Morgunblaðið - 02.07.2020, Síða 40

Morgunblaðið - 02.07.2020, Síða 40
HORNAFJÖRÐUR40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eflaust þykir mörgum Stefanía Ragnarsdóttir öfundsverð af því að vinna í Vatnajökulsþjóðgarði og fá að vera í návígi við íslenska náttúru og stórbrotinn jökulinn alla daga. Stefanía segir síbreytileika náttúr- unnar þó valda því að starfsmenn þjóðgarðsins þurfi alltaf að vera á tánum. „Hér er náttúran lifandi og síkvik og eftir að hafa útbúið kort og skilti og komið fyrir víða um þjóð- garðinn má alltaf eiga von á eldgosi sem breytir öllu,“ segir hún glettin. Vatnajökulsþjóðgarður var stofn- aður 2008 en Stefanía hóf þar störf árið 2012, var fyrst landvörður en er núna fræðslu- fulltrúi. Hún seg- ir að gestum hafi fjölgað ár frá ári og heimsóttu nærri því milljón manns garðinn í fyrra. Eins og við var að búast hef- ur gestum fækk- að mjög í sumar og segir Stefanía að það hafi breytt andrúmsloftinu á svæðinu. „Ég held að mörgum þyki þetta kærkomin endurræsing og við sem störfum í þjóðgarðinum erum afskaplega spennt að fá Íslendinga í heimsókn í sumar. Höfum við útbúið sérstaka fræðsludagskrá og aðlagað hana að því að gestir þjóðgarðsins næstu mánuðina verða nær eingöngu Ís- lendingar. Áður hefur fræðslu- dagskráin farið að miklu leyti fram á ensku en verður núna á íslensku.“ Upplýsingar um fræðslu- dagskrána má finna á vefsíðu þjóð- garðsins, Vatnajokulsthjod- gardur.is. Finna má fimm gesta- stofur í þjóðgarðinum og eru þær allar með fræðsludagskrá daglega fram í miðjan ágúst og gestir frædd- ir í viðráðanlegum gönguferðum um næsta nágrenni. Gestastofurnar eru líka allar með barnastund daglega þar sem yngstu gestirnir fá að læra um og upplifa náttúruna á skemmti- legan hátt. Ekkert þarf að borga fyrir að heimsækja gestastofurnar og fræðsludagskráin ókeypis en að- eins þarf að greiða fyrir að nota tjaldsvæðin og eins fyrir að aka inn í Skaftafell. Fer gjaldtakan við veginn inn að Skaftafelli fram með full- komnum búnaði sem les númera- plötur bíla sem fara þar um og greitt í gegnum snjallsímaforrit. Á heimsminjaskrá UNESCO Þjóðgarðurinn er svo stór og svo margt áhugavert að sjá að Stefanía segir það geta verið langtímaverk- efni að ætla að skoða allar helstu náttúruperlurnar á svæðinu. „Ég ráðlegg fólki að byrja á að heim- sækja vefsíðu þjóðgarðsins og finna þar flipann „skipuleggja heimsókn“. Í gestastofunum er hægt að nálgast hagnýt ráð og upplýsingar um gönguleiðir,“ segir hún og minnir á nokkra hápunkta sumardagskrár- innar, s.s. þegar efnt verður til brennu í Skaftafelli um verslunar- mannahelgina, og geimgönguferðar í nágrenni Öskju, á sömu slóðum og bandarískir geimfarar æfðu sig fyrir ferðir til tunglsins. Að skoða íslenska náttúru kallar á hæfilega aðgát og brýnir Stefanía fyrir gestum að kynna sér veður- spána og hringja í gestastofurnar sem eru í beinu sambandi við land- verði á hverjum stað og fylgjast m.a. náið með ástandi jökuláa. „Um þess- ar mundir eru t.d. miklar leysingar og getur það haft áhrif á hvernig best er að ferðast á milli staða. Á vefsíðu Vegagerðarinnar má síðan finna upplýsingar um ástand vega en hálendisvegirnir opnast hver af öðrum eftir því sem líður á sumarið. Þeir sem heimsækja þjóðgarðinn muna líka vitaskuld eftir því að vera í góðum skóm og fatnaði við hæfi, og ekki síst að hafa fjarskiptin í lagi og nóg rafmagn eftir á símanum.“ Heimsókn í Vatnajökulsþjóðgarð ætti að vera ógleymanleg enda á svæðið enga sína líka. Á síðasta ári var garðurinn valinn inn á heims- minjaskrá UNESCO fyrir það að vera einstakt dæmi um jarðsögu heimsins. „Hér má finna öll helstu jarðfræðifyrirbæri sem tengjast jöklum og eldvirkni; móbergshryggi, eldkeilur, háhitasvæði og landslag mótað af skriðjöklum,“ segir Stef- anía. „Þetta svæði er einstakt á heimsvísu.