Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 29
mitt þetta efni árið 2011, sem báðar gengu álíka vel.) Sögurnar virðast ferðast hratt í Hollywood og eygja því margir framleiðendur von um koma sinni mynd út á undan samkeppnisaðil- anum, þrátt fyrir að hafa verið seinni til að velja myndina. Liggur það í augum uppi að þeim sem kem- ur mynd sinni fyrst út muni ganga betur í tekjuöfluninni. Það gerist þó alls ekki alltaf. Drengir sem verða menn Undir lok 9. áratugarins urðu stjórnendur stúdíóanna í Hollywood gjörsamlega helteknir af kvikmynd- um þar sem meðvitund drengs fær- ist yfir í eða skiptir um líkama við fullorðinn mann. Horki meira né minna en fjórar slíkar myndir (og ein sjónvarpsmynd) komu út frá því í október 1987 fram í júní 1988. Fjór- ar myndir á rétt rúmum átta mán- uðum. Aumingjans fólkið. Síðust þessara mynda var Big með Tom Hanks í aðalhlutverki. Hún gekk hins vegar best og varð Penny Marshall þar með fyrsti kvenkyns leikstjórinn til að stýra mynd sem þénar yfir 100 milljónir dala í kvikmyndahúsum vestanhafs. Samkvæmt mjög lauslegri út- tekt sunnudagsblaðsins virðist sú mynd sem fyrr kemur út yfirleitt ganga betur. Hvort það er vegna tímasetningarinnar eða einfald- lega að stúdíóið sem fyrr tekur af skarið geti tekið sér meiri tíma í framleiðsluna, valið betra handrit, betri leikara, leikstjóra o.s.frv. skal ósagt látið, enda margt sem spilar inn í árangur kvikmynda. Eins og sést hér að ofan eru til dæmi um að tvíburamyndir hafi gengið jafn vel, sú fyrri miklu betur og sú seinni miklu betur. Óvíst er því hvað stjórnendum stúdíóanna geng- ur til. Líklega vilja þeir ekki missa af lestinni um leið og keppinauturinn ákveður að framleiða tiltekna mynd. Mögulega á mikilmennskubrjálæði þar í hlut, þar sem menn vilja jú ekki líta illa út ef samkeppnisaðilanum gengur vel. Latir maurar Árið 1998 voru gefnar út tvær teiknimyndir um skordýr, Antz og A Bug’s Life (Pöddulíf). Báðar voru þær tölvuteiknaðar og fjölluðu um maur sem er ekki sáttur við hlut- skipti sitt í lífinu og verður ástfang- inn af mauraprinsessunni áður en hann heldur af stað í ævintýraferð. Dreamworks, undir stjórn David Katzenberg, gaf í október þetta ár út myndina Antz, og Pixar, undir stjórn Steve Jobs og David Lasse- ter, fylgdi á eftir mánuði seinna með Pöddulíf. Katzenberg hafði nýlega yfirgefið Disney, sem dreifði mynd- inni, og sökuðu Jobs og Lasseter hann um að stela hugmyndinni. Til að vera á undan Pixar með útgáfuna flýtti Katzenberg framleiðslu mynd- arinnar um sex mánuði. Það gekk þó ekki sem skyldi og öfugt við það sem gerðist í tilfelli Douglas McGrath og handrits hans um Truman Capote, þénaði Pöddulíf meira en tvöfalt meira en Antz og varð vinsælasta teikimyndin það árið. Philip Seymour Hoffman fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn sem Truman Capote í samnefndri mynd. Myndin Infamous gekk ekki eins vel. Metro-Goldwyn-Mayer Studios 7.6. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. FYLKI Leikstjórinn Lilly Wachowski segir að frægasta mynd hennar, The Matrix eða Fylkið, hafi fæðst út frá reiði. Wachowski og systir hennar, Lana, skrifuðu og leik- stýrðu þessari áhrifamiklu mynd sem kom út árið 1999. Á þeim tíma lifðu systurnar báðar sem karlar en komu seinna út úr skápnum sem trans- konur. Í viðtali við The Hollywood Reporter segir Wachowski að hún hafi verið reið út í sjálfa sig fyrir að neyða sig til að vera enn inni í skápnum en einnig út í kapítal- ismann sem stuðlaði að því. Fylkið varð til út frá reiði AFP BÓKSALA Í MAÍ Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Þess vegna sofum við Matthew Walker 2 Hryllilega stuttar hrollvekjur Ævar Þór Benediktsson 3 Dagbók Kidda klaufa 12 – flóttinn í sólina Jeff Kinney 4 Morðin í Háskólabíó Stella