Morgunblaðið - 24.07.2020, Síða 19

Morgunblaðið - 24.07.2020, Síða 19
✝ Salka RutBrynjarsdóttir fæddist 17. ágúst 2012 í Reykjavík. Hún lést 12. júlí 2020 á Barnaspít- ala Hringsins. Foreldrar Sölku Rutar eru Brynjar Snær Kristjánsson, f. 7. júlí 1974, og Harpa Rut Harð- ardóttir, f. 21. október 1981. Saman eiga þau einnig Bríeti Rós, f. 10. mars 2011. Foreldrar Brynjars eru Kristján Ágústsson, f. 3. desem- ber 1948, og Bryndís Konráðs- dóttir, f. 13. desember 1948. Foreldrar Hörpu Rutar eru Hörður Ágúst Oddgeirsson, f. 6. mars 1951, og Kristín Líndal Hafsteinsdóttir, f. 14. júlí 1954. Salka Rut ólst upp í Linda- hverfi í Kópavogi. Hún var í leikskólanum Fífu- sölum fyrstu árin en fór svo í leik- skólann Lyngás sem síðar varð Bjarkarás. Salka Rut greindist með sjaldgæfan tauga- hrörnunarsjúkdóm þegar hún var þriggja ára að aldri og fór því stundum í hvíldar- innlögn á Rjóðrið. Hún stund- aði tónlistarnám hjá Tónstofu Valgerðar auk þess sem hún var virk í ýmsu myndlist- arstarfi sem fram fór á Bjark- arási. Salka Rut var vikulega í sjúkra- og iðjuþjálfun hjá Æf- ingastöðinni Háaleitisbraut og naut þess að æfa sund. Útför Sölku Rutar fer fram frá Lindakirkju í dag, 24. júlí 2020, klukkan 13. Elsku litla fallega stelpan mín. Nú hefurðu lokað yndislegu dökk- brúnu augunum þínum í síðasta sinn. Bjarta brosið, smitandi hlát- urinn og dásamlega kærleikann sem þú gafst frá þér geymir pabbi í hjarta sér um ókomna tíð. Litlar stjörnur vaka hér, allar saman yfir þér. Hátt á himni seint um kvöld, blikar falleg ljósafjöld. Litlar stjörnur vaka hér, allar saman yfir þér. Sólin sest við sjónarrönd, skín nú yfir fjarlæg lönd. Bíður þín er dagur nýr, birtist með sín ævintýr. Litlar stjörnur vaka hér, allar saman yfir þér. Tunglið bjart á himni skín, sendir geisla inn til þín. Fallegt ljós í alla nótt, svo þú megir sofa rótt. Litlar stjörnur vaka hér, allar saman yfir þér. (Hafdís Huld Þrastardóttir) Elska þig. Pabbi. Ég mun ávallt elska þig og sakna þín, litla stelpan mín. Þú ert yndið mitt yngsta og besta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt, þú ert sólrún á suðurhæðum, þú ert sumarblómið mitt frítt, þú ert ljósið sem lifnaðir síðast, þú ert löngunar minnar Hlín. Þú ert allt sem ég áður þráði, þú ert ósk, þú ert óskin mín. (Gestur) Þín mamma. Elsku litla ljós. Litla ljósið okk- ar, sem við elskuðum að knúsa og fá bros. Brosið sem lýsti upp alla tilveruna og gaf okkur hlýju í hjartað. Þú komst í heiminn full- sköpuð og svo falleg, stóru brúnu augun þín svo falleg en eitthvað fór úrskeiðis. Þér var ætlað annað hlutverk elsku hjartans barn. Við viljum trúa því að þú sért komin á betri stað og fáir önnur tækifæri þar. Við vissum að þú yrðir tíma- bundið hjá okkur en aldrei er maður undirbúinn þegar stundin kemur. Þú vannst svo sannarlega fyrsta vinning í vali á foreldrum og stóru systur. Þau voru vakin og sofin yfir velferð þinni og hugsuðu svo vel um allar þarfir þínar. Bríet Rós stóra systir var dugleg að lesa fyrir þig og horfa á myndir með þér. Það var svo yndislegt að sjá hvað þú varst ánægð þegar Bríet skreið upp í til þín á morgnana til að knúsa þig. Við trúum því að langömmur þínar taki á móti þér og gæti þín