Morgunblaðið - 02.07.2020, Page 36

Morgunblaðið - 02.07.2020, Page 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 Sl. laugardagskvöld ók ég um Kjal- arnesið á leið til Akraness. Ég varð áþreifanlega vör við nýmalbikaðan hluta vegarins á leiðinni. Hann skar í augun, kolsvartur og glansandi. Eft- ir að ég kom inn á nýja malbikið tók ég eftir skilti með hálkuviðvörun, sem hálflá í reiðuleysi í vegkant- inum. Mér datt ekki í hug að eðlileg ástæða væri fyrir því að hafa þetta merki sýnilegt svona um hásumar, hélt það hefði gleymst frá því í snjó- unum í vetur. Eftir að hafa náð í eiginmanninn og tvo siglingafélaga á Akranes, ók ég til baka sömu leið. Þeir höfðu þá á orði að það væri einkennilegt að hafa hálkumerki án nánari skýringa þarna um hásumar, veður var gott og lítil umferð. En mér brá mikið að heyra innan við sólarhring síðar að hörmulegt slys og manntjón hefði orðið á þessu svæði. Skriflegar viðvaranir og áberandi skilti voru engin. Vegfar- endur hefðu annars getað búið sig undir hugsanlega hálku og mikilli sorg og missi verið afstýrt. María Louisa Einarsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12. Alvarleg mistök og hörmulegar afleiðingar þeirra Viðvaranir Skriflegar viðvaranir og áberandi skilti voru engin. Bæjarstjórn Kópa- vogs hefur samþykkt tillögur skipulagsráðs bæjarins um breyt- ingar á skipulagi við Dalveg í Kópavogsdal sem fela í sér stór- aukið byggingamagn á svæðinu með tilheyr- andi aukinni umferð, mengun og hávaða. Íbúar á svæðinu höfðu krafist samráðs og opinnar umræðu um skipulagið en því var í engu sinnt. Meirihluti skipulagsráðs bar því við að framkvæmd breytinganna hefði verið kynnt lögum samkvæmt og þar af leiðandi óþarfi að taka tillit til ítarlegra og rökstuddra athuga- semda íbúanna. Þannig er því viskað undir teppið að stórkostlegir gallar eru á skipulaginu sem eiga eftir að verða bæjarfélaginu dýrkeyptir. Dalvegur liggur um Kópavogsdal. Um er að ræða aðþrengt byggingar- svæði sem afmarkast af umferðar- brautum, íbúabyggð og útivistar- svæði. Svæðið er í beinni línu á milli tveggja stórra verslunarkjarna, þ.e. Smárans og Mjóddarinnar, og þarna á milli er fyrirhuguð lagning borgar- línunnar sem verður lykillinn að bættum almenningssamgöngum til framtíðar. Í þessu ljósi hefði mátt halda að sér- staklega yrði vandað til skipulags svæðisins, bæði hvað varðar heildarmynd og út- færslur. Þegar hins vegar er flett ofan af tillögunum sést að hvergi stendur steinn við steini í undir- búningnum, heildar- myndin vanhugsuð, lykilspurningum er ósvarað, og tæknilegar útfærslur standast ekki skoðun. Það fyrsta er heildarmyndin. Með henni ætti að sjást hvað við viljum yfirleitt með þessu svæði í stærra samhenginu, hvers konar starfsemi fer þar fram og hvers konar mannlíf við viljum sjá þróast þar. Ekkert af þessu kemur fram, aðeins almennt að þarna skuli þrífast „verslun og þjónusta,“ sem í raun setur allar út- færslur í hendur verktakafyrirtækj- anna sem keyptu lóðirnar á sínum tíma. Enn síður er svarað mikil- vægum spurningum um mikilvægi svæðisins í borgarmyndinni, og hvert flæðið verði við aðliggjandi íbúabyggð og útivistarsvæði. Ekkert af þessu kemur skipulagshöfundum við. Þeir impróvísera í bútum, einn bút í einu, og svo er reynt að finna út hvernig tengja megi á milli. Í góðri byggð þar sem mannlíf, tengsl og þjónusta virka saman þurfa allir þættir skipulagsheildar- innar að tvinnast saman. Þetta felur í sér þætti eins og flæði, hlutföll, að- gengi, margbreytni, tengsl og ásýnd. Allt þetta bræðist saman í „menn- ingu“ svæðisins, sem á endanum verður viðmiðið um það hversu líf- vænlegt þar verður og svæðið eftir- sótt til ábúðar. Við spyrjum okkur: „Hver verður menning Dalvegar- ins?