Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 60
60 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020
www.gilbert.is
60 ára Stefán og Páll ólust upp í vesturbæ Kópavogs.
Stefán hefur síðustu ár búið á Hæfingarstöðinni Dalvegi
í Kópavogi. Páll er búsettur í Garðabæ. Hann útskrif-
aðist frá tannlæknadeild HÍ 1987 og opnaði tann-
læknastofuna Brostu árið 1990.
Maki: Páll er kvæntur Guðrúnu Tómasdóttur geisla-
fræðingi f. 1965.
Börn: Páll á börnin Rakel Gyðu sérfræðing í markaðs-
málum f. 1989 og Ester Ósk verkefnastjóra f. 1994.
Hann á eitt barnabarn, Ylfu Rut Jónsdóttur f. 2019 en hún er dóttir Rakelar.
Foreldrar: Páll Marteinsson verslunarstjóri f. 1921, d. 2004 og Gyðríður Pálsdóttir
húsmóðir, f. 1918, d. 1989.
Stefán Þór Pálsson og Páll Ævar Pálsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt þér sýnist erfitt að láta alla
hluti falla á sinn stað, er það engu að síður
mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef
þig skortir hugmyndir.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér kann að finnast þú eiga fullt í
fangi með að halda í við aðra en í reynd
stendur þú þig ágætlega. Núna er tími til
að gera breytingar til hins betra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er eins og allt leiki í hönd-
unum á þér og því skaltu nýta þér byrinn.
Sæktu því í einveruna og skoðaðu vand-
lega hug þinn.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það eru líklegt að þú lendir í nýju
ástarævintýri eða að það færist aukin
ástríða í eldra samband. Komdu þér í
keppnisskap.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú getur gefið þér tíma til að stunda
félagslífið svo framarlega að þú hafir af-
greitt þau mál er varða heimilið. Hertu upp
hugann, þótt hann hafi verið langvarandi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það getur alltaf eitthvað farið úr-
skeiðis á ferðalögum svo þú skalt vera við
öllu búinn. Notaðu daginn fyrir þig, gerðu
hluti sem færa þér innri frið og vellíðan.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er rétti tíminn til að sækjast eftir
því sem þú vilt í vinnunni. Hálfnað er verk,
þá hafið er og kemst, þótt hægt fari.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú stendur nú á nokkrum
tímamótum og þarft að taka ákvarðanir,
sem geta skipt sköpum fyrir framtíð þína.
Biddu einhvern að kenna þér það sem þú
vilt læra.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú mátt búast við því að eign-
ast nýjan vin í dag. Líttu á þetta sem tæki-
færi til að læra eitthvað mikilvægt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er margt sem liggur fyrir í
dag og þú mátt hafa þig allan við ef þú
ætlar að komast yfir öll verkefni dagsins.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það eru einhver atriði sem þú
þarft að fara betur í gegnum áður en þú
tekst á við ný verkefni. Vinna þín er undir
smásjá.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þið þurfið að huga að því hvernig
þið getið deilt einhverju með öðrum.
Gefðu þér tíma til að hafa samband við þá
sem málið varðar.
A
nna Einarsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 2.7.
1940 en foreldrar
hennar voru Einar
Andrésson, umboðs-
maður Máls og menningar, f. 30.5.
1904, d. 13.4. 1975, og Jófríður
Guðmundsdóttir húsmóðir f. 19.8.
1902, d. 4.7. 1980. Einar var bróðir
Kristins E. Andréssonar þing-
manns, bæjarfulltrúa og ritstjóra
sem ritstýrði m.a. Tímariti Máls
og menningar um þrjátíu ára skeið
og var framkvæmdastjóri Heims-
kringlu og Máls og menningar.
Hún stundaði nám við Kvenna-
skólann í Reykjavík frá 1953 til
1957 og fór strax í framhaldinu í
fullt starf hjá Bókabúð Máls og
menningar. „Þegar ég byrjaði þar
störf var bókabúðin á Skólavörðu-
stíg 21 en flutti á Laugaveg 18 og
var útgáfan í sama húsi,“ segir
Anna en þar starfaði hún allt fram
á miðjan síðasta áratug og vann
því næst í Safnbúð Þjóðminja-
safnsins í nokkur ár.
„Ég trúi á bókina“, segir Anna
og kemur þetta viðhorf ekki á
óvart því í gegnum störf sín vann
hún markvisst að því að greiða
leið íslenskra rithöfunda.
Anna hefur setið í stjórn Máls
og menningar um margra áratuga
skeið. Hún gegndi jafnframt ýms-
um nefndarstörfum á vegum Nor-
ræna félagsins. Hún var m.a. nám-
skeiðsstjóri á íslenskunámskeiðum
fyrir Norðurkollubúa, þ.e. íbúa
nyrsta hluta Noregs, Svíþjóðar og
Finnlands, sat í stjórn og varð síð-
ar formaður Félags Framnesfara,
í stjórn Íslensk-sænska félagsins, í
varastjórn og aðalstjórn Reykja-
víkurdeildar Norræna félagsins, í
stjórn og fulltrúaráði Listasafns
Sigurjóns Ólafssonar, í stjórn Bok
& Bibliotek í Gautaborg, varamað-
ur í stjórn Norræna hússins, og í
stjórn Sænsk-íslenska sjóðsins og í
stjórn Finnsk-íslenska sjóðsins.
Anna varð formaður undirbúnings-
nefndar bókasýningarinnar Bok &
Bibliotek í Gautaborg árið 1989 og
sá um þátttöku Íslands í sýning-
unni í fjölda ára.
Fyrir störf sín hlaut Anna ridd-
arakross íslensku fálkaorðunnar
árið 1998 og sama ár riddarakross
Hvítu rósar Finnlands 1989, en
Anna Einarsdóttir, fyrrv. verslunarstjóri Bókabúðar Máls og menningar – 80 ára
Fjársjóður Anna með hluta af stórri fjölskyldu sinni. Hún var sjálf einbirni en eignaðist fjögur börn, þrettán barnabörn og tíu barnabarnabörn.
Greiddi leið íslenskra rithöfunda
Ævistarf Við bókabúðina á Laugavegi. Anna tók að sér fjölda verkefna.
40 ára: Guðmundur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Selfossi til 16
ára aldurs. Hann býr nú á Seltjarnarnesi. Hann hefur starfað sem
verkamaður, bílstjóri og pizzubakari en er ljósmyndari og listamaður
í frístundum. Árið 2018 stofnaði hann Valkyrie Tattoo Studio með
konu sinni og reka þau fyrirtækið saman.
Maki: Melissa Louse Johansen húðflúrari, f. 6.12. 1984.
Foreldrar: Gunnar Guðmundsson vélamaður hjá Landsvirkjun f.
30.12. 1948 og Ólafía Margrét Guðmundsdóttir ljósmóðir f. 28.3. 1955.
Guðmundur Óli Gunnarsson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is