Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2020 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Ævar Pálmi Pálmason, yfir- maður smitrakningarteymis almannavarna, segir appið hafa nýst vel við rakningu eftir að það kom út. Þegar það kom út var samkomubann þó komið á og flestir þeirra sem greindust með smit í sóttkví. „Það voru nokkur tilfelli þar sem appið nýttist mjög vel,“ segir Ævar. Hann nefnir dæmi þar sem appið getur nýst til að rifja upp hverjar ferðir ein- staklings voru dagana áður en hann fékk einkenni en fólk byrjar oft að smita ein- hverjum dögum áður en þau gera vart við sig. „Þegar fólk fær eitthvað til að fríska upp á minnið eins og þetta fær mað- ur betri upplýsingar.“ Ævar segir að appið geti nýst enn frekar nú þegar höft- um á samkomur hafi verið að miklu leyti aflétt. „Fólk mun ferðast innanlands í sumar og er náttúrlega þjakað af sam- komuleysi. Þá mun appið al- veg klárlega nýtast,“ segir hann. „Þetta er alveg frábært verkfæri við smitrakn- ingu. Appið eitt og sér gerir ekki kraftaverk en sem verkfæri í höndum smitrakning- arteymisins er það frábært.“ Þá segir hann að appið geti nýst vel þegar erlendir ferða- menn sem komi hingað grein- ist með smit. Þeir viti oft ekki nákvæmlega hvar þeir voru staddir síðustu daga. „Þetta mun einfalda störf okkar við að rekja ferðir og verður miklu nákvæmara.“ Þá hvetur Ævar landsmenn sem það hafa ekki gert til að ná í appið, sérstaklega þar sem fólk blandi nú geði í sí- fellt meira mæli. „Ef einhvern tímann var þörf þá er það nú.“ Appið heitir Rakning C-19 hjá Apple og Google. APPIÐ HEFUR NÝST VEL Enn meiri þörf nú Það var sunnudaginn 15. marssem Kári Stefánsson boðaði tilfundar í höfuðstöðvum Ís- lenskrar erfðagreiningar. Þar voru mætt, meðal annarra, þríeykið í sótt- vörnum, Alma, Þórólfur og Víðir, Ævar Pálmi Pálmason, yfir- maður smitrakn- ingarteymis al- mannavarna, og Gísli Másson, framkvæmda- stjóri upplýsinga- tæknisviðs Ís- lenskrar erfða- greiningar. „Þar var kynnt grein sem Kári hafði fengið frá Bretlandi,“ segir Gísli. „Frá mönnum sem voru með þær hug- myndir að hægt væri að búa til app.“ Hann á þar við smitrakningarapp þar sem símar notenda senda skila- boð sín á milli og láta þá viðkomandi vita ef sími hans hefur verið of nálægt síma einhvers sem smitast. Sá gæti þá farið í sóttkví til að koma í veg fyr- ir frekari smit. „Einhverjir höfðu reiknað út að ef 60% væru með appið myndi það duga til að kórónuveirufaraldurinn dæi út,“ segir Gísli en þá væri hægt að koma fjölda þeirra sem hver smitaður smit- aði undir einn og þannig myndi farald- urinn deyja út. „Þegar fólk vissi að það hefði verið nálægt smituðum myndi það passa sig á að smita ekki aðra.“ Komin strax af stað Gísli segist ekki hafa verið uppnum- inn af hugmyndinni í fyrstu. „Þetta eru bara hugmyndir og ekkert að fara að gerast á næstu vikum,“ hugs- aði hann og fór heim. „Svo á miðvikudegi framsendir Kári til mín póst,“ segir Gísli en þá kom í ljós að ekki var einungis verið að gera rannsóknir heldur verið að þróa app af þessu tagi í Bretlandi og verið að vinna að kóða fyrir það. „Við fengum svo aðgang að þessum kóða.“ Kári vildi að hafist yrði handa við að þróa slíkt app fyrir Íslendinga. „Ég er með fína forritara hjá mér en við vitum ekkert hvernig á að búa til app,“ segir Gísli. „Svo ég spyr hann hvort ég eigi ekki að heyra í öðrum fyrirtækjum til að athuga hvort þau séu til í að gera þetta.“ Úr varð að Gísli hafði samband við fyrirtækin Stokk, sem bjó til að mynda til Dominos-appið, Aranja, sem sér um app fyrir Hopp hjólin, og Ko- libri. „Á þessum tíma fjölgaði smitum hratt og allir tóku mjög vel í þetta.