Blómkvist 5 Sumarbókin Tove Jansson 6 Milljarðastrákurinn David Walliams 7 Fólk í angist Fredrik Backman 8 Í vondum félagsskap Viveca Sten 9 Elskuleg eiginkona mín Samantha Downing 10 Afnám haftanna – samningar aldarinnar? Sigurður Már Jónsson 11 Skólaráðgátan Martin Widmark/Helena Willis 12 Eldum björn Mikael Niemi 13 Sögur úr Múmíndal Tove Jansson 14 Blokkin á heimsenda Arndís Þórarinsd./Hulda Sigrún 15 Heillaspor Gunnar Hersveinn 16 Stjáni og stríðnispúkarnir 5 – partýpúkar Zanna Davidson 17 Framkoma Edda Hermannsdóttir 18 Iceland in Motion Olivier Grunewald 19 Depill á bókasafninu Eric Hill 20 Vísnabók Iðunnar Ýmsir – Halldór Pétursson Allar bækur Það mun aldrei líða mér úr minni þegar ég var að passa eina uppáhaldsfrænku mína og las fyrir hana ljóð úr Svörtum fjöðrum eft- ir Davíð Stefánsson afabróður hennar. Þegar ég ætlaði að ljúka lestrinum og bjóða góða nótt, þá gall í litlu stúlkunni: „Meiri ljóð!“ Stundum vill gleymast hversu áhrifamáttur ljóða er mikill. Ég kynntist því á dögunum þegar ég fór í göngu um miðborgina í góð- um félagsskap að skoða styttur bæjarins. Til að krydda upp á til- veruna voru tvö valin af handahófi við hvert listaverk til að flytja ást- arljóð hvort til annars – og horfast í augu. Þó að þetta væru aðeins ferskeytlur, stuttar og gagnorðar, mátti glöggt finna hversu mjög þeim brá þegar þau fóru með síðustu hend- inguna – svo sterk voru orðin þegar þau fengu að hljóma undir þessum kring- umstæðum. Þau jafnvel roðnuðu ofan í tær. Eins og í ljóðinu Við Lindargötu úr Mar- arbárum eftir Elías Mar: Í húsi handan við Skólann bjó heimsins fegursta mær Ég rétt þorði að renna auga og roðnaði oní tær hér bjó Hanna mín Þorgils. Hún varð sjötug í gær. Ég hef dundað mér við að lesa ljóðabækur á þessu ári og glaðst yfir því hversu gróskan er mikil hjá ungum skáldum. Innræti Arndísar Þórarinsdóttur varpar ljósi á þroskaferli mannsins: „Það eru engir vinir í Uno/ segir barnið og horfir á mig/ svolítið ögrandi/ eins og það vonist til þess/ að ég beri á móti bitrum sann- leikanum.“ Svo má grípa niður í Jónasi Reyni Gunnarssyni – á Þvottadegi hans. Leikur í orðum en alvaran býr undir: „… að fjarlægja fólk úr lífi sínu/ er að klippa það úr krömdum bílum.“ Þarna er líka gamall kunningi, Jón Kalman Stefánsson, sem var í uppáhaldi hjá móður minni – svo mjög að ég sótti jafnan áritaða bók til hans á aðfangadagsmorgun í jólapakkann. Nú er nýútkomið ljóðasafn frá árunum 1988-1994, Þetta voru bestu ár ævi minnar, enda man ég ekkert eftir þeim. Jón Kalman hikar aldrei við að ganga alla leið í líkingum – hjá honum er ýmist himnaríki eða helvíti. En húmorinn aldrei langt undan. Í ljóðinu Ray Brown er ein- föld mynd: „ég kemst ekki/ út úr herberginu fyrir bassa.“ Í eftirmála rifjar hann upp nið- urlag á fyrstu gagn- rýninni sem hann fékk á ljóðabókina með byssuleyfi á ei- lífðina: „Af hverju þessi sóun á papp- ír?“ Sá sem gefur sig að ljóðum á ekki erfitt með að svara þeirri spurningu. PÉTUR BLÖNDAL ER AÐ LESA Af hverju þessi sóun á pappír? Pétur Blöndal er framkvæmda- stjóri Samáls. Fyrir áhugasama má hér sjá nokkrar þekktar tvíbura- myndir.  The Amityville Horror (1979) og The Shining (1980)  Top Gun (1980) og Iron Eagle (1980)  Dante’s Peak (1997) og Volcano (1997)  Prefontaine (1997) og Without Limits (1998)  Deep Impact (1998) og Armageddon (1998)  Madagaskar (2005) og The Wild (2006)  The Prestige (2006) og The Illusionist (2006)  Hercules (2014) og The Legend of Hercules (2014)  Darkest Hour (2017) og Dunkirk (2017) Halda mætti þessari upptaln- ingu lengi áfram en áhugavert er að önnur myndin gleymist oft fljótt, þrátt fyrir afburða- leikara og mikinn tilkostnað. Fjöldi tvíbura- mynda Wachowski var reið við skrifin.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.