þar til við komum. Elsku Salka Rut, hvernig á lífið að halda áfram án þín, sorgin er svo mikil. Við munum passa vel mömmu þína og systur. Elsku barn, við elskum þig svo mikið. Leggðu lófa þinn í minn, meðan nóttin læðist inn, og mjúka myrkrið lokar burtu lætin. Ég skal kúra hjá þér, finndu hlýjuna frá mér, úti róast önnum kafin strætin. Róast andardrátturinn, kyssi mjúka vangann þinn, værðin færist líka yfir mig. Þegar svefninn sígur á, aldrei finn ég meira en þá, hvað ég er þakklát fyrir þig. (Hafdís Huld Þrastardóttir) Kristín amma og Hörður afi. Elsku elsku litla hjartað mitt. Ég vil ekki trúa að þú sért farin frá okkur en ég veit að þú ert komin á stað þar sem þú finnur ekki lengur til, getur hlaupið um, ert án verkja og hjá öllum ömm- unum sem passa þig. Þú hefur alltaf verið litla hjart- að mitt, alveg síðan þú fæddist, og ég reyndi að lauma að foreldrum þínum að skíra þig Heiðu að milli- nafni, það tókst nú ekki en ég fékk að vera skírnarvottur í staðinn og er svo stolt af því. Ég hef aldrei kynnst sterkari einstaklingi en þér, þú varst litli naglinn okkar. Mig langar svo að fá að knúsa þig, sjá brosið þitt, strjúka yfir kinnina og koma við mjúku eyrnasneplana þín, það er enginn með jafn mjúka eyrna- snepla og þú. Elsku litla hjartað mitt, þú fórst allt of snemma frá okkur en lífið var erfitt og nú er kominn tími á hvíld fyrir þig. Við munum hittast aftur þegar ég kem til þín, amma Gúst mun passa extra vel upp á þig þar til við hin komum, þið borðið pönnukökur með sykri enda fáir sem elska sætindi eins mikið og þú. Ég lofa að passa upp á mömmu þína og Bríeti stóru systur, sem þú elskaðir svo mikið að hafa nálægt þér. Þú átt risastað í hjarta okkar allra. Ég elska þig elsku litla hjartað mitt. Heiða frænka. Elsku Salka Rut mín. Mikið of- boðslega er erfitt að þurfa að kveðja þig elsku fallega Salka. Þótt við vissum að tími okkar með þér væri takmarkaður var höggið svo stórt. Maður er aldrei und- irbúinn að missa einhvern eins og þig úr lífi sínu. Þú gafst okkur svo mikið, þitt fallega bros, þína hlýju nærveru og þinn stórfurðulega húmor. Ég hélt alltaf að ég ætti meiri tíma eftir með þér. Þykir svo leitt að þú fékkst ekki tækifæri til að hitta litlu frænkur þínar. Hlakkaði svo mikið til að koma með þær heim um jólin og leyfa ykkur að kynnast. Ég lofa að ég mun segja þeim ótal sögur um Sölku frænku þeirra, að þú hafir verið hugrakkasta og sterkasta stelpa sem ég þekkti. Sorgin er svo stór og ég sakna þín svo ótrúlega mikið litla frænkuskottið mitt. Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga. Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga. (Thorbjörn Egner - Kristján frá Djúpalæk) Elska þig. Þín frænka, Hrafnhildur. Elsku litla og fallega frænka mín. Mikið er það sárt að skrifa til þín þessa hinstu kveðju. Þrátt fyr- ir að við vissum að tími þinn í þessu jarðlífi yrði ekki langur er maður aldrei tilbúinn þegar kallið kemur. Mig dreymdi draum um þig fyrir nokkrum vikum. Í draumnum renndir þú þér niður á gólf úr stólnum þínum þar sem þú sast í smástund áður en þú stóðst upp, gekkst af stað og talaðir. Ég vil trúa því að þú sért nú komin á stað þar sem allar þessar hvers- dagslegu athafnir sem