Morgunblaðið - 24.07.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 24.07.2020, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þingstaðirnútímansverða seint flokkaðir sem skemmti- staðir þótt stund- um verði þar ófyndið uppistand. Lengi og víða hafa verið til óskráð og allt að því algild sannindi um að þingmenn verði að gæta þess betur en alls ann- ars að grunsemdir vakni ekki um að þeir leyni streng húmors djúpt í persónu sinni. Taki að bera á slíku vakni þegar innanhússorðrómur á þinginu um þann þingmann og áður en langur tími líður frá sú niðurstaða að hann megi ekki taka alvarlega. Háreist þumbarafram- ganga og ræðutónn og kúnstpásur sem hæfa þykja hins vegar benda eindregið til að þar fari þingmaður sem lumi á visku og fróðleik sem ekki sé útilokað að hann grípi til þegar menn eiga þess síst von. Vissulega geti áhugasamir um þing- störfin þurft að bíða lengi eftir sýnishorni en biðin sé þess virði. Eftir að breska þingið samþykkti útgöngu Breta með afgerandi meirihluta og Evrópuþingmenn þeirra gengu galvaskir burt í síð- asta sinn hækkaði matið á þingheimi ESB töluvert. Húmorvísitalan sunkaði mjög og með dynk sem þar til gerðir mælar námu. Elskuleg samstaða óx í þingsölunum, þumbara- heitin geispuðu nú af fleiri þingmönnum en áður og af enn meiri sannfæringu en áður. Mest munaði um útgöngu Nigel Farage, sem af full- kominni ósvífni hafði af- hjúpað skemmtilega hlið í nánast hverri ræðu og það í sjálfu musteri leiðindanna, þingsölum ESB. Einn af þeim sem Farage virtist hafa sérstakt yndi af að draga á asnaeyrunum er í rauninni óþarft að nafn- greina. Reyndur íslenskur leik- stjóri sagði að hann hefði fyrr á sínum ferli viljað mega borga þessum manni feikna fé fyrir það að leika fyrir sig í hryllingsmynd. Það kæmi upp í kostnað að sá þyrfti lítt að leika, kæmi eins og klónaður og líklegt væri og jafnvel hafið yfir allan vafa að spara mætti allt smink við upptökur með honum. Þennan mann er óþarft að nefna, enda vita allir þeir sem þekkja eitthvað til Evr- ópustjórnmála hver það er sem missti þannig af stærstu rullu lífsins. Hinir, sem koma leikaraefninu ekki fyrir sig, þrátt fyrir sláandi persónulýsingu, myndu ekkert græða á því að heyra nafnið. Nú í vikunni var rætt um afgreiðslu á björgunarpakk- anum sem verulegur ágrein- ingur er um. Rúmlega 700 þingmenn eiga seturétt á þinginu og þar sem þetta er eitt stærsta mál þess mætti ætla, með hliðsjón af gamla þinginu á Austurvelli, að lýðræðisleg umræða þess- ara 700 tæki á. En þess varð ekki vart enda eru lýðræð- issinnar í hópi búrókrat- anna ekki að telja eftir fá- einar auka mínútur frá því sem þarf í smámál. Aðaltalsmaður þingsins, Charles Michel, missti nán- ast stjórn á sér við umræður um björgunarpakkann vegna veirunnar. Hann fagnaði pakkanum sem kostaði svo mikinn rembing að landa og kallaði aðgerð- ina „byltingu“ í þróun ESB í átt til stórríkis. Um leið stimplaði þessi háttsetti „lýðræðissinni“ alla þá sem lögðust gegn og vöruðu við gerningnum „öfgamenn“. Þeir sem að- hyllst höfðu brexit fengu að fljóta með þegar öfga- stimplinum var veifað ótt og títt. Þýskur ESB-þingmaður benti hins vegar á við þessar umræður að einungis vegna þessarar aðgerðar einnar hefðu Bretar náð að spara sér 72 milljarða punda! ESB hefði