Morgunblaðið - 24.07.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
liljahrund@mbl.is
Ekki hefur komið til skoðunar að af-
létta trúnaði á raforkusamningi Al-
coa Fjarðaáls við Landsvirkjun.
Þetta staðfesti Smári Kristinsson,
staðgengill forstjóra Alcoa Fjarða-
áls, í samtali við mbl.is í gærkvöldi.
„Það hefur ekki verið rætt, hvorki af
okkar hálfu né þeirra fram að þessu,“
sagði Smári, en raddir þess efnis að
opinbera eigi samning Rio Tinto og
Landsvirkjunar hafa verið háværar
undanfarnar vikur. Nú síðast sagði
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir iðnaðarráðherra að henni
fyndist eðlilegt að atriði samnings
síðastnefndu fyrirtækjanna yrðu
gerð opinber. Þannig væri nauðsyn-
legt að opna samninginn, en Rio
Tinto tilkynnti jafnframt í fyrradag
að það hefði kært Landsvirkjun til
Samkeppniseftirlitsins.
Spurður um málið sagði Bjarni
Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio
Tinto, að fyrirtækið teldi „viðeigandi
að trúnaði verði aflétt af öðrum
samningum Landsvirkjunar við álver
þannig að gagnsæi ríki og hægt sé að
bera saman verð“.
Aðspurður sagði Hörður Arnar-
son, forstjóri Landsvirkjunar, að
honum þætti málflutningur Rio Tinto
mjög undarlegur. Ekki síst fyrir þær
sakir að fyrirtækið hefði opinberlega
fjallað um samninginn án þess þó að
leggja hann fram á borðið, en álfram-
leiðandinn hefur neitað að aflétta
trúnaði.
Ekki í höndum Alcoa
Að sögn Smára er óvíst hvort
fyrirtækið myndi aflétta leynd raf-
orkusamnings við Landsvirkjun.
„Það er kannski eingöngu í okkar
höndum,“ segir Smári og bætir við
samningur Alcoa Fjarðaáls sé til
mjög langs tíma. „Það var gerður 40
ára samningur fyrir þetta verkefni
hérna hjá Alcoa Fjarðaáli og ég
hugsa að hvorugur aðili hefði farið af
stað í svona umfangsmiklar fjárfest-
ingar öðruvísi en með langtíma orku-
samninga. Fjárfestingarnar eru bara
svo miklar beggja vegna að ég held
að báðir aðilar vilji alltaf tryggja sig
með langtímasamningum,“ segir
Smári.
Talverðir rekstrarörðugleikar
hafa verið hjá fyrirtækjum í stóriðju
að undanförnu, þar á meðal Rio Tinto
og kísilverksmiðjunni PCC á Bakka.
Að sögn Smára gæti rekstur Alcoa
Fjarðaáls sömuleiðis verið á betri
stað. „Við viljum náttúrulega vera á
miklu betri stað. Markaðsaðstæður
hafa neikvæð áhrif á okkur og ég
held að það sé sama hvert þú lítur í
heiminum, alls staðar eru erfiðleikar
á okkar markaði. Verðþróun á mörk-
uðum undanfarið hefur ekki verið ál-
fyrirtækjum hagfelld, það nær alveg
út fyrir veiruna.“
Tímabundnir erfiðleikar
Að sögn forstjóra Landsvirkjunar
er ótímabært að ræða stöðu fyrir-
tækisins fari svo að stórnotendur
neyðist til að segja upp raforkusamn-
ingum. „Við erum bara með lang-
tímasamninga við þessi fyrirtæki svo
þetta er ekki komið á það stig. Það
eru núna tímabundin vandræði
vegna kórónuveirunnar sem öll fram-
leiðslufyrirtæki í heiminum eru að
kljást við. Við gerum ráð fyrir að
þegar við sjáum fyrir endann á far-
aldrinum komist á meira jafnvægi á
markaðnum.“
Nauðsynlegt að opna samninginn
Samningar álframleiðenda í brennidepli Ekki komið til skoðunar að aflétta trúnaði á raforkusamn-
ingi Alcoa Fjarðaáls við Landsvirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir erfiðleikana tímabundna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Álver Talsverðir rekstrarörðugleikar hafa verið hjá fyrirtækjum í stóriðju.
