Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2020 Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00 Mikið úrval af KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM fyrir allar gerðir bíla Ég man eftir vorinu 1994. Það var ísíðasta skipti sem ég þurfti að notaalgebru. Þá hafði ég ákveðið að fara að læra stjórnmálafræði og í þeim merku vísindum er skyldukúrs sem hét (og heitir kannski enn) aðferðafræði 1-3. Þegar þarna var komið hafði ég ekki not- að algebru í nokkuð mörg ár og hafði svosem ekki hugsað mér að gera meira af því. Síðan hef ég gert ýmislegt en aldrei hafa leiðir okkar legið saman. Sem er býsna merkilegt miðað við hve mikil áhersla er lögð á að troða þessu inn í hausinn á unglingum. Það er nánast eins og það sé ekki nokkur leið að geta dregið fram lífið án þess að kunna skil á ein- hverjum þríliðum og öllum mögulegum bókstöfum, innan og utan sviga. Þegar ég var ungur var ég mjög góður í að reikna. Ég gat margfaldað þriggja stafa tölur í huganum, deilt öllu mögu- legu og prósentur voru sérstaklega áhugaverðar. Var reyndar svo óheppinn að vera í árgangi sem fékk að kenna á mengjum, að sænskri fyrirmynd. En engu að síður hafði ég gaman af stærð- fræði. Svo kom algebran. Það hefði mögulega ekki verið svo slæmt ef hún hefði ekki þurft að mæta á sama tíma og hormónar gelgjuskeiðsins. Líkt og hjá fleirum á mínum aldri tóku þeir meira og minna upp alla orku í kollinum á mér. Ég missti af lestinni og algebran varð eins og leið- inlegur fjarskyldur ættingi í ferming- arveislu sem maður kannaðist við en nennti alls ekki að tala við. Ég kveið fyr- ir því að mæta í stærðfræði. En eftir stendur spurningin. Af hverju öll þessi algebra? Á skólaárum mínum lærði ég ekkert um skyndihjálp, fékk hálftíma kennslu um kynfræðslu og alls ekkert um margt sem ég hef síðar þurft að læra sjálfur. Til dæmis um fjármál, vexti, íbúðalán, stjórnmál, mannréttindi og margt fleira sem hlýtur að vera stærri hluti af dag- legu lífi en algebra. Stóran hluta af brottfalli nemenda úr skólum held ég megi rekja til þessa fyr- irbæris sem er ákveðið að kenna akkúrat á þeim tíma þegar fólk gengur í gegnum mestu breytingar lífs síns – ferðalagið frá unglingi yfir í fullorðna manneskju. Svo sest fólk bara niður með áhyggju- svip og heldur enn einn fundinn um brottfall úr skólum. Án niðurstöðu og heldur svo næst fund um hvernig megi auka stærðfræðikennslu í skólum. Að því er virðist algjörlega án þess að sjá nokk- urt samhengi þarna á milli. Allt í ein- hverjum PISA- rembingi því krakkarnir í Singapúr eru víst svo snjallir í þessu. Ég held að margir hafi staðið í sömu sporum og ég. Að tapa áhuga á stærðfræði almennt í fræðum sem í margra augum eru flókin, leiðinleg og, að því er virðist, algjörlega tilgangslaus, hvort sem það reynist rétt fyrir alla eða ekki. Því það er þannig að þegar þú stendur frammi fyrir vandamáli sem þú ræður ekki við þá líður þér illa. Og jújú, það þarf ekki allt að vera auðvelt og mót- lætið herðir og það allt, en spurningin er hvort við höfum ekki haldið þessari til- raun úti nógu lengi til að draga þá álykt- un að þetta skili hugsanlega ekki þeim árangri sem að var stefnt. Þetta dregur úr sjálfstrausti, sem er einmitt það sem við ættum að reyna að gefa börnum okk- ar á erfiðum aldri. ’Svo sest fólk bara niðurmeð áhyggjusvip ogheldur enn einn fundinn umbrottfall úr skólum. Án nið- urstöðu og sest svo á næsta fund um hvernig megi auka stærðfræðikennslu í skólum. Að því er virðist algjörlega án þess að sjá nokkurt sam- hengi þarna á milli. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Líf án algebru Facebook merkir í bókstaflegriþýðingu andlitsbók. Það erað sumu leyti réttnefni því á þessum samfélagsmiðli eigum við þess kost að mæta fólki augliti til auglitis. Á Facebook segja menn fréttir af sjálfum sér og öðrum og hópar og samtök fá þarna greiða leið til að koma áhugamálum og boðskap á framfæri. Facebook er ekki eini vettvang- urinn á netinu til að koma upplýs- ingum til skila og eiga samskipti við fólk, þarna eru Twitter og Instagram og fleiri. Svo er You- tube þar sem hægt er að bjóða upp á efni á myndböndum. Þessi samskiptamáti hefur rutt sér til rúms á undanförnum árum með undraverðum hraða og eru margir enn að venja sig við að ráðamenn heimsins skuli velja