Morgunblaðið - 01.07.2020, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 01.07.2020, Qupperneq 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2020  Sol Campbell hætti í gær störfum sem knattspyrnustjóri enska C- deildarfélagsins Southend United, sem og aðstoðarmaður hans Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðs- maður. Þeir tóku við liðinu í afar erfiðri stöðu í október og náðu ekki að forða því frá falli en Southend var í vonlítilli stöðu þegar keppni í C-deildinni var hætt í mars.  KR-ingar hafa lánað framherjann Björgvin Stefánsson til KV og hann getur því leikið með Vesturbæjarliðinu í 3. deildinni næstu vikurnar. Björgvin hefur ekkert leikið með KR-ingum á tímabilinu vegna meiðsla en þeir geta kallað hann til baka þegar félaga- skiptaglugginn verður opnaður á ný í ágústmánuði.  Arnar Már Guðjónsson, miðjumað- urinn reyndi úr ÍA, getur einnig komið sér af stað eftir meiðsli í neðri deild- unum. Arnar sleit krossband í hné síð- asta sumar en hann hefur nú verið lán- aður til grannliðs ÍA á Skaganum, Kára, og getur spilað með því í 2. deildinni til að byrja með.  Kamerúnski miðvörðurinn Joel Matip leikur ekki meira með Liverpool á yfirstandandi tímabili í enska fót- boltanum. Hann meiddist á fæti gegn Everton um fyrri helgi og tilkynnt var í gær að hann myndi missa af þeim sjö leikjum sem Englandsmeistararnir eiga eftir að spila.  Íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik er í öðrum styrkleikaflokki af fjórum fyrir dráttinn í forkeppni heimsmeistaramótsins 2021 en hann fer fram 8. júlí. Verður forkeppnin leik- in í lok árs. Sautján lið fara í fimm riðla og fara tvö lið upp úr hverjum riðli.  Knattspyrnulið Aftureldingar bætti í gær við þriðja spænska leikmann- inum í hóp sinn. Endika Galarza, 25 ára gamall miðvörður, er kominn í Mosfellsbæinn frá spænska C- deildarliðinu Real Unión en hann lék 14 af 28 leikjum liðsins á tímabilinu 2019-20 sem bundinn var endi á í mars.  Kristófer Páll Viðarsson, knatt- spyrnumaður frá Fáskrúðsfirði, er kominn á ný í raðir uppeldisfélagsins, Leiknis, sem lánsmaður frá Keflavík. Kristófer skoraði grimmt fyrir Leikni á árunum 2014 til 2016 og gerði tíu mörk fyrir liðið þegar það hélt sér óvænt í 1. deildinni 2016. Hann hefur síðan leikið með Fylki, Selfossi og síð- ast Keflavík en missti alveg af síðasta tímabili vegna meiðsla.  Þýski knattspyrnu- maðurinn Leroy Sané er á leiðinni til Bayern München frá Man- chester City. Enska félagið sam- þykkti 54,8 milljóna punda boð Bayern og mun Sané gera fimm ára samning við þýska félagið. Sané gekk í raðir Manchester City frá Schalke árið 2016 og hefur hann skorað 25 mörk í 90 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og 39 mörk í 135 leikjum í öllum keppnum. Eitt ogannað FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valskonur eru með fullt hús stiga á toppi Pepsi Max-deildar kvenna í fót- bolta eftir 3:1-sigur á ÍBV í Vest- mannaeyjum í gær. Elín Metta Jen- sen skoraði tvö mörk fyrir Val og Bergdís Fanney Einarsdóttir bætti við þriðja markinu. Grace Hancock gerði mark ÍBV, en Eyjakonur hafa tapað þremur leikjum í röð eftir sigur á Þrótti í fyrstu umferð. ÍBV spilaði hins vegar betur í gær en í undan- förnum leikjum. „Eyjakonur spiluðu á löngum köfl- um mjög vel í leiknum og sýndu þær miklar framfarir frá síðustu tveimur leikjum gegn Þór/KA og Stjörnunni þar sem þær spiluðu alls ekki vel. Valskonur sýndu mikinn styrk í því að klára leikinn á erfiðum útivelli og eru vel að sigrinum komnar,“ skrifaði Arnar Gauti Grettisson m.a. um leik- inn á mbl.is. Tveir aðrir leikir áttu að fara fram í gærkvöldi; Þór/KA og Fylkir áttu að mætast á Akureyri og Þróttur og Breiðablik í Laugardal en leikjunum var frestað þar sem leikmenn Fylkis og Breiðabliks eru í sóttkví vegna kór- ónuveirusmita í herbúðum liðanna.  Bergdís Fanney Einarsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í 27. leiknum. Hefur hún skorað 22 mörk í 39 leikjum í 1. deild.  Elín Metta Jesen hefur skorað í öllum fjórum leikjum Vals til þessa, alls sjö mörk. Hefur hún skorað 108 mörk í efstu deild í 139 leikjum og fór upp í 12. sætið yfir þær markahæstu frá upphafi í deildinni.  Valskonurnar Lillý Rut Hlyns- dóttir og Guðrún Karitas Sigurðar- dóttir voru ekki með þar sem þær eru í sóttkví.  