“ Spennt að fá Íslendinga í heimsókn í sumar Ljósmynd / Júlía Björnsdóttir Drottning Tignarleg Herðubreið er ein af mörgum perlum Vatnajökulsþjóðgarðs og var á sínum tíma valin þjóðarfjall Íslands í kosningu. ● Áhugaverð fræðsludagskrá verður í Vatnajökulsþjóðgarði alla daga í sumar og fer fram á íslensku enda ekki von á mörgum erlendum ferðamönnum ● Þjóðgarðurinn komst nýlega á heimsminjaskrá Stefanía Ragnarsdóttir Þeir sem ætla að nota sumarið til að ferðast um Ísland ættu að skoða vandlega þann möguleika að fljúga frekar en að aka. Flugfélagið Ernir fagnar 50 ára afmæli í ár og býður af því tilefni upp á 50% afslátt af fargjöldum. „Við gerum þetta bæði til að fagna þessum tímamótum hjá félaginu en líka til að koma betur til móts við landsmenn og gera þeim auðveldara að fljúga innnanlands í sumar og nýta sér alla þá afþrey- ingu og þjónustu sem er í boði á áfangastöðum okkar,“ segir Ásgeir Örn Þorsteinsson, sölu- og mark- aðsstjóri flugfélagsins. Það getur gjörbreytt ferðalaginu að fljúga frekar en að aka og segir Ásgeir að muni ekki síst um tíma- sparnaðinn. Ernir fljúga frá Reykjavík til Vestmannaeyja, Hafn- ar í Hornafirði, Húsavíkur, Bíldu- dals og Gjögurs, en allt eru þetta staðir sem tekur um og yfir 6 klst. að ferðast til á bíl. „Eina und- antekningin er Vestmannaeyjar, þar sem aka þarf í um 2,5 tíma og svo bíða eftir ferjunni. Allir hinir áfangastaðirnir kalla á töluverðan akstur og getur fólk sparað sér mikinn tíma og líka sparað peninga með því að fljúga,“ segir hann. „Með því t.d. að fljúga frekar en að aka 5-6 klukkustunda leið er fólk í reynd að græða allt að 12 klukku- stundir til að verja á áfangastaðn- um og njóta svæðisins, og upplagt að fljúga ef ætlunin er að skjótast í stutta helgaferð.“ Þá á það við um alla áfangastaði flugfélagsins að þar eru starf- ræktar bílaleigur. „Má fá mjög hag- stæð kjör í sumar og er fólk með al- gjört ferðafrelsi þó að heimilisbíllinn hafi verið skilinn eft- ir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ásgeir. „Á öllum þeim stöðum sem við fljúgum til er fjölbreytt þjón- usta í boði, gisting, afþreying og góður matur og verða ferðalangar ekki fyrir vonbrigðum.“ Magnað útsýni yfir landið Kórónuveirufaraldurinn varð þess valdandi að margir landsmenn hafa ekki stigið um borð í flugvél í óvenjulangan tíma. Ásgeir segir ekki gerða kröfu um það í innan- landsflugi að farþegar beri andlits- grímur en þeim tilmælum sé beint til farþega að gæta ýtrasta hrein- lætis. „Það gerum við sjálf með því að þrífa vandlega og reglulega all- ar vélar milli flugferða og öll þau rými sem farþegar og starfsfólk nota, og eins með því að tryggja gott aðgengi að sótthreinsispritti.“ Ernir flýgur til allra áfangastaða 5-6 sinnum í viku, nema til Gjögurs sem flogið er til einu sinni í viku í sumar. Má reikna með að ferðum fjölgi ef eftirspurn eykst þegar líð- ur á sumarið. Afmælistilboð flug- félagsins varir út ágústmánuð og segir Ásgeir miðaverðið ákaflega hagstætt og gilda fyrir öll fargjöld hvort sem um er að ræða nettilboð eða almenn verð. „Það má t.d. finna flugmiða til Hafnar í Hornafirði sem kosta allt niður í 10.300 kr aðra leið og gætu því tveir flogið fram og til baka fyrir rétt rúmar 40.000 kr.“ Flugið sjálft getur líka verið ævintýri og segir Ásgeir að þótt aldrei sé hægt að lofa því að skyggni sé gott alla leið jafnist fátt á við það að líta út um flugvél- argluggann þegar háskýjað er eða heiðskírt og sjá alla fegurð landsins breiða úr sér. „Það er algjörlega einstakt að sjá landið úr lofti, og hvað þá að koma inn til lendingar á stöðum eins og Höfn í Hornafirði þar sem flogið er yfir og niður með jöklinum.“ ai@mbl.is ● Góð þjónusta er í boði á áfangastöðum Flugfélagsins Ern- is og vel hugsað um gesti ● 50% afsláttur af flugi út ágúst Þægindi Ásgeir segir engu líkt að sjá landið úr lofti þegar háskýjað er eða heiðskírt. Í aðflugi á Höfn í Hornafirði er flogið niður með jöklinum. Geta sparað sér hálfan sólarhring með því að fljúga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.