Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 8
Elsku Ljónið mitt, þú ert svo mikil ævintýramanneskja og miðpunktur tilver- unnar. Einn daginn finnst þér allt vera 1000% jákvætt en daginn eftir gæti verið 2000% í mínus. Þú ert eins og sjórinn; maður verður svo heillaður að horfa á hann, alveg sama hvernig hann lætur. Þú hefur hafsjó af fylgjendum, hvort sem þú ert á samfélagsmiðlum eður ei. Þótt þér finn- ist vera stríðsástand í kringum þig muntu bara eins og sannur herforingi taka þær aðstæður og virkja þér í vil. Þú færð góðar hugmyndir og verður fljótur að redda þér, hvort sem það er tengt vinnu, staðsetningu á heimili eða öðru sem þú hefur sérstakan áhuga á. Breytinga er þörf, þú veist það, og ef þú hefur ekki hug til að breyta þá verður fólk sent til þín. Eða þú lendir í atburð- um sem opna hringrásina þína og útkoman er hamingjan. Ég hef áður sagt að þetta sé Ljóna- sumarið svo þú þarft að taka þátt í bardaganum því það er enginn sigur ef ekkert er gert. Ég ætla að draga eitt spil til mín úr töfrabunkanum mínum og þar er mynd af manneskju sem er búin að loka dyrunum á bak við sig. Hún er með tákn lífslykilsins um hálsinn á sér og horfir á alheiminn. Þetta spil segir að þú verðir ofurnæmur gagnvart öllu sem þú þarft að takast á við svo hlustaðu vel á þína innri rödd. Skoðaðu draumana og það er engin leið að muna það sem mann dreymir almennilega nema vakna hægt og rólega og fara yfir drauminn. Það eru líka til vöku- draumar, en þá allt í einu sérðu fyrir þér eitthvað sem þú varst alls ekki að hugsa um, en þú þarft að taka til þín að það eru skilaboð frá veröldinni til sálar þinnar. Ástin er þér hliðholl, þú þarft að gefa henni tíma og þolinmæði og hugsa um þann sem þú elsk- ar eins og þú værir að hugsa um sjálfan þig og þetta tengist líka fjölskyldu og vinum því ástin sigrar allt. Hlustaðu vel á innri rödd LJÓNIÐ | 21. JÚLÍ – 21. ÁGÚST Elsku Krabbinn minn, þú ert að fara inn í svo margbreytilegt líf sem tengir þig við miklar tilfinningar. Hjá sumum eru erfiðleikar í samböndum eða ástartengingum og annaðhvort er að duga eða drepast. Þetta þýðir að þú þarft að stoppa alla leiki og ákveða með hverjum þú vilt deila tímanum og þetta er svo kröftug tíðni því þú átt afmæli á miðju sumri. Að sjálfsögðu viltu að allt gangi vel, en þá þarftu líka að vera tilbúinn að leggja allt undir. Þetta er spennandi og hraður tími, það verður ekkert einasta augnablik andlaust. Þú kemur sjálfum þér mest á óvart og trúir jafnvel ekki hvaða skref þú ætlar að taka. En öll verða þau þó í rétta átt, geta tekið tíma eða jafnvel gerst á næsta augnabliki. Þetta tímabil er einhvers konar keppni og þú ert að finna þér rétta liðsheild fyrir hana. Mikið af gömlum vinum og gömlum tíma birtist þér og styrkur þinn er það mikill að þú þarft í raun ekki að hafa neinar áhyggjur, og það er valkostur. Alveg sama þótt þér finnist þú hafa gert mistök og þótt þú hafir gert þau, þá munu allir fyrirgefa þér því þú ert elskaður. Svo ekki hafa móral yfir neinu, þú hefur ekkert til að skammast þín fyrir. Ég dreg eitt spil úr töfrabunkanum mínum og þar færðu töluna sex sem er tala ástarinnar og fjölskyld- unnar og þetta spil er líka tákn freistinga. Freistingar geta verið dásamlegar en stundum hættulegar, svo varastu þær. Peningar eru á leiðinni til þín og það er alltaf gott að hafa þá. Það verður svo sannarlega af- slappandi og skemmtilegt fyrir þig að eyða þeim og þér heldur áfram að ganga vel í sambandi við fjármál og þarft ekki að neita þér um neitt. Þú getur klifið metorðastigann og náð þeim árangri sem þú vilt, en leiddu líka hugann að því hvar og hvernig þú vilt hafa ástina. Lífið hefur lag á því að leysa vandamál því þú hugsar í lausnum. Hinn 21. júní er