Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2020 Hann verður aldrei samur Ekki kæmi á óvart þótt athugun sýndi að samdóma til- kynning álitsgjafa um að heimurinn yrði aldrei samur eftir komu kórónuveiru reyndist réttur. Þó er ekki alveg ljóst hvað í þessu felst. Heimurinn í dag er ekki sá sami og hann var í gær. En auðvitað setja stærri atburðir varanlegra mark á og víðar en margir smáir, þótt sumir þeirra litlu kunni að ráða úrslitum fyrir hvern og einn. Lítið barn bætist í fjölskyldu og hún verður aldrei söm. Árásir á tvíbur- aturna og hryðjuverk í flugvélum breyttu spennandi ferðalögum hvarvetna í hálfgerða martröð. Þúsundir féllu. Og svo enn fleiri í styrjöldunum sem urðu í kjöl- farið. Framleiðendur kepptust lengi um að gera flugvélar sínar hraðfleygari svo stytta mætti ferðatímann. Verkfræðingurinn bin Laden skrúfaði þann ávinning til baka í einu vetfangi, þótt það væri ófyrirséður ávinningur af hans hálfu og annarra slíkra. Hundruð milljóna manna urðu nú að mæta tveimur tímum fyrr á flugvöll en áður. Þar máttu farþegar vænta þess að fá móttökur sem hefðu verið óhugsandi áður. Látum vera að vera skikkaður úr yfirhöfnum, jökkum, skóm og beltum. Samþykki maður ekki að láta gegnumlýsa sig kann hann að hafa unnið sér inn leiðindalíkamsleit í staðinn. Þessi hluti heimsins var sannarlega breyttur og ekki til hins betra. Það er heldur ógeðfellt að sjá þungvopnaða verði á hverju strái í flughöfnunum og á fjölförnum stöðum stórborganna. Svo er komið að við erum flest hætt að taka eftir því. Það er eiginlega bölvað. Hann verður örugglega aldrei samur Mikið var um það talað að heimurinn yrði aldrei samur eftir heimsstyrjöldina fyrri. Það var svo sannarlega rétt og næstum sama á hvaða horn var litið. Þýska- landskeisari hvarf af stalli í stríðslok. Ári fyrr fór Rússakeisari og öll hans fjölskylda í byltingu rauðliða sem skapaði einhverja verstu ógnarstjórn sem þekkst hefur með Jósef Stalín sem andlit hennar. En spyrja má hvort heimurinn hafi tekið sig á eftir þennan hild- arleik og hinn mikla mannlega harmleik sem honum fylgdi. Það má draga í efa að svo hafi orðið. Aðeins rúmum áratug eftir að Vilhjálmur annar og hans slekti hrökk af stalli var kominn annar pótintáti og hálfu verri, ef ekki meir, Adolf Hitler. Um það leyti sem sú sending dúkkaði upp var heimurinn í stórkostlegri efnahagskreppu, einni þeirri stærstu sem yfir heiminn hefur gengið með öllum þeim hörmungum sem henni fylgdu. Og það sem kannski var verst að rétt rúmum tveimur áratugum eftir að heimsstyrjöldinni miklu lauk fékk hún númer. Því það var komin önnur og miklu verri að því leyti til að hún var ekki heimsstyrj- öld að nafninu til. Og allir virtust samir við sig. Fundarstaður á steinöld Manninum hafði þó farið mjög fram í morðtólagerð og hápunkti þeirrar þróunar var náð þegar kjarn- orkuvopnum var varpað á varnarlausar borgir með þeim afleiðingum sem alþekktar eru. Margar aðrar myndir þess að heimurinn verði ekki samur mætti upp telja og voru þau merki flest með tengingar við stríðið. En þótt við muldrum „að hann verði aldrei samur“ vitum við harla lítið um í hvaða átt „breytingarnar“ velta. Víetnamstríðið var ömur- legur