“ Og enn frekar: „Hver verður menning okkar í Hjallahverfi í sam- lífinu við menningu Dalvegarins? Hefur þetta yfirleitt verið hugsað?“ Sá þáttur, sem hefur sætt einna mestrar gagnrýni frá íbúum, er mat skipulagshöfunda á umferð um Dal- veg og þar af leiðandi um svæðið í heild, þ.m.t. Hjallahverfi. Það er svo augljóst í okkar augum að þeir van- meta stórlega umfang núverandi umferðar. Sýnt hefur verið fram á með óyggjandi rökum að mæling- arnar, sem byggt er á, eru ótrúverð- ugar og spár um viðbótarumferð eru skáldskapur. Bara það eitt að miða mælingar við þá daga vikunnar og ársins þegar umferð er í lágmarki sýnir hversu lítt er hægt að treysta á málflutning skipulagshöfunda. Það þarf ekki að segja okkur íbú- um í Kópavogsdal hver áhrifin eru af stóraukinni umferð um Dalveginn nú síðustu ár. Við upplifum það dags daglega. Á kyrrðardögum læðast eiturskýin niður í lægðir og lautir, og vélagnýrinn magnast upp með auknum þunga umferðarinnar. Á álagstímum stendur bíll við bíl á ak- reininni til austurs og mengunin verður eins og við umferðarteppu á hraðbraut. „Þetta er allt innan marka,“ segja skipulagshöfundarnir, og halda sig við mælingarnar sem þeir sérhönnuðu til að koma tillögum sínum í gegn. Og þetta er ástandið eins og það er nú, hvernig verður það þegar stórbyggingarnar eru allar risnar og fólkið sem þar vinnur eða sækir þangað þjónustu þarf að komast sinna ferða? Hvar á að taka við þeirri umferð, og hvert leggur mengunina sem af henni hlýst? Spurningarnar eru margar en svörin fá. Hefðu menn haft vonir um að einhverjum þeirra yrði svarað á fundi bæjarstjórnar þegar skipulag- ið var samþykkt þá urðu þeir sömu fyrir vonbrigðum. Málið var sett undir „önnur mál“ á dagskránni, þar sem rædd voru hin ólíkustu mál. Umræðan fór úr einu í annað: há- tíðahöldin á þjóðhátíðardaginn, raf- hleðslustöðvar, próf fyrir innflutta Íslendinga, og svo Dalvegurinn, allt í einum graut og án nokkurs sam- hengis. Loks báru fulltrúar minni- hlutans fram tillögu um frestun málsins, og var þá boðað til fundar- hlés sem stóð yfir í um hálftíma á meðan barið var á fulltrúum meiri- hlutans til hlýðni við fyrirskipanir bæjarstjórans. Dapurlegt, og til lítils sóma fyrir þá sem hlut eiga að máli. Skipulagsmál eru langtímamál. Þegar áhrifanna af breyttu skipulagi við Dalveg fer að gæta af fullum þunga er líklegast að flestir leikand- anna sem nú eru á sviðinu verði horfnir úr sínum störfum. Íbúarnir sitja eftir með skellinn og það verður nýrra stjórnenda að reyna að leysa úr vitleysunni. Maður spyr sig: „Hver er þá ábyrgð þeirra sem nú stjórna og vaða út í villuna, vitandi um að byggt er á ónýtum grunni?“ Skipulag við Dalveg – dýrkeypt mistök Eftir Hjálmar H. Ragnarsson » „Heildarmyndin van- hugsuð, lykilspurn- ingum er ósvarað og tæknilegar útfærslur standast ekki skoðun.“ Hjálmar H. Ragnarsson Höfundur er tónskáld Skipulagssvæðið afmarkast af Reykjanesbraut, Nýbýlavegi og Dalvegi. VERTU NÁTTÚRULEGUR. VERTU ÞÚ SJÁLFUR. LÁTTU KRAFTA CADE VERNDA HÚÐ ÞÍNA Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.