Stjórnarandstöðuflokkar eru hunsaðir. Þeirra mál eru svæfð í nefndum, og gildir einu hversu góð þau eru. Nú liggja 18 þingmannamál Flokks fólksins inni í fastanefndum þingsins og fá ekki að koma inn í aðra um- ræðu í þingsal. Öll lúta þau að bættum kjörum borgar- anna. Öll eru komin í gegnum umsagnarferli og tilbúin til frekari meðhöndlunar. Framlögð frumvörp og þings- ályktunartillögur Flokks fólksins eru hér eftir nefndum: Velferðarnefnd: Skerðingarlaus atvinnuþátttaka ör- yrkja til tveggja ára. Búsetuöryggi í dvalar- og hjúkr- unarrýmum. Hagsmunafulltrúi aldraðra. Upplýsinga- skylda og eftirlitsheimildir. Fjárhæð bóta fylgi launavísitölu. Aldurstengd örorkuuppbót haldist eftir töku ellilífeyris. 100.000 kr. frítekjumark vegna lífeyristekna. Afnám „Vasapeningafyr- irkomulags“. Almannatryggingar (kostnaður við framkvæmd greiðslna). Efnahags- og viðskiptanefnd: Skattleysi launatekna undir 350.000 kr. Staðgreiðsla við innborgun í lífeyrissjóð. Aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum. Atvinnuveganefnd: Niðurfelling strand- veiðigjalds. Tilhögun strandveiða. Umhverfis- og samgöngunefnd: Mat á um- hverfisáhrifum (vatnsorkuver, vindbú). Allsherjar- og menntamálanefnd: Greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota (hækk- un bótagreiðslna). Skaðabótalög (launaþróun og gjafsókn). Höfundalög (mannvirki). Lagafrumvarp Flokks fólksins um afnám verðtrygg- ingar á fasteignalánum neytenda, hefur verið skráð, en fær nú ekki aðgang að dagskrá Alþingis. Flokkur fólksins mun halda ótrauður áfram að leggja fram þingmál í baráttu fyrir réttlátara samfélagi. Við gefumst ekki upp þó að við getum ekki sótt í meirihluta- stuðning við þingmálin okkar, næstum sama hversu góð þau eru. Við vitum að dropinn holar steininn. Okkur tókst að breyta lögum um tekjuskatt sem felldu niður skerðingar á styrkjum sem öryrkjar og lífeyrisþegar fá út af kostnaði vegna veikinda. Þetta er eina þingmál okk- ar sem ríkisstjórnin hefur gefið eðlilega meðferð og skil- aði strax réttlátum kjarabótum. Baráttan heldur áfram. Inga Sæland Pistill Flokkur fólksins gefst aldrei upp Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.