Morgunblaðið - 02.07.2020, Page 14

Morgunblaðið - 02.07.2020, Page 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 Þótt góður árangur hafi náðst íbaráttunni við COVID-19 hér-lendis sýna ný smit undanfarið að ekki má sofna á verðinum. Rifjum upp hvernig er best að haga sér til að passa upp á persónulegar smitvarnir. Handþvottur er enn besta smit- vörnin  Þvoum hendur reglulega yfir dag- inn og sprittum þegar ekki eru að- stæður til handþvotta.  Þvoum hendur eftir ferðir á salerni.  Þvoum hendur áður en við matbú- um eða borðum.  Þvoum hendur þegar við komum heim.  Þvoum hendur eftir að hafa farið í verslun eða á aðra staði þar sem eru sameiginlegir snertifletir. Handsprittun er svo viðbót við handþvott eða þegar ekki er aðstaða til handþvottar. Upplagt er að hafa handspritt í bílnum og í bakpokanum á ferðum okkar um landið. Snerting og fjarlægð Snerting við annað fólk er mikilvæg og bætir heilsu. Meðan ástandið er svona þurfum við samt að taka hlé frá því að snerta aðra en okkar nánustu. Hægt er að láta í ljós væntumþykju og gleði yfir að hitta einhvern með öðrum hætti. Nú er best að láta sér nægja að brosa, veifa, leggja lófa í hjartastað, gera loftfimmu eða nota aðrar snið- ugar lausnir sem geta verið upp- spretta hláturs sem er líka heilsubót. Virðum það að enn eru margir sem vilja halda í tveggja metra regluna vegna eigin heilsu. Förum eftir merk- ingum í verslunum og á öðrum stöðum þar sem þjónusta er veitt og pössum líka að halda hæfilegri fjarlægð frá fólki í þjónustustörfum. Þó að þeir sem koma til landsins fái neikvætt svar úr sýnatöku, er ágætt að vera meðvitaður fyrstu dagana um að ný smit finnast ekki alltaf strax. Ekki byrja á því að heimsækja ömmu og afa eða aðra sem eru í áhættuhópi. Þarna er tilvalið að taka fyrstu heim- sóknina með glugga á milli ef allir eru orðnir spenntir eða taka upp símann og hringja. Veislur Flest erum við spennt að hitta fólk eftir samkomutakmarkanir í vetur og vor. Þegar þessi grein er skrifuð er enn í lagi að halda boð og hitta fólk ef við höfum varann á. Sem gestgjafar berum við ábyrgð á að hægt sé að passa upp á smitvarn- ir  Um leið og við bjóðum fólk vel- komið getum við sagt frá hvar er hægt að þvo sér um hendur og hvar sprittbrúsar eru. Göngum á undan með góðu fordæmi og heilsum án snertingar.  Tryggjum að fólk geti þvegið sér um hendur áður en veitingar eru bornar fram og bjóðum gjarnan upp á pappírsþurkur til að fólk þurfi ekki að nota sameiginleg handklæði.  Látum handspritt standa frammi nálægt veitingum sem eru í boði.  Bjóðum upp á veitingar í einingum sem fólk getur tekið án þess að nota sameiginleg áhöld eða höfum einn að- ila í að skammta svo allir séu ekki að snerta kökuhnífinn eða kaffikönnuna.  Tilvalið er að hitta fólk utandyra, þá er auðveldara að halda hæfilegri fjarlægð. Þegar áfengi er haft um hönd losn- ar um hömlur og við verðum kæru- lausari. Þegar við veitum áfengi í heimahúsum þurfum við að hafa það í huga. Verum meðvituð um smithættu þegar farið er á vínveitingahús, þar sem geta verið þrengsli og aðrir gest- ir sem eru kærulausir. Þjónusta heilsugæslunnar Ef þú ert með einhver einkenni sem geta bent til sýkingar getur þú leitað til heilsugæslustöðvarinnar þinnar til að fá sýnatöku. Mikilvægt er að koma ekki heilsugæslustöðina heldur hringja á undan sér. Sýnataka fer ennþá þannig fram að fólk kemur að heilsugæslustöðinni á