Morgunblaðið - 26.06.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 26.06.2020, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020 Við vitum öll að Guðni Th. Jóhann- esson er besti dreng- ur. Könnunin í dag staðfestir að hann hefur á fjórum árum komið því til skila við almenning. Hann lenti í því sem ungur mað- ur að fara til Bret- lands og nema til doktors í þorskastríð- unum. Það var ekki honum að kenna að í því landi voru allar heimildir um þorskastríðin ritskoð- aðar af flotamálaráðuneytinu, já og snyrtar verulega. Með þessa „vitn- eskju“ kom hann heim til að kenna okkur sem þekktum atburðina af eigin raun nýja sögu og sögu- skoðun. Flestir Íslendingar vita að við hvert fótmál í Íslandssögunni eru skýr dæmi um að fullveldi þjóð- arinnar er sívirk auðlind. Þegar Danir fóru með okkar mál fórnuðu þeir fiskimiðum Íslendinga og leyfðu Bretum veiðar í íslenskum fjörðum og flóum gegn því að Bret- ar keyptu danskt svínakjöt. Báðar þjóðirnar kappkostuðu að leyna Ís- lendinga samningunum, sem voru gerðir í tvennu lagi, 1901. Af þess- um ástæðum börðust forfeður okk- ar fyrir fullveldi og síðar lýðveldi, með forseta kjörnum í allsherj- aratkvæðagreiðslu, aðallega til að standa vörð um áunnin réttindi og hag þjóðarinnar og leggja að sama skapi síðri áherslu á pitsuát og sokkalit. En það er alls ekki við Guðna, þann mæta mann, að sakast þótt honum yfirsjáist allt þetta því hann hefur lent í því óláni eins og margir ungir menn að taka ESB-vírusinn. Og þar er komið að kjarna þessa máls. Á vef Ríkisendurskoðunar kemur fram að þeir að- ilar sem hafa fjárhags- lega hagsmuni af sam- þykkt Orkupakka 3 lögðu framboði hans til fjármuni og vinnu, sjá: https://rikisendur- skodun.is/wp-con- tent/uploads/2016/09/Gudni-Th- Johannesson.pdf. Ljóst er að þeir vildu að forset- inn gæfi þjóðinni ekki leyfi til að hindra framsal á orkulindunum til ESB. Ég býst við að þetta hafi sett núverandi forseta í afleita stöðu því hann hafði verið upplýstur um al- varleika málsins. Ég get því ekki varist þeirri hugsun að ef Guðni forseti, sá góði maður, fær afger- andi kosningu muni hann for- herðast í að taka ákvarðanir gegn hagsmunum þjóðarinnar. Forðum honum frá þeirri ógæfu. Björgum Guðna Eftir Sigurð Þórðarson Sigurður Þórðarson » Fullveldi þjóðar- innar er sívirk auðlind. Höfundur var stýrimaður á varðskipum Landhelgisgæslunnar í þorskastríðinu. siggiginseng@gmail.com Eftirfarandi bragur er ortur í til- efni af 100 ára afmæli Rannveigar Sigríðar. Hægt er að syngja braginn við lagið „Dísa heitir draumlynd mær“. Veigu Siggu senda vill nú sundhópurinn brag, hún kynngimögnuð kona er og kann á flestu lag. Við færum henni heillaóskir hjartanlegar nú. Tímamótum merkum á við mærum þessa frú. Viðlag: Hún Veiga, ó, Veiga, ó, Veiga í Skólatröðinni. Veiga Sigga sundhópinn með sinni glöðu lund hefur prýtt um allmörg ár og aðstoðar við sund, til dáða okkur örvar hún, svo allir taka á sprett, og harla fáir hlífa sér, því hátt er markið sett. Veiga Sigga var í „denn“ að Vogi á Mýrum fædd, af góðu bergi brotin er og bestu kostum gædd. Á heimilinu ólst hún upp við alls kyns sveitastörf, reytti lunda, þvoði þvott, og þótti rösk og djörf. Á sprækum fákum spretti hún úr spori á söndunum. Hún hneigð er fyrir fagran söng og flink í höndunum, hún söng í kirkjukórnum og á kirkjuorgelið hún lék, sem kirkju organisti Akrakirkju við. Á menntasviði myndlist nam og margs kyns handíðir, hún fæst við listir fjölþættar og fata hannanir. Og handavinnu helguð