Morgunblaðið - 02.07.2020, Page 28

Morgunblaðið - 02.07.2020, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is Allt til kerru- smíða 2012 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Flosi Arnórsson skipstjóri, Einar Þ. Pálsson vinnslustjóri og Þórir Hálf- dánarson vélstjóri voru um borð í fiskveiðiskipinu Victoríu undan ströndum Ómans þegar settar voru á ferðatakmarkanir til þess að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar. Þeir voru búnir að vera 158 daga á sjó þegar loks var hægt að koma þeim heim og lentu þeir í Keflavík síðdeg- is á þriðjudag. „Þetta varð auðvitað yndislegra eftir því sem liðu fleiri dagar,“ svar- ar Flosi spurður um hvernig hafi verið að koma heim eftir svona langa fjarveru. „Nú er ég bara að fara að skella mér í nudd og ætla bara að slaka á. Fæ mér kannski bjór í kvöld,“ bætir hann við. Hann segir bjórinn í kvöld ekki vera þann fyrsta frá því að komið var í land þar sem þeir félagar gátu fengið sér einn þegar þeir millilentu í Minsk í Hvíta-Rússlandi. „Eftir þrjá mánuði var maður far- inn að sjá í hillingum séríslenskan mat eins og steiktan fisk í raspi, lær- issneiðar og læri með Ora grænum og svona. Eftir fjóra mánuði þá var maður farinn að sjá í hillingum sjálf- an sig út í náttúrunni með konunni og einhver voðaleg rómantík. En eft- ir fimm mánuði var það eina sem maður sá fyrir sér vodki og bjór,“ segir skipstjórinn og hlær. Flosi kveðst hafa fengið neikvætt svar úr skimuninni á flugvellinum og nú sé stefnt að því að njóta íslenska sumarsins. Gat ekki kysst konuna „Það er alltaf gott að koma heim,“ svarar Þórir, spurður um heimkom- una. Hann segir það fyrsta sem hann hafi gert hafi verið að leggjast upp í rúm. „Ekki gat maður kysst konuna, hún kemst ekki,“ segir hann og hlær, en Þórir er alla jafna bú- settur ásamt eiginkonu og dóttur á Möltu. Hann kveðst búast við því að mæðgurnar komi til landsins í dag og hyggst fjölskyldan ferðast um Ís- land í sumar en leggja leið sína til Möltu í ágúst. Skipverjar Þeir Einar, Flosi og Þórir voru lengi í góða veðrinu í Óman. Komu heim eftir 158 daga á sjó  Fastir um borð vegna faraldursins Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Það er engin ástæða til þess að ör- vænta þó svo að stofnvísitala norsk-íslenskrar síldar hafi verið lækkuð um 13% í kjölfar alþjóðlegs leiðangurs sem fór fram í maí í Noregshafi, heldur er tilefni til þess að búast við vexti stofnsins á næstu árum. Þetta segir Guð- mundur J. Ósk- arsson, sviðs- stjóri uppsjávarsviðs Hafrann- sóknastofnunar, er leitað er skýr- inga á breyt- ingum í stofn- matinu. „Það er alltaf óvissa í kringum vísitölur. Þó það sé lækkun á vísitölu þýðir það ekki endilega að stofninn sé á niðurleið. Þvert á móti teljum við að hann sé á uppleið. Það merkilegasta sem kemur úr þessum leiðangri er að árgangurinn 2016 er virkilega stór, eins og við höfum talið hann vera. Í fyrsta sinn erum við að fá mæl- ingu á hann eftir að hann kemur inn í Noregshaf, en hann var í Bar- entshafi. Þessi árgangur er um helmingur af allri mælingunni og það þýðir að við erum að mæla töluvert mikið minna af eldri síld.