Morgunblaðið - 24.07.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.07.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points Vivienne Nú 11.893 kr. 16.990 kr. Útsala 40-60% afsláttur Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Nú á dögunum var íslenskur veit- ingastaður opnaður í Torrevieja skammt frá Alicante á Spáni. Stað- urinn ber heitið Smiðjan – SkyBar og hefur verið í bígerð um nokkurt skeið. Eigendur staðarins eru kær- ustuparið Bjarni Haukur Magnús- son og Laufey Eva Stefánsdóttir. Þau hafa undanfarin ár verið búsett á Spáni þar sem Bjarni hefur m.a. starfað við sölu fasteigna. Að sögn Bjarna hefur hann lengi dreymt um að opna veitingastað á svæðinu. Hins vegar hafi planið allt- af verið að opna minni stað, en Smiðjan – SkyBar tekur rétt um 180 manns í sæti og er á besta stað í Torrevieja. „Ég hef verið hér með hléum í átta ár og unnið við fasteignasölu og í ferðaþjónustu. Ég fann að sama skapi að það var kominn tími til að breyta um vettvang og gera eitthvað nýtt. Laufey var til í að koma með mér í þetta og planið var að opna talsvert minni stað. Eftir að við fundum svo þessa staðsetningu breyttust plönin og þetta gerðist allt mjög hratt,“ segir Bjarni, en staður- inn var opnaður í byrjun mánaðar- ins. Verkefnið fór þó af stað í september í fyrra og var áætluð opn- un í apríl fyrr á þessu ári. Heimsfar- aldur kórónuveiru kom hins vegar í veg fyrir allar slíkar áætlanir. „Við vorum læst inni í 70 daga, sem var auðvitað ótrúlega skrýtið. Við gátum ekki farið út úr húsinu nema rétt til að fara út í búð. Það var síðan gott þegar það kláraðist og við gátum opnað staðinn,“ segir Bjarni. Viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa, en auk Íslendinga eru heimamenn áberandi meðal gesta. „Þetta er staður með íslensku ívafi þar sem við erum með íslenskan kokk og starfsfólk. Þar fyrir utan er íslenska rétti og drykki að finna á matseðlinum, en auk þess verðum við alltaf með íslenska lýsingu á íþróttaleikjum þegar það er í boði. Við finnum að Íslendingar sækja í að koma hingað og það eru margir sem vita nú þegar af okkur.“ Opna veitingastað á besta stað skammt frá Alicante  Nýr íslenskur staður tekur rétt um 180 manns í sæti Útsýni Smiðjan er á besta stað skammt frá Alicante. Útsýnið er fallegt. Ljósmynd/Smiðjan Smiðjan Staðurinn var opnaður í byrjun júlímánaðar. Viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa frá opnuninni. BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Íslenskir nemendur á aldrinum 16- 24 ára koma vel út úr nýrri könnun Hagstofu Evrópusambandsins þar sem tæknilegt læsi nemenda var kannað. Tilefnið var aukið fjarnám sem kom til vegna kórónuveiru- faraldursins þar sem skólum á námsstigunum fyrir aldursbilið sem um ræðir var lokað. 96% ís- lenskra nemenda búa yfir grunnþekkingu eða meiri þekkingu til þess að nýta sér þá fjar- námsmöguleika sem í boði eru sam- kvæmt könnuninni. Standa Íslend- ingar jafnfætis Norðmönnum og eru það aðeins króatískir nemendur sem standa betur þar sem 97% nemenda eru nokkuð tæknilæs. Lára Stefánsdóttir, skólameistari við Menntaskólann á Tröllaskaga, er vel inni í málefninu og segir skýr- inguna á góðu tæknilegu læsi ís- lenskra nemenda m.a. vera félags- lega, en segir hægt að nálgast viðfangsefnið frá ýmsum vinklum. „Samfélag ungs fólks á Íslandi notar þessa tæknilegu hæfni sína daglega. Félagslíf ungs fólks byggist á að vera lipurt á þessum miðlum. Það eru þá bara fátækir sem eiga ekki fyrir tækninni sem gætu setið eftir, eða þessi 4%. Fólk á þessum aldri er í samskiptum, félagslífi, miðlun og sköpun. Þetta er sam- félagslegt og óháð stofnunum. Hvatinn er ekkert endilega að ein- hver hafi kennt þér á þetta heldur þarftu bara að kunna þetta til að taka þátt í samfélaginu á þessum aldri,“ segir Lára í samtali við Morgunblaðið, en Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur verið framarlega á þessu sviði í kennsluháttum. Nota 150 öpp „Síðast þegar ég taldi vorum við að nota um 150 öpp og forrit í nám- inu. Eitt af því sem nemendur verða að leysa hjá okkur í sínum fyrstu verkefnum er að finna sér verkfæri til þess að leysa hlutina,“ segir Lára. „Þetta krefst auðvitað meiri tækni- legrar hæfni en er endilega viðmiðið í þessari könnun. Það sem við sjáum á okkar unga fólki er að þegar maður gerir kröfur, þá rísa þau undir þeim, eins og þessi könnun gefur til kynna. Þau hafa grunnhæfni til að byggja á.