Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2020 Elsku Fiskurinn minn, þú kannt svo sannarlega að meta lífið og njóta dá- semdanna sem það býður upp á; að nýta tímann og ná því besta út úr mínútunni sem hægt er. Þú gefur frá þér orku og sendir frá þér strauma sem fáir standast og átt svo sannarlega eftir að skemmta þér í júní. Þú ert heppinn með það fólk sem þú hefur laðað að þér í gegnum tíðina. Ef þú skoðar vel þá áttu mjög ólíka vinahópa sem eiga jafnvel ekkert sameiginlegt og ef þú værir dýr þá vær- irðu kameljón. Það verður svo mikið af skemmtunum og veislum í kringum þig að þú þyrftir helst að láta klóna þig. Og ég er alveg viss um að þér hefur dottið í hug einhvern tímann að gera það. Ég dreg eitt spil úr töfrabunkanum mínum og þar kemur táknmynd af þér í seglbát og þú ert að sigla inn í sólarlagið og þú færð líka töluna átta sem táknar hið óendanlega og jákvætt ferðalag sem er fram undan, eitthvað sem mun breyta lífssýn þinni og tengja þig við spenn- andi örlög. Ekki beisla sjálfan þig á nokkurn hátt og hættu að tala þig niður. Sumarið gefur þér það að ótrúlegasta fólk fellur kylliflatt fyrir þér því þú ert fæddur til að láta elska þig, og finnst ágætt að hafa athygli (meðan hún kæfir þig ekki), svo opnaðu bara hjarta þitt og stjórnaðu sjálfur hverjum þú býður inn. Peningamálin munu alltaf reddast hjá þér, en trúðu og treystu því, þannig sneiðirðu hjá öllum mínusum sem þú telur að verði á vegi þínum í fjármálum. Þinn ómótstæðilegi og heillandi húmor fleytir þér langt; þú hressir bæði aðra og sjálfan þig. Orðheppnin leikur við þig og sjálfstraustið eflist þar af leiðandi dag frá degi. Jákvætt ferðalag FISKARNIR | 19. FEBRÚAR – 20. MARS Elsku Nautið mitt, þótt þú hafir verið að ganga í gegnum töluvert súrt tímabil þá þurfti allt þetta að gerast til þess að þú fyndir hvað þú vildir og líka hvernig þú hresstir þig við. Það kemur fyrir að maður er neyddur til að breyta til og þótt þú hafir ekki viljað allt sem al- heimurinn sendi þér á þessum athyglisverðu tímum sérðu einlægt og í hjarta þínu að þetta var hárnákvæmlega það sem þú þurftir. Til þess að tengja sálina, hugann og aðstæður við yndislegu alheimsorkuna sem er að hjálpa þér. Þú verður alltaf skrefi á undan þinni samtíð og mátt vera töluvert montnari en þú ert og eins og ég hef oft sagt: mont og stolt eru systur. Skapandi kraftur þinn gefur þér hæfileika til þess að fá aðra til að hlusta. Svo láttu bara vaða, þú hefur bara þessa mínútu. Þú ert með svo stórbrotinn innri kraft að það kemur fyrir að fólk skilur þig ekki alveg og held- ur að þú sért bara eitthvað skrýtinn. Ég er í Nautsmerkinu og einu sinni var ég spurð í sjónvarpi hvort ég væri ekki eitthvað skrýtin og þá svaraði ég að það eina sem ég óttaðist væri að vera normal. Svo hleyptu öllu þessu skrýtna og skemmtilega út, því aflið og þakklætið sem þú gefur frá þér breytir öllu. Fyrir þá sem eru að leita að ástinni þá eru dyrnar hjá þér hálfopnar, svo ég bendi þér bara á að opna þær alveg. Þann- ig færðu ástina til þín og sérð líka þá hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki. Ég dreg eitt spil úr töfrastokknum mínum, á því er stórt tré og þú ert að leiða einhvern. Þetta þýðir að velmegun er að hefjast hjá þér af fullum krafti og þú getur leyst úr fjárhagslegum vandamálum þínum. Það eina sem þú þarft er bara að horfast í augu við það sem þú hefur áhyggj- ur af. Þetta spil er líka ás sem færir þér heppni í veraldlegum gæðum. Alltaf