Morgunblaðið - 26.06.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.06.2020, Qupperneq 27
ENGLAND Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Liverpool er enskur meistari í fót- bolta árið 2020. Er titillinn sá fyrsti hjá liðinu síðan 1990 og því þrjátíu ára bið dyggra stuðningsmanna fé- lagsins loks á enda. Leikmenn liðsins fögnuðu heima í stofu, þar sem titillinn var tryggður eftir 2:1-sigur Chelsea á Manchest- er City í gærkvöld. Er Liverpool með 23 stiga forskot á toppnum þeg- ar sjö umferðir eru eftir af deildinni. Yfirburðir Liverpool eru fáheyrðir, en liðið hefur unnið 28 af 31 leik til þessa með markatölunni 70:21. Er um nýtt met að ræða en ekk- ert lið hefur orðið Englandsmeistari þegar jafnmargar umferðir eru eft- ir. Er titillinn sá nítjándi í röðinni. Manchester United er það félag sem oftast hefur orðið meistari eða tutt- ugu sinnum. Það er ljóst að Liverpool ætlar sér að jafna erkifjendurna á næstu leiktíð og að ævintýrið undir stjórn Jürgen Klopp er rétt að byrja. Sigurinn var ekki einungis mik- ilvægur fyrir Liverpool því Chelsea kom sér í góða stöðu í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið er í fjórða sæti með 54 stig, fimm stigum á undan Manchester United. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá í gær. Arsenal gat fagnað sigri í fyrsta skipti eftir kórónuveirufrí er liðið vann Southampton sanngjarnt á útivelli, 2:0. Þrátt fyrir sigurinn er ólíklegt að Arsenal geti blandað sér í baráttu um sæti í Meistaradeild- inni. Þá vann Burnley 1:0-sigur á Wat- ford á heimavelli. Jóhann Berg Guð- mundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Er Burnley um miðja deild á meðan Watford er að- eins einu stigi fyrir ofan fallsæti og í miklum erfiðleikum. Fagnað eftir 30 ára bið  Liverpool Englandsmeistari í fyrsta skipti síðan 1990  Með 23 stiga forskot þegar sjö umferðir eru eftir  Mikilvægur sigur Chelsea í Evrópubaráttu AFP Meistarar Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu fyrir utan Anfield í gærkvöldi eftir langþráðan meistaratitil. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020  Knattspyrnudeild Leiknis úr Reykja- vík hefur gert samning við sókn- armanninn Ágúst Leó Björnsson. Ágúst kemur frá Þrótti Reykjavík, en hann er uppalinn hjá Stjörnunni.  Argentínski knattspyrnumaðurinn Pablo Zabaleta yfirgefur West Ham nú um mánaðamótin. Þar sem hann er frá keppni vegna meiðsla var samningur hans við félagið ekki framlengdur til loka leiktíðarinnar en hann rennur út 30. júní. Zabaleta er 35 ára og á að baki 302 leiki í ensku úrvalsdeildinni en hann lék með Manchester City í níu ár áður en hann kom til West Ham árið 2017.  Enski framherjinn Andy Carroll og spænski bakvörðurinn Javier Man- quillo hafa samið við enska knatt- spyrnufélagið Newcastle um að leika áfram með því. Carroll, sem er 31 árs, gerði nýjan eins árs samning við félag- ið en hinn 26 ára gamli Manquillo samdi til fjögurra ára.  Franski bakvörðurinn Djibril Sidibé hefur framlengt lánssamning sinn við enska knattspyrnufélagið Everton en hann er þar í láni frá Mónakó. Sibibé, sem hefur spilað 21 leik í úrvalsdeild- inni í vetur, getur því lokið þessu tíma- bili með Gylfa Þór Sigurðssyni og fé- lögum. Bakvörðurinn reyndi Leighton Baines mun einnig ljúka tímabilinu með Everton en samningur hans átti að renna út næsta þriðjudag.  Heimsmeistarakeppni kvenna í fót- bolta 2023 fer fram í nágrannalönd- unum Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Er það í fyrsta skipti sem þjóðirnar halda lokamót HM. Ástralía og Nýja-Sjáland fengu 22 af 35 atkvæðum á meðan eini keppinauturinn Kólumbía fékk 13 atkvæði. Fer keppnin af stað í júlí og stendur yfir í einn mánuð. Brasilía og Japan höfðu áður dregið sig úr barátt- unni um að halda mótið. Fyrsti leikur keppninnar fer fram í Auckland í Nýja- Sjálandi og úrslitaleikurinn í Sydney í Ástralíu.  