við tökum sem sjálfsagðan hlut séu þér fær- ar. Að þér líði vel, laus við allar þjáningar. Ég mun ávallt minnast þess hversu innilega þú hlóst, hversu mikið þú naust þess að borða, hversu einstakt og fallegt samband var á milli þín og mömmu þinnar og hversu blíðlega þú brostir. Það var alltaf stutt í fallega brosið þitt þrátt fyrir að sjúkdómurinn tæki sífellt meiri toll af þér. Þú ert og verður alltaf litla hetjan okkar. Elsku Salka Rut, þín verður ávallt sárt saknað, megi foreldrar þínir og systir finna innri styrk til að takast á við hinn mikla missi og sorgina. Ó, sofðu, blessað barnið frítt, þú blundar vært og rótt. Þig vængir engla vefja blítt og vindar anda hljótt. Af hjarta syngja hjarðmenn þér til heiðurs vögguljóð sem tér: Sofðu rótt, sofðu rótt, vært og rótt, sofðu rótt. (Þýð. Þorgils Hlynur Þorbergsson) Ástarkveðja, Hrönn. Elsku Salka Rut. Þú og brosið þitt bjarta munuð ávallt eiga stað í hjarta okkar. Minning þín lifir. Liðinn ert þú inn í ljóma bjartrar júlínætur, jafnhreinn sem forðum - drýpur dögg, drúpir gras, brosir í draumi barn sem ég unni. Ástvinum þínum öllum ég sendi blóm fagurrautt úr brjósti mínu, legg það við sárin, læt tárin seytla í þess krónu, uns sorgin ljómar. (Jóhannes úr Kötlum) Þínar vinkonur, Eva Sif og Helga Lilja. Okkar fyrstu kynni af Sölku Rut voru í gegnum Svamlarahóp- inn hjá Æfingastöðinni þar sem hún kom með foreldrum sínum og í heimsóknum í skynörvunarher- bergið í Lyngási. Salka Rut byrj- aði svo sumarið 2016 hjá okkur á Lyngási og sáum við fljótt að þarna var á ferð skemmtileg stelpa með mikinn húmor og mik- ill matgæðingur. Salka Rut var mikil félagsvera og hafði gaman af því að hafa fjör í kringum sig. Á Lyngási hafði hún gaman af að fara í göngutúra og sund með sundhópnum. Einnig hafði hún mikla ánægju af því að fara í heita pottinn í Ásustofu með mömmu sinni. Hún var sérlegur aðstoðarmaður Kristjönu í eld- húsinu á Lyngási og hjálpaði oft til með uppvaskið með svuntuna sína, svo fékk hún að sjálfsögðu laun fyrir. Þá sá hún um að fara í gróðurhúsið og kaupa grænmeti fyrir Petru. Þegar starfsmenn komu með afkvæmi sín, hvort sem það voru börn eða ferfætlingar, þótti Sölku Rut gaman að fá að passa og knúsa þau. Henni þótti skemmti- legt að hlusta á sögur og tónlist og vera í Tónstofu einu sinni í viku og spila með Jónu á ýmis hljóð- færi. Myndlistarnámskeið átti líka vel við Sölku Rut og þar undi hún sér vel. Sölku Rut fannst allt uppbrot á deginum skemmtilegt, hvort sem það var Húsdýragarð- urinn eða ferð á listsýningu niður í bæ. Við erum þakklát og glöð að hafa kynnst henni Sölku Rut og hún markaði djúp spor í hjarta okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Harpa, Brynjar, Bríet og aðstandendur. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd vinanna á Lyngási, Fanney. Salka Rut Brynjarsdóttir HINSTA KVEÐJA Salka Rut. Okkar yndis- lega! Við munum brosið þitt bjarta, hláturinn ljúfa, húmorinn fína, nærveruna hlýju, fallegu augun brúnu sem ljómuðu af gleði og ást, svo kom sorgin. Þú varst einstök, ljúf, falleg og mikill persónu- leiki, það kom vel í ljós í þínum miklu veikindum, hvað þú varst hörkudugleg. Við söknum þín óendan- lega, elsku gullið okkar. Þín elskandi, Amma Bryndís og afi Kristján. Elsku litla systir. Ég mun sakna þess að lesa fyrir þig og sjá þig brosa. Ég mun sakna þess að halda í höndina á þér, hún var svo lítil og mjúk. Þú ert góð systir og ég elska þig. Þín stóra systir, Bríet Rós. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2020 ✝ Símon Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1944. Hann lést 16. júlí 2020 á Landspít- alanum í Fossvogi. Foreldrar hans voru Guðmundur Símonarson, f. 24. mars 1912, d. 14. febrúar 1989, og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 6. september 1912, d. 3. júlí 2008. Systkini hans voru: Reynir, f. 11. desember 1935, d. 25. júní 2010; Gréta, f. 3. ágúst 1937, d. 3. desember 2016; Gunnar. c) Guðbjörg Eva. d) Fyr- ir átti Guðmundur dótturina Hel- enu Björk. Fósturbörn Símonar eru: Maríanna Olsen, f. 28 desem- ber 1972, maki hennar er Jóhann Reynisson, og Gísli Birgir Olsen, f. 27 febrúar 1975, sonur hans er Tristan Breki. Símon var í sveit frá unga aldri á sumrin til 16 ára aldurs í Hjarð- ardal í Dýrafirði. Hann byrjaði til sjós 15 ára með föður sínum og var á fiskibáti til 1963. Hann fór í nám í Stýrimannaskólanum og útskrifaðist þaðan 1967. Eftir nám vann hann á fraktskipum hjá Eimskip frá 1963 til 1974, þá fór hann í land sem verkstjóri hjá Eimskip og vann þar þar til 2011 þegar hann hætti störfum vegna aldurs eftir rúmlega 48 ára starf hjá Eimskipafélagi Íslands. Útförin fer fram frá Grafar- vogskirkju í dag, 24. júlí 2020, klukkan 13. og Heiður, f. 26. desember 1941, d. 10. júlí 1999. Símon var giftur Lilju Gunnars Jó- hannsdóttur, f. 23. febrúar 1946, d. 3. ágúst 2009. Þau skildu. Sonur þeirra er: Guðmundur, f. 28. júlí 1968, kona hans er J. Helena Jónsdóttir, börn þeirra eru a) Símon Haukur, kona hans er Arna Björk Unn- steinsdóttir, börn þeirra eru Svanur Hilmar, Sigursteinn Guð- mundur og Lilja Bergrós. b) Jón Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Elsku Símon, það var erfitt símtal sem við fengum seinnipart- inn hinn 14. júlí og við látin vita að þú hefðir farið í hjartastopp og verið fluttur á Landspítalann. Ég kynntist þér fyrir 28 árum þegar ég fór að vera með syni þín- um Guðmundi. Það sem ég kveið fyrir að hitta þig í fyrsta skiptið en það var óþarfi því þú tókst svo vel á móti mér, þvílíkur gimsteinn sem þú varst. Alltaf tilbúinn að hjálpa okkur og aðstoða ef við þurftum aðstoð, þú varst líka allt- af tilbúinn að passa barnabörnin ef okkur vantaði barnapössun. Þú varst góður, blíður, skemmtilegur og stutt í grínið hjá þér. Þín verð- ur sárt saknað, ekki síst um jólin þar sem þú komst alltaf til okkar í mat en minning þín lifir. Blessuð sé minning þín. Elsku Gummi, María, Gísli, börn og barnabörn, ég votta ykk- ur öllum mína dýpstu samúð og vona að góður Guð styðji ykkur og styrki í sorginni. Starfsfólki Landspítalans á bráðadeild og gjörgæsludeild þakka ég fyrir góða umönnun tengdapabba. Við hittumst á ný þegar minn tími er kominn. Þín tengdadóttir, Helena. Simmi, æskuvinur minn, er fallinn frá. Leiðir okkar Simma lágu sam- an er ég flutti út á Seltjarnarnes árið 1955. Urðum við strax góðir vinir. Simmi var ári eldri en ég en það skipti ekki máli. Það var gott