Grace Hancock skoraði sitt fyrsta mark í íslenskum fótbolta í fjórða leiknum. Meistararnir með fullt hús  Elín Metta með sjö mörk í fjórum leikjum  Þriðja tap Eyjakvenna í röð Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Markaskorarar Elín Metta Jensen og Bergdís Fanney Einarsdóttir fagna. Hinn 17 ára gamli Skagamaður Ísak Bergmann Jóhannesson er í liði umferðarinnar í sænsku úrvals- deildinni í fótbolta en sjónvarps- stöðin Dplay stendur fyrir valinu. Ísak var í fyrsta skipti í byrjunarliði Norrköping er liðið vann 4:2-sigur á Östersund á laugardag og lagði upp tvö mörk. Ísak var aðeins sex- tán ára þegar hann spilaði sína fyrstu leiki með Norrköping, en hann lék einn leik með ÍA í 1. deild áður en hann hélt til Svíþjóðar. Hef- ur hann skorað ellefu mörk í 21 leik með yngri landsliðum Íslands. Ísak í liði umferð- arinnar í Svíþjóð Ljósmynd/@uefacom Skagamaður Ísak Bergmann Jó- hannesson er í liði umferðarinnar. Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi náði enn einum áfang- anum í 2:2-jafntefli Barcelona og Atlético Madrid í spænsku 1. deild- inni í gær. Messi kom Barcelona í 2:1 snemma í seinni hálfleik en markið er það 700. sem hann skor- ar á ferlinum í meistaraflokki. Messi er kominn með 630 mörk fyrir Barcelona í öllum keppnum og 70 til viðbótar með argentínska landsliðinu. Barcelona er í öðru sæti með 70 stig, einu stigi á eftir Real Madrid sem á leik til góða. Atlético er í þriðja sæti með 59 stig. Messi skoraði mark númer 700 AFP 700 Lionel Messi skoraði 700. markið á ferlinum í gærkvöldi. ÍBV – VALUR 1:3 0:1 Elín Metta Jensen 5. 0:2 Elín Metta Jensen 48. 1:2 Grace Hancock 55. 1:3 Bergdís Fanney Einarsdóttir 64. M Guðný Geirsdóttir (ÍBV) Helena Jónsdóttir (ÍBV) Hanna Kallmaier (ÍBV) Olga Sevcova (ÍBV) Miyah Watford (ÍBV) Sandra Sigurðardóttir (Val) Guðný Árnadóttir (Val) Elísa Viðarsdóttir (Val) Ásgerður S. Baldursdóttir (Val) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val) Elín Metta Jensen (Val) Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þor- steinsson – 6. Áhorfendur: 184. Félagaskiptaglugganum í íslensku knattspyrnunni var lokað á mið- nætti og var nokkuð um hræringar í Pepsi Max-deild karla. HK styrkti sig er félagið samdi við Ívar Örn Jónsson, en bak- vörðurinn gerði tveggja og hálfs árs samning við uppeldisfélagið. Ívar lék með HK tvö fyrstu ár sín í meistaraflokki, 2011 og 2012, en síðan með Vík- ingi í Reykjavík frá 2013 til 2017 og með Val frá þeim tíma. Hann á að baki 96 leiki í efstu deild með Vík- ingi og Val og samtals 138 deilda- leiki þar sem hann hefur skorað 15 mörk, tólf þeirra í úrvalsdeildinni. Ívar lék aðeins sex deildarleiki með Val síðasta sumar. Logi Tómasson, sem er sömuleið- is vinstri bakvörður, er kominn til FH á lánssamningi sem gildir út sumarið. Kemur hann til FH frá uppelsisfélagi sínu í Víkingi Reykja- vík. Logi er 19 ára og hefur hann spilað 21 leik með Víkingi og skorað í þeim tvö mörk, bæði gegn Val á síð- ustu leiktíð. Fjölnismenn fengu danskan liðs- styrk en hinn 32 ára gamli sóknar- maður Christian Sivebæk er kominn til Grafarvogsfélagsins frá Viborg í heimalandinu. Skoraði hann sjö mörk og lagði upp sex til viðbótar fyrir Viborg í dönsku B-deildinni á leiktíðinni. Sivebæk er sonur John Sivebæk, sem lék 87 landsleiki fyrir Danmörku á sínum tíma og spilaði m.a. eitt tímabil með Manchester United. Þá gekk Arnar Sveinn Geirsson í raðir Fylkis að láni frá Breiðabliki. Arnar kom til Breiðabliks frá Val fyrir síðasta tímabil og spilaði þá 11 leiki í úrvalsdeildinni en hef- ur ekki fengið tækifæri í fyrstu þremur umferðunum á yfirstand- andi tímabili. Arnar er uppalinn Valsmaður og hefur lengst af verið á Hlíðarenda en einnig spilað með Víkingi í Ólafsvík, KH og Fram. Öll félagsskipti gærdagsins í karla- og kvennaflokki má nálgast á mbl.is/ sport. Hræringar á lokadegi félagaskiptagluggans  Logi óvænt lánaður frá Víkingi í FH Ívar Örn Jónsson Manchester United vann sinn þriðja sigur í röð í öllum keppnum er liðið vann afar sannfærandi 3:0-sigur á Brighton á útivelli í ensku úrvals- deildinni í fótbolta í gærkvöld. Bruno Fernandes hefur verið afar góður fengur fyrir United og Portúgalinn átti enn og aftur góðan leik fyrir rauða liðið í Manchester. United hefur ekki tapað í fimmtán leikjum í röð og var liðið sterkara frá fyrstu mínútu í Brighton. Fern- andes lék fyrir aftan framherjann Anthony Martial og fékk nægt pláss til að leika listir sínar. Hinn 18 ára gamli Mason Greenwood kom Unit- ed á bragðið á 16. mínútu með sínu þrettánda marki á tímabilinu, en þá var komið að Fernandes. Portúgal- inn tvöfaldaði forskot United á 29. mínútu og gulltryggði 3:0-sigur á 50. mínútu. Fernandes hefur átt þátt í tíu mörkum í þrettán leikjum með United. Er liðið í 5. sæti með 52 stig, þremur stigum frá Leicester í þriðja sæti. AFP Mark Bruno Fernandes skorar fyrra markið sitt og annað mark United. Portúgalinn allt í öllu hjá United á suðurströndinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.