Morgunblaðið - 02.07.2020, Page 66

Morgunblaðið - 02.07.2020, Page 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2020 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið úr silki LEIKFÖNG Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Við munum spila efni af nýrri plötu sem kemur formlega út 9. júlí en verður samt til sölu á tónleikunum,“ segir bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Elsa Turchi um tón- leikana sem hún heldur ásamt hljómsveit sinni í Kaldalóni í Hörpu í kvöld, fimmtudag, og hefjast þeir klukkan 20. „Þessi lög eru eftir mig og voru tekin upp í Sundlauginni í sept- ember síðastliðnum,“ bætir hún við. Þetta er fyrsta breiðskífa Ingi- bjargar og nefnist Meliae. Hún sendi árið 2017 frá sér stuttskífuna Wood/Work og var hennar aðal- hljóðfæri, bassinn, þar skiljanlega í aðalhlutverki. „Á nýju plötunni eru auk nýrra laga nokkrar nýjar út- gáfur af lögum á Wood/Work. Og með tónleikunum ætlum við að fagna útgáfunni,“ segir Ingibjörg svo. „Með mér í hljómsveitinni eru Hróðmar Sigurðsson á gítar, Magn- ús Trygvason Eliassen á trommur og slagverk, Magnús Jóhann Ragn- arsson á flygil og Rhodes-píanó og Tumi Árnason á saxófón auk þess sem hann grípur í klarínett.“ Ingibjörg og hljómsveit munu koma víðar fram á árinu; eru bókuð á Jazzhátíð í september og á Nordic Jazz Comets í Helsinki í desember. „Þessir þrennir tónleikar eru plan- aðir og vonandi verður eitthvað meira,“ segir hún og vonast til að undir lok ársins verði ferðalög milli landa orðin auðveldari og þau nái að troða upp í Finnlandi. En hvernig lýsir Ingibjörg tónlist- inni á nýju plötunni – er bassinn út- gangspunkturinn hjá henni? „Þetta er jú bassalínudrifið, bass- inn er oft miðpunkturinn. Þetta er instrúmental tónlist, blanda af djassi, tilraunatónlist, mínimalisma og mikill spuni.“ –Nú munið þið leika á djasshátíð- um, skilgreinirðu þá tónlistina sem djass? Hún hugsar sig um. „Kannski að einhverju leyti,“ er svo svarið. „Svo getur þetta líka passað inn annars- staðar, þetta er mjög flæðandi í formi.“ Og hvað það varðar er hljóm- sveitin vel skipuð, allir liðsmennirnir þekktir fyrir að takast vel á við allra- handa tónlist. Þá var ekki aftur snúið Ingibjörg Elsa hefur verið afar sýnileg í íslensku tónlistarlífi síðustu ár og hefur komið fram með mörg- um af vinsælustu listamönnum þjóð- arinnar. Hún leikur til að mynda á bassann í Stuðmönnum, lék á bassa á plötunni 18 konur með Bubba Morthens, með Emilíönu Torrini á Bræðslunni og Drangey festival 2014 og 2015, með Teiti Magnússyni, Soffíu Björgu og Ylju svo einhver séu nefnd. Þar að auki kemur hún reglulega fram undir eigin nafni þar sem hún kannar hljóðheim raf- magnsbassans. Í tilkynningu sem send var út vegna tónleikanna í kvöld segir að tónlist Ingibjargar megi lýsa sem eins konar blöndu hins rafmagnaða og hins nátt- úrulega. Í gegnum endurtekningar skapi hún „einstakan og dáleiðandi hljóðheim, sem hún brýtur upp með melódískum bassalínum. Þannig gerir músík hennar tilraun til að víkka út mörk þess sem rafmagns- bassinn er fær um.“ En hvernig stóð á því að hún byrjaði að leika á bassa? „Ég lærði á mörg hljóðfæri frá því ég var lítil og í menntaskóla byrjaði ég í hljómsveit, sem heitir Rökkur- ró, en ekki á bassa til að byrja með. En svo tók ég bassann upp og þá var ekki aftur snúið. Ég fór svo að læra meira á hann í tónlistarskóla FÍH. Ég tengdi svakalega sterkt við hann. Ég pikkaði upp allt sem mér fannst áhugavert í bassaleik og það var bara eitthvað óútskýranlega spenn- andi við hljóðfærið.