vissulega mis- notað tækifærið, sem kór- ónuveiran gaf, út í æsar, til þess að safna enn meiri völdum til búrókratanna í Brussel, sem enginn hefur kosið, og það, eins og vant er, á kostnað fullveldis þjóð- anna. Kannski gerði óbragð í munni ráðamönnum erf- iðara að stilla sig} Eymdin, sem veiran olli, misnotuð út í æsar M ér er til efs að ég sé sú eina sem velti því fyrir mér á hvaða vegferð valdhafarnir eru þegar kemur að öldr- uðum og aðbúnaði þeirra síðustu æviárin. Mig langar að segja frá því hvernig ég upplifi þá manngerðu einsemd og lítilsvirðingu stjórnvalda sem allt of margt gamalt fólk býr við á Íslandi í dag. Mér finnst það mannvond ríkisstjórn sem berst ekki af öllu afli gegn einangrun, óöryggi og fátækt þeirra sem mest þurfa á hjálp hennar að halda. Hvernig má það vera að hægt sé að fótumtroða þarfir þeirra sem erjað hafa og sáð fyrir okkur sem á eftir komum? Mér er fyrirmunað að skilja slíka framkomu við þá sem hafa greitt í ríkis- kassann svo áratugum skiptir og skapað þá velmegun sem við ættum öll að fá að njóta í dag, þótt raunin sé önnur. Pabbi minn Pabbi verður níræður í ágúst nk. Hann vildi hvergi annars staðar vera síðustu æviárin en í litlu íbúðinni sinni heima á Ólafsfirði. Hann var þar þó félagslega einangraður að mestu leyti. Hann fór í kjörbúðina og fékk heimsendan mat ásamt því að þrifið var lauslega hjá honum hálfsmánaðarlega. Hann mátti ekki heyra á það minnst að koma til Reykjavíkur og vera hjá mér og ég virti það af heilum hug þrátt fyrir að vilja ekkert frekar en að fá hann til mín og hugsa um hann eins og hann hafði áður alið önn fyrir mér. Verkamaður sem vann myrkranna á milli til að ala önn fyrir fjölskyldunni sinni, nú orðinn gamall og slitinn, gleyminn og ekki í stakk búinn til að búa einn. Pabbi minn átti sín eigin plön um ellina og hvernig hann óskaði sér að fá að eyða síðustu ævikvöldunum. Bara 26 pláss! Það fylgir því viss afneitun að þurfa að horfast í augu við vanmáttinn sem fylgir því að verða gamall, gleyminn og um leið geta ekki séð um sig sjálfur heldur vera upp á aðra kominn. Það kostar niðurbrot fyrir marga að þurfa að viðurkenna vanmátt sinn og yfirgefa heimili sitt til að leita á náðir stofnana sem hýsa og ala önn fyrir öldruðum. En þegar sú erfiða ákvörðun hefur verið tekin og þú ert þá settur í bið vegna plássleysis, þá set ég ábyrgðina alfarið á sitjandi stjórnvöld sem ættu að skammast sín fyrir að bjóða upp á slíka bið. Á Hornbrekku í Ólafsfirði eru 26 pláss! Pabbi minn er númer 27 í röðinni. Þvert á vilja hans er hann nú kominn til Reykjavíkur og býr hjá mér. Inga Sæland Pistill Áhyggjulaust ævikvöld? Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Ámiðvikudag rann útfrestur til að senda innumsögn um drög aðfrumvarpi um breytingu á stjórnarskrá, sem legið hafa í samráðsgátt frá 30. júní síðast- liðnum. Frumvarpið snýr að I. og II. kafla stjórnarskrárinnar, sem fjallar um embætti forseta Íslands, ríkisstjórn og verkefni fram- kvæmdavalds. Lagðar eru til breytingar á orðalagi I. kafla, til samræmis um áralanga fram- kvæmd, fortakslaust, lagalegt ábyrgðarleysi forseta á stjórnar- athöfnum afnumið og kjörtímabil forseta lengt í 6 ár, en þó megi ekki sami maður gegna embætti forseta lengur en til 12 ára. Þá verður þingræðisreglan bundin í stjórnarskrá og mælt fyr- ir um afsögn ríkisstjórnar eða til- tekins ráðherra við vantraust Al- þingis. Synjunarvald forseta skv. 26. gr. verður enn til staðar, þó með heimild Alþingis til að fella lög úr gildi, synji forseti þeim staðfest- ingar, svo ekki komi til þjóðar- atkvæðagreiðslu. 