Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 02.07.2020, Qupperneq 72
ER HAFIN! ALLT AÐ 50% AF VÖLDUM VÖRUM 2. júli - 10. ágúst Útsalan ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Mánudaga - Sunnudaga 12-18 Gítarleikarinn Reynir del Norte heldur í tónleika- ferðalag hringinn um landið, 2.-17. júlí, þar sem hann mun leika flamenco-tónlist. Fyrstu tónleikarnir verða í dag, fimmtudag, kl. 17, í Einkunnum við Borgarnes. Reynir, sem starfar sem flamenco-listamaður á Gra- nada á Spáni, mun flytja lög af sinni fyrstu sólóplötu sem kom út í fyrra, sem og íslensk þjóð- og dægurlög í hans eigin útsetningu fyrir flamenco-gítar. Næstu tón- leikar verða á Hótel Selfossi föstudaginn 3. júlí kl. 20.30 og í Hannesarholti 4. júlí kl. 20. Reynir del Norte leikur flamenco- tónlist í hringferð um landið FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 184. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans í Everton eygja von um Evrópusæti eftir góðan sigur á Leicester, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Gylfi skoraði seinna mark Everton í leiknum en það var fyrsta mark hans í deildinni í átta og hálfan mánuð. »62 Gylfi skoraði langþráð mark og Everton eygir Evrópusæti ÍÞRÓTTIR MENNING draga 3.000 tonna dráttarbát frá Nýfundnalandi til Danmerkur. „Skrúfur bátsins voru ekki fjaðraðar og við vorum mánuð á siglingu.“ Áhafnir Óðins og Ægis fengu það erfiða verkefni að aðstoða dráttarbát sem var með flotkví í togi til Hafnarfjarðar 1998. Jón Páll segir að beita hafi þurft mikilli útsjónarsemi í slæmu veðri og þakka megi fyrir að ekki hafi farið illa, en þeir Vilbergur Magni Ósk- arsson, skipherra á Óðni, hafi skipulagt aðgerðina við að taka kvína í tog. „Ekkert mátti út af bera.“ Siglingin með hlera fyrir gluggum á Óðni í brjáluðu veðri frá Grundarfirði til Flateyrar með björgunarfólk eftir snjóflóðið 1995 og sú sýn sem við blasti í þorpinu situr í Jóni Páli. „Erfitt var að horfast í augu við rúst- irnar, reynsla sem gleymist aldrei. Þetta var átakan- legt.“ Bræðurnir hafa lengi notað sumarfríin til að gera upp húsakost í Akureyjum og Jón Páll sér fram á góð- ar stundir. „Þar eru engar áhyggjur,“ segir stýrimað- urinn sem hefur að mestu unnið á aðgerðasviði Gæsl- unnar undanfarin ár. „Mjög góður vinnuandi er hjá Gæslunni, ég hef starfað með frábæru og skemmtilegu fólki og á eftir að sakna þess.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sjómennska hefur verið lifibrauð Jóns Páls Ásgeirs- sonar í yfir hálfa öld, en hann lýkur farsælum samtals 35 ára ferli hjá Landhelgisgæslunni í dag, á 70 ára af- mælinu. „Ævintýri,“ segir stýrimaðurinn um sjómennskuna, en hann stígur áfram ölduna með Jóhanni, bróður sín- um. Þeir stunduðu grásleppuveiðar á trillunni Brana RE frá Akureyjum á Breiðafirði í yfir 30 ár, hættu því 2015, en nota bátinn til sjóstangaveiði og gamans. „Við höldum áfram að njóta lífsins,“ segir afmælisbarnið, sem er í Akureyjum á þessum tímamótum. Jón Páll bjó í Stykkishólmi til sex ára aldurs, fór í Iðnskólann og náði sér í meistararéttindi í netagerð. „Pabbi var netagerðarmaður og ég vann mikið í net- unum sem polli,“ segir hann. „Haustið 1969 plataði Jón Sigurðsson, vinur minn, mig í síldartúr í Norðursjóinn sem háseti á nótaskipinu Reykjaborg RE 25 og ég hef verið sjóari síðan.“ Hann var á síld og loðnu og rifjar upp að hann hafi farið á þorsknót síðasta árið sem hún var leyfð. „Þorskdrápið var svakalegt, við fengum nær 600 tonn af stórum hrygningarþorski á sex dögum, en síðan var nótin bönnuð.“ Þorskastríð og björgunarstörf Eftir þrjú ár á Reykjaborginni fór Jón Páll í Stýri- mannaskólann, sigldi á skipum Eimskipafélagsins í frí- um og lauk farmannaprófi 1975. 2. júlí var hann skráð- ur á varðskipið Ægi og var hjá Gæslunni næstu fimm árin, þar af lögskráður hvern einasta dag 1976. „Þegar ég byrjaði var landhelgin 50 mílur og þá vorum við að eltast við Þjóðverja innan lögsögunnar, klipptum til dæmis vörpuna aftan úr einum eftir langa eftirför og skutum púðurskotum að öðrum.“ Landhelgin var færð út í 200 mílur 15. október 1975 og þá hófst þriðja og síðasta þorskastríðið sem stóð til næsta vors. „Þá var harðasta baráttan,“ segir Jón Páll, sem fór á Baldur í janúar 1976. „Baldur var ansi sjúskaður eftir þessi átök,“ minnir hann á og getur þess sérstaklega þegar gat kom á síðu freigátu í árekstri skipanna. „Sjóliði bjargaði málverki af drottningunni sem var á leið út um gatið ásamt fleiri hlutum og fékk heiðursmerki fyr- ir!“ Jón Páll var á nótabátum í áratug, byrjaði á Eldborg HF og endaði á Sigurði RE. Haustið 1989 var engin loðna og hann fór að taka túr og túr sem stýrimaður hjá Gæslunni, meðal annars á Fokker-vél hennar í um sex vikur eftir áramótin. „Þá fór ég á loðnu á Sigurði og við fengum 18.000 tonn á einum mánuði, en síðan hef ég alfarið verið hjá Gæslunni.“ Margs er að minnast á undanförnum áratugum. „Ég hef lent í ýmsu,“ segir Jón Páll og nefnir að fiskveiði- eftirlit fyrir Evrópusambandið í Miðjarðarhafinu, á Flæmska hattinum og í Síldarsmugunni sé eftir- minnilegt. „Þegar við vorum í Miðjarðarhafinu var yfir 40 gráðu hiti, mikill raki og engin loftkæling.“ Tveggja mánaða úthald við aðstoð flotans í Barentshafi hafi líka tekið á. „Spara þurfti vatnið og til dæmis var sjór sett- ur í salernin.“ Eitt sinn hafi Týr verið leigður til að Kátur sjóari í hálfa öld  Jón Páll Ásgeirsson lýkur farsælum ferli á 70 ára afmælinu Stýrimaðurinn Jón Páll Ásgeirsson hefur sinnt mikil- vægum störfum fyrir Gæsluna í 35 ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.