kennslu hennar starfstíð var. Á geðþekkan og góðan mann og glæstrar dæturnar. Veiga Sigga víðsýn er og vill margt heyra og sjá. Er meistari í matargerð, Það minnt skal hérna á. Hún elskar öll sín barnabörn og börnum þeirra ann. Og lífsins stríði og stormum í hún styrk í trúnni fann. (GA) Með afmæliskveðju fyrir hönd sundhópsins, Erla Óskarsdóttir. Afmælis- bragur Rannveig Sigríður Sigurðardóttir 100 ára Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Við Íslendingar lif- um nú á þeim und- arlegu og örlagaríku tímum þegar leynt og ljóst er grafið undan fullveldi landsins. Minnir það á sumt sem gerðist á fyrri hluta 13. aldar þegar við komumst undir er- lend yfirráð, illu heilli. Hér nefni ég fáein dæmi þess hvernig vegið er að því sem þjóð- legt og íslenskt er. 17. júní fyrir ári var erlend kona klædd í gervi „Fjallkonunnar“ og særði það þjóð- erniskennd margra. Nú í eldhús- dagsumræðunum tók ein þingkonan upp á því að mæla nokkur orð á er- lendri tungu á sjálfu Alþingi Íslend- inga. Flutt er hrátt kjöt til landsins og eru miklar líkur á að það leiði síðar til þess að erlendir sjúkdómar berist í búfénað okkar og skerði þar með þá stöðu okkar að geta í fram- tíðinni séð þjóðinni fyrir nægum matvælum. Ekki fær hinn mörg þúsund ára gamli laxastofn okkar að vera í friði, því hér hafa verið settar upp sjókvíar með erlendum laxastofni, sem vafalítið á eftir að blandast okkar stofni. Erlendir dómstólar eru látnir hafa áhrif á niðurstöðu sumra mála okkar, eins og við þekkjum þegar okkar dóms- málaráðherra vék úr starfi. Erlend- ir auðmenn hafa keypt margar jarð- ir og verði þar ekkert haldfast að gert, þá er það líklega aðeins byrj- unin á því að útlendingar eignist hér mjög stór landsvæði. Við getum séð fyrir okkur hvern- ig þessi græðgis- og yfirdrottnunar- öfl hugsa. Næst munu þau reyna að finna ráð til að eignast okkar miklu auðlindir og á ég þar við fersk- vatnið, heita vatnið, raforkuverin, fisk- vinnslustöðvarnar og fiskveiðiheimildirnar. Sennilega hefur meiri- hluti alþingismanna engan áhuga á að hamla gegn þessu ferli. Hins vegar getur forseti Íslands neitað að undirrita slík land- ráðalög og þar með skotið slíkum málum í þjóðaratkvæði. Erlendir auðmenn þurfa ekki að óttast að Guðni Th. Jóhannesson á forseta- stóli verði þeim til vandræða, því miðað við hans orð og framgöngu, þá mun hann vart gera annað en það sem stjórnvöldum hvers tíma er þóknanlegt. Þótt ég sé ekki í öllum málum sammála hinum forsetaframbjóð- andanum, Guðmundi Franklín Jóns- syni, þá treysti ég honum til að beita valdi sínu sem forseti, til að vernda fullveldi lands og þjóðar. Þar er allt í húfi. Heilshugar greiði ég honum því atkvæði mitt. Forsetakosningar og fullveldið Eftir Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún » Þótt ég sé ekki í öllum málum sam- mála hinum forseta- frambjóðandanum, Guðmundi Franklín Jónssyni, þá treysti ég honum til að beita valdi sínu sem forseti. Gunnar Guðmundsson Höfundur er fræðimaður og rithöfundur. Velferðarþjóðfélag? Við skilgreinum ís- lenskt samfélag sem velferðarþjóðfélag, en er það rétt skilgrein- ing? Vinnumálastofnun hefur borið hitann og þungann af umsóknum þeirra sem smituðust og var skipað í ein- angrun og þeirra sem misstu atvinnu að hluta eða öllu leyti vegna afleiðinga COVID-19. Margir hafa enn ekkert fengið eft- ir þriggja mánaða bið. Sem dæmi má nefna einn sjúkling, bílstjóra, fjölskyldumann, tveggja barna föður, sem í örvæntingu reynir að koma sögu sinni á framfæri með von