Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 www.gilbert.is 60 ára Stefán og Páll ólust upp í vesturbæ Kópavogs. Stefán hefur síðustu ár búið á Hæfingarstöðinni Dalvegi í Kópavogi. Páll er búsettur í Garðabæ. Hann útskrif- aðist frá tannlæknadeild HÍ 1987 og opnaði tann- læknastofuna Brostu árið 1990. Maki: Páll er kvæntur Guðrúnu Tómasdóttur geisla- fræðingi f. 1965. Börn: Páll á börnin Rakel Gyðu sérfræðing í markaðs- málum f. 1989 og Ester Ósk verkefnastjóra f. 1994. Hann á eitt barnabarn, Ylfu Rut Jónsdóttur f. 2019 en hún er dóttir Rakelar. Foreldrar: Páll Marteinsson verslunarstjóri f. 1921, d. 2004 og Gyðríður Pálsdóttir húsmóðir, f. 1918, d. 1989. Stefán Þór Pálsson og Páll Ævar Pálsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér kann að finnast þú eiga fullt í fangi með að halda í við aðra en í reynd stendur þú þig ágætlega. Núna er tími til að gera breytingar til hins betra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er eins og allt leiki í hönd- unum á þér og því skaltu nýta þér byrinn. Sæktu því í einveruna og skoðaðu vand- lega hug þinn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það eru líklegt að þú lendir í nýju ástarævintýri eða að það færist aukin ástríða í eldra samband. Komdu þér í keppnisskap. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú getur gefið þér tíma til að stunda félagslífið svo framarlega að þú hafir af- greitt þau mál er varða heimilið. Hertu upp hugann, þótt hann hafi verið langvarandi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það getur alltaf eitthvað farið úr- skeiðis á ferðalögum svo þú skalt vera við öllu búinn. Notaðu daginn fyrir þig, gerðu hluti sem færa þér innri frið og vellíðan. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú er rétti tíminn til að sækjast eftir því sem þú vilt í vinnunni. Hálfnað er verk, þá hafið er og kemst, þótt hægt fari. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú stendur nú á nokkrum tímamótum og þarft að taka ákvarðanir, sem geta skipt sköpum fyrir framtíð þína. Biddu einhvern að kenna þér það sem þú vilt læra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú mátt búast við því að eign- ast nýjan vin í dag. Líttu á þetta sem tæki- færi til að læra eitthvað mikilvægt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er margt sem liggur fyrir í dag og þú mátt hafa þig allan við ef þú ætlar að komast yfir öll verkefni dagsins. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það eru einhver atriði sem þú þarft að fara betur í gegnum áður en þú tekst á við ný verkefni. Vinna þín er undir smásjá. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þið þurfið að huga að því hvernig þið getið deilt einhverju með öðrum. Gefðu þér tíma til að hafa samband við þá sem málið varðar. A nna Einarsdóttir fædd- ist í Reykjavík 2.7. 1940 en foreldrar hennar voru Einar Andrésson, umboðs- maður Máls og menningar, f. 30.5. 1904, d. 13.4. 1975, og Jófríður Guðmundsdóttir húsmóðir f. 19.8. 1902, d. 4.7. 1980. Einar var bróðir Kristins E. Andréssonar þing- manns, bæjarfulltrúa og ritstjóra sem ritstýrði m.a. Tímariti Máls og menningar um þrjátíu ára skeið og var framkvæmdastjóri Heims- kringlu og Máls og menningar. Hún stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík frá 1953 til 1957 og fór strax í framhaldinu í fullt starf hjá Bókabúð Máls og menningar. „Þegar ég byrjaði þar störf var bókabúðin á Skólavörðu- stíg 21 en flutti á Laugaveg 18 og var útgáfan í sama húsi,“ segir Anna en þar starfaði hún allt fram á miðjan síðasta áratug og vann því næst í Safnbúð Þjóðminja- safnsins í nokkur ár. „Ég trúi á bókina“, segir Anna og kemur þetta viðhorf ekki á óvart því í gegnum störf sín vann hún markvisst að því að greiða leið íslenskra rithöfunda. Anna hefur setið í stjórn Máls og menningar um margra áratuga skeið. Hún gegndi jafnframt ýms- um nefndarstörfum á vegum Nor- ræna félagsins. Hún var m.a. nám- skeiðsstjóri á íslenskunámskeiðum fyrir Norðurkollubúa, þ.e. íbúa nyrsta hluta Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, sat í stjórn og varð síð- ar formaður Félags Framnesfara, í stjórn Íslensk-sænska félagsins, í varastjórn og aðalstjórn Reykja- víkurdeildar Norræna félagsins, í stjórn og fulltrúaráði Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, í stjórn Bok & Bibliotek í Gautaborg, varamað- ur í stjórn Norræna hússins, og í stjórn Sænsk-íslenska sjóðsins og í stjórn Finnsk-íslenska sjóðsins. Anna varð formaður undirbúnings- nefndar bókasýningarinnar Bok & Bibliotek í Gautaborg árið 1989 og sá um þátttöku Íslands í sýning- unni í fjölda ára. Fyrir störf sín hlaut Anna ridd- arakross íslensku fálkaorðunnar árið 1998 og sama ár riddarakross Hvítu rósar Finnlands 1989, en Anna Einarsdóttir, fyrrv. verslunarstjóri Bókabúðar Máls og menningar – 80 ára Fjársjóður Anna með hluta af stórri fjölskyldu sinni. Hún var sjálf einbirni en eignaðist fjögur börn, þrettán barnabörn og tíu barnabarnabörn. Greiddi leið íslenskra rithöfunda Ævistarf Við bókabúðina á Laugavegi. Anna tók að sér fjölda verkefna. 40 ára: Guðmundur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Selfossi til 16 ára aldurs. Hann býr nú á Seltjarnarnesi. Hann hefur starfað sem verkamaður, bílstjóri og pizzubakari en er ljósmyndari og listamaður í frístundum. Árið 2018 stofnaði hann Valkyrie Tattoo Studio með konu sinni og reka þau fyrirtækið saman. Maki: Melissa Louse Johansen húðflúrari, f. 6.12. 1984. Foreldrar: Gunnar Guðmundsson vélamaður hjá Landsvirkjun f. 30.12. 1948 og Ólafía Margrét Guðmundsdóttir ljósmóðir f. 28.3. 1955. Guðmundur Óli Gunnarsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.