Morgunblaðið - 02.07.2020, Side 26

Morgunblaðið - 02.07.2020, Side 26
HORNAFJÖRÐUR26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Að sögn Matthildar Ásmundardóttur var það lán í óláni að erfiðasta tímabil kórónuveirufaraldursins skyldi vera á rólegasta tíma ársins fyrir ferða- þjónustufyrirtækin í Hornafirði. Mik- il uppbygging hefur átt sér stað á svæðinu, samhliða örri fjölgun er- lendra ferðamanna og er nú svo kom- ið að u.þ.b. 2.500 gistirými eru í boði í sveitarfélaginu. Má greina að Íslend- ingar ætla að vera duglegir að skoða landið í sumar en fjöldi gesta á Hornafjarðarsvæðinu er samt aðeins brot af því sem hann var í fyrra. „Ég hef haft spurnir af því að það gangi ágætlega hjá gististöðum sem eru tiltölulega ná- lægt Reykjavík en við erum það langt frá höfuð- borgarsvæðinu að þeir innlendu ferðamenn sem leggja leið sína hingað eru flestir að fara hringveg- inn,“ segir hún. Matthildur er bæjarstjóri á Horna- firði og segir hún að fækkun ferða- manna í sumar hafi gefið svæðinu annað yfirbragð. Því fer fjarri að náttúruperlur eins og Skaftafell eða Jökulsárlón séu mannlaus, en þar er mun rólegra um að litast en undan- farin ár. Íslensku gestirnir virðast líka duglegri en oft áður að láta eftir sér að kaupa ýmiss konar afþreyingu og þjónustu sem hingað til hefur ver- ið mest nýtt af erlendum ferðalöng- um. „Landsmenn þekkja það hjá sjálfum sér að þegar farið er í frí til útlanda þykir sjálfsagt að leggja út fyrir t.d. heimsókn í skemmtigarð eða notalegri siglingu, en haldið fastar um pyngjuna í ferðalögum innan- lands. Í sumar hvet ég fólk til að láta meira eftir sér enda mikil gróska ver- ið í ferðaþjónustu undanfarin ár og margt í boði.“ Matur og náttúra Þeir sem hyggjast taka stefnuna í austurátt í sumar ættu, að sögn Matt- hildar, að byrja á að heimsækja vef- síðuna VisitVatnajokull.is en þar má finna yfirlit yfir afþreyingu, gistingu og veitingastaði í næsta nágrenni Vatnajökuls. Eru alls kyns áhuga- verðar hálendis-, fjalla- og jöklagöng- ur í boði, ísklifur og jeppaferðir svo nokkur dæmi séu nefnd. „Það hentar vel fjölskyldufólki eins og mér að fara í kajaksiglingu á Heinabergslóni eða himsækja Ingólfshöfða. Einnig er klassískt að fara í siglingu á Jökuls- árlóni og gaman að fara í vélsleðaferð á jökul, í hesta- eða gönguferð. Þá er ómissandi að snæða góða máltíð á einhverjum af þeim fjölmörgu góðu veitingastöðum sem við eigum á Höfn. Væri auðveldlega hægt að dvelja hér í viku og upplifa eitthvað nýtt á hverjum degi hvort sem er í af- þreyingu, náttúruupplifun eða í mat- argerð,“ segir Matthildur en margir veitingastaðanna á Hornafirði leggja ríka áherslu á humarrétti enda Höfn mikill humarveiðibær. „Í Hoffelli má síðan komast í heita potta, og sund- laugin á Höfn er alveg frábær.“ Reikna má með blómlegu menn- ingarlífi á Hornafirði í sumar og ættu þeir sem eru listhneigðir m.a. að koma við í Listasafni Svavars Guðna- sonar en að auki halda listamenn reglulega sýningar í byggingunni Miklagarði nálægt bátahöfninni á Höfn. „Svo fer ekki milli mála að ís- lenskir tónlistarmenn ætla að vera á þeytingi um landið í sumar og útlit fyrir að í viku hverri verði einhver tónleikaviðburður á Höfn en þeir fara yfirleitt fram á skemmtistaðnum Hafinu,“ segir Matthildur. Matgæðingar finna margt við sitt hæfi á Hornafirði og