Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2020 LESBÓK Fjarþjónusta fyrir betri heyrn ReSound Smart3D Afgreiðslutími 9:00-16:30 • Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Við bendum þeim á sem komast ekki í heyrnarþjónustu til okkar að nýta sér forritið ReSound Smart3D í snjalltækjum og fá þar heyrnartækin sín fínstillt og uppfærð. Með fjarþjónustunni er snjalltæki notað til að senda heyrnarfræðingum beiðni um að breyta stillingu ReSound Linx 3D og Quattro heyrnartækjanna. Við svörum eins fljótt og auðið er. Nánari upplýsingar er á finna á www.heyrn.is eða í síma 534 9600. MÓTMÆLI Fjöldi leikstjóra í Hollywood hefur stigið fram og segist gjarnan vilja vinna með leikaranum John Boyega sem tekið hefur virkann þátt í mótmælum gegn kerfis- bundnu kynþáttamisrétti á síðustu dögum. Boyega hélt ræðu á mótmælum sem fram fóru undir yfirskriftinni BlackLives- Matter á miðvikudag. „Ég veit ekki hvort ég muni eiga starfsferil eftir þetta en skítt með það,“ sagði Boyega en mótmælin fóru fram í Hyde Park í Lundúnum. Síðan þá hafa leikstjórar á borð við Jordan Peele, Phil Lord, Duncan Jones, Cathy Yan og fleiri lýst yfir stuðningi sínum við Boyega og vilja til að vinna með honum í framtíðinni. Þá gaf Lucasfilm, sem framleiðir Star Wars-myndirnar sem Boyega er þekkt- astur fyrir, út stuðningsyfirlýsingu á Twitter-reikningi sín- um og kallaði hann meðal annars „hetjuna okkar“. Styðja Boyega í baráttunni Boyega á mótmæl- unum á miðvikudag. AFP MÓTMÆLI Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker sagðist óttast að klæða sig í venjuleg föt þeg- ar hann færi heim þessa dagana í fjarviðtali í spjall- þætti Stephen Colbert á fimmtudag. Mótmæli hafa sett svip sinn á Washington, D.C., síðustu daga. „Ég er þingmaður og þegar ég fór héðan [úr vinnu] í fyrrakvöld þurfti ég að hugsa mig tvisvar um áður en ég skipti yfir í stuttbuxur og bol,“ sagði Booker sem gaf kost á sér sem forsetaefni Demókrataflokks- ins í forkosningunum í ár. Hann sagði að þegar hann hefði verið 12 eða 13 ára hefðu karlmenn í hans fjöl- skyldu sagt honum að hann þyrfti að fara að huga að því að hann vekti ótta hjá ókunnugu fólki einungis vegna húðlitar síns og þyrfti að passa sig. Hræddur við að skipta um föt Cory Booker situr á þingi í Bandaríkjunum. AFP Tom Cruise er hvergi banginn.. Aftur af stað KVIKMYNDIR Tökur á kvikmynd- inni Mission: Impossible 7 munu hefjast í september en það er Para- mount sem framleiðir myndina. Eins og þeir sem þekkja til vita leik- ur Tom Cruise aðalhlutverkið í myndinni. Tökur áttu að hefjast á Ítalíu í lok febrúar en var frestað rétt áður en byrjað var vegna kór- ónuveirufaraldursins. Myndirnar um hin ómögulegu verkefni sem leyniþjónustumað- urinn Ethan Hunt og föruneyti taka að sér hafa fyrir löngu skapað sér stóran fylgjendahóp. Þeir geta því aftur farið að hlakka til sjöundu myndarinnar en ráðgert er að hún komi út í nóvember á næsta ári og sú áttunda stuttu síðar. Sumarið 2003 lauk handritshöf-undurinn Douglas McGrathvið handrit sitt að kvikmynd um rithöfundinn Truman Capote. Hann hringdi þá í vin sinn í kvik- myndaiðnaðnum, Bingham Ray, sem hann hafði unnið með að sinni síðustu mynd. „Góðar fréttir,“ sagði McGrath. „Ég kláraði handritið!“ „Ég veit,“ svaraði Ray. „Ég er með það á skrifborðinu mínu!“ Handritið á skrifborði Rays var allt annað handrit, skrifað af Dan Futterman. Það handrit varð að myndinni Capote sem kom í kvik- myndahúsin í upphafi ársins 2006. Myndin var tilnefnd til Óskars- verðlauna sem besta mynd það árið og hlaut Philip Seymour Hoffman Óskarinn fyrir besta leik í aðal- hlutverki fyrir túlkun sína á Capote. Handrit McGrath, sem varð að myndinni Infamous og kom út seinna sama ár, fjallar um sama tíma í lífi Capote og handrit Futterman, árin sem hann vann að einni af sín- um þekktustu bókum, In Cold Blood. Ótrúleg tilviljun. Og, þar sem In- famous gekk skelfilega í kvikmynda- húsum, ótrúleg óheppni. Eða hvað? Blindar ófreskjur Í símaspjalli í hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar varpaði Bergur Ebbi Benediktsson þeirri kenningu fram að frá Hollywood kæmu oft mjög svipaðar kvikmyndir með mjög stuttu millibili. Þetta gerðist svo oft og söguþráðurinn svo líkur að ekki gæti verið um tilviljun að ræða. Raunar er kenningin ekki upp- runalega Bergs eins og hann benti sjálfur á í þættinum. Hún er ekki einu sinni kenning, heldur vel þekkt fyrirbæri í kvikmyndaheiminum sem kallast tvíburamyndir (e. twin films). Spennutryllirinn The Quiet Place kom út vorið 2018. Myndin fjallar um fjölskyldu sem reynir að lifa af í dystópískum heimi þar sem blindar verur veiða sér fólk til matar með hljóðinu einu. Um ári seinna kom út myndin The Silence. Jú, þið gisk- uðuð rétt. Myndin fjallar um ógn- vænlegar verur sem reiða sig á hljóð við mannaveiðar. Vinir með fríðindum „Ég þori að veðja að ef þú ferð út núna gætirðu fundið tvö til þrjú handrit að kvikmyndum um sama efnið sem hafa ekki enn verið gerð- ar,“ sagði Keith Simanton hjá IMDb við BBC fyrir 2018. Og þarna liggur hundurinn graf- inn. Langur tími líður oft frá því að handrit er klárað þar til kvikmynda- stúdíó gefur grænt ljós á að fram- leiða kvikmynd eftir handritinu. Þegar eitt stúdíó ákveður að fram- leiða mynd um vini sem sofa saman án skuldbindinga er oft til handrit að nákvæmlega eins mynd sem hægt er að kaupa réttinn að. (Fyrir áhuga- sama komu út tvær myndir um ein- Hermikrákur kvikmyndanna Þó að sköpunargáfan í Hollywood sé ekki af skornum skammti þá apa stúíóin oft hvert eftir öðru. Svokallaðar tvíburamyndir, þ.e. myndir um það sama, koma reglulega út með stuttu millibili. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Tom Hanks lék í einni af fjórum kvikmyndum um drengi sem verða skyndilega menn á 9. áratugnum. Mynd Hanks, Big, gekk best af þeim í kvikmyndahúsum. 20th Century Fox

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.