um lausn sinna mála. Hann veiktist 13. mars og greindist 18. mars með COVID-19. Hann losnaði úr einangrun 30. mars. Fór aftur í greiningu 8. apríl, greinist með erfðaefni veirunnar og var gert að halda sig frá eldri borgurum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma í 14 daga. Hann fór aftur í grein- ingu 22. apríl og greind- ist enn með erfðaefni. Sem fyrr var honum gert að halda sig frá eldra fólki og þeim sem hafa undirliggjandi sjúkdóma. Frá því hann veiktist og fram til þessa dags hefur hann ekki fengið krónu í bætur. Hann seldi at- vinnubílinn sinn til að eiga fyrir út- gjöldum. Svörin sem fengust frá Vinnu- málastofnun eru þau að fyrst hann sé sjúklingur eigi hann að fá bætur frá Tryggingastofnun. Þar var honum vísað aftur á Vinnumálastofnun sem sagði honum að leita til félagsþjón- ustu sveitarfélagsins. Þar sem maki hans þénar yfir 330.000 á mánuði reyndist hann ekki eiga rétt á fé- lagslegri aðstoð. Aftur talaði hann við Vinnumálastofnun og var þá bent á að leita til stéttarfélags, en eins og margir einyrkjar er hann í félagi sem er aðeins hagsmunafélag en greiðir ekki bætur vegna veikinda. Hann skráði sig atvinnulausan í byrjun apríl, umsókn hans átti að fara fyrir fund innan 6-8 vikna. Nú á hann að fara aftur í greiningu. Hvað myndir þú gera í hans sporum? Er Vinnumálastofnun að stuðla að því að senda veikt fólk með smitsjúkdóm út á vinnumarkaðinn? Hann fékk svo það svar í vikunni að hann ætti 25% bótarétt frá Vinnu- málastofnun sem virðist hafa úr- skurðarvald um bótarétt og beita því nokkuð frjálslega. Enginn rökstuðn- ingur var veittur fyrir þessari ákvörðun eða upplýsingar um á hverju hún byggist. Æðstu lög lands eru stjórnarskrá sem öllum ber að virða. Þar segir í 76. gr. að tryggja skuli öllum, sem þess þurfa, rétt til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Vinnumálastofnun verður að hafa þessa grundvallarreglu í hávegum og sjá til þess að enginn fari á mis við þá aðstoð sem almennt býðst þeim sem á þurfa að halda. Velferðarþjóðfélag? Eftir Bjarna Berg- mann Vilhjálmsson Bjarni Bergmann »Æðstu lög lands eru stjórnarskrá sem öllum ber að virða. Þar segir í 76. gr. að tryggja skuli öllum, sem þess þurfa, rétt til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar. Höfundur er atvinnubílstjóri. … gerirðu eins og Rómverjar. Þú ferð í sóttkví ef þarf og gefur upp réttan dvalarstað við komu. Þú ferð aðeins inn í verslun á afgreiðslutíma og notar sömu dyr og aðrir. Þó að þig langi í eitthvert dót, sem þú sérð í búðinni, læturðu það ekki freista þín, því í Róm tíðkast slíkt ekki. En svo að líka sé minnst á yfirvöld, sem eiga að hafa eftirlit með gesta- gangi, mætti spyrja hvort það væri nokkuð of persónulegt eða meiðandi að grennslast fyrir um erindi ferðar til landsins. Eru menn ráðnir til vinnu og hafa pappíra upp á það? Er gest- urinn ferðamaður með áveðin plön og tímaramma, eða kannski námsmaður að skoða heiminn? Ég hygg að slíkar spurningar þættu eðlilegar í mörgum löndum og það jafnvel þúsundfalt fjölmennari en okkar. Afdrifaríkir samningar hafa verið gerðir í hinni margríkja Evr- ópu, í þeim tilgangi að sameina hana. EES og frelsin fjögur og annað álíka. Það er eins ólíklegt að það takist og að ætla að blanda saman olíu og vatni. En tilraunin getur orðið skálkunum skjól. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Komur Mikilvægt er að fólk fari eftir reglum við komu til landsins. Sértu í Róm, þá … Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.