skrefi á undan NAUTIÐ | 21. APRÍL – 20. MAÍ Elsku Hrúturinn minn, þó að síðustu mánuðir hafi verið svolítið skrýtnir þá ert þú að rísa upp úr öskustónni á fullri fart, alls staðar tækifæri! Ef þér finnst þú ekki sjá möguleikana er það einungis vegna þess að það er móða í huga þínum. Þetta verður eitt besta sumar sem þú hefur séð og það er jafnvel skrýtið að segja það. Þú planar og finnur út hvernig þú leysir málin. Lífið stendur með þér og alheimurinn er að sjá um að láta drauma þína rætast. Sumarið er þó ekki alltaf besti tíminn fyrir Hrút- inn, því hann þarf að hafa nóg að gera til þess að vera í essinu sínu. Þú tengir þig við þessa dásamlegu útgeislun þína og hefur svo mikil áhrif á aðra. Og þeg- ar fólkinu þínu líður vel í kringum þig verðurðu sáttur. Þú lendir í aðstöðu þar sem þú þarft að stjórna öðru fólki, gerðu það á lipran máta, segðu frekar minna en meira og notaðu falleg orð. Þú ert fæddur leiðtogi en ekki fylgismaður og ert einstaklega góður að fylgja reglum. Passaðu þig á hugbreytandi efnum, sérstaklega áfengi, í sumar. Eina sem það gerir er að lama huga þinn og þá hverfur leiðtoginn í þér. Þetta er tími ástarinnar fyrir þig og þú þarft líka að skipuleggja ýmislegt í kringum það. Það þýðir að efla ástina markvisst ef hún er til staðar, eða vera ákveðinn og ná í þann sem þú vilt, heppnin er með þér. Ég dreg eitt spil úr töfrabunkanum mínum og spilið táknar sannleikann. Þú færð bæði að vita það sem þig vantar og verður líka að segja satt, annað mun ekki virka. Þetta spil gefur töluna 20 sem tengir við þetta ár, því þegar þú lítur til baka sérðu að allt er fullkomið. Tími ástarinnar HRÚTURINN | 21. MARS – 20. APRÍL Áætlunum þarf að ljúka, viljirðu frjálst um höfuð strjúka. Knús og kossar Elsku Vatnsberinn minn, þú ert búinn að vera í töluverðum átökum undanfarið. En það er alveg á hreinu að þú ert með öll réttu spilin á hendi. Þú þarft ekki að sýna öllum hvaða skref þú ætlar að taka, vertu bara rólegur, því tíminn vinnur með þér. Fæst orð bera oft minnsta ábyrgð, og þér er líka gefin svo ofurnæm innsýn í mannssálina, þú skilur alla svo vel því þú ert fordómalaus manneskja. Þú ert afar snjall að gefa öðrum ráð og ættir þess vegna að vinna með fólk, að einhverju leyti að minnsta kosti. Í þínu lífi ertu búinn að hjálpa svo mörgum að karma er komið til þín og gefur þér vængi svo þú getir flogið hátt yfir vandamálin sem þú telur að ógni þér. Það er ekki vandinn sem drepur þig heldur afstaða þín til hans. Þetta tímabil hefur í raun verið að byggja upp svo stórkostlega hluti og þótt þú finnir til þreytu er það bara vegna þess að þú hefur unnið gott dagsverk. Í ástinni þarftu að vera ljúfur eins og eðli þitt býður upp á, þá verða tengingar hjartans eins og best verður á kosið og þér líður vel. Þetta er óvenjulegur og dásamlegur tími sem þú ert að fara inn í og þú nýtur þín til hins ýtr- asta og sjálfstæði þitt eykst og það getur enginn haldið þér niðri því þú færð vængina til þess að fljúga til þess frelsis sem þú vilt. Ég dreg eitt spil til mín úr töfrabunkanum mínum og þar er táknmynd af þér með báðar hend- ur upp til himins og sólin skín svo skært á þig. Þetta táknar að ljósið mun vísa þér veginn, svo það er ekkert að óttast. Þetta bendir líka á orkustöðina þína eða þriðja augað (chakra) sem hjálpar þér að vega og meta hvað er rétt og hvað er rangt. Þú ert að fara inn í tímabil þar sem örlögin eru þér hliðholl, hvort sem það tengist fjölskyldu eða annarri ást. Með réttu