Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 2
Af hverju Kvennahlaupið? Kvennahlaupið er búið að skapa sér ákveðna hefð og við héldum upp á 30. hlaupið í fyrra. Þetta er sameiningartákn fyrir margar konur og fjölskyldur. Margar eru vanar að fara með mömmum, ömmum, frænkum, systrum eða vinkonuhópum. Enginn annar íþróttaviðburður fer fram á eins mörgum stöðum um landið á sama tíma. Við leggjum áherslu á að vera ekki í kappi við tímann heldur vera með og njóta, sem er frábrugðið mörgum öðrum hlaupum. Hvað er frábrugðið við hlaupið í ár? Eftir að við héldum upp á 30 ára afmælið fannst okkur tími kominn til að endurskoða hlaupið og fyrir hvað við stöndum. Okkur fannst ekki ásættanlegt að vera að panta nokkur þúsund boli í plasti langt að þar sem framleiðslan er jafnvel ekki umhverfisvæn. Við fórum þess vegna á stúfana og fundum 100% endurunna boli og báðum Lindu Árnadótt- ur að vera með okkur í hönnun á bolnum. Það er það sem prýðir bolinn í dag og er vísun á sameiningu. Þarna erum við komin með fallegan praktískan bol sem hentar bæði í hlaup og æfingar en líka í hvers- dagsleg tilefni. Hugsunin var færri eintök og að fólk myndi kaupa bol- inn ef það vildi. Svo má auðvitað mæta í gamla bolnum í hlaupið. Hefur mikill tími farið í undirbúning? Já, við erum auðvitað með frábæra framkvæmdaraðila sem sjá um að skipuleggja hlaupin á hverjum stað fyrir sig. Við treystum algjörlega á að aðilinn sem sér um hlaupið geri það sem best úr garði. Það þarf að merkja hlaupaleiðir, vera með upphitun og gera eitthvað skemmtilegt í kringum hlaupið. Við gætum þetta ekki án framkvæmdaraðilanna okkar. Sóttvarnareglum er fylgt, auðvitað? Já, við erum svo heppin að það eru bara þrír staðir sem þurfa að aðlaga sig að reglunum. Við erum að klára útfærslu á því og verður það kynnt eftir helgi. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að það verði öngþveiti eða margmenni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Sameining- artákn Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2020 Bionette ofnæmisljós Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Bionette ofnæmisljós er byltingakennd vara semnotar ljósmeðferð (phototherapy) til að draga úr einkennumofnæmiskvefs (heymæðis) af völdum frjókorna, dýra, ryks/ rykmaura og annarra loftborinna ofnæmisvaka. FÆST Í NÆSTA APÓTEKI Rými fyrir ráðstefnur í Hörpu Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur Nánar á harpa.is/radstefnur Í marsbyrjun ársins 1991 var þeldökkur maður að nafni Rodney Kingað keyra heim eftir að hafa horft á körfubolta með félögum sínum.Hann hafði drukkið bjór um kvöldið og þegar lögreglan veitti honum eftirför vegna hraðaksturs reyndi King að stinga hana af. Heljarinnar eltingarleikur átti sér stað og þyrla var send á vettvang. Loks tókst lög- reglunni í Kaliforníu að stöðva bifreið Kings og skipaði honum út úr bílnum. King barðist ekki um en var laminn sundur og saman af lög- reglumönnum með kylfum. Ein lögregla skipaði öðrum að „berja hann í liðmótin, berja í úlnliði, berja í hné, berja í ökkla“. King var fluttur stór- slasaður á spítala með brotinn ökkla, brotið bein í andliti og fjölda skurða og marbletta. Atvikið náðist á myndband og mannfjöldinn stóð upp og mót- mælti. Enginn ætti skilið slíka meðferð af hálfu lögreglu. Lög- reglumennirnir fjórir voru dregnir fyrir dóm ári síðar en af tólf kvið- dómendum voru tíu hvítir. Lög- reglumennirnir voru sýknaðir. Að vonum varð allt brjálað. Uppreisn- arástand ríkti víða og Los Angeles bókstaflega logaði í heila sex daga. Rodney King kom fram í sjónvarpi og sagði þessi fleygu orð: „Can we all just get along?“ Málinu var vísað áfram og að lokum fengu tveir lögreglumann- anna vægan dóm. Þetta gerðist fyrir næstum þremur áratugum. Og hvað hefur breyst? Þeldökkir Bandríkjamenn þurfa enn í dag að þola yf- irgang og ofbeldi af hendi lögreglunnar. Margir sitja saklausir í fangelsi, jafnvel á dauðadeild. Morðið á George Floyd er vonandi kornið sem fyll- ir mælinn. Eða hvað? Lærum við mannfólkið einhvern tímann af reynsl- unni eða þurfa fleiri saklausir Bandaríkjamenn að láta lífið fyrir það eitt að vera með dökkan húðlit? Hvað með alla þá sem barðir eru til óbóta og enginn til vitnis; enginn með snjallsíma á lofti? George Floyd missti líf sitt og það verður aldrei bætt. Reiði og sorg er í hjörtum fólks víða um heim. Fólk af öllum kynþáttum tekur þátt í sorginni en þegar allt kemur til alls er það samt svarta fólkið sem þjáist mest. Þau geta ekki fundið til öryggis þegar þau ganga um götur borga Bandaríkjanna. Þau geta ekki treyst því að verða ekki fyrir barðinu á lögreglu að ósekju. Við sem erum hvít munum aldrei geta skilið hvernig það er að lifa í stöðugum ótta. Lögreglumennirnir sem drápu Floyd fá vonandi þungan dóm. En það þýðir ekki endalok rasismans, því miður. Innst inni vona ég samt að við lærum eitthvað og að sagan endurtaki sig ekki í sífellu. Það er mín von. Frá King til Floyd Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Lærum við mann-fólkið einhvern tím-ann af reynslunni eðaþurfa fleiri saklausir Bandaríkjamenn að láta lífið fyrir það eitt að vera með dökkan húðlit? Guðný Birna Guðmundsdóttir Örugglega þvottavélin! SPURNING DAGSINS Hver er uppáhalds- græjan þín? Sigfús Guðmundsson Sími. Kristín Magnússon Bíllinn minn. Mikhail Vladimirovich Síminn náttúrlega. Í annað sæti myndi ég setja heyrnartól. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Hrönn Guðmundsdóttir er sviðstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og hefur yfirumsjón með skipulagningu og framkvæmd Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ sem fram fer laugardaginn 13. júní á yfir 80 stöðum um allt land.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.