Morgunblaðið - 26.06.2020, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2020
»Mikið líf var í mið-
bænum síðdegis á
miðvikudag þegar
HönnunarMars hófst í
tólfta sinn. Hátíðin
teygir sig yfir allt höfuð-
borgarsvæðið. Alls er
boðið upp á um 80 sýn-
ingar sem spanna allt
frá vöruhönnun til arki-
tektúrs, grafískri hönn-
un til gullsmíða. Um-
hverfismál og sjálfbærni
eru í forgrunni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hönnun Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ásamt hönnuðunum sem standa að
Torgi í speglun, Valdísi Steinarsdóttur og Arnari Inga Viðarssyni.
Samstiga Tveir gestir virða fyrir sér hluta af því
sem til sýnis er á HönnunarMars.
Verðlaun Krystian Dziopa og Iga Szczugiel sigruðu í
Hugmyndasamkeppni um götugögn á borgarlínustöðvar.
Borgarlína Sýning flytur úr Ráðhúsinu á bókasafnið í
Kópavogi til þess að rýma fyrir forsetakosningum.
Opnun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ávarpaði gesti við opnun verksins
Torg í spegli á Lækjartorgi í fyrradag, þar sem margt var um manninn.
Sýnishorn Brot af hinum ýmsu sýningum má
finna við göngugötuna við Hafnartorg.
Áhugasöm Á Hafnartorgi í miðbænum hefur
HönnunarMars komið sér fyrir í tómum rýmum.
HönnunarMars hófst með opnun fjölda sýninga á miðvikudag
Hljómsveitin Skítamórall heldur
tónleika í Eldborgarsal Hörpu í
kvöld, föstudag, og verða það
fyrstu tónleikarnir þar fyrir fullum
sal af gestum eftir samkomubannið
vegna Covid-19.
Í tilkynningu segir að liðsmenn
hljómsveitarinnar hafi „engu
gleymt og ætla að keyra sumarið
ærlega í gang“ með þessum stór-
tónleikum. Umgjörðin verður hin
glæsilegasta og ekkert „til sparað
við að búa til ógleymanlega kvöld-
stund sem enginn sannur Skímó-
aðdáandi má láta fram hjá sér
fara“. Eldborgarsalnum verður
skipt í þrjú 500 manna hólf, með sér
salerni og veitingasala fyrir hvert
svæði.
Skítamórall í
Eldborg í kvöld
Morgunblaðið/Ómar
Vinsælir Skítamórall á tónleikum fyrir
nokkrum árum. Sveitin er 30 ára gömul.
Fyrir skömmu
voru píanóleik-
urunum Ernu
Völu Arnar-
dóttur og
Romain Þór
Denuit veittir
styrkir til fram-
haldsnáms í pí-
anóleik úr Minn-
ingarsjóði um
Birgi Einarson
apótekara. Nam fjárhæð styrkj-
anna einni milljón kr. til Romain
Þórs en tveimur milljónum kr. til
Ernu Völu sem nú hlýtur styrk úr
minningarsjóðnum í annað sinn.
Frá árinu 1999 hafa 28 veglegir
styrkir verið veittir úr minningar-
sjóðnum, sem styrkir efnilega pí-
anóleikara til framhaldsnáms er-
lendis, og hafa sumir hlotið styrki
oftar en einu sinni.
Tveir píanóleikarar
styrktir til náms
Erna Vala
Arnardóttir
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Aðrar Christopher Nolan myndir:
The Dark Knight,
The Dark Knight Rises
Póstkortamorðin , hörkuspennandi þriller byggð
á sögu eftir Lizu Marklund og James Patterson,
sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. EXTENDED EDITION
Í FYRSTA SINN Í BÍÓ Á ÍSLANDI
30 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFAN
SÝND Í NOKKRA DAGA.Sýnd með íslensku tali