spilin á hendi VATNSBERINN | 20. JANÚAR – 18. FEBRÚAR Elsku Steingeitin mín, það er svo margt að gerast en þér finnst það alls ekki nóg. Þig langar að klára og vera í svo mörgu að þú átt það til að missa máttinn. Svo skoðaðu vel að gera bara eitt verkefni eða einn hlut í einu. Þú nýtur þeirrar sérstöku gæfu að geta umbreytt draumum í veruleika. Þú gefur þig svo sann- arlega að þeim verkefnum sem þú tekur að þér og þolir það illa þegar á þeim verða tafir. Þess vegna er svo mikilvægt að hrista aðeins upp í hlutunum og hlusta. Örlögin virðast hafa hagað því þannig að það skiptir ekki máli hvað gerist því heppnin býr heima hjá þér. Þú hefur það sterkt á tilfinningunni að þú hafir eitthvað mikilvægt fram að færa og þar hefurðu rétt fyrir þér. Draumar þínir eru að rætast á réttum tíma og á réttum stað. En láttu ekki óþolin- mæði eða afskiptasemi annarra hafa áhrif á þig og sýndu alltaf þessa einlægu tillitssemi sem þér er í blóð borin. Ég ætlaði að draga eitt spil fyrir þig úr töfrabunkanum mínum en þá voru tvö spil föst saman, svo þú færð þau bæði. Fyrsta spilið heitir Vísdómur eða Lærdómur og þú ert að læra svo mikið af lífinu eða öðru, hvort sem þú kærir þig um það eða ekki. Þú færð töluna fimm sem gefur þér húmor, sterka tilfinningagreind og ferðalög. Á hinu spilinu er manneskja sem táknar þig og fyrir framan þig er kista full af gulli. Sú kista er að opnast meira og meira og þetta táknar að óskir þínar munu rætast og fullnægja hjarta þínu. Ef þú ert á lausu þá leitarðu að félaga í lífsbaráttunni og þegar þú finnur tvíburasálina þína skilurðu sjálfan þig betur. Ástin sveimar í kringum þig, opnaðu bara augum betur og þá sérðu það því veröldin er að leiða þig á nýja og betri tíð. Draumar að veruleika STEINGEITIN | 21. DESEMBER – 19. JANÚAR Elsku Bogmaðurinn minn, þú ert að afla þér svo mikils hugrekkis og fá svo mikinn kjark að það er eins og þú sért að fá vængi. Þú ferð á miklum hraða frá A til B eða hvert sem þú ætlar þér. Þetta er tími sem þú verður í essinu þínu en þú þarft að vita að til þess að halda áfram á þessari braut þarftu að sofa nóg. Þú átt eftir að taka þig svo verulega á líkamlega að þú munt finna hvað þú ert stoltur og ánægður með þig. Þú færð mikið af hugmyndum í þessari háu tíðni sem verður hjá þér, en það er samt gott að fá lánaða dómgreind og spyrja aðra sem þú heldur að viti betur, spyrja um leyfi, eða spyrja bara. Þú sérð ekki hvað er að fara að gerast, einfaldlega vegna þess að það er ekki sýnilegt. Þetta tengir líka þá sem eru að huga að ástinni, þú gætir verið efins um að þú sért á réttri leið. Það skiptir samt engu máli því Venus er svo sterkur inni í orkunni þinni. Hann færir þér heppni í ástamálunum. Skyndikynni henta þér ekki og gefa þér ekki neitt og þú steingleymir þeim eins og lélegu kaffiboði. Ég ætla að draga spil úr töfrabunkanum mínum og á því er persóna sem táknar þig þar sem þú situr fyrir aftan hrókinn sem er taflmaður í skák. Hrókurinn fer á leifturhraða um allt borðið og er þannig einn af sterkustu taflmönnunum. Hrókurinn er líka jafn sterkur þó svo hann hreyfi sig ekki. Þetta spil táknar að þú þarft að gefa þér næði og vera á þeim stað sem þér líður vel til þess að hlaða batteríin fyrir spennuna sem er fram undan. Hér er líka talan níu sem tengir allan alheiminn svo þú átt eftir að geta aðlagað þig að öllu og öllum. Hugrekki og kjarkur BOGMAÐURINN | 23. NÓVEMBER – 20. DESEMBER

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.