Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 + Akureyri Nú er rétti tíminn til að njóta Íslands og alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Hvort sem þú vilt vera sóló, í hópi eða í rómans geturðu fundið þína flugleið til Akureyrar þar sem Listasafnið á Akureyri, Icelandair Hotels Akureyri og fleiri eðalviðkomustaðir taka þér og þínum fagnandi. Flug og bíll eða flug og gisting eru á sérkjörum í allt sumar þannig að núna er rétti tíminn til að kynnast Akureyri upp á nýtt. + Bókaðu á airicelandconnect.is Flug og gisting frá í eina nótt á mann 29.900kr. Flug og bíll frá í einn sólarhring á mann 28.900kr. Erla María Markúsdóttir Ragnhildur Þrastardóttir „Við þurfum að búa við takmarkanir og breyttan hugsunarhátt í marga mánuði eða jafnvel ár eða lengur,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir á upplýsingafundi almanna- varna í gær. Allir Íslendingar sem koma til landsins munu þurfa að fara í eina skimun á landamærunum og svo fjögurra til fimm daga sóttkví þar til annað veirupróf er tekið og niður- stöður fást úr því, verði tillaga sótt- varnalæknis til heilbrigðisráðherra samþykkt. Þórólfur sagði ástæðu tillögunnar þá að vinnulagið við skimun verði að vera með þeim hætti að hægt verði að koma í veg fyrir að smit greinist hjá þeim sem hefur áður fengið nei- kvætt próf. Af þeim sex sem greinst hafa með virkt smit frá því að skimum hófst við landamærin 15. júní hafa tveir fengið neikvætt próf við komuna til landsins en greinst nokkrum dögum síðar. Farþegar munu ekki þurfa að greiða fyrir próf sem tekið er innan við 30 dögum frá því að fyrra sýni var tekið. Óvíst er hvenær þetta fyr- irkomulag taki gildi og hversu lengi það muni gilda, verði það á annað borð samþykkt af ráðherra. Þrjú greindust smituð í landa- mæraskimun á þriðjudag, tvö smit- anna eru gömul og eru hin greindu því ekki smitandi, ekki er ljóst hvort þriðja smitið sé nýtt eða gamalt. Þá greindist einn með virkt smit hjá sýkla- og veirufræðideild Landspít- alans á þriðjudag. 434 eru í sóttkví og í ellefu með virk smit. Skimun í a.m.k. hálft ár Skimun hófst á landamærum Ís- lands fyrir hálfum mánuði og segir Þórólfur að það fyrirkomulag muni vara í að minnsta kosti hálft ár. „Ég held að við þurfum að vera viðbúin því að vera með aðgerðir sem virki til að takmarka það að veiran komi hingað inn.“ Þórólfur sagði aðferðafræðina geta komið til með að breytast eftir þróun faraldursins á heimsvísu. „Við erum að gera allt sem við get- um til þess að gera þetta eins vel og hægt er, sníða aðferðafræðina okkar að þekkingu og því sem við fáum upplýsingar um. Hvað það stendur lengi veit ég ekki og er ómögulegt að segja.“ Í gær hófst gjaldtaka vegna skimunar en hver sá sem í skimun fer þarf að greiða 9.000 krónur, greiði hann fyrir fram, en 11.000 ef greitt er eftir skimun. Páll Þórhallsson, verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu, sagði að í gær hefði engin aukning orðið á óskum um sóttkví í stað skimunar vegna gjaldtökunnar. Einhver dæmi eru um að fólk hafi frekar kosið að fara í sóttkví en skimun en að sögn Páls hefur gjaldið fyrir skimunina ekki verið ástæða þess. Á fundinum sagði Þórólfur ekkert nýtt benda til þess að biðin eftir bóluefni gegn COVID-19 sé að stytt- ast. „Menn eru að gera framvirka samninga um að tryggja sér 20% af þörf eftir ár eða meira í alþjóða- samningum. Mér sýnist ekki vera að koma bóluefni á næstu mánuðum sem mun bjarga öllu.“ Nægilegt fóður hér fyrir veiru  Leggur til að Íslendingar verði skyldaðir í 4-5 daga sóttkví og tvö veirupróf við komuna til landsins 2 1 2 2 1 2 1 3 1 10 3 3 1 1 1 1 1 1 Kórónuveirusmit á Íslandi Fjöldi jákvæðra sýna frá 15. júní 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. Jákvæð sýni í landamæraskimun Smitandi Ekki smitandi Beðið eftir niðurstöðum 81.094 sýni hafa verið tekin Þar af í landamæraskimun 15.197 sýni434 manns eru í sóttkví Uppruni smita frá 15. júní, öll sýni Innanlands Erlendis Óþekktur 25 20 6 436 1.847 staðfest smit 11 eru með virkt smit Landamæraskimun ÍE LSH Heimild: covid.is 2 2 3 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.