nefnir Matt- hildur fyrst af öllu sjávarafurðir af öllu tagi. Seljavallakartöflurnar þykja einnig fyrsta flokks og er hægt að fá í dag glænýjar kartöflur á svæð- inu enda Hornafjörður mikið kart- öfluhérað. „Einnig búum við svo vel að hafa handverksbrugghúsið Jón Ríka sem rekur veitingastað fyrir ut- an bæinn og opnar á næstu vikum nýjan stað á Höfn. Sælkerar ættu líka að smakka framleiðsluna frá kúa- búinu Árbæ sem býr til sinn eigin ís auk þess að reka gistingu, ellegar kíkja við í einu stærsta fjósi landsins í Flatey.“ Þjóðgarðurinn segulstál Spurð um langtímahorfurnar á svæðinu segir Matthildur að í augna- blikinu séu dökk ský út við sjóndeild- arhringinn. Atvinnuleysistölur eru með hæsta móti og munar þar mest um erfiðleika hjá ferðaþjónustufyr- irtækjunum. Höfn er þekkt fyrir öfl- uga humarútgerð og hjálpar ekki að undanfarin ár hefur verið dregið tölu- vert úr humarkvóta í takt við minnk- andi stofnstærð. „Þá hefur orðið loðnubrestur undanfarin ár sem kemur illa við sveitarfélagið enda er- um við með nokkuð góðan loðnu- kvóta,“ segir Matthildur en það er einkum uppbygging ferðaþjónust- unnar sem hefur stuðlað að hægfara en stöðugri fjölgun íbúa undanfarin ár. Þó að horfurnar séu óljósar til skemmri tíma er Matthildur bjartsýn á þróunina til lengri tíma. „Ferða- menn munu halda áfram að koma til Íslands og Vatnajökulsþjóðgarður mun laða til sín æ fleiri gesti. Ýmis verkefni eru í pípunum og t.d. í bí- gerð stórt lúxushótel á Svínhólum í Lóni. Allar forsendur eru fyrir því að hagur svæðisins vænkist áður en langt um líður.“ Vill taka við alþjóðaflugi Til að uppbyggingin geti gengið enn betur þarf að bæta innviði og nefnir Matthildur að lengi hafi verið kvartað yfir ástandi samgöngu- mannvirkja og fjölda einbreiðra brúa á svæðinu. Segir hún upplagt að nota tækifærið og ráðast í framkvæmdir á meðan minna er um ferðamenn. „Við erum að vonast til þess að það klárist núna að leggja nýjan veg yfir Horna- fjarðarfljót líkt og staðið hefur til í áraraðir, og þannig stytta hringveg- inn um u.þ.b. 12 kílómetra. Nú þegar eru hafnar framkvæmdir á öðrum svæðum í sveitarfélaginu og munum við t.d. fá þrjár nýjar tvíbreiðar brýr í stað einbreiðra.“ Þá grunar Matthildi að það myndi opna ný og spennandi tækifæri fyrir ferðaþjónustuna í Hornafirði ef flug- völlurinn á Höfn gæti starfað sem al- þjóðlegur flugvöllur fyrir litlar og millistórar vélar. Allmargar einka- þotur hafa heimsótt flugvöllinn á Höfn á undanförnum árum en þurfa fyrst að lenda á Reykjavíkur- eða Keflavíkurflugvelli þar sem toll- afgreiðsla fer fram. „Það þarf ekki mikið til að flugvöllurinn fullnægi öll- um skilyrðum, og strandar helst á því að hægt sé að tollskoða farangur þeirra sem eiga leið um völlinn. Með verkefnum eins og nýja lúxushótelinu í landi Svínhóla gæti skapast grund- völlur fyrir sterkefnaða ferðamenn að koma rakleiðis til Hornafjarðar og verja jafnvel einni eða tveimur vikum í návígi við Vatnajökul og næra hér líkama og sál.