nýtt tungl sem er í Krabbamerkinu og þá er sérstaklega góður tími fyrir þig að setja fram þær óskir sem þú vilt sjá í lífi þínu, því á þessum tíma gerast töfrar. Skref í rétta átt KRABBINN | 21. JÚNÍ – 20. JÚLÍ Elsku Tvíburinn minn, það er allt á fullri ferð í kringum þig og engin ástæða til þess að óttast nokkurn skapaðan hlut. Þú finnur fyrir jafnvægi í orku og heilsufari og þegar þetta tvennt er til staðar hjá þér verða andinn og hugsanirnar heil. Þú hefur svo margoft haldið að allt væri að fara til helvítis og akkúrat þá gerðist eitthvað þver- öfugt, því ef orðtakið Þetta reddast ætti heima í einhverju stjörnumerki er það í þínu. Það er svo mikilvægt fyrir þig að breyta því sem þú þolir ekki hvort sem það er kyrrseta eða að vera kyrr, því þá lyppast andinn niður og þér verður ekkert úr verki. Farðu út og faðmaðu tré eða gerðu eitthvað sem tengist náttúrunni, fjöllunum og sjónum. Móð- ir jörð er svo tilbúin að gefa þér það afl sem vantar. Ég horfði á heimildarþátt um daginn sem var gerður af vísindamönnum sem sýndu og sönnuðu að tré tala saman með rótunum. Það þarf ekki að vera svo merkilegt sem þú gerir, bara að þú sért með opinn huga, biðjir um það sem þú þarft og hugsir ekki um það sem þú þarft ekki. Ég dreg eitt spil fyrir þig úr töfrabunkanum og þar er mynd af manneskju sem heldur um hjartað og undir stendur: tilfinningalegur missir. Þú þarft að gleyma einhverju, allavega um stund, láta erfiðleika ekki búa um sig í heilanum, því þá finnurðu vanmátt til að takast á við allt sem þér býðst. Hugsanir eru blekking, svo þú munt koma þér úr þessari hringiðu, og um leið og þú tekur til í sálinni hækkar tíðni ástarinnar og allt smellur saman eins og þú vilt hafa það. Þetta verður dásamlegt sumar elsku hjartað mitt. Það er fullt tungl í Bogmanninum hinn fimmta júní og þeirri orku fylgir ótrúlegur máttur, þú færð góðar gjafir og verður þar sem sólin er. Þar sem sólin er TVÍBURINN | 21. MAÍ – 20. JÚNÍ 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2020 Elsku Meyjan mín, svo merkilega staðföst og heillandi sem þú ert þá læturðu litlu hlutina fara allt of mikið í taugarnar á þér. Hindranir sem skipta engu máli eru bara sveigja á vegi þínum sem þú getur svo auðveldega sparkað í burtu. Hættu að vera reið út í það sem skiptir ekki máli því þá finnurðu hvernig hugurinn hreinsast og sérð hvað allt er dásamlegt. Þú hefur áorkað svo mörgu í gegnum tíðina, skoðaðu það og klapp- aðu þér á bakið. Lífið er langhlaup, en þú átt að taka það í stuttum sprettum. Þú getur ráðið ferð- inni og haft stjórn á því sem þú vilt, svo skoðaðu aðalatriðin. Leggðu meira traust í hendur almættisins og leitastu við að magna þessa skemmtilegu orð- heppnu persónu sem þú ert. Því það er bara þannig að ef þú ert í góðu stuði ertu hrókur alls fagn- aðar og heillar alla upp úr skónum. Þú þarft á þessu tímabili að temja þér meira jafnvægi á milli þeirrar gegnheilu manneskju sem þú ert og löngunar þinnar til að upplifa ævintýri. Þú ert að fara að gera eitthvað stórbrotið í lífinu, svo leyfðu þér að njóta. Þú ert ástríðufull og tilfinningarík, en temdu ástríður þínar betur og farðu milliveginn. Ég dreg eitt spil fyrir þig úr töfrabunkanum mínum og þar er mynd af manni og konu sem setja hendur sínar saman og horfa í augun hvort á öðru. Þetta spil táknar jafnvægi og það er akkúrat það sem skiptir þig mestu máli á næstunni. Þú þarft sjálf að vinna í þessu því þú ert skipstjórinn í þessari ferð. Þér dettur í hug að þú getir ekki framkvæmt eða klárað þínar hugmyndir eða það sem þú vilt gera. En þegar þú segir sjálfri þér að þú getir ekki eitthvað er það staðhæfing sem virkar og þá get- urðu það ekki elskan mín. Þannig skaltu frekar segja við þig oft á dag að þú