bíl, starfs- maður kemur út og tekur sýni í gegn- um bílglugga. Ef þú ert að sækja aðra þjónustu á heilsugæslustöðvar þarf alltaf að hringja á undan sér ef einhver ein- kenni um kvef eða sýkingu eru til staðar. Þannig verndum við þessa mikilvægu þjónustu. Í netspjalli á heilsuvera.is veita hjúkrunarfræðingar ráðgjöf. Við erum búin að sýna að við get- um þetta, nú þarf bara úthald. Sofnum ekki á verðinum Morgunblaðið/Ásdís Handþvottur Öflugasta vörnin gegn kórónuveirunni er almennt hreinlæti, sem börnin hafa tileinkað sér. AFP London Heimurinn hafði hamskipti á tímum kórónuveirunnar og enn er langt í land að eðlilegt ástand skapist á ný eins og þessi mynd sýnir. Heilsuráð Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur Við erum öll almannavarnir. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins. Í Gallerí Stokk í menningarmiðstöð- inni á Stokkseyri á morgun, föstu- daginn 3. júlí kl. 17, opnar Hanna Siv Bjarnardóttir ljósmyndasýninguna Heima. Myndirnar eru af heimilum og húsmunum nokkurra af eldri íbúum á Stokkseyri. Í kynningu um sýninguna segir að í stuttri heimsókn sé hægt að komast að ýmsu um manneskjuna sem þar býr en heimilið endurspeglar persónuleika og sögu fólks. „Fólk safnar að sér húsgögnum og smáhlutum, sumir hlutir hafa mikið tilfinningalegt gildi á meðan öðrum er hent eftir stutta viðkomu á heimili sínu,“ segir í tilkynningu um sýn- inguna sem stendur til loka júlí. Sýning á Stokkeyri Heima er best Ljósmynd/Hanna Siv Bjarnadóttir Heima Ein af mörgum myndum á sýningunni sem opnuð er í dag. Alls 1.940 fótboltastrákar úr 212 knattspyrnuliðum þátt í N1-mótinu í knattspyrnu sem sett var á Akureyri í gær. Fjöldi þátttakenda er nánast hinn sami og í fyrra en liðin lítið eitt fleiri. Breiðablik úr Kópavogi sendir alls 16 talsins og FH 11 lið. Í margra vitund er N1-mótið há- punktur íþróttasumarsins fyrir unga knattspyrnukappa og á mótinu hafa margir góðir leikmenn tekið sín fyrstu alvöruskref. „Kappið, leik- gleðin, köllin og fögnin fylla bæinn og það eru sannkölluð forréttindi að fá að hafa umsjón með þessu frábæra móti enda samstarfið við N1, þjálfara, aðstandendur og keppendurna sjálfa alltaf jafn gott, segir Sævar Pét- ursson, framkvæmdastjóri KA. N1 hefur um árabil stutt grasrót- arstarf beggja kynja í knattspyrnu á Íslandi og í samningi N1 og KSÍ er hlúð að framtíðarleikmönnum „Við hjá N1 erum alltaf jafn stolt af þessu móti og reiknum eins og áður með stórskemmtilegum dögum þar sem keppnisskapið verður allsráðandi með heiðarleika og drengskap í fyr- irrúmi, segir Þyrí Dröfn Konráðs- dóttir, markaðsstjóri N1. Fjölmennt fótboltamót á Akureyri Hápunktur íþróttasumarsins Ljósmynd/Sigurður Svansson Einbeiting Strákarnir alltaf í boltanum og finnst gaman, í blíðu sem stríðu. Í kvöldgöngu á vegum Borgar- bókasafns Reykjavíkur í kvöld, fimmtudag, fer Hildur Knútsdóttir rit- höfundur með fólk um slóðir skáld- sagna sinna, Ljónsins og Nornarinnar. Fetað verður í fótspor Kríu og Ölmu í Kvosinni og Þingholtunum og höf- undur segir frá stöðum sem urðu henni innblástur við skrif bókanna. Bækur Hildar hafa notið mikilla vin- sælda en von er á þriðju og síðustu bókinni af þessum spennandi ung- mennabókum fyrir næstkomandi jól. Gangan hefst fyrir utan Borgar- bókasafnið í Grófinni kl. 20. Gengið með Hildi Ljón og Norn Lág kolvetna PURUSNAKK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.