sér þennan máta til að tala til samfélagsins og heimsbyggð- arinnar allrar ef því er að skipta. Enn minnist ég þess hve undarlegt mér þótti að heyra í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að Banda- ríkjafoseti hygð- ist nú þrengja að valdhöfum í Norður-Kóreu svo að um munaði og að hann vildi vita hvort hann mætti ekki reiða sig á stuðning leiðtoga Kína. Þannig spurði Bandaríkjaforseti, sagði fréttastofan … á Twitter í morgun. Íslenskir ráðherrar eru farnir að hafa þennan hátt á líka, þótt tilefnin séu ekki eins glannaleg og hjá Trump forseta. Auðvitað er ekkert við þá ný- lundu að athuga að tæknin sé nýtt með þessum hætti. Hitt er verra að á netinu gerist sitthvað varasamt. Þannig, svo dæmi sé tekið, birtast öðru hvoru frásagnir með myndum af þekkt- um einstaklingum þar sem látið er sem þeir séu að segja frá því hvernig við getum komist yfir milljónatugi úr upplognum gróða- lindum. Oft líður dágóður tími þar til þessi blekkingarskrif eru látin hverfa. Við erum þannig vel búin undir að meðtaka þær fréttir að átak verði gert til að uppræta ósann- indi á netinu. En einmitt þess vegna er rétt að vera á varðbergi. Því freist- ingin er sú og veruleikinn er sá að óþægileg gagnrýni í garð valda- hafa eða valdakerfis eða einfald- lega skoðanir á skjön við ríkjandi rétttrúnað verði skilgreind sem falsfréttir, eins og valdhafar víða eru farnir að kalla alla gagnrýni í sinn garð. Í kjölfarið sætir slík gagnrýni þöggun. Í Sovét- ríkjunum var talað um óvini rík- isins og á ofsóknarárum McCarthyismans í Bandaríkjunum var nóg að segja um mann að hann væri kommúnisti til að hon- um væri neitað um orðið og hann ofsóttur. Við minnust Kóp- ernikusar, Galileos og fleiri sem gengu á hólm við kennivald og rétttrúnað og voru fyrir bragðið leiddir fyrir rannsóknarrétt og sumir jafnvel brenndir á báli fyrir að neita að trúa því að jörðin væri flöt. Svo er þarna margt öfganna á milli. Donald Trump er ekki alltaf sannorður. Það á reyndar líka við um forvera hans ýmsa, þótt fáir vilji vita af því. En mér varð ónotalega við þegar ég heyrði að Twitter hefði bannfært yfirlýsingu Trumps um að rafrænar kosn- ingar væru varasamar, þær byðu upp á svindl. Hér er á tvennt að líta. Rafræn- ar kosningar geta boðið upp á svindl þótt ég telji að vel megi koma í veg fyrir slíkt. Ég man eftir umræðum íslenskra al- þingismanna sem voru sama sinnis og Trump án þess þó að vera fé- lagar hans í andanum að öðru leyti. Hitt er svo það að jafnvel þótt menn teldu að Bandaríkja- forseti hefði alls ekki rétt fyrir sér, færi þarna jafnvel með hreint fleipur og hefði auk þess stundum sagt miklu verri hluti, þá hljótum við að spyrja hver sé þess um- kominn að meina honum um orðið. Geri menn það þá er það grund- vallaratriði að ritskoðandinn komi fram með andliti og kennitölu. Að undanförnu hef ég gert nokkra „sjónvarpsþætti“ sem dreift hefur verið á Facebook undir heitinu Kvótann heim. Þess- ir þættir hafa verið að fá vaxandi áhorf. Sá sem ég birti um síðustu helgi tók verulega flugið. Þar ræddi ég við Gunnar Smára Eg- ilsson, blaðamann, um þróun kvótakerfisins og fjallaði ég einnig um lagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar um eignatengsl og síðan stjórnarskrártillögur Stjórnlag- aráðs og ríkisstjórnarinnar – vissulega á gagnrýninn hátt en fullkomlega málefnalegan. Þátturinn var kominn með fimm hundruð deilingar og þrettán þús- und manns höfðu horft á hann eða litið á hann þegar Facebook skyndilega slökkti á þessum út- sendingum og var allt efnið þurrk- að út. Þátturinn var og er hins vegar enn aðgengilegur á Youtube og aftur hefur hann verið settur inn á Facebook. Hve lengi hann fær að vera þar veit ég ekki. Get engan spurt. Þegar andlits- síðan vill meina þér að tjá þig er enginn til svara, allavega augliti til auglitis. Þöggunin á sjálfri Fa- cebook er nefnilega andlitslaus. Andlitslaust andlit Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’Því freistingin er súog veruleikinn er sáað óþægileg gagnrýni ígarð valdahafa eða valdakerfis eða einfald- lega skoðanir á skjön við ríkjandi rétttrúnað verði skilgreind sem fals- fréttir, eins og valdhafar víða eru farnir að kalla alla gagnrýni í sinn garð. Í kjölfarið sætir slík gagnrýni þöggun.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.