getir það sem þú vilt, því orð eru álög og þú ert fædd til að gera góðverk, það er þinn grunnur og þú getur! Leyfðu þér að njóta MEYJAN | 22. ÁGÚST – 22. SEPTEMBER Elsku Sporðdrekinn minn, þvílíkur dýrðartími er að framkallast í þínu lífi, þú sérð vart litina því þú stendur undir regnboganum. Þú færð upp í hendurnar þau tól og tæki sem þig vantar, án þess að hafa eins mikið fyrir því og þú hélst. Þú lætur engan og ekkert hafa áhrif á að fá þá gleði sem þú átt skilið. Eini gírinn sem þú átt alveg að sleppa er að vorkenna þér og þetta er eina setningin sem ég man að mamma sagði við mig þegar ég var ung og og hún klingir svo sterkt við huga minn: Þú skalt alls ekki vorkenna þér hjartað mitt. Það verða dásamlegar tengingar í þinni fjölskyldu og þú verður svo stoltur af þínu fólki. Þú munt bera þig, klæða þig öðruvísi eða eitthvað í þá áttina. Og þegar þú lítur í spegil áttu svo sannarlega eftir að sjá hvað þú ert flottur. Ef þú ert svo dásamlega heppinn að vera á lausu laðarðu að þér manneskju sem passar þér fullkomlega. Þú átt að spekúlera í því að ná þér ekki í manneskju sem þú heldur að sé þín „týpa“, því sá samruni er búinn að klikka svo oft. Þegar þú finnur þá tilfinningu sem fær þig til að líða vel og geta verið þú sjálfur í samvistum við þann sem þú dáir veistu að ástin er komin til þín. Hjá hinum sem hafa fundið sér maka ganga hlutirnir einfaldlega vel eða jafnvel mun betur. Þú ert svo trygglyndur og pottþéttur að þegar alvöruást er í kringum þig mun ekkert slíta það. Þú ert þeim sem þér þykir vænt um svo rausnarlegur og gefur takmarkalaust, ekki vera sár þótt þú fáir ekki allt endurgoldið því þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig. Júpíter er kraftmikill sem verður þér til lukku eða láns og fleytir þér lengra en þig grunar. Undir regnboganum SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER – 22. NÓVEMBER Elsku Vogin mín, þú ert að sigra svo margt með litlum skrefum þó að sjálf- sögðu viljirðu alltaf vera sá hástökkvari sem þú ert í raun. En þessi skref sem þú ert að taka núna veita þér meiri ánægju en sjálft hástökkið. Þú hefur verið að fagna mörgum litlum hlutum sem hafa gerst hjá þér. En þú hefur líka leyft þér að kvíða án þess að vita nákvæmlega hverju þú kvíð- ir. Við gætum sagt að það væri týpísk Vog, en mín sannfæring er að svo sé ekki. Þú ert með svo mörg ljós kveikt að þú sérð ekki alveg hvaða ljós skín skærast. Slepptu tökun- um, þá veistu hvert þú átt að fara. Það eru engar stórar ákvarðanir eða atburðir í aðsigi, en það er eins og þú þurfir að skoða að þú sért í fríi þótt þú hafir ýmislegt að bralla. Svo þú þarft að leyfa þér að njóta og ekki synda alltaf á móti straumnum. Bjartsýni þín og glaðværð skilar sér margfalt til baka því hamingjan er fylginautur þinn. En mundu líka að það er mikilvægt að lifa bara einn dag í einu og skipuleggja þig ekki of langt fram í tímann, því lífið gerist bara. Þú elskar að vera ástfangin og þegar þér finnst eitthvað hafa dofnað og þú ert ekki eins spennt fyrir ástinni og þú varst þarf ég að segja við þig að þá fyrst er hún í lagi, svo lærðu að meta kyrr- láta ást. Þeir sem eru á lausu í þessu merki lenda í ævintýrum tengdum ástinni á óvæntum stað, það verður svo dásamlega skemmtilegt. Ég ætla að draga eitt spil fyrir þig úr töfrabunkanum mínum. Þar er mynd af þér þar sem þú situr úti í skógi með lófana útrétta. Þetta spil táknar endurnýjun á öllu því sem hug þinn, líkama og sál vantar. Þarna tengir þig talan fjórir sem gefur þér þrjósku til að klára og ganga frá lausum endum. Það eru skilaboð á leiðinni til þín sem skipta miklu máli. Bjartsýni skilar sér VOGIN | 23. SEPTEMBER – 22. OKTÓBER Júní

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.