“ Hvetur ferðamenn til að gera vel við sig ● Humarveisla bíður matgæðinga á Höfn í Hornafirði og náttúrufegurðin einstök í Vatnajökulsþjóðgarði Ljósmyndir/Sveitarf. Hornafjörður Upplifun Að róa á kajak innan um ísjaka er reynsla sem gleymist seint og er ekki í boði víða í heiminum. Matthildur Ásmundardóttir Sælureitur Sundlaugin á Höfn er í uppáhaldi hjá heimamönnum. Ingibjörg Sveinsdóttir og meðeig- endur hennar létu hendurnar standa fram úr ermum og tókst að byggja veitingastað frá grunni á um það bil hálfu ári. „Heppileg lóð var laus hérna við höfnina á Höfn í Hornafirði, á klöppinni þar sem gamla íshúsið stóð frá 1920 og fram á miðja öld- ina en þar voru geymdir ísjakar sem sóttir voru m.a. í Hoffellslón og notaðir til að kæla fiskinn sem hér var landað,“ útskýrir Ingi- björg. „Fram- kvæmdir hófust í október 2016 og opnuðum við á páskum 2017 í nýju húsi sem byggt var í sama stíl og gamla íshúsið, en veitingastaðurinn fékk nafn við hæfi: Íshúsið Pizzeria.“ Auk Ingibjargar standa að rekstrinum maður hennar Stefán Þór Arnarson kokkur, Atli Arnar- son bróðir hans og Anna Lind Þór- hallsdóttir kona Atla. „Við Stefán höfðum áður rekið veitingavagn í Skaftafelli og komið að veitinga- og hótelrekstri með ýmsum hætti, og það er gamall draumur okkar að opna alvöru veitingastað.“ Er óhætt að segja að Íshúsið hafi slegið í gegn og hafa pizzurnar rok- ið út. Af umsögnum má greina að gestir eru hæstánægðir með gæði matarins en líka hrifnir af útsýninu yfir höfnina og gömlu húsin. „Við leggjum ríka áherslu á gæðahrá- efni og hreykjum okkur sér- staklega af pizzum þar sem horn- firski humarinn er notaður sem álegg. Matseðilinn hefur haldið áfram að þróast og bættist við fisk- ur og franskar þar sem við notum nýveiddan þorsk sem við kaupum beint af útgerðinni í bænum. Humarsúpa er líka í boði enda varla hægt að reka veitingastað á Höfn án þess að bjóða upp á humarsúpu, en uppskriftin varð til í veitinga- vagninum okkar í Skaftafelli á sín- um tíma.“ Bragðið fær að njóta sín Þeir sem reynt hafa geta vottað það að humar og pizza fara ein- staklega vel saman. Humarinn kem- ur til Íshússins af heimabátunum og er smár og bragðmikill eins og á við um íslenskan humar. „Við bjóðum upp á tvær útfærslur: Annars vegar er humarpizza með hefðbundinni pizzusósu, mozzarella-osti, papriku, hvítlauk, klettasalati og fetaosti, og er um að ræða mjög klassíska hum- arpizzu. Vinsælust er samt hum- arpizza þar sem rauðu pizzusósunni er skipt út fyrir hvíta, og fer ofan á pizzuna mozzarella-ostur, kirsu- berjatómatar, grillaðir ætiþistlar, basilika og pestó. Allt er hráefnið ferskt og fá bragðeinkenni humars- ins að njóta sín vel.“ Að sögn Ingibjargar hefur reksturinn gengið ágætlega í sum- ar og er eitthvað farið að bera á er- lendum gestum. Íslendingar eru þó í meirihluta, og heyrir Ingibjörg á þeim að margir hafa látið allt of langan tíma líða frá síðustu heim- sókn á Austurland. „Fólk er að nota tækifærið og drífa sig af stað að skoða landið á meðan enn eru til- tölulega fáir erlendir ferðamenn og hægt að nýta hagstæð tilboð hjá gististöðum og alls kyns þjónustu- fyrirtækjum. Strax eftir 17. júní fjölgaði Íslendinga á veitingastaðn- um og voru margir hissa að sjá hvað mikið hefur breyst og hve mikil uppbygging átt sér stað frá því þeir komu hingað síðast fyrir 10 eða jafnvel 20 árum.“ ai@mbl.is Hornfirskur humar hentar vel á pizzu ● Þar sem áður voru geymdir ísjakar til að kæla fisk eru núna eldaðar pizzur af allra bestu gerð Vandað Stundum er aðsóknin slík að fullt er út úr dyrum hjá Íshúsinu.Ingibjörg Sveinsdóttir MVið elskum Ísland »40

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.