Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2020, Blaðsíða 13
7.6. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 voru hryllileg og fylgdi honum gríð- arlegur sársauki og verkir. Lyktin, sem fylgdi, var einnig sögð óbærileg. Bakterían fjölgar sér ógnvænlega hratt og ekki líður á löngu áður en líf- færin gefast upp og sjúklingurinn gefur upp öndina. Dánartíðnin var geigvænleg og þeir, sem lifðu af, voru lengi að jafna sig, ef þeir gerðu það nokkurn tíma. Boccaccio lýsir því í Tídægru, sem kom út á íslensku í þýðingu Erlings E. Halldórssonar, hvernig samfélagið í Flórens umturnaðist í plágunni 1348, sumir drógu sig í hlé, aðrir „álitu óbrigðult ráð til að bægja frá sér þessari óttalegu vá að drekka stíft, njóta lífsins til fullnustu, fara um syngjandi og trallandi, fullnægja öll- um sínum löngunum hvenær sem færi gafst, og hafa bölvunina í flimt- ingum“. Hann skrifar að fólk hafi veslast upp án neinnar aðhlynningar og borgararnir sneitt hver hjá öðrum, „plágan hafði lætt svo miklum hryll- ingi inn í hjörtu karla og kvenna að bræður yfirgáfu bræður, frændur sína ættbræður, systur bræður sína, og það kom tíðum fyrir að konur hlypust brott frá eiginmönnum sín- um. En verra var þó, og nærri að segja ótrúlegt: feður og mæður neit- uðu að hjúkra og annast um sín eigin börn, eins og þau væru þeim óvanda- bundin.“ Ástandið var eins og í stríði þar sem dauðinn gat barið að dyrum fyr- irvaralaust, án þess að fólki gæfist ráðrúm til að ganga frá sínum jarð- nesku eigum eða játa syndir sínar og búa sig undir dauðann. Hverfulleiki lífsins var mönnum hugleikinn. Líkingar voru iðulega teknar úr Biblíunni og vísað í op- inberunarbókina í Nýja testamentinu og frásögnina af endalokunum þar sem innsiglin sjö eru rofin, ridd- ararnir fjórir fá lausan tauminn og „mikill landskjálfti varð og sólin varð svört sem hærusekkur og allt tunglið varð sem blóð“. Ofsóknir og morð Einnig voru uppi hugmyndir um að plágan væri laun syndarinnar, guðleg refsing fyrir syndugt líferni. Slíkar hugmyndir leiddu jafnvel til krafna um að hreinsa samfélög. Þess voru dæmi að vændiskonum væri úthýst úr borgum og bæjum. Gyðingar urðu fyrir ofsóknum og reiðin beindist einnig gegn trúarlegum efasemda- mönnum, útlendingum og nornum. Fólk var grýtt, hengt og brennt til bana og hreinsanir áttu sér stað. Í Strasbourg var tvö þúsund gyðingum safnað saman 1349 í kirkjugarði Ljósmynd/Prado-safnið í Madrid ’ En verra var þó, og nærri aðsegja ótrúlegt: feður og mæð-ur neituðu að hjúkra og annastum sín eigin börn, eins og þau væru þeim óvanabundin. þeirra þar sem þeir voru grafnir lif- andi. Þeim var gefið að sök að hafa eitrað brunn sem kristnir íbúar sóttu í vatn sitt. Skilningur á svartadauða var ekki fyrir hendi, en þó var brugðist við með ýmsum hætti. Margir lögðu ein- faldlega á flótta. Kenningar um að sjúkdómurinn væri í gufum sem stigju upp urðu til þess að reynt var að vinna á óþef. Yfirvöld reyndu að grípa til aðgerða og átti plágan þátt í eflingu ríkisvalds. Stofnaðar voru heilbrigðisnefndir sem höfðu um- fangsmikið vald. Sóttkvíin kemur til sög- unnar Feneyingar voru fyrstir til að beita sóttkví. Skipum sem komu austan úr Miðjarðarhafi var beint til tveggja eyja þar sem þau voru hreinsuð og áhöfn og farþegar fóru í einangrun. Sóttkvíin stóð í fjörutíu daga og af því er orðið quarantine dregið (á ítölsku quarantena, en quaranta merkir fjörutíu). Dagafjöldinn var sóttur í Biblíuna. Syndaflóðið stóð í fjörutíu daga og fjörutíu nætur, Móses var í fjörutíu daga á Sínaífjalli áður en hann tók við boðorðunum tíu og Kristur fastaði í 40 daga eftir að hann var skírður í ánni Jórdan, svo eitt- hvað sé nefnt. Á meðan á þessu stóð áttu eiturgufurnar sem báru með sér svartadauða að leysast upp. Kenningarnar um eiturgufurnar, sem sóttar voru til Forn-Grikkja, stóðust vitaskuld ekki, en aðferðirnar virkuðu engu að síður. Fjörutíu dagar voru nógu langur tími til að tryggja að heilsuhraustur maður bæri svarta- dauða ekki með sér þegar hann væri leystur úr sóttkví og sömuleiðis var víst að sýktar flær og bakteríur dræpust. Þessar aðferðir dugðu til að verja Feneyjar og voru teknar upp víðar þótt enn héldi svartidauði áfram að herja á Evrópu og enn megi finna bakteríuna Yersinia pestis í öllum álf- um jarðar nema á Suðurskautsland- inu. Einkum byggt á Epidemics and Society eftir Frank M. Snowden. Ýmsir þættir urðu til þess að binda enda á pláguna. Einn þeirra er að snemma á 18. öld byrjaði rottutegund úr norðri að ryðja sér til rúms í Evrópu og víðar. Brúnrottan eða rattus norvegicus er stór og sterk og fjölgar sér hratt. Henni tókst að hrekja brott svörtu skiparott- una, rattus rattus, þannig að hún hvarf. Hún fann fyrir næga fæðu og átti sér enga nátt- úrulega óvini. Brúnrottan komst einnig um borð í skip og breiddist þannig út um heiminn. Þetta skipti máli vegna þess að rottutegundirnar eru ger- ólíkar að skapgerð. Brúnrottan fælist menn og heldur sig fjarri þeim. Svartrottan er hænd að mönnum og var jafnvel litið á hana sem gæludýr. Brúnrottan er hins vegar árásargjörn og frá- hrindandi. Fyrir vikið áttu flærn- ar og bakteríurnar erfiðara með að flytja sig yfir á menn eft- ir að brúnrottan hélt innreið sína. Bent hefur verið á að það sé tæplega tilviljun að rattus norvegicus hafi haldið innreið sína og plágan horfið á sama tíma. Rétt er þó að nefna að fyrir fimm árum birtist grein með þeirri kenningu að stökkmýs hefðu breitt út svartadauða, ekki svartrottan. Bæði svartrotta og brúnrotta hafa fundist hér á landi, en lík- lega var landið þó rottulaust fram á 17. eða 18. öld að því er lesa má á Vísindavefnum. Brún- rottu er nú að finna víða um land, en svartrottan berst hing- að aðeins sjaldan og hefur ekki náð fótfestu á síðari tímum. HÖFÐU TEGUNDASKIPTI ÁHRIF Á ÚTBREIÐSLU? Rottur gæða sér á hrísgrjónum. Svartidauði barst með flóm, sem voru á rottum og hýstu hina banvænu bakteríu. AFP Brúnrottan tók völdin Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá sérblandaða hjá okkur. HÁGÆÐA VIÐARVÖRN FRÁ SLIPPFÉLAGINU Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.