“ – Semurðu tónlistina á bassann? „Bæði og. Ég er alltaf með hann við hendina, skrifa tónlistina niður og tek upp og prófa á bassa og gít- ar.“ – Þú hefur verið áberandi á tón- leikasviðum á síðustu árum, með ýmsum listamönnum, eins og Bubba og Stuðmönnum. Hvernig er það að vera þannig í fremstu röð „sessjón- leikara“? „Ég hef verið nokkuð mikið í þessu á undanförnum árum og mér finnst frábært að fá tækifæri til að spila fjölbreytta tónlist og að fá að læra af fólki sem er búið að vera lengi í bransanum. Það hefur verið gaman að læra öll þessi lög og að prófa þetta allt. Það eru auðvitað forréttindi að komast í öll þessi verkefni.“ – Og þú auðheyrilega það fjölhæf- ur bassaleikari að allt verður jafn áhugavert. „Já, mér finnst þetta allt áhuga- vert, spennandi að leggjast í nýja hljóðheima og gaman að kynna mér nýja hluti.“ Var að ljúka tónsmíðanámi – Er nóg af verkefnum til að halda þér upptekinni í tónlistinni hér á landi? „Heldur betur. Ég var líka að klára tónsmíðanámið við Listahá- skóla Íslands. Hlaut svo þann heiður að vera valin úr hópi umsækjenda að semja fyrir Sinfóníuhljómsveit Ís- lands á vegum Ung-Yrkju og það verk verður flutt á næstu Myrku músíkdögum. Það er því nóg að gera, það vantar ekki.“ En gat Ingibjörg tengt þá tónlist sem hljómar á nýju plötunni, Meliae, tónsmíðanáminu í LHÍ? „Nei, ég gerði það nefnilega ekki, þó ég hefði eflaust getað það ef ég vildi,“ segir hún og hlær. „Samt eru nú ýmsir tæknilegir hlutir sem ég tileinkaði mér í náminu sem ég not- aði vissulega í þessa tónsköpun. Ég finn mér marga farvegi fyrir tónlist- ina. Það er gaman að hafa margt í gangi, vinna að einu, hvíla það svo og fara að gera allt annað. Ég var því að vinna að annarri tónlist í náminu en heyrist á plötunni og á tónleikunum. Í skólanum var ég að semja meira fyrir aðra hljóðfærahópa en eru með mér á plötunni.“ – Og beið bassinn bara á meðan? „Nei nei, hann var með mér í öll- um hinum verkefnunum samhliða. Og ég held alltaf áfram að æfa mig og bæta mig sem bassaleikari.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bassaleikarinn „Ég pikkaði upp allt sem mér fannst áhugavert í bassaleik og það var bara eitthvað óútskýranlega spennandi við hljóðfærið,“ segir Ingibjörg Elsa Turchi um rafmagnsbassann sem hún leikur bæði og semur á. „Bassinn er oft miðpunkturinn“  Ingibjörg Elsa Turchi bassaleikari heldur útgáfutónleika með hljómsveit sinni í Kaldalóni í Hörpu í kvöld  Fyrsta breiðskífa hennar að koma út  Hefur leikið með Stuðmönnum, Emilíönu og Bubba Söfn á meginlandi Evrópu eru nú opnuð hvert á fætur öðru eftir lokun vegna kórónuveirunnar og þar á með- al var Pompidou-safnið í París opnað í gær. Þar er meðal annars sýning tileinkuð verkum Christos og eig- inkonu hans, Jeanne Claude, en Christo, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir að pakka inn ásamt Jeanne Claude bæði merkum byggingum og náttúrufyrirbærum, lést á dögunum. Hér er módel af Pont Neuf-brúnni í París innpakkaðri en þann fræga gjörning frömdu þau árið 1985. AFP Aftur hægt að skoða Pompidou-safnið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.