atburður. Það var fyrsta stríðið sem Bandarík- in töpuðu. Suður-Víetnam féll undir hæl kommúnista og verstu spár rættust því. Gerðu þær það? Víetnam er nú í bullandi bissness við vestræn ríki. Það gýtur órólegt hornauga yfir til Rauða-Kína. Í fyrra bað Donald Trump um að fá að hafa Hanoi sem fundarstað með Kim Jong-un. Einn af fyrir- rennurum Trumps, Lyndon Johnson forseti, ræddi um hvort ekki væri rétt að sprengja Hanoi aftur á steinöld. Kjarnorkuvetur eða kynding og skjól Þekkingu fleygir fram og það hefur ekki síst gerst síðustu aldirnar. En það er hægara sagt en gert að tryggja að allar þær framfarir séu nýttar í góðum til- gangi. En stundum gerist það að eitthvað sem unnið er að í kapphlaupi um að fá að hafa yfirráð yfir ógn og skelfingu hefur jákvæðari hluti í för með sér. Nýting kjarnorku í friðsamlegum tilgangi er ekki gallalaus eða hættulaus eins og dæmin sanna. En maðurinn, lönd hans og þarfir geta ekki lengur án hennar verið. Aðrir orkugjafar eru takmarkaðir eða eru nú taldir handan við það sem þolað er af öðrum ástæðum. Við þær aðstæður telja sum velferðarríki Vestur- landa sig ekki eiga annan kost en að nýta kjarn- orkuna með þeim annmörkum og hættum sem henni fylgja. Úrgangurinn er til að mynda að mestu óleyst mál sem ýtt er yfir á framtíðina. Ófyrirséðar hættur birtast í Úkraínu og Japan. Ótal samtöl um áratuga skeið um takmörkun fjölg- unar kjarnorkuvopna hefur litlu skilað. Ýmsum þykir miður að samningur við Írana varð- andi þróun kjarnorkuvopna hafi ekki haldið. Og þá er því sópað undir teppi að samningurinn sá snerist aðeins um tafir á því sem Íran gæti átt við í þeim efn- um. En að loknum tíu ára samningstíma myndu klerkarnir einir og sjálfir véla um hvert framhaldið yrði. Slíkur frestur var sárgrætilega stuttur og keyptur dýru verði. Um sömu mundir eru ótrygg lönd eins og Pakistan og Norður-Kórea að koma sér upp kjarnorkuvopn- um og eru komin vel áleiðis með tilraunir með flaug- ar sem geta flutt þennan dauðans boðskap á milli landa og álfa. Kórónuveiran breytir öllu Þegar því var slegið föstu að heimurinn myndi aldrei verða samur eftir afleiðingar kórónuveiru er ekki óhugsandi að þá hafi beint eða óbeint einkum verið átt við afleiðingarnar af varnarviðbrögðunum. Það hafa áður gengið pestir um heimsbyggðina og sumar vondar. Með hverju ári sem líður eiga veirur sem veikindunum valda greiðari leið um heiminn. Al- þjóðavæðing og meint þörf heimsbúskaparins sér um það. Auðvitað eru lönd enn misopin. Á Vesturlöndum telja þó furðumargir að það sé nánast skylt að tryggja öllum greiða leið um landamæri sín. Á hinum bláenda kvarðans eru svo lönd eins og Norður- Kórea. Fúlgum kastað á bálið Menn þora varla að ræða það upphátt hvort kórónu- veiran hafi verðskuldað svo miklar efnahagslegar fórnir eins og þær sem færðar voru. Voru þær kannski á misskilningi byggðar? Stundarhlé eða hin miklu kaflaskil? ’ Við þykjumst vita hvaðan árvissu flens- urnar koma. Þær kosta óhemjulegt fé í töpuðum vinnustundum og öllu því sem af því tjóni leiðir. Og þær kosta mannslíf og þau ekki fá. Það hefur næsta lítið verið rætt. Reykjavíkurbréf05.06.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.