Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 24
Greipur, sem er á þrettánda ári, er mikill skíðamaður. Hann hefur verið á skíðum frá blautu barnsbeini. Greipur, Harpa og Ásmundur sjást hér fyrir framan Heli ski-þyrlu á Trölla- skaga. Þeir sem ekki vilja ganga upp geta keypt sér ferð á toppinn með þyrlu. að stunda fjallaskíði, allt sumarið,“ segir hann. „Þetta lengir skíðatímabilið. Það er hægt að fara á fjallaskíði allan veturinn en margir byrja að fara í mars/apríl og svo fram á sumar. Við erum búin að fara allar helgar í maí og nú á að fara að opna í Kerlingar- fjöllum. Það verður opið í allt sumar og við stefnum þangað. Svo er alltaf hægt að fara á Snæfellsjökul,“ segir Harpa. Niðurferðin skemmtilegust Harpa og Ásmundur gista oft í tjöld- um yfir sumarið í fjallaskíðaferðum, en á hótelum þegar ekki er hægt að tjalda. Þau segja að nú sé tilvalið að panta sér hótelgistingu því víða sé hægt að fá hótelherbergi á mjög góðu verði. Og ekki eru hótelin leng- ur full af erlendum ferðamönnum. „Í dag er hægt að fá gistingu á staðnum fyrir lítinn pening,“ segir Harpa en bendir á að ekki þurfi allt- af gistingu því tilvalið sé að fara í dagsferðir. „Það er fínt að fara á Bláfell en þangað er bara tveggja tíma akstur. Og eins með Snæfellsjökul, það er hægt að gera úr því dagsferð,“ segir hún. Hjónin segja að vissulega þurfi fólk að vera í ágætis formi til þess að arka upp fjall á skíð- um. Þau viðurkenna bæði að skemmti- legsti hlutinn sé að renna sér niður eftir allt erfiðið. „Það er alveg sér- stök tilfinning þegar maður stendur efst á fjalli og er með fjöll og breiðuna fyr- ir framan sig. Maður fyllist orku og manni finnst maður hafa áorkað ein- hverju,“ segir Harpa. „Það er oft sagt á ensku „earning your turns“, eða að vinna sér inn fyr- ir beygjunum, og það hefur maður gert þegar maður skíðar niður eftir að hafa gengið upp,“ segir Ásmund- ur. Með skíðin á toppnum Sonurinn Greipur er mikill skíða- maður, keppir mikið og fer gjarnan með foreldrum sínum á fjöll. „Þetta er svo mikið fjölskyldu- sport,“ segir Harpa. „Og nú á Covid-tímum leiddist okkur sko ekki! Við vorum allar helgar á fjallaskíðum, á fjöllunum í kring, á Snæfellsjökli og svo fórum við fjórum sinnum norður,“ segir Harpa. „Það er rosalega mikill snjór á Tröllaskaga, alveg niður að vegi,“ segir Ásmundur. „Það er svo mikil fjallamennska þarna fyrir norðan og gaman að vera þarna, enda ekki lengur hægt að fara í Bláfjöll. Svo er alltaf hægt að fara á alla jökla,“ segir Harpa. Þau segjast ekki vera búin að plana allt sumarið en skíðaferðir eru á dagskrá. „Við höfum oft planað sumarfríið með skíðin á toppnum, og það er rosa gaman að vera í tjaldi og taka skíðin með. Þá er til dæmis hægt að fara í Kerlingarfjöll eða á Snæfells- jökul og stefnum við á það í júlí. En við förum líka bara um helgar; vökn- um snemma og drífum okkur af stað,“ segir Harpa. Þarft að kunna að skíða Hjónin segja að fólk þurfi ekki endi- lega að eiga allar græjur til þess að prófa fjallaskíði því hægt sé að leigja útbúnað. Einnig er í boði að fara í þyrlu upp á topp og renna sér niður en mörg fyrirtæki bjóða upp á slíkar ferðir, til dæmis á Tröllaskaga. „Fólk hefur spurt mig hvort það geti farið á fjallaskíði ef það er óvant skíðamennsku og það er ekki góð hugmynd. Þú þarft að kunna að skíða,“ segir Ásmundur og bendir á að á fjöllum lendir fólk í alls kon- ar færi. „Þú þarft ekki að vera snillingur á skíðum, en mikil- vægt að kunna grunnatriðin,“ segir Harpa. Þau segja greinilegt að Íslend- ingar séu farnir að kunna vel að meta fjallaskíðin. Ásmundur segir að sprenging sé í sölu fjallaskíða í Fjallakofanum í ár og segja þau oft krökkt af fólki að renna sér á jöklum og fjöllum. Um daginn fóru þau á Snæfellsjökul og voru þá um tvö hundruð manns á jöklinum. „Við fengum varla stæði!“ segir Harpa. „En svo eru staðir eins og Trölla- skaginn; þar er nóg af fjöllum og nóg pláss.“ Við sláum botn í samtalið en ekki er úr vegi að spyrja hvar eigi að skíða um helgina. „Það er spurning hvort við veljum Heklu, Kerlingarfjöll eða Tindfjöll.“ Harpa segir fátt betra en að renna sér niður fjall eftir að hafa gengið upp. Hjónin Harpa og Ásmundur hafa bæði stundað skíðamennsku síð- an þau voru börn. ’ Það er alveg sér-stök tilfinningþegar maður stend-ur efst á fjalli og er með fjöll og breiðuna fyrir framan sig. 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2020 LÍFSSTÍLL SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.