214 umsagnir bárust þar sem skiptar skoðanir á frumvarpinu komu fram og var þar ósjaldan minnst á stjórnarskrárdrög Stjórn- lagaráðs frá árinu 2011, og gerð krafa um samþykkt þeirra. „Aldrei meirihluti fyrir til- lögum Stjórnlagaráðs“ Birgir Ármannsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks, segir að ekki sé ástæða til þess að samþykkja tillögur Stjórnlagaráðs í óbreyttri mynd: „Tillögur Stjórnlagaráðs voru til umræðu á þingtímabilinu 2011 til 2013 og frumvarpið strandaði í þinginu veturinn 2012 til 2013. Þeir sem tala um að taka eigi til- lögur Stjórnlagaráðs upp óbreyttar virðast ekki horfast í augu við það að ferlið umhverfis þær gekk ekki upp. Frá tilkomu þeirra hefur þrisvar verið kosið til Alþingis og ég tel mig geta fullyrt að aldrei á því tímabili hafi verið meirihluti fyrir tillögum Stjórnlagaráðs. Þetta hefur verið staðan þrátt fyr- ir að það hafi verið mikil umskipti á Alþingi á þessum tíma,“ segir Birgir og heldur áfram: „Í hverjum einustu kosningum hafa komið fram frambjóðendur sem lagt hafa ofuráherslu á til- lögur Stjórnlagaráðs en ekki feng- ið mikið fylgi. Staðan er sú að stjórnarskrá í vestrænu lýðræðis- ríki verður ekki breytt nema með þeim hætti sem stjórnarskráin sjálf kveður á um,“ segir hann. Stjórnarskrá verður einungis breytt samkvæmt 79. gr. hennar, sem kveður á um samþykkt frum- varps til stjórnskipunarlaga, þing- rof og samþykktar sama frum- varps á nýju þingi, eftir kosningar. Að tillögu forsætisráðherra er gert ráð fyrir áætlun um heildar- endurskoðun stjórnarskrárinnar; á stjórnartímabilinu 2018-2021 verði tekin fyrir þjóðareign á náttúru- auðlindum, umhverfis- og náttúruvernd, þjóðar- atkvæðagreiðslur að frumkvæði hluta kjós- enda eða minnihluta þings. Einnig verði tekið til skoðunar framsal valdheimilda í þágu al- þjóðasamvinnu, auk fyrrgreindra breyt- inga á I. og II. kafla stjórnar- skrárinnar. Margir lýstu skoðun á stjórnarskránni Kosning 25 fulltrúa til stjórn- lagaþings, sem færi með endur- skoðun stjórnarskrárinnar, fór fram í nóvember 2010, en Hæstiréttur ógilti kosningarnar 25. janúar 2011. Þjóðaratkvæða- greiðsla um tillögur stjórnlaga- ráðs fór þó fram 20. október 2012, þar sem 66,9% kjósenda samþykktu að taka tillögurnar til fyrirmyndar við vinnslu frum- varps um nýja stjórnarskrá. 49,6% landsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Um frumvarpsdrögin sem ríkisstjórnin hefur nú lagt fram segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata: „Þetta ferli verður aldrei trú- verðugt nema það grundvallist á ferli stjórnlagaráðs. Það sést alveg á umsögnunum sem ber- ast við þetta frumvarp að það er krafa þess fólks sem að velta fyrir sér þess- um stjórnarskrár- málum.“ Telur ferlið ótrúverðugt HELGI HRAFN Helgi Hrafn Gunnarsson Morgunblaðið/Ómar Löggjafinn Fyrir liggja breytingar á forsetakafla stjórnarskrárinnar, sem kunna að vera lagðar verða fram á Alþingi á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.