“ Guðmundur segir að árum saman hafi uppistaðan í veiðunum verið síðasti stóri árgangurinn, eða 2004- árgangurinn. Allir sem komu eftir það hafa verið minni, þar til 2016- árgangurinn kom til sögunnar. „Það munar miklu að fá svona sterkan árgang. Þessi 2016- árgangur er að koma inn í veiðina núna að litlu leyti en er að sýna sig og er stór, þetta er árgangur sem á eftir að leiða til þess að stofninn fari upp á við á næstu árum.“ Loksins að koma Niðurstöður mælinganna verða notaðar á fundi Alþjóðahafrann- sóknaráðsins (ICES) í ágúst þar sem vinna við stofnstærðarmat og ráðgjöf um nýtingu uppsjávar- fiskistofna fer fram. Spurður hvort lækkuð stofnvísitala sé vísbending um að ICES leggi til að nýting stofnsins verði minni, segir Guð- mundur ekkert öruggt í þeim efn- um. „Þessi vísitala er raunar ein mæling af mörgum sem við gerum á stofninum sem fer inn í stofnmat- ið. Við tökum tillit til aflasamteng- ingarinnar í fyrra líka og svo erum við með vísitölur frá fyrri árum sem koma inn í þetta líka. Það er leiðangur við Noreg í september sem fer inn í stofnmatið og svo er leiðangur í Barentshafi til að skoða síld í nóvember. Þannig að margs konar gögn fara inn í stofnmatið, það er því ómögulegt að segja á þessari stundu hver útkoman úr því verður. Ég er ekkert svartsýnn þó að þessi vísitala fari niður á við. Í mín- um huga er stofninn í jafnvægi og mun fara upp á við. […] Auðvitað er stofninn búinn að vera í lægð lengi eftir mörg ár án stórs ár- gangs sem er loksins að koma.“ Ljóst er að stórir árgangar geta verið stofninum mjög mikilvægir, enda getur síldin orðið fimmtán til tuttugu ára gömul, að sögn Guð- mundar. Leiðangur Fjölþjóðlegur makrílleiðangur hófst í gær, en samhliða því að rannsaka makrílinn stendur til að safna gögnum um síldina. „Þá fáum við líka vísitölu fyrir síldina, en sú vísitala hefur aldrei verið notuð í stofnmatið. Hún er miklu styttri tímasería en við fáum gögn um út- breiðsluna á síldinni,“ útskýrir Guðmundur að endingu. Norsk-íslenski síldar- stofninn taki að vaxa Morgunblaðið/Alfons Silfur Stofnvísitala norsk-íslensku síldarinnar lækkaði um 620 þúsund tonn, en búist er við að stofninn taki við sér á næstu árum eftir hnignun um tíma.  Stóri árgang- urinn sem beðið var eftir mættur Guðmundur J. Óskarsson Afurðaverð á markaði 30. júní 2020, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 330,56 Þorskur, slægður 302,14 Ýsa, óslægð 431,71 Ýsa, slægð 371,99 Ufsi, óslægður 97,76 Ufsi, slægður 118,02 Gullkarfi 105,93 Blálanga, slægð 287,21 Langa, óslægð 176,43 Langa, slægð 122,61 Keila, óslægð 44,17 Keila, slægð 67,05 Steinbítur, óslægður 56,74 Steinbítur, slægður 115,48 Skötuselur, slægður 630,76 Grálúða, slægð 243,97 Skarkoli, slægður 210,37 Þykkvalúra, slægð 367,60 Sandkoli, óslægður 29,00 Sandkoli, slægður 51,00 Bleikja, flök 1.443,00 Hlýri, óslægður 117,18 Hlýri, slægður 85,48 Hvítaskata, slægð 35,00 Kinnfiskur/þorskur 792,00 Lifur/skötuselur 12,00 Lúða, slægð 651,14 Lýr, slægður 74,00 Lýsa, óslægð 5,00 Lýsa, slægð 51,20 Náskata, slægð 21,00 Skata, slægð 104,41 Undirmálsýsa, slægð 150,67 Undirmálsþorskur, óslægður 130,19 Undirmálsþorskur, slægður 97,89

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.