“ Tekinn var fundur og svo strax aftur daginn eftir. „Þá var Aranja bara kom- in af stað, menn byrjaðir að skrifa kóða og komnir með frumgerð að appi.“ Engir hittust Þegar þarna var komið sögu þurfti aðkomu stjórnvalda að þróun apps- ins. Haft var samband við þríeykið og ræðir Gísli við þá Þórólf sóttvarna- lækni og Víði yfirlögregluþjón og þeir taka vel í málið. „Þá voru settir upp Zoom-[fjar]fundir og fleiri fyrirtæki komu inn í þetta eins og Samsýn og Sensa.“ Í heildina telur Gísli tæplega 50 manns frá 15 fyrirtækjum hafa komið að gerð appsins. Gísli segir samvinnuna milli fyrir- tækjanna allra hafa verið mikla. „Það var alveg magnað að sjá þetta. Þessi mismunandi fyrirtæki unnu öll saman að þessu eins og einn maður. Þau vissu öll hvar þau höfðu styrkleika og veikleika.“ Við vinnslu appsins sat hver maður í sínu horni, heimavinnandi. „Þetta app kom út án þess að menn hittust í raunveruleikanum,“ segir Gísli og hlær. Gísli segir meira en að segja það að koma út appi. „Það þarf alls konar skjölun, prófanir og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir hann, en það þurfti auk þess ráðherrabréf svo hægt væri að fá flýtimeðferð í smáforritaversl- unum Apple og Google, en öll smá- forrit tengd faraldrinum fengu slíka meðferð. Frumútgáfa á fjórum dögum „Appið kom út á mettíma,“ segir Gísli en það kom út 2. apríl. „Á miðviku- deginum [18. mars] kemur þessi póst- ur frá Kára og á fimmtudeginum byrja ég að hringja út. Sléttum tveim- ur vikum seinna er appið komið út.“ Gísli segir að á mánudeginum eftir það hafi verið komin keyrandi frum- útgáfa. „Restin fór í að fínpússa og koma þessu að í smáforritaverslunum.“ Fljótlega kom í ljós að kóðinn sem fenginn var frá Bretum var ónothæfur þar sem hann notaðist við Bluetooth- tækni, þar sem síminn sendir skilaboð til annarra síma í grenndinni og fær þannig upplýsingar um hver kom ná- lægt eiganda símans. Hópurinn á Íslandi vildi hins vegar nota GPS. „Ástæða þess var sú að alls kyns hindranir eru settar í símana við því að nota Bluetooth í þessum til- gangi. Það þyrfti í raun að hafa appið í forgrunni,“ segir Gísli og á þar við að hafa þurfi kveikt á appinu eigi það að virka sem skyldi. Það sé vitaskuld erfitt að fá fólk til þess. Fólk vann frítt í upphafi Upphaflega var hugmyndin að ferð- um þeirra sem næðu í appið yrði hlað- ið upp í miðlægan gagnagrunn. „Það kom fljótlega í ljós að það var eig- inlega ógjörningur. Fyrir utan per- sónuverndarsjónarmið, þá þýðir það að hafa 100 þúsund síma sem eru stöðugt að tala við vefþjón að hann þarf að vera mjög öflugur sem hefði kallað á gífurlegan „infrastrúktúr“.“ Því var ákveðið að ferðir notenda yrðu skráðar í síma viðkomandi og hann yrði svo beðinn um aðgang að upplýsingum um ferðir sínar síðustu 14 daga þegar og ef svo bæri undir. Eftir að appið kom út tók við áfram- haldandi þróun á appinu og fór það þar með í hendur landlæknisembættis, þó ýmis fyrirtæki vinni að verkefninu. Til stendur að bæta við appið, t.d. fyrir ferðamenn sem munu að öllum líkindum byrja að streyma hingað frá og með 15. júní. „Ég held að fyrirtækin séu nú farin að fá borgað fyrir að halda áfram þróuninni. Í upphafi gerði fólk þetta á sínum eigin tíma, með stuðn- ingi frá vinnuveitendum sínum.“ Kom út á mettíma Smitrakningarapp landlæknisembættis, sem auð- veldar smitrakningu til muna, var að mestu unnið í sjálfboðavinnu. Einn forsprakki smáforritsins segir frá aðdragandanum að útgáfu þess. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvar@mbl.is Hluti þeirra sem kom að útgáfu smitrakn- ingarappsins með einum eða öðrum hætti saman kominn í veislu á miðvikudag. Ljósmynd/Jón Gústafsson Gísli Másson Ævar Pálmi Pálmason

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.