að alast upp á Nesinu á þessum árum. Við vorum nokkrir sem héldum hópinn en á þessum tíma voru víða tún með hestum og belj- um á beit. Flest hús hétu nöfnum. Við þekktum nánast hvern blett á Nesinu. Við fórum skólagönguna hvor á sínu aldursárinu en alltaf saman. Fórum í sveit á sumrin og brösuðun svo saman frá hausti til vors. Við vorum með bát sem við rerum á með ströndum frá Suð- urnesi og inn í Nauthólsvík. Stundum sigldum við út í Akurey. Eftir barnaskóla fórum við í Gaggó Vest en hann var vestast við Hringbraut, alveg niður undir sjó. Fórum við gjarnan á bátnum í skólann ef stutt átti að stoppa. Báðir fórum við ungir til sjós. Vorum við fyrst á sumrin með skóla en að fullu eftir að gagn- fræðaskóla lauk. Vorum alltaf á sama róli. Haustið 1963 fór Simmi um borð í Goðafoss en ég fór um borð í Laxá. Atvikaðist það þá þannig að ég veiktist og þurfti að fara í land um áramót. Eftir að ég hresstist var ég eitt sinn að kveðja Simma þegar hann var að fara á Goðafossi. Spurði ég stýri- manninn hvort ekki vantaði mann um borð. Hann sagði mér að fara upp og tala við skipstjórann. Ég gerði það og fékk þau svör að ég fengi pláss þegar skipið kæmi til baka. Þannig urðum við Simmi skipsfélagar. Áttum við góðan tíma um borð í Goðafossi. Um haustið 1964 byrjuðum við svo í 1. bekk í Stýrimannaskól- anum. Sátum saman alla skóla- gönguna. Á sumrin og um jól fór- um við til sjós og þá fyrstu árin um borð í Goðafoss. Það var oft glatt á hjalla á stýrimannaskóla- árunum en þar voru margir ungir menn og bjartir svo það var mikið um að vera og létt yfir mann- skapnum. Eftir lok Stýrimannaskólans skildi leiðir okkar. Fórum við í að stofna fjölskyldu og sinna öðru. Vorið 1968 slasast ég og fer í land og hætti þar með til sjós. Þar slitnaði okkar tenging og liðu mörg ár án nokkurra samskipta. Fyrir um sex árum fékk ég boð frá Simma um að hafa samband. Hringdi ég í hann og fór svo í framhaldi í heimsókn. Var þar kominn aftur sami vinskapurinn og hittumst við reglulega. Simmi var orðinn heilsuveill síðustu árin en ótrúlega duglegur að drífa sig áfram. Hittumst við iðulega í kaffi. Þá hringdi hann oft og spurði: „Ertu heima?“ „Já.“ „Flott, ég kem.“ Stundum kom „komdu út í bíl“ og við fórum á rúntinn. Fórum við þá gjarnan á höfnina og á athafnasvæði Eim- skips. Fann ég að honum þótti vænt um það svæði. Höfnin laðaði okkur báða að. Við skólabræðurnir úr Stýri- mannaskólanum hittumst alltaf fyrsta fimmtudag í hverjum mán- uði. Simmi kom stundum með í það ef heilsan leyfði. Við vorum glaðir þegar hann kom á síðasta fund með okkur núna í byrjun júlí. Ég átti að skila samúðar- kveðju frá skólafélögunum. Frá mér sendi ég einnig innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra í fjölskyldu Simma. Hér er fallinn frá góður drengur og góður vin- ur. Á ég eftir að sakna hans mik- ið. Kæri vinur hvíl þú í friði. Ásgeir Ásgeirsson. Símon Guðmundsson ELSKU AFI MINN. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Það var alltaf stutt í grínið og brosið hjá þér, þín verður sárt saknað. Hvíl í friði, elsku afi minn. Takk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Þín Guðbjörg Eva.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.