Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 17
Á örskotsstund virtust þjóðirnar ekki eiga lengur neitt val. Nauðungarkostur blasti við þeim öllum, með aðeins blæbrigðamun. Risavaxnar ákvarðanir varð að taka og fæstar þeirra var fært að undirbyggja eða réttlæta með vönduðum álitsgerðum. Ágiskanir í vísindalegu gervi urðu að duga. Stjórnvöldin stóðu hvarvetna frammi fyrir spurningum um það, hvort þau væru virkilega að meta mannslíf til fjár. Allir jesúsuðu sig og neituðu því. En fram til þessa hafa stjórnvöld alls staðar þurft að horfa til fjárhagslegrar getu þegar stórt er spurt í sömu andrá um háleitari þætti. Við þykjumst vita hvaðan árvissu flensurnar koma. Þær kosta óhemjulegt fé í töpuðum vinnustundum og öllu því sem af því tjóni leiðir. Og þær kosta mannslíf og þau ekki fá. Það hefur næsta lítið verið rætt. Slík- ar tölur eru þó til og þær eru ekki ágiskun því að reynslan er orðin löng. Flensurnar fella margan á hefðbundnum göngu- tíma og auðvitað ekki síst í hópi þeirra sem hafa lak- ari persónulegan varnarviðbúnað en aðrir. Það hefur aldrei verið rætt um að skella heiminum í lás vegna þessa. Það verður bráðum eftirtektarvert að líta yfir spár um það hvaða dánartalna var sagt að vænta mætti vegna kórónuveirunnar. Ljóst er að þar var stórt bil, enda óvissuþættirnir þá miklir. Það má þó þegar gefa sér, í ljósi þeirra ákvarðana sem teknar voru, að þær spár skildu lýðræðislega kjörin stjórnvöld einstakra landa eftir með aðeins eina tæka ákvörðun. Eftir lok, lok og læs var enn spáð Virtir hagfræðingar og stofnanir þeirra í Bandaríkj- unum höfðu spáð því að atvinnuleysi þar myndi halda áfram að aukast í maímánuði og það verulega. Nú virðist komið í ljós að atvinnuleysi í þeim mán- uði dróst saman og það stórlega. Hlutabréfamarkaðir vestra, sem stundum sveiflast eins og hrifnæmir unglingar, hafa vegna þessa hopp- að upp og það verulega. Trump forseti tekur ekki minni sveiflur en Dow Jones og telur sig hafa himin höndum tekið. Það er svo sem skiljanlegt. Hann tók í upphafi forsetaferils síns ákvarðanir sem milduðu mjög skatta og grisjuðu reglugerðaskóg (ekki að strika út dauðar reglur, það er ekki ráðherrastarf frekar en að fara út með ruslið). Þetta var gert með meiri hraða en vænst var, var afgerandi og skilaði sér því hratt út í efnahagslífið. Störfum fjölgaði hratt og skiluðu sér mjög vel til þeirra minnihlutahópa sem helst höfðu setið eftir. Markaðir efnahagslífsins tóku vel við sér og sterkur batinn í Bandaríkjunum smitaðist út. Vafalaust taldi Trump að þessi árangur, sem blasti við öllum heim- inum, yrði hvað drýgstur til að tryggja honum endur- kjör. En þá vatt kórónuveiran sér óvænt inn og viðbrögð forsetans voru að loka landinu við ytri landamærin. Innri einangrun sem fylgdi í kjölfarið breytti þessum vonum forsetans í vantrú og angist. Batamerki eða villuljós Hinn snöggi kippur upp á við, sem efnahagslífið sýndi í liðinni viku, eykur bjartsýni á ný. Enn er þó fátt í hendi og vafasamt að hengja allt sitt á fáein merki. Bíða verður þess að öll tvímæli séu tekin af. Farald- urinn er enn næsta óþekkt stærð. Vonir um bóluefni á næstu fáu mánuðum eru varla raunhæfar, þótt hart sé sótt. „Hjarðsmitun veir- unnar“ hefur hvergi orðið sú sem þarf til að veita tryggingu gegn bakslagi eða jafnvel annarri stórri bylgju og þá eftir atvikum stökkbreyttri. Nauðsynlegt er að vera meðvitaður um slíka fyrir- vara. En þótt framhaldið sé enn óljóst voru merkin í vikunni góð. Þau gætu verið merki um að fái heim- urinn frið þá muni hann hrista af sér þetta áfall og jafnvel undraskjótt. Hvort hann verði aldrei samur eða muni láta eins og kórónuveiran sé aðeins einn af þessum vondu draumum sem hverfa í fyrstu sturtu verður svarað síðar. Fyrstu mánuðir ársins 2020 fara í almanakið sem tímabilið þegar heimurinn stöðvaðist. „Stoppiði heiminn, ég ætla út!“ sagði í söngleiknum. Kannski var það kórónuveiran, sem kallaði þetta? Ósköp væri það notalegt ef svo væri. Ekki satt? Morgunblaðið/Árni Sæberg 7.6. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.