Líf og fjör var á öðrum degi knatt-
spyrnumótsins Capelli Rey Cup í
gær. Mótið fer fram á æfingasvæði
Þróttar Reykjavíkur í Laugardal,
en gríðarlegur fjöldi ungra knatt-
spyrnuiðkenda tekur þátt á Rey
Cup í ár. Alls eru 123 lið skráð til
leiks og eru leikirnir um 370 tals-
ins. Hefur mótið aldrei verið um-
fangsmeira, en sökum heimsfarald-
urs kórónuveiru var reynt að koma
til móts við eins mörg innlend lið og
kostur var. „Liðin geta auðvitað
ekki farið úr landi og tekið þátt í
mótum þar. Þess vegna reyndum
við að taka á móti öllum sem vildu
koma og okkur tókst það. Við erum
mjög ánægð með að geta komið til
móts við alla,“ segir Guðmundur
Breiðfjörð, framkvæmdastjóri
mótsins, og bætir við að ýmislegt
þurfi að ganga upp til að hægt sé að
halda mót sem þetta. „Það eru
gríðarlega margir sjálfboðaliðar
sem koma að þessu. Þeir eru um
140 talsins og leikirnir fara síðan
fram á tíu völlum hér í hjarta
Reykjavíkur,“ segir Guðmundur.
aronthordur@mbl.is
Knattspyrnumótið Capelli Rey Cup hófst í gær og mun standa yfir til sunnudags
Einbeittir
keppendur
í Laugardal
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Keppendur Gríðarlegur fjöldi knattspyrnuiðkenda tekur þátt í Capelli Rey Cup í ár. Mótið hefur aldrei verið fjölmennara, en alls eru 123 lið skráð til leiks.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
sagði á upplýsingafundi almanna-
varna í gær, þeim síðasta í bili, að
Ísland hefði lýst yfir áhuga á því að
verða hluti af alþjóðlega bólusetn-
ingarverkefninu COVAX, sem er
samstillt átak Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar og bólu-
setningarbandalaganna Gavi og
CEPI um sanngjarna útdeilingu á
bóluefni fyrir COVID-19. Átakinu
er, að því er segir í grein á vefsíðu
þess, ætlað að koma í veg fyrir það
ástand sem myndaðist í svínaflens-
unni árið 2009, þegar nokkur ríki
einokuðu bóluefnismarkaðinn. Þar
með varð mikill fjöldi ríkja horn-
reka og hafði engan aðgang að
bóluefni þar til yfir lauk, segir í
greininni.
Jafnframt því sem Íslandi verði
tryggt bóluefni fyrir 20% þjóðar-
innar þegar það er tilbúið, er litið á
verkefnið sem vissa góðgerðastarf-
semi. Á vef verkefnisins eru nefnd
150 þátttökuríki. Um 80 þeirra eru
efnaðri ríki og er Ísland þar á
meðal. Sá hluti hópsins mun fjár-
magna bóluefniskaupin með opin-
beru fé og um leið gangast undir
samkomulag við fátækari ríki þar
sem þeim verður með sama hætti
tryggt bóluefni. Litið er á framlag
ríkari ríkja sem stuðning við hin
efnaminni, en Ísland hefur þegar
lagt til hálfan milljarð króna. Ríkin
geta orðið allt að 165 í verkefninu.
Fyrir lok 2021 á að vera búið að út-
deila a.m.k. tveimur milljörðum
skammta.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir sagði í gær að miðað væri
við að 20% af þjóðinni fengju bólu-
setningu fyrst um sinni, þó að það
kæmi ekki allt í einum hvelli heldur
smátt og smátt. Reiknað er með að
hver og einn þurfi tvær bólusetn-
ingar, sem kosta 35 dali hvor. Sam-
kvæmt því myndi það kosta ís-
lenska ríkið 700 milljónir að
bólusetja 20% af þjóðinni. Þórólfur
sagði að það yrði gert í svipaðri röð
og var gert hér á landi í tengslum
við svínaflensuna, þar sem miðað
yrði við að viðkvæmir hópar og
heilbrigðisstarfsfólk fengi bóluefnið
fyrst.
Smit í samfélaginu er enn lítið
sem ekkert að mati Þórólfs og inn-
anlandssmit hefur ekki greinst frá
því 2. júlí. Eitt virkt smit greindist
hjá ferðamanni við landamærin í
gær og var hann sendur í ein-
angrun. snorrim@mbl.is
Ísland á meðal ríkjanna sem borga
Bólusetningarverkefni fyrir 60%
mannkyns Ríku ríkin borga brúsann Kórónuveirusmit á Íslandi
Fjöldi jákvæðra sýna frá 15. júní
15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22.23. 24. 25.26. 27. 28.29.30. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22.
119.103 sýni hafa verið tekin
Þar af í landamæraskimun
50.290 sýni78 einstaklingar eru í sóttkví
1.841 staðfest smit
8 eru með virkt smit
Heimild: covid.is
Innanlands
Landamæraskimun:
Virk smit
Með mótefni
2
1
2
1
2
1
2
11 10 0
1
1
1
1
1
1 1
1
1
1
1
2
2
4
3
2 2 2
3
6
6
2
1
5
2
5
1
6
9
1
3
1
2
2
2
1
3 3 3
2 2
5
4
2
2,2 virk smit sl. 14 daga á 100.000 íbúaNýgengi smita: