Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 20
Ljósmynd/Colourbox landsbanka, sem er að mínu mati eitt af skemmtilegustu verkefnunum og er stærsta samfélagsverkefni bankans.“ Hvað elskar þú mest við lífið? „Son minn sem er tíu ára, fjöl- skylduna og vini. Þar á eftir koma sólríkir dagar. Það að ferðast um heiminn og upplifa nýja staði og ólíka menningu.“ Ertu mikið fyrir að kaupa þér fallega hluti? „Já, ég get ekki sagt annað. Bæði þegar kemur að heimilinu, fatnaði og fylgihlutum.“ Hver er fallegasta flíkin í fata- skápnum þínum? „Það er án efa handsaumaður pallíettukjóll frá íslenska fatamerk- inu Freebird. Algjör klassík sem gengur alltaf við fínni tilefni.“ Er eitthvað sem þig dreymir um að eignast sem þú ert að safna þér fyrir? „Mig dreymir um heitan pott. Það er ekki spurning. En ég þyrfti helst stærri garð áður en ég keypti hann.“ Hvernig skóm ertu alltaf í? „Yfirleitt eru það hælar, annars oft hvítir strigaskór.“ Hvaða máli skiptir falleg hand- taska? Hver eru helstu áhugamálþín?„Ég er mikið fyrir að ferðast erlendis. Eins er ég áhuga- manneskja um góðan mat og fer mikið á góða veitingastaði. Ég elska að kafa og reyni að stunda reglulega líkamsrækt. Ég er mikil félagsvera og elska fátt meira en útiveru á sól- ríkum dögum.“ Hvernig er starf þitt hjá Íslands- banka? „Ég hef verið í mjög fjölbreyttum verkefnum í bankanum og hef kynnst mörgu frábæru fólki í gegn- um starfið. Fyrir utan verkefni sem snúa beint að bankanum er ég svo heppin að fá að verkefnastýra mark- aðsmálum Reykjavíkurmaraþons Ís- Katrín Petersen, verkefnastjóri á Markaðs- og samskiptasviði Íslands- banka, elskar fátt meira en útiveru á sólríkum dögum. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Falleg handtaska skiptir miklu máli. Það er alltaf gaman að eiga fal- legar töskur sem setja punktinn yfir i-ð þegar maður hefur klætt sig upp á.“ Hvað keyptir þú þér síðast inn í fataskápinn? „Ég held það hafi verið pels sem ég keypti í Kaupmannahöfn korter í Covid-19-ástandið. Síðan þá hefur verið lítið um endurnýjun enda hefur jogginggalinn verið ofnot- aður í samkomubanninu.“ Áttu gott fegurðarráð sem þú gætir deilt með lesendum? „Ég er hrikalega léleg í svona feg- urðarpælingum og hlýði því bara sem vinkonurnar ráðleggja mér að kaupa og gera. Annars treysti ég á góðan svefn, hreyfingu og tek reyndar góða ólífuolíu í matskeið á hverjum degi.“ Hvers gætir þú ekki verið án sem er í handtöskunni þinni dag- lega? „Síminn, því miður.“ Hvert er fallegasta húsgagnið að þínu mati? „Ég er alltaf voða skotin í butter- fly-stólnum mínum, fátt betra en að kúra í honum með góðan kaffi- bolla.“ Katrínu dreymir um góðan heitan pott. Ljósmynd/Colourbox Góður kaffibolli í butterfly-stólnum slær flestu öðru við. Hún gæti ekki verið án símans í töskunni. Katrín ferðaðist til Kaup- mannahafnar rétt fyrir ferða- bann og keypti sér pels þar. Katrín Petersen, verkefna- stjóri á markaðs- og sam- skiptasviði Íslandsbanka. Katrín er mikið fyrir að kafa. Elskar að ferðast um heim- inn og upplifa nýja staði Hún treystir á góðan svefn, hreyfingu og tekur eina matskeið af ólífuolíu á dag. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2020 LÍFSSTÍLL STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.