Bakvörðurinn Nathanel Clyne yf- irgefur enska knattspyrnufélagið Liv- erpool á þriðjudaginn kemur eftir fimm ára dvöl en þá rennur samningur hans út og verður ekki framlengdur. Clyne, sem er 29 ára og hefur spilað 14 landsleiki fyrir England, kom til Liv- erpool frá Southampton árið 2015 og lék 103 leiki fyrir félagið, 77 þeirra í úr- valsdeildinni, en hefur verið mikið frá síðustu árin vegna meiðsla. Þá spilaði hann 15 leiki með Bournemouth tíma- bilið 2018-19 þegar hann var þar í láni um skeið.  Arnór Ingvi Traustason og sam- herjar hans hjá Malmö eru komnir í undanúrslit sænsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 4:1-sigur á AIK á heima- velli í átta liða úrslit- unum í gærkvöld. Arn- ór byrjaði á varamannabekk Malmö en lek síðustu 32 mín- úturnar. Kol- beinn Sig- þórsson byrjaði sömuleiðis á bekknum hjá AIK og lék í 35 mínútur. Eitt ogannað því varð að framlengja. Ekkert var skorað í framlengingunni og réðust úrslitin því í vítakeppni, þar sem Víkingur Reykjavík vann að lokum eftir bráðabana. Það var sömuleiðis dramatík í Kópavogi þar sem Breiðablik sló Keflavík úr 1. deild úr leik. Var Keflavík með 2:1-forystu þegar tíu mínútur voru til leiksloka en Krist- inn Steindórsson skoraði tvö mörk á síðustu tíu mínútunum og tryggði Breiðabliki sigurinn. Bikarmeistarar Víkings úr Reykja- vík sluppu með skrekkinn er þeir mættu nöfnum sínum frá Ólafsvík á útivelli í 32-liða úrslitum Mjólk- urbikars karla í fótbolta í gær- kvöld. Víkingur ætlar sér stóra hluti í úrvalsdeildinni í sumar á meðan Ólafsvíkingar leika í 1. deild. Þrátt fyrir það voru það heimamenn sem komust yfir með marki Gonzalo Zamorano á 43. mín- útu, en varamaðurinn Helgi Guð- jónsson jafnaði í uppbótartíma og Meistararnir sluppu með skrekkinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hetjan Kristinn Steindórsson tryggði Breiðabliki sigur á Keflavík. Knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hjá Breiðabliki greindist með kórónuveiruna í gær. Andrea kom heim til Íslands frá Bandaríkjunum fyrir leik Breiða- bliks gegn Selfossi í 2. umferð Pepsi Max-deildarinnar 18. júní. Almanna- varnadeild ríkislögreglustjóra stað- festi að leikmaður í efstu deild kvenna hafi greinst með veiruna og Fótbolti.net greindi frá að Andrea væri sú smitaða, en hún er ein- kennalaus. Í fréttatilkynningu al- mannavarnadeildarinnar kemur fram að allir sem hafa verið ber- skjaldaðir fyrir smiti í samskiptum við Andreu síðastliðna tvo sólar- hringa þurfi að fara í sóttkví í 14 daga. Eru þar á meðal liðsfélagar og þjálfarar í Breiðabliki, sem og þjálf- arateymi og leikmenn KR. Þá fara dómarar leiksins sömuleiðis í sóttkví. Ljóst er að smitið mun hafa áhrif á Íslandsmótið þar sem Breiðablik átti að mæta Þrótti næstkomandi þriðju- dag í deildinni og Þór/KA mánudag- inn 6. júlí. Þá átti liðið að mæta Fylki í bikarnum 10. júlí. KR átti að mæta FH í deildinni næstkomandi mið- vikudag, Selfossi fimm dögum síðar og Tindastóli í bikarnum 10. júlí. „Við vitum ekki umfangið og hvaða áhrif þetta hefur en miðað við hvern- ig þetta lítur út núna mun þetta hafa einhver áhrif. Við erum að reyna að átta okkur á því hverjir þurfa að fara í sóttkví og hverjir ekki. Við þurfum að taka á þessu eins og öðru og við þurfum að gera það besta úr hverri stöðu sem kemur upp,“ sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ í samtali við mbl.is. Breiðablik og KR mættust í Pepsi Max-deild kvenna 23. júní. Leikmað- urinn sem um ræðir í fréttatilkynn- ingu almannavarna tók þátt í þeim leik. Mögulegt er að þetta muni hafa áhrif á næstu umferðir í deildinni. KSÍ mun nú skoða næstu skref og gefa út viðeigandi tilkynningu um framvindu mótsins eins fljótt og mögulegt er,“ segir í yfirlýsingu sem KSÍ sendi frá sér vegna málsins. johanningi@mbl.is Óljósar afleiðingar kórónusmits Morgunblaðið/Hari Sóttkví Leikmenn og þjálfarar KR og Breiðabliks þurfa að fara í sóttkví.  Leikmaður Breiðabliks greindist með veiruna  Frestanir fram undan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.