Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020
Mörgum þykir stefnufestustundum vanta hjá yfirvöld-
um og óljóst hvað það er sem fyrir
þeim vakir. En stundum birtist
þessi eiginleiki þó helst í mynd
þrjósku og yfirgangs og óboðlegri
fyrirlitningu á sjónarmiðum ann-
arra.
Verst fer á þessháttar fram-
göngu hjá yfirvöld-
um sem eru í þjón-
ustuhlutverki
gagnvart íbúum og
umbjóðendum sín-
um en virða sjón-
armið þeirra einsk-
is!
Þetta er sérlega sláandi þegarhorft er til framgöngu borgar-
yfirvalda í Reykjavík. Í stóru og
smáu er valtað yfir sjónarmið íbúa
og hagsmunaaðila.
Miðbær borgar má sín einskis efengir fást í það hlutverk að
gæða starfsemi hans lífi svo að öfl-
ugur miðbær fái þrifist.
Borgaryfirvöld eru illa haldin afandúð og hatri á þörfustu
þjónustutækjum þeirra sem í borg-
inni búa. Gríðarlegum fjármunum
hefur verið varið til að byggja upp
kerfi strætisvagna og iðulega sett
og auglýst háreist markmið. En
aldrei tekst þó að fá þennan þátt til
að anna meira en 4% af flutnings-
þörfinni! Og þá eru viðbrögðin þau
að reyna að þvinga borgarbúa
nauðuga í vagnana með því að gera
borgina illfæra fyrir aðra umferð.
Ein mynd um ógöngurnar er aðmeirihlutinn í Reykjavík er
kominn í slag við Öryrkjabandalag-
ið og Bókabúð Máls og menningar.
Þeim er hann verstur sem hann
þóttist unna mest.
Dagur B.
Eggertsson
Meinlokumenn
skella í lás
STAKSTEINAR
Sala nýrra bíla dróst verulega sam-
an í júnímánuði samanborið við
sama mánuð í fyrra. Alls seldust
824 nýir fólksbílar, eða rétt tæplega
40% minna en í júnímánuði í fyrra.
Þetta kemur fram í tölum Bíl-
greinasambandsins.
Helgast samdrátturinn fyrst og
fremst af færri nýjum bíla-
leigubílum, en sala þeirra hefur
dregist saman um 76,1% á milli ára.
Ljóst er að dræma sölu til bíla-
leigna má rekja til heimsfaraldurs
kórónuveiru. Á sama tíma hefur
bifreiðasala til einstaklinga og al-
mennra fyrirtækja aðeins dregist
saman um 8,2%. Sala notaðra bíla
er heldur betri og er á pari borið
saman við júnímánuð í fyrra.
Á fyrstu sex mánuðum ársins
hafa selst 4.193 nýir fólksbílar, eða
42,5% færri en á sama tímabili í
fyrra. Til samanburðar var sú tala
7.294 í fyrra. Mest selda tegundin
það sem af er ári er Toyota með
13,1% markaðshlutdeild. Þar á eftir
kemur Tesla með 11,1% markaðar-
ins.
Hlutfall orkugjafa heldur áfram
að breytast og er umtalsverð breyt-
ing milli ára. Hlutfall nýorkubíla er
57% af allri sölu nýrra fólksbíla á
árinu og er það ríflega tvöfalt
meira en í fyrra. Mest munar um
sölu rafmagnsbíla sem selst hafa í
1.069 eintökum. aronthordur@mbl.is
Bifreiðasala dregst saman um 40%
Mest munar um færri bílaleigubíla hér á landi Sala notaðra bíla á pari
Morgunblaðið/Ómar
Bílar Salan dregst saman milli ára.
hjolhysi.com
Uppblásin
fortjöld
Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 863 4449,
hjolhysi.com, kriben@simnet.is, www.facebook.com/hjolhysi
Bæjarhraun 24, Hafnarfirði • Opið virka daga kl. 11-18 og laugard. kl. 12-16
TRIGANO
Lima 300
Passar einnig á 10-12 feta fellihýsi
Eftirfarandi aukahlutir
fylgja með:
• Dúkur í fortjald
• Þak klæðning-Roof lining
• Pumpa, svunta, stangir o.fl.
149.000
Sumarsýningu lýkur laugardaginn 4. júlí.
Eftir þann tíma verður tekið á móti fyrirspurnum á netinu
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Persónuvernd hefur bannað Arion
banka að nýta ljósmyndir af liðum í
Arion banka-mótinu í fótbolta barna
frá því í fyrra á Facebook-síðu bank-
ans. Þetta er meðal þess sem kemur
fram í niðurstöðu Persónuverndar
um málið. Er framangreind vinnsla
myndanna ekki talin heimil sam-
kvæmt lögum um persónuvernd og
vinnslu persónuupplýsinga.
Persónuvernd hafði borist ábend-
ing um að samkvæmt færslu á Face-
book-síðu Arion banka 18. ágúst
2019 yrðu liðamyndir frá Arion
banka-mótinu gerðar aðgengilegar á
sömu síðu innan örfárra daga. Af
þeim sökum ákvað Persónuvernd að
hefja frumkvæðisathugun á vinnslu
persónuupplýsinga vegna fyrirhug-
aðrar birtingar ljósmynda. Í kjölfar-
ið var bankanum sent bréf þar sem
vísað var til tilmæla stofnunarinnar
um notkun á samfélagsmiðlum.
Í bréfinu var áréttað að ljósmynd-
ir af einstaklingum teldust almennt
til persónuupplýsinga og bent á að í
tilmælunum væri því beint til þeirra
aðila sem koma að starfi með börn-
um að nota ekki Facebook eða sam-
bærilega miðla fyrir miðlun persónu-
upplýsinga um þau. Þar skipti engu
hvort um væri að ræða almennar eða
viðkvæmar persónuupplýsingar. Í
svari Arion banka við bréfinu kom
fram að við inngang að svokölluðu
myndatökusvæði á mótinu hefði ver-
ið skilti þar sem fram hefði komið að
myndir teknar á svæðinu yrðu gerð-
ar aðgengilegar á Facebook-síðu
bankans. Með vísan til þess taldi Ar-
ion banki myndatökuna hafa verið
heimila á grundvelli samþykkis.
Í ákvörðunarorðum Persónu-
verndar kemur fram að eingöngu
megi gera myndirnar aðgengilegar
með aðgangsstýrðum hætti fyrir
hlutaðeigandi íþróttafélög.
Morgunblaðið/Skapti
Mót Arion banki fær ekki að birta
myndir frá knattspyrnumóti.
Arion banki má
ekki birta myndir
Bannað að birta myndir frá fótboltamóti