Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 12
FARALDRAR 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2020 Fæst í Fjarðarkaup og öllum apótekum. Vöðvaslakandi – betri endurheimt Inniheldur magnesíumklóríð, orkuge- fandi sítrónuolíu, græðandi arnicu og papriku. Magnesíum Muscle S vartidauði eða bólusótt átti upptök sín í Mið-Asíu upp úr 1330 og barst vestur til Evrópu 1347. Þar herjaði hann með hléum í fimm hundruð ár eða þar til hann hvarf á fjórða áratug nítjándu aldar. Fyrsta plágan í Evrópu stóð frá 1347 til 1352. Nafngiftin svartidauði mun vera frá sautjándu öld, en á fjórtándu öld var talað um pláguna og hún kennd við Flórens. Hins vegar er talið að hún hafi borist með skipum frá Genúu, sem sigldu úr Svartahafinu og lögð- ust að bryggju í Messínu á Sikiley þá um sumarið. Þaðan barst plágan hratt til Sardiníu og Korsíku og síðan inn á meginland Ítalíu, meðal annars með skipum sem komu til hafnar í Genúu. Brátt var öll Evrópa í greip- um plágunnar. Talið er að helmingur íbúa Evrópu hafi látið lífið milli 1347 og 1353. Giovanni Boccaccio lýsir því hvern- ig plágan lék Flórens 1348 í bókinni Tídægru og Daniel Dafoe, sem þekkt- astur er fyrir Róbinson Krúsó, skrif- aði um pláguna miklu í London 1665 til 1666 í Dagbók frá ári plágunnar. „Lágu dauðir innan þriggja nátta“ Til Íslands barst svartidauði 1402, lík- ast til frá Englandi, og í Árbókum Es- pólíns er talað um svo mikla „bráða- sótt, að menn lágu dauðir innan þriggja nátta“. Bæir lögðust í eyði og jafnvel heilar sveitir. Aftur barst svartidauði hingað í lok 15. aldar og var þá jafn skæður. Talið er að helm- ingur þjóðarinnar hafi orðið pestinni að bráð í hvort skipti. Plágan hjaðnaði síðan í Vestur- Evrópu upp úr 1700 og blossaði síðast upp á Ítalíu 1743. Síðustu tilfellin voru þó staðbundin og breiddust ekki út um alla álfuna. Enn er deilt um ástæðurnar fyrir því að plágan hvarf. Aftur birtist plágan um miðja 19. öld. Lék hún þriðja heiminn verst og er talið að á Indlandi hafi allt að 15 milljónir manna látið lífið af hennar völdum á árunum 1898 til 1910. Enn er að finna staði þar sem plágan leynist. Í heiminum greindust 3.248 tilfelli og 584 andlát 2010-2015 og gæti það verið vanmat. Bakterían sem veldur svartadauða uppgötvaðist árið 1894 og nefnist Yersinia pestis. Þar voru tveir vís- indamenn að verki og er hún kennd við annan þeirra, Alexandre Yersin. Hálfum áratug síðar áttuðu menn sig á því að hún bærist með rottum og flóm sem þær hýsa. Skiparottur, rat- tus rattus, báru pestina milli heims- álfa. Þær kunna við sig í návígi við menn og éta svipaða fæðu. Rotturnar hýstu flær sem báru bakteríuna með sér og leituðu einnig á menn. Önnur tegund af fló, sem aðeins fór á milli manna, bar bakteríuna einnig með sér. Þegar rotturnar drápust af pest- inni ærðust flærnar og leituðu að nýj- um hýsli. Þær leita í hlýju og greina titring og koldíoxíð. Skortur á hrein- læti og þéttbýli skapaði kjör- aðstæður. Smitleiðir voru margar, allt frá klæðnaði og rúmfötum manna, sem létust af svartadauða, til malara og bakara vegna þess að rott- urnar leituðu í hveiti. Konstantínópel (nú Istanbúl) var miðstöð flutninga við Miðjarðarhaf, jafnt á landi sem sjó. Þaðan var varn- ingur fluttur á landi til Balkanskag- ans og á sjó til Feneyja, Napolí, Korfú, Genúu, Marseille og Valencia. Stundum felldi veikin heilu áhafn- irnar áður en skip náðu til hafnar og þau flutu um á öldum Miðjarðarhafs- ins. Fyrstu merkin um svartadauða voru iðulega að rottur drápust unn- vörpum á götum úti. Fyrr á öldum greindu menn hins vegar ekki or- sakasamhengi á milli rottunnar og svartadauða. Talið var að rottur fengju pláguna á undan mönnum vegna þess að þær væru litlar. Þar sem þær væru með nefið niðri við jörð eða gólf væru þær viðkvæmari fyrir eitruðum gufum, sem risu úr jarðveginum. Þær sýktust því fyrst, að talið var, og síðan mannfólkið þeg- ar gufurnar næðu til öndunarfæra þess. Ekki voru heldur rottur alltaf til staðar þótt sóttin blossaði upp og efa- semdamenn spurðu hvernig sótt sem byggðist á hægfara útbreiðslu á rott- um gæti farið yfir Evrópu eins og logi um akur. Þá þótti líka skrýtið að plág- an gæti blossað upp í Moskvu eða á Íslandi um miðjan, frostkaldan vetur þegar flærnar væru í dvala. Þar hefur sérstaklega verið horft til Íslands. Ekki nóg með að svartidauði hafi geisað á Íslandi þrátt fyrir kalt lofts- lag, heldur voru rottur ekki hluti af dýraflóru landsins á miðöldum. Því var spurt hvernig sjúkdómur sem bærist með rottum eða öðrum nag- dýrum og austurlenskum rottuflóm gæti breiðst svo hratt út þegar hvor- ugt væri til staðar. Nú er vitað að til séu nokkur afbrigði af Yersinia pest- is. Eitt þeirra leitaði í lungun. Þegar þetta kom í ljós skýrðist hvað sjúk- dómurinn var bráðsmitandi. Lungna- pestin barst á milli manna með drop- um sem menn önduðu eða hóstuðu frá sér og átti fyrir vikið auðveldara með að breiðast út að vetrarlagi. Þá safnaðist fólk saman innan dyra þeg- ar kalt var í veðri og pestin náði að grassera. Lungnapest í sýklavopn Lungnapestin kemur við sögu í þróun sýklavopna. Hægt væri að dreifa bakteríunum í lofti. Einkennin í upp- hafi minna á flensu og þegar sjúk- dómurinn tekur við sér er dauðinn skammt undan. Bandaríska sótt- varnamiðstöðin CDC flokkar Yers- inia pestis með þeim sjúkdómum, sem líklegast er að hryðjuverkamenn muni reyna að beita eða notaður verði í sýklavopnahernaði. Sjúkdómseinkenni svartadauða Plágan mikla Margar plágur hafa herjað á mannkyn. Ein sú skæð- asta var svartidauði, sem gaus upp á fjórtándu öld og blossaði reglubundið upp aftur í Evrópu í fimm hundruð ár. Bakterían finnst enn og á sér bólfestu í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu. Karl Blöndal kbl@mbl.is Í verkinu Sigur dauðans eftir flæmska meistarann Pieter Bruegel eldri frá 1562- 63 fer dauðinn um á uxakerru með ljáinn á lofti á meðan englar dauðans blása í lúðra.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.