Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 2020 „Þetta er eina leiksýningin sem er í gangi í dag,“ segir Sara Marti Guðmundsdóttir, sem leikstýrir Karíusi og Baktusi ásamt Agnesi Wild. Sýningin, sem er í Kaldalóni í Hörpu, hefur verið tilnefnd til Grímunnar sem barna- sýning ársins. Skemmtilegt að vera óþekkur Sara segir þá félaga Karíus og Baktus alltaf heilla börn. „Það er af því þeir eru svo óþekkir. Það er svo skemmtilegt. Það langar alla að vera smá óþekkir. Svo vilja auðvitað allir borða nammi. Þeir eru að lifa draum- inn, draum okkar allra,“ segir hún og hlær. „Boðskapurinn er alltaf sá sami en við breyttum aðeins og settum aðeins meiri ábyrgð á tannhirðu barna á for- eldrana. Svo erum við búin að upp- færa leikritið og erum með nútíma- brandara. Áhorfendur fá líka í þetta sinn að sjá hvaðan þeir koma og hvert þeir fara,“ segir hún og segist nota tæknina óspart. „Þetta er mjög tæknileg sýning og við notum mjög mikið vídeó.“ Allar upplýsingar og miða má finna á harpa.is og tix.is. Ljósmynd/Daldrandi Draumur okkra allra Sara Marti Guðmundsdóttir Karíus og Baktus eru mættir á ný til að skemmta börnum, nú í Hörpu. Þeir bræður, Karíus og Baktus, elska nammi og sætindi. Þeir hafa minni áhyggjur af tann- skemmdum í munni Jens. Málfar íþróttablaðamanna og orðanotkun hefur löngum verið vinsælt umræðuefni. Anna Theo- dóra Pálmadóttir fjallaði um málfar í íþróttafréttum í Morg- unblaðinu í júní 1990 og byggði þar á BA-ritgerð sinni í íslensku um viðfangsefnið. Niðurstaða hennar var að eðli- lega hefði „orðræða íþróttanna þróast á því sjötíu ára tímabili sem hér var til athugunar. Þó sýnast breytingarnar óveruleg- ar“. Hún nefnir sem dæmi að 1928 hafi verið talað um prýðilega fal- legt spark, en þegar hún skrifar, 1990, glæsilegt skot. Þá var algengt að talað væri um að setja mark fram á fimmta áratuginn, svo hafi það orðalag horfið og ekki birst aftur fyrr en á áttunda áratugnum. Sögnin að skora hefði fyrst verið notuð 1938. Athygli hennar vekur einnig að Fram hafi glatað beygingu sinni, en 1918 hafi það verið gert og talað um leik milli Vals og Frams. Þá skaut orðið knattreki upp kollinum yfir knattspyrnumann, en varð ekki langlíft. GAMLA FRÉTTIN Knattreki hvarf Knattrekendur kljást um boltann. Orðið knattrekandi kom fram 1928 í merkingunni „þeir sem reka knöttinn“, en náði ekki fótfestu. Morgunblaðið/Arnaldur ÞRÍFARAR VIKUNNAR Tilda Swinton, skosk leikkona Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunar Gwendoline Christie, bresk leikkona

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.