Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 30
Jeju, Suður-Kóreu. AFP | Á litlum vinnustað í Suður-Kóreu sem hýsir bæði skrifstofu og vel búið verk- stæði vinna um 20 manns hörðum höndum að því að smíða sína eigin sjálfakandi bifreið og hyggjast bjóða risunum Uber, Tesla og Alphabet, dótturfyrirtæki Google, byrginn. Í sprotafyrirtækinu RideFlux starfa verkfræðingar sem hættu í vel launuðum störfum hjá nokkrum af virtustu fyrirtækjum Suður- Kóreu í því skyni að setja upp leigu- bílafyrirtæki með sjálfakandi bílum og vonast til að fá hljómgrunn í landi sem er þekkt fyrir að gleypa í sig tækninýjungar. Fyrsta sjálfakandi bifreiðin frá þeim er komin á göturnar útbúin myndavélum og skynjurum. Bíllinn er af gerðinni Hyundai Ioniq og hef- ur verið í akstri með viðskiptavini í rúmar tvær vikur á milli flugvall- arins og miðstöðvar bílaleigunnar SoCar á ferðamannaeynni Jeju. Vegalengdin er 5 km og á leiðinni þarf að taka u-beygju og fara framhjá 11 gangbrautarljósum í þungri umferð við flugvöllinn. Park Jung-hee, stofnandi fyrirtækisins og framkvæmdastjóri, sem er með doktorsgráðu frá háskólanum MIT í vélaverkfræði, segir að fyrir vikið sé þessi leið upplögð til þess að þróa og bæta gervigreindarbúnaðinn í bíln- um. Útsendari AFP fór í reynsluakst- ur í bílnum. Á leiðinni lá pirraður leigubílstjóri á flautinni vegna þess að bíllinn, sem að öllu leyti er rafknúinn, hélt sig við hámarks- hraða, skipti um akreinar og fór fram úr öðrum bíl til að hafa örugg- lega nægilegt svigrúm til að taka hægri beygju. Á risaskjá á verk- stæðinu mátti fylgjast með ferðinni á rauntíma og sjá um leið bifreiðar og aðra hluti í kringum bílinn og um- ferðarskilti. Lögum samkvæmt þarf til öryggis að vera bílstjóri undir stýri, tilbúinn að grípa inn í ef þörf krefur. Það gerist um einu sinni á dag. Þá er eft- ir pláss fyrir tvo farþega. Park hefur hug á að auka umsvifin og stefnir á að bjóða upp á þjónustu þriggja sjálfakandi bifreiða á helstu akvegum Jeju, alls um 400 km, áður en árið er á enda. Áfram yrði þó bíl- stjóri í þeim tilbúinn að grípa inn í. „Markmið okkar er að sjálfakandi bílar án öryggisbílstjóra verði komn- ir í gagnið alls staðar á Jeju á næstu fimm árum,“ segir hann. Keppinautar nýliðanna hafa tals- vert forskot. Talið er að 50 millj- örðum dollara hafi verið varið í þró- un sjálfaksturstækni á undanförnum fimm árum. Lengst eru menn komn- ir í Kísildal. Bílar frá framleiðand- anum Waymo, sem tilheyrir Alpa- bet, hafa ekið rúmlega 32 milljónir km á vegum og götum í 25 borgum í Bandaríkjunum. Í Suður-Kóreu er hins vegar lögð áhersla á tækni og hyggjast stjórn- völd ná fram vexti með því að ýta undir sjálfakandi bifreiðar. Setja á upp snjalltæknibúnað við allar hrað- brautir landsins fyrir 2024, 5.400 km alls, til þess að greiða fyrir sam- skiptum við ökutæki. Landið varð fyrst til þess að setja upp 5G-kerfi, sem mun greiða fyrir þessari þróun. „Við þurfum að safna og ná í eins miklar upplýsingar og hægt er,“ segir Park og bætir við að gáleysisakstur kosti rúmlega milljón manns lífið í umferðinni á hverju ári. „Við þurfum að geta sýnt fólki fram á uppsafnaðan slysalausan akstur á löngu tímabili. Aðeins þannig mun fólki finnast það vera öruggt í raun í sjálfakandi bíl. Galdrar gerast ekki af sjálfu sér.“ AFP Sjálfakandi bíll frá fyrir- tækinu RideFlux við flugvöllinn á eynni Jeju. SMÁFYRIRTÆKI BÝÐUR RISUM BYRGINN Setja sjálfakandi bíl á göturnar AFP Öryggisbílstjóri situr aðgerðalaus undir stýri í sjálfakandi bifreið á eynni Jeju í Suður-Kóreu. Slíkar bifreiðar eru í akstri milli flugvallar og bílaleigu á eynni. 