“ Lára segir Covid-19 hafa haft til- tölulega lítil áhrif á skólastarfið hjá sér. „Þetta var bara eins og að ýta á takka. Við fundum ekkert fyrir því. Allt var klárt, öllum leið vel, og það þurfti litlu að breyta. Það stafar af því að við blöndum saman staðnem- um og fjarnemum sem þurfa alla jafna að vinna saman að verkefnum.“ Ásamt Króatíu koma Eistland og Litháen vel út úr könnuninni og það þekkir Lára af eigin raun. „Þetta eru lönd sem hafa lagt áherslu á nútímatækni í sinni kennslu. Þessi tiltölulega nýju lýð- ræðisríki. Eistar eru mjög spenn- andi og framarlega í þessum málum og ég ferðaðist þangað fyrir þremur árum og hélt fyrirlestur um módelið í skólanum hjá mér sem skóp líflegar umræður en á Íslandi er menntunar- fræðileg umræða um framhalds- skólakerfið lítil. En framhaldsskóla- kerfið á Íslandi hefur breyst og er líklega best til þess fallið að takast á við þær miklu stafrænu breytingar sem við erum að ganga í gegnum,“ segir Lára. Lára fór á Erasmus+-ráðstefnu til Rúmeníu fyrir nokkrum árum en landið rekur lestina í könnuninni. „Efnahagur Rúmena er þröngur og þeirra styrkur er akademísk mennt- un, m.a. í raunvísindum, en alþýða manna hefur ekki endilega ráð á verkfærum tækninnar.“ Íslenskir nemendur vel tæknilæsir  Íslenskir nemendur koma vel út úr könnum Evrópusambandsins um tæknilegt læsi nemenda  Hvatinn er félagslegur að mati Láru Stefánsdóttur, skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga Tæknilæsi á Íslandi og í löndum Evrópu 2019 Hlutfall nemenda (16-24 ára) sem hefur grunnþekkingu eða meira, % K ró a tí a Ís la nd N o re g u r E is tl a n d L it h á e n H o lla n d S vi ss B re tl a n d G ri kk la n d A u st u rr ík i F in n la n d P o rt ú ga l S p á n n Þ ýs ka la n d D a n m ö rk S ví þ jó ð Fr a kk la n d ES B m eð al ta l P ó lla n d B e lg ía Ír la n d L ú xe m b o rg U n g ve rj a la n d Ít a lía N -M a ke d ó n ía Ty rk la n d B ú lg a rí a R ú m e n ía 97 96 96 93 93 93 93 92 92 89 89 88 86 86 85 84 81 80 80 79 78 75 68 65 64 61 58 56 Heimild: Eurostat Lára Stefánsdóttir Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Geitungar í sumar eru ekki færri en þeir voru í fyrra; þeir voru einfald- lega seinna á ferðinni vegna kulda í vor, að sögn meindýraeyðis sem taldi fyrr í júlí að færri geitungar væru á ferðinni. „Nokkrum dögum seinna kom þetta venjulega,“ segir meindýra- eyðirinn, Steinar Smári Guðbergs- son. Hann segir að búin séu minni en í fyrra en geitungarnir séu þó alveg jafn margir. „Það er alltaf nóg af geitungum. Maður fær alltaf fréttir frá Náttúru- fræðistofnun um að það séu færri geitungar en það hefur alltaf verið aukning hjá mér, þótt ég finni kannski ekki fyrir aukningu þetta árið,“ segir Steinar. „Þeir voru aðeins seinna á ferðinni en í fyrra og búin eru ekki jafn stór og þau voru í fyrra því það var svo kalt í vor. Vegna kuldans koma þeir seinna í ljós en í fyrra en það er alveg jafn mikið af þeim.“ Fyrir tíu dögum birtist viðtal við Steinar í Morgunblaðinu þar sem greint var frá því að hann hefði feng- ið færri beiðnir um að fjarlægja geit- ungabú en áður, nú hefur sannarlega orðið breyting þar á. „Það er alltaf nóg af geitungum“  Flugurnar röndóttu hafa tekið við sér Morgunblaðið/Árni Sæberg Geitungabú Fyrri hluti sumars skiptir sköpum fyrir geitunga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.