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2020 08.00 Strumparnir 08.20 Blíða og Blær 08.45 Dóra og vinir 09.05 Mæja býfluga 09.20 Adda klóka 09.45 Zigby 09.55 Mia og ég 10.20 Lína langsokkur 10.45 Latibær 11.05 Lukku láki 11.30 Ævintýri Tinna 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.05 Nágrannar 13.25 Friends 13.45 Friends 14.10 Áttavillt 14.40 McMillions 15.35 BBQ kóngurinn 16.05 60 Minutes 17.40 Víglínan 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.50 Sportpakkinn 19.00 The Greatest Dancer 20.15 Samkoma 20.55 Between Us 21.40 Killing Eve 22.25 Prodigal Son 23.10 Manifest 23.55 I Know This Much Is True ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Sjómannadagurinn 20.30 Eitt og annað af sjón- um 21.00 Sjómannadagurinn 21.30 Sjómannadagurinn 22.00 Sjómannadagurinn 22.30 Sjómannadagurinn 23.00 Sjómannadagurinn 23.30 Sjómannadagurinn 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Omega 21.00 Tónlist 22.30 Gegnumbrot 20.00 Mannamál (e) 20.30 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 21.00 Helgarviðtalið 21.30 Bærinn minn (e) Endurt. allan sólarhr. 11.30 The Voice US 13.00 The Bachelorette 14.25 The Good Place 14.50 Gordon Ramsay’s 24 Hours to Hell and Back 16.05 Malcolm in the Middle 16.25 How I Met Your Mother 16.50 The King of Queens 17.10 Everybody Loves Ray- mond 17.35 A Million Little Things 18.20 This Is us 19.05 Með Loga 20.00 The Block 21.20 Madam Secretary 22.10 Godfather of Harlem 23.10 The Walking Dead 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Dóm- kirkjunni. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Og allir komu þeir aftur. 15.00 Glans. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Raunir, víti og happ. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Síðustu kvöldin á jörð- inni. 20.35 Gestaboð. 21.30 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 07.15 KrakkaRÚV 07.19 Molang 07.23 Húrra fyrir Kela 07.47 Hæ Sámur – 51. þáttur 07.54 Hrúturinn Hreinn 08.01 Bréfabær 08.12 Með afa í vasanum 08.24 Stuðboltarnir 08.35 Konráð og Baldur 08.48 Nellý og Nóra 08.55 Múmínálfarnir 09.18 Ronja ræningjadóttir 10.00 Herra Bean 10.25 Sögur, verðlaunahátíð barnanna 2020 11.35 Skólahreysti 12.45 Treystið lækninum 13.40 Menningin – sam- antekt 14.05 Sjómannslíf 14.25 Sundkennsla í stofunni 14.40 Músíkmolar 14.55 Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í beinni útsend- ingu 15.55 Dóra – ein af strákun- um 16.45 Soð 17.05 Manstu gamla daga? 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.30 Lífsins lystisemdir 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.40 Jarðtengdur 20.20 Músíkmolar 20.35 Viktoría 21.25 Framúrskarandi vin- kona: Saga af nýju ættarnafni 22.30 Brim 24.00 Kafbáturinn 13 til 16 Pétur Guðjóns Góð tónlist og létt spjall á sunnudegi. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 með DJ Dóru Júlíu Einn vinsælasti plötusnúður landsins kynnir vinsæl- ustu lög landsins á K100. Tónlistinn er eini opinberi vinsældalisti landsins, unninn upp úr gögnum frá Fé- lagi hljómplötuframleiðanda. 18 til 00 K100 tónlist Besta blandan af tónlist á K100 í allt kvöld. Magnús Þór Sigmundsson, tónlistarmaður og lagahöf- undur, var einn gesta morg- unþáttarins Ísland vaknar í Hveragerði á föstudag en hann er búsettur þar. Sagði hann að ákvörðunin um að flytja í bæinn hefði verið ein sú besta sem hann hefði tekið og opnaði sig um það hvernig eitt hans þekktasta lag, Ísland er land þitt, kom til sögunnar. „Ég var að vinna á geðdeild. Ég samdi þrjú lög þetta kvöld; Ísland er land þitt, Draumur aldamótabarnsins og Reynitréð. Þetta er allt eftir hana [Margréti Jóns- dóttur],“ sagði Magnús aðspurður um tilurð lagsins vin- sæla. Viðtalið við Magnús má í heild sinni finna á fréttavef K100, K100.is. „Ísland er land þitt“ varð til á geðdeild DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.